Tíminn - 11.05.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.05.1958, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, suiuiudaginn 11. maí 1958. mm , 'sS .* !i|í J- jiis!l___L!|*! “jr 1 Ekki sopið kálið — ENN HEFUR Botvinnik bætt aðstöðu sína í einvíginu um rneimsmeistaratitilinn í skák, að hann gerði jafntefli í 20. ■og 21. skákinni og jók þannig vinningstölu sína upp í 12. — Honum nægir því eitt jafntefl- ið í viðbót til að vera öruggur um sigur í einvíginu og hefir sú ástæða að sjálfsögðu legið til grundvallar hinni framtaks- iausu taflmennslu hans í 22. skákinni, sem hann tapaði á all- sviplegan hátt. Eftir þessar 22 skákir er því staðan 12—10 Botvinnik í hag og aðeins tvær skákir til loka. Smyslov er þeim afar kostum ofurseldur að verða að vinna báðar þessar skákir vilji hann halda nafnbót sinni, svo ag allt bendir til, að 23. skákin verði vettvangur hrikalegra átaka milli þessara tveggja stórvelda. Smyslov hef- ir allt að vinna og engu og tapa og stendur þannig betur að vígi en andstæðingurinn, sem ósjálf rátt er hnepptur í fjötra var- kárninnar. Af hverju þarf var- kárni að vera slæm undir slik- um kringumstæðum, spyr ein- hver, og því er fljótsvarað. Var- kárni leitar margoft út yfir þau takmörk, sem henni eru ætluð og lýsir sér að siðustu í algjöru framtaksleysi. Sá keppandinn, sem í hlut á, bíður rólegur þeirra aðgerða ,sem eru í bí- gerð hjá andstæðingnum og andæfir þéim ekki meir en hon um þylcir þörf á (oftast tak- markað). Endirinn er því sá, að andstæðingurinn ræður lögum og lofuná á borðinu, en hinum gætna er líkt farið og skjald- iiöku, sem hefir dregið sig inn í skel sína og bíður þess er koma skal. Hann hikar sem sé við að bíta frá sér, þar til það er orðið of seint. 22. skákin, sem ég minntist á hér ag framan, kemur vel heim undir þessa lýsingu. Sá Botvinnik, sem hana teflir, er varkár og hikandi og í engu lík- ur þeim Botvinnik, sem við eig um að venjast úr þessu einvígi. En byrjunarval Smyslovs kann einnig að hafa komið honum á óvart, því að Smyslov beitir hér í fjrrsta sinn á ævinni hollenzkri vörn! Hv.: Botvinnik Sv.: Smyslov. Hollensk vörn. 1. d4—f5 (Alekhine kvað ein hvern tíma hafa sagt ag holl- •enska vörnin væri tilvaliu fyrir þá, sem tefla þyrftu upp á vinn ing). 2. g3 (Hvíti biskupinn er virkari á g2 en á d3 í þessu af- brigði). 2. —Rf6 3. Bg2—e6 4. Rf3—Be7 5. 00—0-0 (Nú eru kóngar beggja í öruggri höfn og alvara lífsins hafin). 6. c4— c6 (Smyslov lætur enn ekki uppi, hvort hann ætli að tefla Grjótgarðinn svonefnda, sem myndast af peðakeðjunni c6— d5—-e6—fö eða lokaða afbrigð- ið, þar sem peðakeðjan er c6— d6—e6—fð. Takmarkið í síðar- nefnda afbrigðinu er að þvinga fram e5). 7. Rc3 (Botvinnik hef ír sjálfur mælt með 7. b3 ósamt uppskiptum á biskupum á a3, enda þótt hann beiti því ekki hér). 7. —d5 8. Bg5 (Fremur óalgengur leikur, sem sýnir að Botvinnik vill forðast allar vgnjulegar leiðir. Algengast og Hklega bezt er 8. Dc2). 8. — Rbd7 9. e3 De8 10 Dc2-Kh8 11. Re2 (ll.cxd-exd 12. Dxf5 strand ar á 12. —Re4 13. Dg4—Re5). 