Tíminn - 18.05.1958, Síða 7

Tíminn - 18.05.1958, Síða 7
7 Minning ritstjori ráði og hefir verið varaformaður þcss. Snemma á árinu 1956 flutti Haukur til Reykjavíkur og varð ritstjóri Tímans. Flokksstjórn Framsóknarflokksins hafði sótt mjðg á að fiá hann suður. En ffokltsm ö n num Framsókn arflokks- ins 'á Akureyri og í Eyjafirði þótti sér bjarnargreiði gerður með því, að hann skyldi fenginn til þess að flytja frá Akureyri. Margir Ey- firðingar munu hafa vænzt þess, að hann yrði brátt þingmannsefni þeirra, og sjálfum var Hauki ekki ljúft að flytja frá Akureyri. ÁRIÐ 1938 kvæntist Haukur leikkonunni Else Friðfinnsson úr Ólafsfirði. Hjónaband þeirra var með afbrigðum gott, enda mun Ieitun á betri heimilisföður en Haukur var. Þau lijón áttu þrjú börn, Hauk, sem nú er 19 ára og situr í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík, Hildi, sem nú er 16 ára og stundar nám í Kvennaskóla Reykjavíkur, og Kristínu 7 ára. Glæsilega íbúð í nýreistu húsi voru þau hjónin að láta enda við að fullgera og' ætluðu að flytja í hana er Haukur kæmi úr Þýzka- Iandsförinni. En honum hafði verið boðið ásamt tveim öðrum íslenzk- um blaðamönnum af stjórn Þýzka- lands suður í Bonn. Er hann fór í þessa suðurför munu þau hjón bæði hafa hlakkað til þess, er hann- kæmi aftur og þau flyttu í sitt nýja hús. ÞeLm mun báðum hafa fundizt að nú væri hádegi lífs þeirra og sól í heiði. Frúin og börnin biðu eftir ástríkum lífs- félaga og föðm*. En þá kom þrum- an mikla, helihegnin, er myrkvar þeim sólarsýn. Fyrir fjórum árum var H-aukur boðinn sem blaðamaður til Am- eríku. Þá veiktist hann og kom fárveikur heim. Iú hann rúmfast- ur marga mánuði og var honurn um tíma ekki hugað líf. Eftir þessi Veikinjdi var heilsa hans aldrei j;afngóð og áður. Á föstudaginn, 9. þ.m., er hann var á leið frá Bonn til Hamborgar, fann hann til lasleika. Þegar hann um kveldið var kominn til Hamborgar ágerð- ist sjúkdómurinn og var læknis vitjað. Kvöldið á eftir, laugardag- inn 10. þ.m., var jarðnesku lífi hans lokið. Vér vinir hans send- um honuin kveðju yfir landamær- in til' framííðarlandsins, er vér munum al-lir flytja' til, og margir af oss gista áður en varir. Ég, sem þessar línur rita, votta ástvinum hans innilega samúð. Þoi'steinn M. Jónsson Við, sem komin erum um sjöt- Ugt, erum farin að venjast þvi, að fá andlátsfregnir samferða- mannanna á lífsleiðinni, m. a. vandamanna og vina. Oftast eru þó þeir, sem kveðja jarðlífið, ýmist eldri en við eða þá um það bil jafnaldrar. Við söknum vina okk- ar, sem þannig hvérfa yfir landa- mærin, en við 'tökum þó þeim fregnum rólcga, því við viturn, að þetta er aðems óhjákvæmilegt lög- mál Hfsins og dauðans. Oft koma þessar helfregnir líka ekki á óvart, því veikindi eða ellihrumleiki hafa verið undanfari dauðans. Öðru máli gegnir þegar menn á bezta aldri og í fullu fjöri eru skyndilega buntkallaðir, þá getum við stundum ekki sætt okkur við það og varla '-trúað, að slífct hafi átt sér stað. Svo fór mér þegar ég frétti lát vinar míns Hauks Snorra- sonar ritstjóra. Hann var enn á bezta aldri, fæddur 1. júlí 1916, og gæddur þeirri lífsorku og starfs- gleði; að dauðinn datt mér sízt í hug í sambandi við hann. Ég hafði hitt hann fyrir aðeins fáum dögum, glaðan og reifan eins- og ætíð. Þá var hann á förum til Þýzkalands, ásamt fleiri blaðamönnum, í boði þýzkra stjórnarvalda. Engan mun hafa grunað að það ýrði hans hinzta för. Haukur var sonur Snorra Sig- fússonar, hins kunna skólastjóra og mámsstjóra, og’fyrri konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur. Fæddur var hann á Flateyri, en fluttist með foreldrum sínum, barn- að aldri, til Akureyrar og átti þar lengst