Tíminn - 18.05.1958, Qupperneq 8
8
TÍMINN, snnnudaginn 18. maí 1958
Haukur Snorrason
lífsins að finna þar sjálfan sig. Fá-
Jr munu þeir þó vera, sem ekki
verða einhverntíma — og flestir sí
og æ — að 'kljást við efasemdar-
spurningu Ibsens: „Er starf mitt í
raun og veru virði þeirra lífsfórna,
sem ég hefi orðið að færa því“?
Er ekki betra að fara sér hægar,
doka við, gæla við sjálfan sig,
njóba meiri Mfsþæginda, en gjalda
starfinu aðeins lægsta skatt? Marg
ir taka þann kostinn, en til eru
þeir menn, sem eiga svo mikla
lííisorku, starfsfjör og hugsjónaeld,
að efasemd Ibsens ber aldrei á
dyr þeirra.
Mér fliaug það oft í hug, að Ilauk
ur Snorrason væri einn þessará
fágætu hamingjumanna. Ég ætlaði
oft að segja honum þelta, bera upp
við hann spumingu Ibsens, en það
varð aldrei af því. Það var aldrei
tóm tfl þess.
Og það var svo margt ahnað,
sem ég ætlaði að segja honum.
Ég ætiaði að segja honum, hve
það væri gott að finna snertingu
þessarar lífsorku. Ég ætlaði að
segj'a honum, hve oft mér hefði
hlýmað hugur við að koma inn til
hans, sjá hann spretta hvatlega
úr sæti með ótal nýjar hugmynd-
ir á reiðum höndum. Og mig hefði
langað tU að segja honum, að ég
dáðist að því, hve stutt var leiðin
milli hugmyndar og frainkvæmd-
ar.
Mig langaði oft til að þakka hon-
um fyrir fölskvalausan hlýhugann,
hvatoinguna, ósérhlífnina, tiliits-
semina, hugkvæmnina, drenglund-
ina og iifsfjörið, sem hann miðlaði
öðrum — alla þessa eiginleika,
sem gerðu hann að hugljúfum sam-
starfsmanni og l'eiðbeinanda. Og
mér hefði þótt vænt um að hann
vissi, hve mikils virði mér og öðr-
um samstarfsmönnum hans þótti
að eiga sMkan hauk í horni, sem
hamt var, í erli og vanda hins dag-
lega storfs.
En þetta var allt ósagt og mikiu
meira, og líidega skiptir það engu
móli. Ég efast um að hann hefði
gefið sJíkúni orðum gaum. Verk-
efiii dagsins og framtíðarinnar áttu
hug hans alian, svo að ekkert
anhað komst að. Ég er viss um,
að hann hefði þegar snúið talinu
að því, hvað hafa skyldi í blaðið
á morgun cða hinn daginn.
Dagur biaðamannsins er stuttur,
tíminn flýgur ætíð frá honum, áð-
ur en haön veit af, verkefnin kalia
en klukkan eklci, og menn óska
þess eins, að ekki væri orðið eins
áliðið og vísarnir segja. Stuttur
en mikiil starfsdagur snjalls blaða-
mantLs er liðinn, manns, sem fanh
sjáifan sig í starfinu og réisti í
veitki viljans mcrki svo að vísar
langt fram á veg.
A. K.
Fráfail Hauks Snorrasonar er
okkur nánum samstarfsmönnum
hans óvæntur harmur og mikill.
Góður vinur, glaðvær og uppörv-
andi félagi er frá okkur tekinn,
Sá staðreynd, að hann er horfinn
úr félagsskapnum og daglegu sam-
starfi er okkur að vísu orðin ljós,
þó að erfitt sé að skilja og sætta
sig við þá ráðstöfun forsjónarinn-
ar.