11. —1>.6 12. Bxf6—Bxf6 13. cxd —exd 14. Rf4 (14. Dxf5—Bxd4 rtær einnig skammt). 14. —g5 (Nauðsvnlegt, þar sem hvítur hótaði 15. Dxf5 ásamt 16. Rg6t). ,15. Rd3—Hg8 16. Dc3 (Undirbýr valdatöku á e5) 16. —Be7 17. Rfe5—Rf6 18. f3 (Ó- þarfur leikur og vafasamur, sem veikir aðstöðu hvíta kóngs- ins. Bezt var að hefja atlögu á drottningarvæng með peðafram rásinni —b4, —a4, —b5, sem myndi tefja kóngssóknaráform svarts). 18. —Be6 19. Rc5 (Bot- vinnik leggur ofurkapp á að ein falda stöðuna með mannakaup- um). 19. —Bxc5 20. Dxc5—Rd7 (— og Smyslov virðist sama sinnis. Sannleikurinn er sá, að kóngssóknarmöguleikar svarts aukast við mannakaupin, því að nú Ihefir ihvítur færri menn til varnar hinum veiku punkt- um). 21. Rxd7 (Betra en 21.Dc3 sem mundi svarað með 21. -Rx R 22. d4xR—í'4! og hvitur á í töluverðum erfiðleikum). 21. — DxR 22. Hael— (Hvítur verð- ur skiljanlega að hafa vald á e3 peðinu). 22. —Hg7 23. Hf2— 1)6 24. Dc3—Dd6 (Meg horn- auga ó g3). 25. Hc2—Bd7 26. b4 (Þessi mótatlaga hvíts á drottningarvæng kemur nokk- uð seint). 26. —h5! 27. Khl—h4 28, gxh (Hvítur á ekki annars úrkosta, úr því sem komið er). 28. —gxh 29. f4—Hag8 (Hrók- arnir eru nú all ógnandi, og ekki þarf að spyrja að leikslok um, þegar svarta drottningin og biskupinn koma til skjal- anna) 30. Bf3—Be8 31. Dd2 Þáttur kirkjunnar Kirkjan og 1. maí 1 Ritstjóri: FRIÐRIK OLAFSSON (Gallinn er sá. að hvítu hi'ók- arnir geta ekki andæft á g- línunni. 31. Hg2 yrði t.d. svar- að með 31. —>Bh5!) 31. —Dh6 32. De2 (Hann verður að koma í veg fyrir —Bh5). 32. —h3 33. Hccl (Nú er hvítur þess albú- inn að stöðva sókn svarts með 34. Hgl, en þá fellur sprengj- an). | Wgi íMa /^íl mst ^^18 ff|f'18 33. —Hg2! 34. Bxg2 (Það gildir einu, hvort Botvinnik þiggur fórnina strax eða ekki). 34. —Hxg2 35. Df3—Dh4 36. b5 (Örvænting, en 36. Hgl strand aði á 36. —Bh5 37. Dfl—Hf2 ásamt skákinni á f3. 36. —Bli5 37. Dxg2—hxg2f 38. Kgl—c5 og hv. gafst upp. Fr. Ól. Þróim útgerðar í Þýzkalandi Þýzkir fiskimenn og útgerðar- menn láta illa af árinu 1957 ekki síður en íslendingar og leita að ráðum til úrbóta en gengur erfið- 'lega að finna þau. I Raunar hefii- aflinn ,þ. e. togara og annarra skipa, ekki lækkað mjög mikið. Hann nam 708.500 lestum (1956 710.900) og verð- mæti hans er áaétlað. 263,2 millión ir DM (1956 270,3). Verðmætið hefir því lækkað um 7 milljónir DM eða 2,8 af hundraðí. En allur kostnaður hefir hækkað verulega á árinu, og sumir segja að hækk- unin nema 25%. , Togaraflotanum hafa bæzt átta l skip á árinu en sex hættu að sigla, Eiga Þjóðverjar því nú 209 togara og eru þeir 113.913 brúttósmálest- ir. Af þessum nýju togurum brenndu allir oliu, en einn hefir gastúrbínu og 3 gufutúrbínur. — Vegna þess hve togaraútgerðin ber sig illa, var ekki samið um nein- ar nýbyggingar á árinu 1957, en verið er að byggja sex togara, sem samið var um 1956. Tveir af tog- urunum eru með skutvörpu, en annar þeirra „Sagatta“ var í Reykjavík fyrir skömmu og því naumast ástæða til að lýsa því skipi. Þó má geta þess, að greinilegt er, að Þjóðverjar eru nú að prófa