af heima síðan. — Hann tók ungur gagnfræðapróf við Mennla- skólann á Akureyri, en aflaði sér síðar frekari fræðslu erlendis, bæði í samvinnumálum og blaða- mennsku. Á unglingsáruniim var Haukur um tíma starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfii'ðinga. Þá hófust veruleg kynni okkar fyrst og urðu því meiri og betri sem lengur leið. Síðar var hann um tíma í Ameríku og var þá m. a. aðstoðarmaður Vil- hjálms Þór við þátttöku íslands í heimssýningunni í New York. Haukur Snorrason er að vonum kunnastur fyrir blaðamennsku sína. Fljótt eftir heimkomuna frá Ameríku gerðist hann meðritstjóri blaðsins „Dags“ á Akureyri með Ingimar Eydal og tók siðar alveg við blaðinu og var ritstjóri þess á annan áratug. Ritstjórar Dags höfðu frá upphafi verið hinir rit- færustu menn t. d. Ingimar Eydal og Jónas Þorbergsson, sem lengst af 'höfðu verið ritstjórar blaðsins. Stóðu þeir báðir tvímælalaust í fremstu röð islenzkra blaðamanna á þeim tíma. Það var því ekki heiglum hent að gerast eftirmaður þessara manna svo að vel færi. Þá þraut leysti þó Haukur Snorrason. Var ekki einasta að blaðið héldi vinsældum sínum og áhrifum eftir að hann tók við ritstjórninni, held- ur jók hann þar við, var það eink- um í því fólgið, að hann kom með nýja tækni í blaðamennsku, 6em átti betur við nútímann, svo að mörgum þótti blaðið skemmtilegra og læsilegra, heldur en áður var. Sömu sögu er að s-egja eftir að Haukur flutti til Reykjavíkur og gerðist annar af ritstjórum Tímans. Tíminn hafði frá upphafi verið á- hrifamikið blað, enda ágætir rnenn á því sviði við hann unnið, stund- um mestu ritsnillingar þjóðarinn- ar. En Haukur klæddi blaðið í nýjan búning og gerði það fjöl- breyttara en áður og vinsældir þess jukust eftir að hann tók við. Ég hygg að Haukur Snorrason hafi verið fæddur blaðamaður, ef svo má að orði komast, og er mik- ið lán fyrir hvern mann að komast á rétta hillu í lífinu og það virðist hann hafa gert. Þó blaðamennska væri ævistarf Hauks Snorrasonar, fékkst hann þó við fleira og voru honum t. d. falin ýmis trúnaðarstörf og hefði þó verið meira gert að því, e£ hann hefði séð sér fært, sökum annríkis, að taka við þeim, því niikils trausts naut hann, þeirra er hnnn þ.ekktu, þannig var hann t. d. lengi í stjórn Framsóknarfélags Akureyrar og um tíma formaður þess. Hann var og kosínn af Al- þingi í Menntamálaráð nokkru áð- ur en hann flutti til Reykjavíkur og átti sæti í því til dauðadags. Haukur Snorrason er fa-llinn í valinn fyrir aldui> fram, tæpra 42 ára, en þó er það grunur minn, að hans verði jafnan getið í sögu ís- lenzkrar blaðamennsku, en hvers vegna? Hann var hinn ágætasti drengur, duglegur, hugkvæmur og hafði íengið sérstakan undirbún- ing undir starf sitt. Allt þetta er næsta mikilsvert, en þó e-kki ein- hlítt. Ég hygg að það sem gaf starfi hans á stuítri' ævi svo mikið gildi sé það, að hann barðist jafnan fyr- ir sannfæringu sinni. Hann trúði á hugsjónir og vann þeim það gagn er hann mátti, hvort sem það kom sér vel eða illa fyrir hann sjálfan, hugsjónir samvinnustefn- unnar og Framsóknarflokksins. Hann var heill maður að öllu skaplyndi og þá einnig heill sann- færingu sinni. Framsóknarmenn og samvinnu- menn um land allt munu þakka störf Hauks Snorrasonar og finnst að nú muni skarðið vandfyllt. Sérstakar þakkir samherjanna á Akureyri og í Eyjafirði vil ég þó flybja og þó raunar miklu fleiri manna þar, heldur en þeirra, sem voru samherjar hans í stjórnmál- um, því hann naut þar almennra vinsælda. Ég, sem þessar línur rita, var kunnugur Ilauki Snorrasyni allt frá æskuárum hans og var að nokkru leyti samstarfsmaður hans á meðan hann var ritstjóri Dags, því ég var