Nú þegar leiðir skilja, cr margs
að mimoast frá liðnum samstarfs-
dögum. Leiðimar (tágu talsvert
saanan, löngu áður en Haukur flutt-
ist suður, ekki sízt á þeim árum,
er hann var ritstjóri Samvinnunn-
ar. Þá og síðar nutum við saman
margra fagurra daga við iygna firði
norðan lands. Ég geymi minningu
utn morgunstund, er tveir árrisulir
blaðamenn horfðu á bjarta morgun
sól eyða mildri haustnæturhélu yf-
ir AðaidaL Sumarfiskar voru enn
ekki gengnir tiil sjávar og náttúra
landsins var eins og opin kvika í
morgunmistrinu, viðkvæm og hlý
þeim, sem vildu hafa augun opin.
frá sííkum morgnum verðrn-
manni samfylgd Hauks Snorrason-
ar ógleymanlegust. Viðkvæmni
hans og virðing fyrir íslenzki-i nátt-
úrn var einlæg og trýgg í dýpstu
rótiim hjartahs.
Á ritstjórharáktifstöfuhni var
6tfíflStáíí«5 tíáð sömu lífstogluhum.
Þar var Haukur öruggur og fórn-
fús starfsfélagi, eldsnöggur til
ákvarðana og sá hlekkurinn í boð-
hiaupi blaðamennskunnar við
prentvélarnar, sem aliltaf héít.
Starfið sjálft og árangurinn í vel
uppsettu og lesgóðu blaði mótaði
viðhorfið til stundaglassins, þar
sem engar reglur um vinnuLima og
dagslengd komast til ákvarðana í
lífi blaðamannsins.
Á ritstjórnarskrifstofunni eins
og annars staðar, var það þó fyrst
og síðast hinn trausti drengskapur,
sem setti svip sinn á störf Hauks
Snorrasonar. Ætti hann vaiið, tók
hann á sig óþægindi, þó að aðrir
hefðu til stofnað. Hann hafði já-
kvæð viðhorf til samstarfsmanna
og lifandi áhugi hans og dugnaður
hafði geislavirk áhrif, eins og sagt
væri á nútíðarmáli.
Ilér verður ekki rætt um þann
mikla harm og þá þungu sorg, sem
fjöJskyldu Hauks Snorrasonar er
fenginn, eiginkona, börn, faðir,
bræður og systur. Samúð okkar
vina hans og starfsfélaga er því
miður Mtils megnug. En það mega
þau þó vita, að þau eru ekki ein
um söknuð. — Og öllum getur okk-
ur verið það nokkur huggun, þeg-
ar frá Mður, að minningin mn góð-
an dreng, félaga og vin, — hún
liíir, þó að leiðir skilji við lokuð
sund.
—gþ.
Það var fyrst í febrúarmánuði
1956 að við prentararnir við Tím-
ann kynntumst Hauki Snorrasyni,
því að þá byrjaði hann starf sitt
við blaðið. og kom það í minn hlut
eins og hinna prentaranna að
starfa aneð honum, en áður
hafði ég starfað með mörgum
ritstjórum Tímans á undanförnum
árum. Samstarfið við Hauk líkaði
mér mjög vel og ég get fullyrt að
svo var einnig um alla sem störf-
uðu með honum í prentsmiðjunni.
Það var fljótt séð og heyrt að;
hann hafði áður með prenturum
starfað og í prentsmiðju unnið.
Það lýsti sér í því, hve vel hann
þekkti ganginn í þeim málum og
hvé vel hann kunni skil á að vinna
með prenturunum og skilja þá og
starf þeirra.
Haukur Snorrason var frábær
starfsmaður og hafði þá eiginleika
til að bera, sem að mínu áliti eru
hvað mikilvægastir í því starfi að
vera ritstjóri og sjá um útgáfu
blaðs.
Haukur var manna háttprúðast-
ur og afar dugmikill og fljótur Við
starf sitt og þá sérstaklega þegar
mest á reyndi.
Hin stuttu kyirni mín af HaUki
Snorrasyni og okkar stutta sam-
starf hefir enn betur en áður sann
fært mig um það, að ekki er sama
hver maðurinn er, sem unnið er
með.
Við samstarfsmenn hans í prent-
smiðjunni þökkum honum ágætt
samstarf, sem aldrei bar skugga á,
og sendum eftirlifandi konu hans
og börnum, innilegustu samúðar-
kveðjur.
Valdimar K. Guðmundsson.