sig áfram með verksmiðjuskip og voru fjórir af nýju togurunum með hraðfrystivélar og önnur tæki t.d að vinna úr aflanum. Einnig eru þeir byggðir heldur stærri en áð- ur, frá 685—765 brúttósmálestir. Afli togaraflotans, sem landað var í Þýzkalandi, nam 446,900 smá lestum (1956 492.200) og verð- mæti hans 174.7 milijónir DM (1956 196 milljónir DM). En auk þess lönduðu þýzkir togarar 22.700 lestum í erlendum höfnuni og nam verðmæti þess afla 11,7 milljónum DM (1956 7.3 millj. DM). Var sala þessi nær eingöngu fyrri hluta árs ins 1957 og í Bretlandi, því þá var markaðurinn betri þar, en í Þýzka- landi. Af afla togaranna, sem land- að var í Þýzkalandi, nam síldin 147.900 lestum og taldist veðmæti síldaraflans vera 50 miUjónir DM. Hefir því síldaraflinn hækkað um 4% en verðmætið hefir lækkað uín 15%. Aí öðrum fiski lönduðu togararnir hér 299.000 lestum og var verðmæti þess afla 124,7 mill- jónir DM. Það varð til þess að auka síldai'aflann verulega, að fiskifræðingur einn rakst á það í 50 ára gömlum skýrslum, að Bret- ar liöfðu veitt mikið af síld við suð-austurströnd írlands. Voru þessi mið gleymd, en nú sóttu þýzkir og aðrir itogarar þangað. írum þótti þetta ekki gott og munu hyggja á að færa út land- lielgi sína. Meðalverð aflans hækkaði úr 39,5 pf. í 41,7 pf. En síldarverðið hrapaði um 6,8 pf. í 33,8 pf. fyrir kg. Þrátt. fyrii- það hve flotinn hef- ir verið endurnýjaður og bættur á árinu, hefir andvirði aflans fall- ið um 17 miiljónir DM. Síldveiðiskipin veiddu meira en þau hafa veitt nokkru sinni áður, eða 75.100 lestir og er það 11.600 lestum eða 18% meira en 1956. Aftur á móti féll síldarafli smærri skipa úr 50.100 lestum árið 1956 í 40.563 lestir en það mun hafa staf- að af því; að þau sneru sér að öðr- oim veiðum vegna verðfallsins á síldinni, því alls nam afli þeirra 163.750 lestum (1956 139.2255) en þau veiða aðallega í verksmiðjurn ar fóðurkrabba. • iSíldveiðifiotinn hefir einnig ver ið endurnýjaður smám saman eins og togaraflotinn. Bættust við 8 ný skip en 5 gömlum lagt upp. Hækk aði meðalstærð skípanna við. það Úr 222 brúttósmálestum í 231, en meðalaldur lækkaði úr 18,8 í 18,2 ár. Þó síldaraflinn hafi hæ'kkað lít- illega 'eða um 6.800 lestir frá því í fyrra, er þess að gæta, að 1956 hafði síldaraflinn lækkað um 80 þús. lestir £rá árinu áður, en það ár var metár. Árið 1955 nam hann 334.801 lestum, 1956 255.081 og 1957 261.808. Afli flestra annarra fiskitegunda hefir einnig lækkað á árinu, að minnsta kosti sá, sem settur var á land í Þýzkalandi enda mun ekki vera til sundurgreining á þeim 23 þsúund lestum sem seld- ar voru erlendis. Þorskaflinn hefir lækkað úr 118.784 lestum í 79.854 eða um 33%, en ýsuaflinn úr 26. 