og er ofurlítið riðinn við útgáfu blaðsins. Mér reyndist hann jafnan hinn bezti dreng-ur í hvívetna og svo mun hafa verið um aðra, sem kynni höfðu af hon- um. Aldrei bar nokkurn skugga á samskipti okkar og jafnan stóðum við hlið við hlið i allri baráttu. Aldursmunur okkar var svo mik- ill, að við tilheyrðu-m hvor sinni kynslóð, en þrátt fyrir það skild- um við jafnan hvor annan og stóðum ævinlega saman. Nú, þegar hann er horfinn, finns-t mér lífið fátækara og ég sakna hans niikið. Það gera auð- vitað margir fteiri vinir hans. En hvað er þó.söknuður okkar saman- borið við harm nánustu vanda- manna, sem svo mikið hafa misst? Feginn vildi ég geta 'v§itt þeim huggun í sorginni, en cg veit að fátækleg orð mín geta þar engu um þokað. í því efni verða marg- falt sterkari öfl að koma til og leggja líkn með þraut. Það hefði farið meira að líkum, að Haukur Snorrason hefði á sín- um tima skrifað nokkur minning- arorð um mig látinn í blað sitt, heldur en að ég kveðji hann nú hinztu kveðju með þessum fáu orðum. Ég þakka honmn nú fyrir öll þau kynni, sem ég hafði af honum og mun jafnan minnast hans, það sem ég kann að eiga eftir, sem eins hins elskulegasta vinar, sem ég hefi átt. Ástvinum Hauks, frú Else konu hans og börnum þeirra, föður hans, mínum gamla vini Snorra Sigfússyni, systkinum Hauks og öðrum vandamönnum votta ég mína dýpstu og innilegustu samúð. Bernharð Stefánsson. Haukur dáinn. — I\Ieð þessum orðum voru mér sögð þau sorgartíðindi síðastliðinn sunnudag, að Haukur Snorrason væri látinn. Aðeins nokkrum dög- um áður, kvöldið áður en hann lagði upp í ferð sina til Þýzka- lands, kom hann sem snöggvast á heimili mitt, glaður og hress og bjartsýnn, með tilhlökkun um það sem lífið ætti eftir að veita hon- um. Næst framundan skemmtilegt, fræðandi ferðalag í boði ríkis- stjórnar Þýzkalands, en þó alveg sérstaklega tilhlökkunin um að koma heim aftur til konu og barna, koma heim og ljúka því verki, sem hann hafði unnið að með svo miklu kappi hverja stund, sem laus var, fyrirfarandi mánuði, að skapa fjölskyldunni varanlegt heimili í eigin húsnæði. En nú er allt breytt. Hann er kominn heim, en öðru vísi en ætlað var. Fundum okkar Hauks bar snemma saman. Fyrir aldarfjórð- ungi kom hann ungur maður til starfs hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann var þá þegar, eins og hann reyndist alltaf síðan, fljótur i hugsun og snar í snúningum, sam- starfsmaður sem ánægja og gleði var að hafa í námunda við sig. Hann var dugmikill, hraðvirkur starfsmaður, sem vegna hæfileika sinna voru fengin ný og ný við- fangsefni. Síðar var hann eitt ár með mér í Vesturheimi, í erfiðu starfi, við undirbúning og stjórn íslandssýn- ingar í New York. Hann var einnig þar hinn ágætasti starfsmaður og ávann sér hylli allra sem hann kom í snertingu við, vegna lip- urðar og góðra hæfileika. Vinir lians og þeir allir sem höfðu ánægjuna af að vera sam- ferðamenn hans, við sjáum á bak honum með trega, en þökkum sam veruna. Sár er harmur aldraðs föður, er í honum sá stóra drauma vera að rætast, draurna um að gáfur og dugur ættarinnar fengju í honum að njóta sin i miklum átökum til framfara og þroska íslenzkri þjóð. Mikill er harmur eiginkonu, barna og systkina, sem sj'á á eftir kærum eiginmanni, góðum föður og bróður. En öllum sé það huggun að líf og starf heldur áfram, er óendan- lG^t. „Vittu það, víf, vininn þinn geymir hið eilífa líf. Herrann, sem hjarta vort grætir, hannana bætir.