Itéttri viku áður en þetta er
ritað, átti ég símtai við Snorra
Sigfússon og barst talið m. a. að
því, hvenær Haukur væri vænt-
anlegur heim. Fyrir dyrum stóðu
ýmis átök á stjónimálasviðinu og
mé'r fannst betra að hafa Hauk
nærri, þegar sú hríð byrjaði. Ég
vonaði því hálft í hvoru, að Hauk-
ur kænii heim öllu fyrr en hann
liafði ætlað, en um það hafði ver-
ið talað, að hann skryppi eftir
Þýzkalandsferðiiia til Brussél og
London i erindum blaðsirts og
kæmi heim í seinasta lagi um
þfessa helgi.
Raunin varð sú, að Haukur kóm
heim fyrr en ætlað var. Én sú
heimkoma varð með öðrum hætti
en mig og aðra vini hans hafði
órað fyrir.
Þótt Haukur Snorrason hafi fyr
I ir alllöngu unnið sér orð, sem
' feinn snjailasti blaðamaður þjóð-
i irinnar fyrr og síðar, munu þó
tæpast aðrir en nánustu samstarfs
menn hans gera sér fulla grein
fyrir þeim mis'si, sem þjóðin
hefir orðið fyrir við fráfall hans.
Þegar ég rifja upp við hann náið
samstarf í hálft þriðja ár, koma
mér ekki fyrst i hug hinar marg-
þættu gáfur hans, einstætt starfs-
fjör, frábærlega traust minni og
mikil glöggskyggni, hekiur dreng-
skapur hans, hreinlyndi og góo-
vild. Hæfileikar hans myndu í
framtíðinni hafa tryggt honum ör-
uggan sess sem vaxandi áhrifa
manns á sviði íslenzkra þjóðmáia
og þeim myndi sannarlega hafa
verið beitt með það að takmarki
að verða þjóðinni að sem mestu
liði og vinna fyrir mál hennar af
róttsýni og drenglyndi. ísland hef-
ir því misst mikið við fráfall hans.
Haukur Snorrason var einn
þeirra manna, sem lét áhugamál
sín sitja í fyrirrúmi fyrir per-
sónulegum hagsmunum og inetn-
aði. Þær einu kröfur, sem hann
gerði fyrir sjálfan sig, var að geta
séð fjölskyldu sinni vel farborða.
í samstarfi minu við hann varð
ég þess aldrei var, að hann sækti
eftir einu eða öðru fyrir sjálfan
sig persónulega, og ef eitthvað
slíkt var fært í tal við hann, benti
hann yfirleitt á aðra, er væru sér
verðugri, eða bæri forgangsrétt-
ur. Lítið dæmi um þetta er eini á-
reksturinn er varð í starfi okkar en
hann snerist urn það, hvort nafn
hans eða mitt skyldi standa á und
an í blaðhaus' Tímans. Mér fannst
rétt, að við létum stafrófsröð ráða,
en Hauki f^nnst, að ég ætti að
hafa ‘forgahgsrétt, þar sem ég
hafði verið ritstjóri blaðsins á und
an honum. Þessi litli árekstur jafn
aðist og minntist ég ekki annars
árekstrar milli okkar og þakka ég
það því fyrst og-fremst, hve góð-
ur sams'tarfsmaður Haukur var,
í senn ákveðinn og laginn, og fund-
vís á urræði og málaniiðlun, ef
á þurfti að halda.