325 lestum í 12.157 1957 og nem- ur sú lækkun 54%, og karfaaflinn lkækað um 4% íu- 116.316 lestum OFT HEFI Ég undrazt, að þeir, sem stjórna og skipu- leggja hátíðahöld stéttarsam- takanna 1. maí ár hvert skuli ekki hafa fengið kirkjuna í lið með sér fremur en orðið er. Enain stofnun jarðar hefir þó, ef á allt er litið, barizt meira eða lengur fyrir fram- kvæmd þeirra hugsjóna, ’ sem hæst og snjallast er talað um þennan dag en kirkja Krists. Hún hefir frá upphafi talið frelsi, jöfnuð og bræðralag hið •eina nauðsynlega í samfélagi manna til þess að veita heun- inum frið og öryggi, og réttíæti í kærleika hefir verið rauði þráðurinn í boðskap kristins dóms á öllum öldum. Samt er óþarfi að loka aug- um og eyrum fyrir því, að kirkjan hefir á stundum villzt af þessum vegi og hlustað eftir annarlegum röddum og gleymt að einungis ein rödd gat mark að hennar hamingjuleið, sú rödd, sem sagði: Eg er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. En aldrei hafa þó saddir falsspámannanna orðið svo á- hrifamiklar, að þessi rödd yrði alveg' þögguð niður. En í hvert sinn, sem hún hef ir orðið dauft hvísl eða dapur ómur meðal annarra radda í sinfóníu mannréttinda og mann helgi, þá er það tákn þess að mannkyn allt sé að víllast af braut sannleika og farsældar f.yrst flökkar og samlök, síðan heUar þjóðir. MÖRGUM verður fyrst og fremst starsýnt á þær blaðsíð ur kirkjusögunnar, .þegar kirkjan hlýddi raustum fals- spámanna og svo var fyrst á dögum mannréttindabaráttu istéttanna og af því viðhorfi mótuðust að ýmsu leyti mestu ikærleiksspámenn okkar, t. d. Þorsteinn Erlingsson, Einar Kvaran og Gestur Pálsson, svo að einhver nöfn séu mefnd þeii-ra manna, sem með anda sínum og krafti hafa mótað kjarabaráttu verkamanna og kvenna á íslandi. En sé vel athugað, kemst hver sem les rit þeirra með gaumgæfni að raun um, að þeir tala einmitt máli kristindómsins og flytja hinn sanna boðskap kirkju KriU' gegn öllum hefðbundn- um kenningasiðum steinrunn- inna forma. Þeir tala eins og sá, sem vald hefir en ekki eins og fræðimenn. Þetta hefir íslenzka kirkjan löngu viðuiikennt og því ætti öllum til blessunar að hefjast samstarf ktrkjunnar og stétta- baráttunnar, eða stéttafagnað- arins yfir unnum sigrum eins og 1. maí ber nú svip af, sem betur fer. ÞAÐ ER einmitt á slikum dögum, sem fólkið vill hlusta og fyUir kirkjurnar. T. d. var Dómkirkjan full þrisvar á sum ai-daginn fyrsta. Þá taldi þjóðin til sín talað þaðan. Svo mundi einnig verða 1. maí. ef forsöngumenn hátíða- lialdanna yrðu nógu frjálslynd- ir tU þess að þiggja starf presta og kirkju þennan dag. Og' þeir nvundu græða mikið í vinsældum og skilningi og mál efni réttlætis og friðar enn meira. Það er kirkjan, sem fjTst og fremst þarf að fylkja liði gegn herbúnáði og ógnum, sprengju- gný og vopnabúnaði, og um það geta allar stéttir orðið sammála. Það ætti nú fyrst og fremst að vera krafan sem sameinar vinnandi stéttir allra þjóða og allra landa, svo að öllum heimi byðist öryggi og farsæld í skjóli friðarins undir merkjum fiælsis, jafnaðar og bræðralags. Reykjavík 1. maí 1958 Árelíus Níelsson. ... ... 