“ (Matth. Joch.) Vilhjálmur Þór. Þegar mér barst sú harmafregn, að Haukur vinur minn Snorrason væri látinn, fannst mér það svo sárt og ótrúlegt, þar sem ég haf'ði fyrir nokkrum dögum kvatt hann hressan og upplifgandi eins og hann var ævinlega. Það hvarflaði sízt að mér, að þetta væri hinzta kveðjan. Leiðir okkar Hauks lágu mikið saman seinasta áratuginn. Fyrst við blaðig Dag á Akureyri, þar sem ég starfaði um þriggja ára skeið undir stjórn hans. Ennfrem- ur vorum við veiðifélagar bæði norðanlands og sunnan. Og þar að auki samherjar í Framsóknar- flokknum. Þessi samleið var í senn mjög ánægjuleg og lærdómsrík og bar þar á engan skugga. Haukur Snorrason var heldur seiníekinn í kynningu og hlédræg ur. Hins vegar traus'tur og trygg ur vinur. Hann var jafnan glaðvær og góður heim að sækja, hvort sem var á hinu sólríka heimili hans eða við önn dagsins. Hann var víkingur til vinnu, þrótt- og fjörmikill og vann löngum mikið. Sérstaklega lagði hann hart að sér, síðan hann gerðist ritstjóri Tímans. Svo mjög, að okkur vin- um hans þótti meira en nóg um, hve hann sleit sér út. Haukur var vel menntur og snargáfaður. Hann lagði sig fram við að kynnast sérgrein sinni, hlaðamennskunni, enda telja marg ir hann snjallasta blaðaritstjóra landsins fyrr og síðar. Hann gerði Dag að langsamlega víðlesnasta blaði landsins utan Reykjavíkur. Breytti Savnvinnunni í nýttíaku legt blað. Vann stórvirki við Tím ann, enda lofuou lesendur blaðsins hugkvæmni hans og snjalla blaða mennsku. Áður en Ilaukur gerðist rit- stjóri og samhliða ritstjórn vann hann mikið' starf og gott við fræðslu og útbreiðslu samvinnu- hugsjónarinnar og var ritstjóri Samvinnunnar urn langt skeið. Á sama hátt og maðurinn var traustur þá voru skoðanir hans það einnig. Hann var framsóknar maður í þess orðs fyllstu merk ingu, samvinnumaður, sem hafði helgað lífskrafta sina hugsjónum sínum. Hann var heilbrigður I skoðunum og frjálslyndur, cnda unnandi frelsis og lýðræðis. Það andaði alltaf hressum og þrótt- miklum blæ úr penna hans. Haukur unni landi sínu og þjóð. Hafði sérstakt yndi af nálægð landsins og fjölbreytni þess. í mörg ár lagði hann stund á veiðar í fristundum sínum. Ég man það glöggt, hve oft hann benti á margbreytileika íslenzkrar nátt- úru. Hann fann andardrátt og hjartaslög landsins og naut þess. Hann kunni manna bezt skil á þjóðlífi samtíðarinnar. Var fæddur á Vesturlandi og sleit þar barnskónum. Varði síðan meiri hluta ævinnar á Norðurlandi, þar til.tvö seinustu árin sunnanlands. Ennfremur var hann vel heima á alþjóðiegum vettvangi og hafði ferðazt mikið erlendis. Hann dvaldist um sinn við nám í Eng- landi og vann við heimssýninguna miklu í New York á sínum tíma. - Og nú er hann horfinn, öllum á óvart í blóma lífsins. Þótt hann væri aðeins rúmlega fertugur að aldri, þá lá að baki háns niikið starf og gott. Við samherjar hans væntiun mikils af honum og það ekki að ástæðulausu. Við vorum hreyknir af honum og okkur þótti vænt um hann. Minningarnar eru allar Ijúfar og ánægjulegar. Haukur og Else kona hans höfðu búið sér yndislegt heimili, sem jafnan lék um hressandi andblær. Þar fannst manni alltaf sól skína. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem áreiðanlega verða stoS og stytta í framtíðinni. Okkur vini Hauks kennir til að þurfa acf sj‘á á eftir honum svona snemma og svo óvænt. En miklu sárari er söknuður konu hans, barna og ætt ingja. í sorginni er þó niikil huggun, orðstír hans hreinn og bjartur, sem lifa mun í framtíð- inni og varpa ljóma á hugstæðau drengskaparmann, líf hans og starf. Þessum brotabrotum til minn- ingar um Hauk Snorrason fylgja innilegar samúðarkveðjur til ást- vina hans allra. Tómas Árnason. Það er mest mannlegra afreka að leggja sjálfan sig allan i lífs- starfið, allan hug sinn og alla orku en það er elnnig mesta hamingja

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.