Meðal þeirra, sem minna þekktu
til, mun Ilaukur kunnastur fyrir
hið mikla fjör sitt, sem leyndi sér
ekki hvar sem hann fór. Ókunn-
ugir gætu því haldið, að það hefði
verið meginkostur hans og átt
mestan þátt í því, að sótzt var eftir
honum til starfa. Af því voru líka
stundum dregnar þær ályktanir,
að hann kynni að vera fljótráður
um of. Hér er um mikinn misskiln
ing að ræða. Hasfileikar Ilaulcs
voru svo margþættir og svo hag-
lega samofnir, a'ð erfitt er að
hugsa sér mann betur gerðan að
andlegu atgervi. Hann hafði mikla
fróðleikksfýsn og hafði lesið fcikn-
in öll um margvíslegustu efni og
hafði mjög traust minni, svo að
það var næstum eins og að ganga
á fund alfræðibókar að leita hjá
honum upplýsinga og ráða. Eg
hefi ekki kynnst öðrum manni
fjölfróðari en lionum og var þetta
honum ómetanlegur styrkur sem
alhliða blaðamanni. Áhugamál
hans voru mörg, en mest fannst
mér bera á áhuga hans á félags-
og samvinnumálum og á feg-
urð iandsins og nátlúru. Hann
var með fróðustu mönnum um
allt, sem laut að náttúru og
dýralífi landsins, og man ég efcki
eftir að hafa heyrt annan mann
ræða um þau mál af meiri áhuga
og innileik, nema Pálma Hannes-
son. Grænlandserindin, er hann
flutti í útvarpið á síðastliðnum
vetri, voru örlítil vísbending um
hæfileika hans á þessu sviði. Hin
mikla og víðfeðma þekking hans,
gerði honum að sjálfsögðu auð-
veldara en ella að átta sig á mönn
um og málefnum, en því fll viðbót-
ar kom mikil meðfædd glögg-
skyggni. Hann var því eldfljótur
að greina kjarna hvers máls' og
finna ráð og úrlausnir við, svo að
segja fyrstu sýn. í sajneiningu
gerðu allir þessir hæfileikar hans
hann að frábærum starfsmanni,
svo að fáir munu finnast jaíningj-
ar hans.
Og þó eru það ekki þessir hæfi-
leikar, er valda mér mestum sökn-
uði við fráfall hans, og svo -hygg
ég að einnig sé. um flesta vini
hahs. Drengskapur-. hreinleiki og
góðvild, eru mestir allra kosta og
þeim var Haukur gæddur í svo
ríkum mæli, að vinir hans munu
aldrei fá gleymt honum. Þess
vegna höfum við samstarfsmenn
hans misst svo mikið við fráfall
hans.
Á sviði þjóðmálanna átti Hauk-
ur tvö áhugamál mest, að minni
hyggju. Annað var efling sam-
i vinnu og félagslegs starfs, cn þó
i á fullkomlega frjálsum grundvelli.
| Trú hans var sú, ag þroski manns
| ins og persónuleiki yrði bezt efld-
ur á þann hátt. Hitt var viðhald
og efling hinnar dreifðu byggða,
því að án hinna nánu tengsla við
náttúru landsins og sögu fyrri
tíma, myndi þjóðin glata
mörgu þvi, er væri henni dýrmæt-
ast. Þetta síðara stefnumá] Hauks
gerði hann að vissu marki tregan
til þess ag flytja til höfuðstaðar-
ins og taka að sér störf þar. Við
nánari athugun mun hann þó hafa
talið, að hann gæti bezt rækt
| þessa köllun sína með. því að vinna
I að ritstjórn Tímans og gcra hann
að enn áhrifameira tæki í þessari
og annarri baráttu, er stefndi til
þjóðarheilla. Hann geklc líka ó-
trauður til verks eftir að hann
kom að ritstjórn blaðsins. Segja
má að hann ynni nótt sem dag
og örvaði aðra til dáða með for-
dsemi sínu. Merki hans hafa sézt
j svo vel á blaðinu á undanförnum
! árum, að óþarft er ag rekja það
mál nánara fyrir lesendum þess.
Margar þær endurbætur, sem
Haukur ætlaði sér að gera á blað-
inu, voru þó rétt í undirbúningi,
þegar hann féll frá, svo honum
auðnaðist hvergi nærri að koma
því í það horf, sem hann hefði
helzt kosið scr og ætlaði sér að
sníða því í framtíðinni. Markmið
hans var að gera Tímann jöfnum
höndum að enn áhrifameira vopni
í þjóðmálabaráttunni og enn fuli-
komnara fræðslu- og mcnningar-
tæki, en óneitanlega eru blöðin
ein mestu menningartæki nútím-
ans'. Það verður nú verlc sam-
herja Hauks að leitast við að koma
þessum fyrirætlunum fram. Til
þess, að svo geti orðið, nægir ekki
aðeins átak þeirra, sem vinna við
Tímann, heldur allra þeirra mörgu
velunnara, sem blaðið á víðsvegar
um landið. Þeir vcrða að-leggja
hönd á plóginn og hjálpa til að
gera blaðið betra og fjölbreyttara.
