Tíminn - 11.05.1958, Blaðsíða 7
rí M IN N, sunnudaginn 11. niaí 1958.
7
- SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ -
Samráð ríkisstjórnarinnar við stéttasamtökin um meðferð efnahagsmálanna. - Sjálfsögð tiíraun til að
reyna að tryggja vinnufrið. - Tilgangurinn með tillögum stjórnarinnar er að tryggja rekstur atvinnuveg-
anna og afnema helztu ágalla uppbóta- og vísitölukerfisins. - Atvinnufyrirtækin og skattarnir. - Jafnrétti
samvinnufélaga og einkafyrirtækja - Ofsókn Sjálfstæðismanna gegn samvinnufélögunum
Undanfarna daga hefir hin
svokaliaö'a nítján manna
nefnd Atþýðusambandsins set
ið á fundum og haft til at-
hugunar tillögur þiær, sem
ríkisstýórnin hefir komið sér
saman um til þess að tryggja
rekstur útflutningsframleiðsl
unnar og annarra atvinnu-
greina í landinu. Þá hafa full-
trúar Stéttax'sambands bænda
einnig' haft tillögurnar til at-
hugunar. Þá hefir einnig ver-
ið rætt viö fulltrúa útgerðar-
manna.
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð, gerði hún það að
einu helzta stefnuatriði sínu
að vinna að meðferð efnahags
málanna í samráði við full-
trúa atéttasam.taiianna. í
samræmi við það hafa tillög-
ur ríkisstj órnarinnar nú verið
lagðar fyrir umrædda aðila
áður en þær voru lagðar fyrir
Alþingi. í Mbl. hefir veriö
fundið að því, að tillögurnar
skyldu ekki fyrr hafa verið
lagðar fyrir stéttasamtökin.
Fyrir því eru þær eðlilegu or-
sakir, að tillögurnar voru ekki
tilbúnar fyrr af hálfu stjórnar
innar, þar sem þær eru byggð
ar á margþættum athugunum
og samkomulagi milli stjórn-
arflokkanna. Tillögurnar voru
lagjðar fyrir stéttasíamtökin
jafnskjótt og þær voru til-
búnar af hendi stjórnarinnar.
Fulitrúar stéttarsamtak-
ana hafa nú lokið athugun-
um sínum og umsögnum á
tillögum stjórnarinnar. í fram
haldl af því verða þær lagðar
fyrir þingiö eftir helgina, en
til þess að greiða fyrir með-
ferð málsins' þar munu þær
hafa verið afhentar flokki
stjórnarandstæðinga í gær-
morgun, svo að hann liefði
rýmri tíma til að marka af-
stöðu sína til þeirra.
SamstaríiS víð
stéttasamtökin
Því er ekki að leyna, að
þeim röddum hefir nokkuð
skotiö upþ, hvort ekki sé búið
'að skeröa vald Alþingis eöa
gera ofhtið úr hlutverki þess,
þegar ríkisstjórn ber tillögur
um efnahagsmál undir stétta-
samtökin áður en hún leggur
þær fyrir þingið. Það er spurt,
hvort hér sé ekki verið að gera
stéttasamtökin óeðlilega
valdamikil á kostnað Alþingis.
í þessu kemur fram að sjálf
sögðu talsverður misskilning-
ur. Vald þingsins er vitanlega
óbreytt eftir sem áður, ef til
átaka kemur. Hér er hins veg-
ar valinn sú leið, að ríkis-
stjórnm reynir að hafa sam-
ráð við stéttasamtökin um
meðferð efnahagsmálanna til
þess aö tryggja lausn, sem
þau geti sætt sig við, og vinnu
friönum sé því' ekki spillt
, vegna átaka þeirra og ríkis-
valdsins. Slíkt samráð var ekki
haft við stéttasamtökin áður
og töldu margir það orsök
• þess, hve illa gekk að fást við
efnahagsmálin. Fyrir sein-
ustu þingkosningar ákvað þvi
umbótabandalag Framsóknar
flokksins og Alþýðuflokksins
að beita sér fyrir þeirri nýju
leið í þessum éfnum, að ríkis-
í dag er lokadagurinn, en þó verður vertiöinni en um sinn haldiS áfram. Áður fyrr var lokadagurinn mikill Há-
tíSisdagur í verstöðvunum sunnanlands. Þá héldu menn heimleiðis úr verinu, oft með góðan afla og glaðir í
hjarta að mega aftur hitta ástvini sina og búa sig undir sumarstörfin. Myndin hér að ofan er nýlega tekin af
vertíðarbátum í Keflavíkurhöfn.
valdið leitaði sem mestrar
samvinnu við stéttasamtökin
um þessi mál. í framhaldi af
þvi, ákvað núv. ríkisstjórn að
fylgja fram þeirri stefnu.
