Tíminn - 11.05.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1958, Blaðsíða 6
8 T í M I N N, sunuudaginu 11. niai 1958. Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjórnar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu Siraar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Ólafur gengur undir próf í>AÐ HEFUR eðlilega vakið nokkra athygli, að Bjarni Benidiktsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og aðal ritstjóri Morgunblaðsins, er nýlega farinn í sumarleyfi er sögur segja, að hann muni aðallega eyða á Majorca, er á síðari árum hefur orðið sögufrægur dvalarstaður vissra íslendinga. Það út af fyrir sig er að vísu ekki neitt fréttnæmt, þótt Bjarni taki sitt sumarleyfi eins og aðrir menn og vilji gjarnan dvelj ást á fögrum og friðsælum stöð'um. Hitt má hinsvegar telja til tíðinda, að hann skuli draga sig þannig í hlé íétt áður en aðalhríðin hefst á Alþingi í sambandi við helzta málið, sem kemur fyrir það, tillögur ríkisstjórn arinnar varðandi efnahags málin. Þar sem Bjarni hefur verið höfuð málsvari Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi ■ýekur það eðlilega nokkra undrún, að hann skuli draga sig’ í hlé rétt áður en þessi lokahríð byrjar. VTÐ NÁNARI athugun þarf þetta brotthvarf Bjarna vissulega ekki að þykja neitt undarlegt. Bjarni hefur að undanförnu sætt vaxandi ga/gnrýni óbreyttra flokks- bræðra sinna fyrir það, að málflutningur hans í Mbl og á Alþingi væri mjög einhliða og heíkvæður. Hann reyni á allan hátt að ófrægja allt, sem stjórnin geri, og gangi oft mun lengra í þessum efnum en skynsamlegt sé, en jafnframt forðist hann að benda á nokkur jákvæð úr ræði sjálfur. Slíkur mál- flutningur muni ef til vill lieppnast um stundarsakir, en til langframa geti hann reynst flokknum mjög hættu legur. í sambandi við þessa gagn rýni innan Sjálfstæðis- flokksins hefur verið rétti- lega bent á það, að ábyrgir stjórnarandstæðingar í öðrum lýðræðislöndum hagi sér mjög á .annan veg. Þar láta þeir sér ekki nægja að gagiirýna, heldur benda jafn hliða á ákveðin, raunhæf úrræði. Þetta gera t.d. jafn- aðarmenn í Bretlandi, demo- kratar í Bandaríkjunum, íhaldsmenn í Danmörku osfr. SVO ALMENNAR eru þessar aðfinnslur við mál- flutning Bjarna orðnar iSjálf stæðisflokknum, að hjá því hefur ekki getað farið að Bjarni yrði var við þær. Það er því ekki óeðlilegt, að Bjarni hafi ályktaö sem svo: Nú er bezt að ég dragi mig í hlé, og loíi Ólafi Thors að taka við. Það er bezt að það sjáist, hvort Ólafur eða aðr- ir forustumenn flokksins séu nokkuð jákvæðari eða úrræðabetri en ég, fyrst flokksbræður minir eru farn ir að halda þvi fram! Hvort, sem Bjarni hefir hugsað þetta eða ekki, verð- ur niðurstaðan af brott- hlaupi hans óhjákvæmilega sú, að Ólafur Thors og aðrir forustumenn Sjálfstæðis- fiokksins verða nú að sýna, hvort þeir séu Bjarna nokk- uð snjallari í þessum efnum. ÞVÍ verður vissulega veitt mikil athygli, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn snýst við efnahagstillögum ríkisstjórn arinnar. Veitir hann þeim stuðning sinn að meira eða minna leyti eða snýst önd- verður gegn þeim og reynir að ófrægja þær á allan hátt? Fylgir hann áfram hinni neikvæðu „linu“ Bjarna eða tekur hann upp jákvæðari vinnubrögð? Sú skylda hvilir óhjá- kvæmilega á honum, ef hann fer inn á þá braut að snúast gegn tillögum ríkisstjórnar- innar, að benda þá á önnur úrræði, er hann telur æski legri og betri. Að öðrum kosti hlýtur gagnrýni hans að falia dauð og ómerk. Úr því mun fást skorið næstu dagana, hvernig Sjálf stæðiáfiokkurinn fuUnægir skyldum og hlutverki stjórn arandstöðunnar. Af því verð ur það líka glögglega ráðið, hvort til nokkurra bóta væri að íela honum að nýju hlut- deild í stjórn landsins. Morgunblaðið og erlendu lánin Hin neikvæða stjómarand 'staða Sjálfstæðisflokksins kamur glöggt fram i skrif- um Mbl. um erlendar lán- -tökur, sem hafa átt sér stað í tíð núv. ríkisstjórnar. - Mbl. hefir deilt á stjómina •fyrir það’, að hún spilli fyrir ' lánsitrausti ríkisins út á við. 