41 ■jwiiiiMiniiuiiiiiiiiiiiffiMinnBiii í 111.322. Aftur á móti hefir ufsa- aflinn hækkað úr 58.249 lestum í 71.442 eða um 23% og skarkolinn hefir hækkað úr 2.991 lestum í 4.328. Aflinn í Norðursjónum hefir nú aukizt aftur að verulegu leyti en hann féll mjög á árinu 1956. Er nú um helmingur aflans veiddur þar. Nokkuð stafar þetta af aukn- um síldveiðum, en mest þó af afla smáskipa, sem veiða fyrir verk- smiðjur, en þau hafa aukið afla sinn um 24.000 lestir. Aflinn á íslandsmiðum, sem löngum var drjúgur, hefir enn lækkað og var 1957 helmingur af því, sem hann var 1954, en þá var áflinn þar 181.360 lestir, en 1957 92.059. Aflinn við Noreg hefir Iækkað um þriðjung frá árinu áð- ur í 45.402 lestir og aflinn við Grænland niður í rúmlega helm- ing í 32.979 lestir. Hins vegar hef- ir aflinn við Færeyjar og Bjarnar- eyjar aukist um 11.000 lestir á hvorum stað. Erlend fiskiskip logðu á land 8.320 lestir af síld og 9.360 lestum af Öðrum fiski, en hánn er nær allur frá íslenzku togurunum. Af afla Þjóðverja, sem landað var í Þýzkalandi, og nam 685,800 lestum voru 145.00 lestir ekki not- aðar til manneldis. Fóru 37.900 lestir af togaraaflanum í verk- smiðjurnar, en af afla smærri skip anna voru 107.000 lestir notaðar til skepnufóðurs, þar af 29.070 lestir af krabba. Til manneldis fóru því 540.800 lestir af eigin afla Þjóðverja. Inn var flutt 119.900 lestir af fiski, en út var flutt að langmestu leyti til Austur-Þýzka- lands, 69.000 lestir. Neyzlan var því 591.700 lestir og hefir Iækkað um 26.600 lestir á árinu. Nemur þessi lækkun 0,5 kg. á mann, svo nú er neyzlan komin ofan í 11,2 kg á mann, en var 15,2 kg. árið 1956. Svo sem áður er getið, hefir út- gerðin illa svarað kostnaði á liðnn ári. Eitt lítið útgerðarfélaig: Cranz er Fischdampfer, varð gjaldþrota seint á árinu, en hafði þó afskrif- að 500.000 DM af hlutfé sínu á ár- inu og fengið nýtt hlutafé sem því svaraði. Þetta félag átti 4 togara og var elzta togarafélagið í Ham- borg. Hvernig öðrum útgerðarfélögum, hefir reitt af, er ekki séð ennþá, því að reikningar liggja ekki fyrir. En skráð gengi hlutabréfa þeirra hefir lækkað á árinu. Hér um bil öll hlutabréf, sem slcráð eru í Þýzkalandi, hafa hækkað, en út- geðarfélögin voru eini flokkurinn, sem lækkaði. Hlutabréf Norddeut- sehe Hochseefischerei voru í árs- byrjun 1957 skráð á 172 DM, en í árslok 126 DM. Hlutabréf Hoch- seefischerei Nordstern voru skráS á 190 DM í ársbyrjun en 130 DM í árslok. Htutabréf Nordsee féllu hins vegar aðeins úr 215 DM í 210 DM, en svo sem kunnugt er, stend ur það ríkisfyrirtæki á mörgum stoðum. Það heldur úti 56 togur- um og eru 46 þeirri eign félagsins en 10 leiguskip. Það rekui- nokkr- ar fiskimjölsverksmiðjur og einnig frysihús. Það á u'ro 300 búðir og nokkra matsölustaði. Stærsti hlut- hafi þess er talinn Unilever-hring urinn. Það má teljast til nýmæli, að í Kiel var byggt fiskþurrkunarhús fyrir saltfisk og opnað nú nýlega, enda er það fyrsta fiskþurrkunar- hús, sem hér hefir verið byggt. Er það sameign firmans Katzenstein í Hamborg og United Fish i Kaup- mannahöfn. Er gert ráð fyrir, að það taki danskan blautsaltaðan fisk til þurrkunar og geti þurrkað 50 lestir af blautfiski á mánuði. Húsin hafa olíukyndingu og fer fiskurinn gegnum 8 m. löng þurrk- göng í nokkur sikipti. Er gert ráð (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.