Enn er of snemrnt að dæma
til hlítar um þessa tilraun til
samvinnu milli ríkisvaldsins
og stéttasamtakanna. Þó má
fullyrða, að fram að þessu
hafi hún á margan hátt gefið
góða raun. Þar sem efnahags
málin verða alltaf flóknari og
erfiðari viðfangs með ári
hverju, hefði meðferð þeirra
áreiðanlega kostað meiri átök
og örðugleika seinustu misser-
in, ef þessa samstarfs hefði
ekki notið við.
Ekkert pennastrik
Þegar verðbólguflóðinu, sem
enn hefir ekki ráðist við, var
hleypt af stokkunum vorið
1942, bentu Framsóknarmenn
mjög rækilega á það, að það
yrði ekki neitt auðvelt verk
að fást við afleiðingar þess til
tækis. Forgöngumennirnir
svöruðu því hins vegar til, að
verðbólgan hefði sínar „björtu
hliðar“ og hinar óhagstæðu
afleiðingar hennar mætti fjar
lægja með „einu pennastriki“
ef á þyrfti að halda. i
Reynslan hefir vissulega
staðfest aðvaranir Fi'amsókn-
armanna. Sérhver ríkisstjórn
síðan hefir þurft að glima
meira og minna við þessar af
leiðmgar, án þess að fá veru
lega rönd við reist.
Eins og nú er komið, er það
þvi vitanlega enn fjarri en áð
ur, að hægt sé að ráða bót á
þeim vanda, sem hér hefir
skapast, með einu eða öðru
pennastriki. Ef koma á efna-
hagskerfinu aftur á heilbrigð
an grundvöll, verður það ekki
gert i einu átaki, þar sem þvi
myndi fylgja meiri óþægindi
en svo, að almenningur sætti
sig við það. Leiðina verður því
að fara í áföngum. Það verður.
að reyna að sníða mestu van
kantana af því kerfi, sem hef
ir skapast, og gera það starf
hæfara og heilbrigðara, þótt
ekki takist að koma því full-
komlega í rétt horf. I
Takmarkið me'ð ráðstöf-
unum stjórnarinnar
í ljósi þeirrar staðreyndar,
sem er rifjuð upp hér á und-
an, verða menn að lita á þær
tillögur, sem rikisstjórnin ber
fram lyn meðferð efnahags-
málanna. Fyrsta takmark
þeirra er það að sjálfsögðu að
tryggja rekstur útflutnings-
framleiðslunnar og þar með
undirstöðu atvinnu og fram-
fara i landinu. Þetta hefiij ó-
hjákvæmilega í för með sér
nokkrar álögur, því að nú eins
og svo oft áður hefir verið of-
heimt af framleiðslunni, og
því verður að skila henni aft-
ur, eins og Mbl. benti svo rétti
lega á fyrir nokkru. Annað
takmark þessara ráðstafana
er svo að afnema þá ágalla,
sem eru á uppbótarkerfinu,
og fólgnir eru í því, að óeöli-
legur munur er á ýrnsurn
greinum útflutningsfram-
leiðslunnar og að miður þarf-
ur innflutningur er látin sitja
í fyrirrúmi fyrir öðrum nauð-
synlegri. Þriðjá takmarkið er
svo það, að reynt er að kom-
ast út úr þeim ógöngum, sem
fylgja vísitölufyrirkomulag-
inu.
Af hálfu þeirra, sem reyna
jafnan að vekja óánægju og
úlfúð, verður að sjálfsögðu
reynt að ófræaia bessar ráð-
stafanir eftir megni og sung-
in mikill söngur um kjara-
skerðingu. í þvi sambandi er
vissulega nauðsynlegt að
minnast þess, að langmesta
og alvariegasta kjaraskerðing
in myndi felast í því, ef ekk-
ert væri gert og hjól atvinnu
lífsins látin stöðvast. Fullyrða
má og, að þótt einhver kjara
skerðing kunni aö fyigja þess
um ráðstöfunum í bili, verða
lífskjörin þó áfram hér öllu
betri eða jafngóð og þar sem
þau eru bezt annars staðar.