'Nú áfellist það stjórnina fyr- !ir að hafa útvegað ofmikiö ;af lánum! . Mbl. hefir látizt því mjög -.fylgjandi, að nýju Sogsvirkj ■ uninni væri komið upp. Nú ’ deilir það á stj örnina fyrir ' að hafa útvegað lán til henn ' ar! Mbl. hefir jafnan lýst sig • fylgjandi því, að komið yrði upp sementsverksmiðjunni. Nú skammar það stjórnma íyrir að hafa útvegað lán til að fullgera hana! Mbl. hefir talað fagurlega um það að auka þyrfti skipa- stólinn. Nú áfellist það stjórn ina fyrir að hafa útvegað lán i því skyni! Þá vantar ekki, að Mbl. haíi lýst sig fylgjandi því, að ræktun landsins væri aukin og dreifbýlið rafvætt. Nú tel ur það hins vegar mestu goð gá, að nokkurs lánsfjárs skuli hafa verið aflað til þessara hluta. Á þessa leið er nú yfir- leitt öll gagnrýni Mbl. Allt, sem ríkisstjórnin gerir, er ó- virt og ófrægt, enda þótt hún sé að hrinda fram fram- kvæmdum, sem Mbl. hefir margoft lýst sig fylgjandi! Slík neikvæð stjórnarand- staða getur ekki hlotið nema einn dóm hjá þjóðinni. Rúml. 80 af hundraði Japana sam- þykkir auknum viðskiptum við Kína í nýafstaðinni skoðana- könnun meðal tólf þjóða kem ur í Ijós talsvert fylgi með auknum viðskiptum við Kína. í flestum landanna voru a. m. k. fjórir af hverium tíu hlynntir auknum Kínavið- skiptum, Japanir höfðu þó vinninginn, því að þar voru rúmlega átta af hverjum tíu hlynntir. í Japan voru einnig fæstir and- vígir hugmyndinni, eða aðeins þrír af hundraði. Hins végar var t. d. fjórðungur Brasilíumanna á móti. I Bretlandi og Ástralíu var einn- | ig mikill meirihluti hlynntur aukn um viðskiptum við kommúnistana í Kína, þótt talsverður hluti Ástr- alíumanna hafi einnig lýst sig and- víga. Spurningin, sem lögð var fyr:r fólk, hljóðaði svona: „Eruð þér hlynntur eða andvígur auknum viðskiptum lands yðar við Kína?“ Aðeins í Noregi var minna en einn þriðji fólks hlynntur hug|- myndinni, en bæði þar og í Sví- þjóð og Danmörku gat að minnsta kosti helmingur ek'ki myndað sér skoðun á málinu. Belgar og Hollendingar sammála Skoðanir niann í Hollandi og Belgíu á þeim málefnum, sem skoðanakönnunin hefir te^ið til meðferðar að undanförnu, hafa mjög rekizt á, -en í þetta sinn ber svo við, að skoðanirnar eru afar svipaðar í iöndunum. Fjörutíu og átta af hundraði Hollendinga og 46 af hundraði Belga eru hiynntir aukum viðskiptum við Kína. Menntaðir menn hlynntari SkoSanakönnun leitíir í Ijós, aft Norímenn og Svíar eru manna andvígastir slíkri aukningu AFSTAÐAN TIL AUKINNA VIÐSKIPTA VIO KÍNA Hlynntur Andvtgur Veit ekki JAPAN eretland AST8A1IA frakkland HOLLAND ITALÍA DANMÖRK bÝZKALAND BELGIA tJOREOUR SVÍÞJÓD BRASILIA i37%: 34% í næstum öllum löndum eru liinir betur menntuðu hlynntari auknum Kinaviðskiptum, þ. e. a. s. sem hlotið hai'a meira en barna- skólamentnun. Þeir, sem enga menntun haí'a hlotið, eða aðeins barnaskólamenntun, eru síður lík- legir til að mynda sér skoðun á þessu máli. í fvrsta dálki í töflunni hér að neð an er hundraðshluti þeirra sem eru hlynntir auknum viðskiptum við Kína. í öðrum dálki, þeir sem eru andvígir, og loks þeir sem ekki taka afstöðu til málsins. Japan Betur menntaðir Minna menntaðir Bretland Betur menntaðir Minna menntaðir Ástralí? Betur menntaöir Minna menntaðir Ítalía Betur menntaðir Minna menntaðir Holland Betur menntaðir Minna menntaðir Frakkland Betur menntaðir Minna menntaðir Belgia Betur menntaðir Minna menntaðir Þýzkaland Betur menntaðir Minna menntaðir Danmörk Betur menntaðir Minna menntaðir Brasilía Betur menntaðir Minna menntaðir Svíþjóð Betur menntaðir Minna menntaðir Noregur Betur menntaðir Minna menntaðir Guðmundur Jósafatsson sendir hér svarbréf við bréfi Jóns Leifs, tónskálds á dögunum: „Jón Leifs hefir sent mér í Tímanum svar við ásökunum mínum í hans garð vegna meðferðar hans á vísu Þor steins Erlingssonar „Það er líkt og ylur í“. Hann endurtekur játningu sína að hann hafi breytt henni alveg að eigin geðþótta. Játar hann og að hafa ekki leit- að til erfingja Þorsteins um heim ild til þessa en bætir svo við: ,Jí>ns vegar er vafasamt hvort erfingjar höfundar eru réttur að ili í málum, sem snerta listræna meðferð hugverka." Tvennt virðist sérstaklega athygl_ isvert við þessar setningar. í fyrsta lagi talar hann um „list- ræna meðferð hugverka", í þessu sambandi. Þ\d verður ekki neitað að flest heitir list, ef það heyrir til þeim að fara þannig meö slík- an gimstein, sem þessi vísa Þor- steins er. Ef til þess að liljóta virðingarheitið listamaður þarf ekki annað og meira en það, að aflaga viðurkenndar perlur, virð- ist sá vegsauki auðkeyptur. í öðru lagi, hvort „erfingjar höf- undar séu réttur aðili í slfkum málum“ því verður trauðla neit- að, að það sé hart aðgöngu,. ef nánustu ástvinir höfundar hafa ekkert um það að segja. hvort hverjum og einum skuli heimil- ast að breyta verkum þeirra að eigin geöþótta án þess að erfingj ar séu að nokkru til kvaddir. Trú lega mundu þeir þó öðrum dóm- hæfari um það hversu höfundi mundi falla endurbæturnar. — Þessi réttur mun fyrnast að ís- lenzkum lögum, og virðist það eðiilegt. Engin vissa er fyrir því, að afkomendur séu öðrum dóm- bærari í þessum málum, þegar höfundurinn >cr horfinn svo í móðu fjarlægðar, allir eru fallnir í valinn, sem honum voru sam- vista. Þá er eignarheimildin orð- in þjóðarinnar, og virðist þá eicki djarft að ætla, að eigendaskiftum fylgi og verndunarskylda. Jón segir: .Þegar bókmenning og tónmenning mætast, er hætt við árekstrum, ef hvorugur aðilinn vill skilja sjónarmið hins.“ Þetta er trúlega rétt. En hér er ekki um neina árekstra að ræða af hálfu Þorsteins. Hann mun ekki hafa pantað lag hjá Jóni Leifs við vísuna og mun enda ekki hafa þurft þess. Vísan hefir flog- ið um land allt og mun leitum á fleygara tjóði. Það er því tví- mælalaust Jón, sem ekki skilur sjónarmið Þorsteins, og blátt á- fram játar það svo greinilega, að hann getur ekki notað vísuna rétta. — játar, að hún eigi ekki heima undir iaginu. En því vérð- ur þá ekki heldur neitáð að virð- ing hans sjálfs fyrir laginu sýn- ist ekki ó marga fiska, þegar hann vinmir til þess að bre.vta listaverki í lélegt hnoð til þess að ljóðið geti fallið að l'aginu. •— Hann játar það og, að venjulega er aðeins um einstaka smámuni að ræða en orðin við lagið verða aukaatriði, venjulega ’eingöngu nokkurs konar tilvísun í sara- bandi við aðalatriðið, tónsmíðina, sem segir allt eða nærri því allt, ef rétt er á haldið.“ Þetta er mjög athyglisvert. En þá vaknar spurningin: Hvers vegna erhan'n að seilast eftir fleygum og fög’r- um vísum? Til ailrar hamingju1 eigum við íslendingar svo mikið af leirhurði að telja má allsnægt ir til slíkra nota. Er trúlegt að þar sæi ekki alltaf svo. mjög á (Framhald á 8. síðu) % % . % 90 2 8 79 3 18 65 15 20 58 16 26 60 26 14 58 23 19 58 16 26 45 11 44 61 11 28 41 22 37 57 15 28 44 8 48 57 10 33 36 8 58 61 20 19 42 13 45 49 7 44 39 9 52 60 21 19 32 27 41 43 16 41 35 12 53 25 11 64 19 9 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.