Efnahagsmálin og
sjálfstæíií
í samræmi viö fyrri yfir-
lýsingar íslenzkra stjórnar-
valda stendur nú fyrir dýr-
um að taka nýjar ákvarðanir
um útfærslu fiskveiðilandhelg
innar. Um. þetta mál virðist
þjóðin nokkurnveginn sam-
má'a, enda líta á það sem
mik:llvægt sj álfstæðllsmál. í
raun réttri er það þó ekki
minna sjálfstæðismál, að við
höldurn þannig á efnahags-
málunum, að það leiði ekki til
ófarnaðar og efnalegs ósjálf-
stæðis fyrir þjóðina. Þetta get
ur bó meira en hæglega orðið,
ef stöðugt eru geröar rneiri
kröfur en framleiðslan fær
risið undir. Sannleikurinn er
bví sá. að hpír menn. sem eru
Fundur utanrÍKisi aonerra AtlantshafsbandalagsriK|a var haldinn i Kaup-
mannahöfn i síðastl. viku. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir því, að
haldinn yrði fundur æðstu manna, en hann þó undirbúinn þannig, að
vænta inætti árangurs af honum.
að reyna að efna til óánægju'
og kröfugerðar vegna nauð-
synlegra ráðstafana í þágu
framleiðslunnar, eru í raun
réttri að vinna gegn sjálf-
stæði þjóðarinnar. Þess vegna
er vert að gefa því vel gaum,
hvaða menn þetta eru, enda
mun þá og jafnframt sjást, að
þar er undantekningarlít.ið
um þá rnenn að ræða, er hafa
kastað trú sinni á stórveld-
in ýmist í austri eða vestri.
Skatíamál atvinnu-
fyrírtækja
Það er viðurkennd stað-
reynd, að ofmiklir skattar á
atvinnufyrirtækjum draga úr
blómlegri og stöðugri atvínhu.
Hinir háu skattar standa i
vegi þess, að fyrirtækin geti
fært úr starfsemi sína, endur-
bætt vélakost sinn o.s.frv.
| Þau lög um skatta á atvinnu
(fyrirtækjum, sem nú gilda,
voru sett af fjármálaráðherr-
um Sjálfstæðisflokksins. Með
þeim lögum er óneitanlega
gengið of nærri hinum stærri
atvinnufyrirtækj um. Núver-
andi fjármálaráðh. hefir þvi
haft áhuga fyrir því að yétta
hlut þeirra og hefir nú komið
þvl í verk með frv. úm breyt-
ingu á skattalögunum, er nú.
liggur fyrir Alþingi. Frv. er
stutt af allri ríkisstjórninni
og er einn þátturinn i þvi
starfi hennar að reyna aö
tryggja sem blómlegasta og
stöðugasta atvinnu. i
Ef rétta á hlut atvinnufyrir
tækjanna nægilega, er lækk-
un rikisskattanna ekki ein-
hlít. Útsvarsbyrðarnar hafa
verið þeim stórum þungbærari.
einkum þó í Reykjavík. Þess
vegna hlýtur nú að verða.
rnjög spurt: Kemur bæjar-
stjörnarmeirihlutinn í Reykja
vík hér á móts við ríkið. og
lækkar útsvörin á atvinnu-
fyrirtækjum tilsvarandi? —r
Hver er hin raunverulega
stefna Sjálfstæðismanna í
þessum efnum, þegar á hólm-
inn kemur, þrátt fyrir allí;
skvaldrið um ofháar skatta-
byrðar atvinhufyrirtækj a?
Fjandskaparinn í gar(S
samvinnufélaganna
Það er stefna Framsóknar-
manna, að neytendum yerði
tryggð hagstæðust verzlun og'
fleiri þjónusta meö frjálsri
samkeppni samvinnufélaga og’
einkafyrirtækj a á jafnréttis-
grundvelli. Framsóknarmenn
óska ekki sérréttinda fyrir
samvinnufélögin, því að. þau
gætu vel lamað framtak
þeirra, er til lengdar léti.
í samræmi við þetta við-
horf Framsóknarmanna er
gert ráð fyrir fullkomnu jafxr
rétti samvinnufélaga og
einkafyrirtækja í skattamál-
um i frv. því, sém fjármála-
ráðherra hefir lagt fyrir Al-
bingi um breytingar á skatta
lögunum.
Á sama tíma og Framsókn-
armenn hafa þannig sýnt
jafnréttisstefnu sína í verki,
hafa Sjálfstæðismenn opin-
berað þá afstöðu sína, að þeir
i (Framhald á 10. siðu).