Áfall Tímans er vissulega mikið,
þar sem fráfall Hauks er. En það
ér líka mikil hvatning, þegar
ágæts foringja missir við að hefja
minningu hans til vegs með því
að bera hugsjónir hans fram til
sigui’s. Og mætti Haukur nú sjálf-
ur mæla, myndi hann vissulega
hvetja til þess, að hendur yrðu
ekki látnar falla í skaut, heldur
sótt fram á leið.
Með þeirri hugsun skuluni við
kveðja Hauk Snorrason, og þakka
honum leiðsöguna og samfylgdina,
að merki hans skuli ekki niður
falla, þótt hans sjálfs njóti ekki
lengur við.
Þ. Þ.
Er þetta fórn?
(Framhald af 6. síðu).
séu raunverulega álögur á
þjóðina.
Hvaö mundi þjóöin hafa
til þess að lifa af, ef þetta
væri ekki gert? Hún mundi
ekki hafa annað en verð-
lausa pappirsseðla sem
mundu sennilega þó vera kall
aðir penmgar, ef þetta væri
ekki gert. Er hægt að kalla
það fé álögur á þjóðina, sem
dregiö er saman, til þess að
bæta framleiðendunum upp
það tjón, sem þeir bíða vegna
rangrar gengisskráningar ?
Þessar ráðstafanir veröa
tvímælalaust til bóta fyrir
allar atvinnugreinar lands-
ins, enda þetta fyrst og
fremst miðað við að reyna
að hleypa auknu fjöri í frarn
leiösluna, nýj u lífi í atvlnnu-
reksturinn og skapa skilyrði
fyrir fjöibreyttari atvinnu-
rekstri en áður hefir veriö
nú um sinn.“
Dagheimilið í
Hafnarfirði 25 ára
Á þessu vori eru 25 ár liðin, síð-
an Verkakvennafélagið Framtíðin
í Hafnarfirði kom á fót dagheimili
fyrir börn.
Þegar félagskonur hófu þetta
starf, var djarft spor stigið, því þá
voru érfiðir tímar í Hafharfirði,
eins og raunar víðar á iandi hér,
og Verkakvennafélagið hafði ekki
af digrum sjóði að táka. En brýn
þörf .fyrir dagheimli, er gæti lótt
undir með barnaheimilum í bæn-
um, varð’ félagskonum hvöt til
starfa. í . fyrstu varð daghcimilið
■að koma upp húsi íyrir þcssa starf-
rækslu sína ó hlnum óákjósanleg-.
asta stað, á Hörðuvöllum, og hefir
síðan stariTækt þar ieikskóla. á
vetrum og dagheimili á sumrum.
Fyrir ári var hús þetta stækk-
að mjög og endurbætt, svo að
nú c'ru" starfsskilyrði þar hin
gíæsilegustu. Starfar daghéimilið
nú í þreniur deildum og getur tek-
ið á móti 100 börnum á aldrinum
2—5 ára.
Verkak.vennafélagið hefir átt því
láni að fagna, að hafa jafnan hinu
hæfasta starfsliði á að skipa við
Ieikskólann og dagheimilið, enda
hefir þetta starf félagsins notið.
sívaxandi vinsælda meðal bæjar-
búa, og mörg eru þau órðin'barna-
heimilin í Hafnarfirði, sem standa
í óbættri þakkarskuld við fólagið
og forstöðukonur þess, fyrir mikil-
væga aðstoð og fórnfúst starf. Mun
margur minnast þess nú á þessum
tímamótum í sögu dagheimilisins
á Ilörðuvöiitim.
Forsöðúnefnd dagheimilisins
hefir jafnan haft dvalargjöld barna
svo lág, að ekki hafa þær íckjur
hrokldð fyrir kostnaði. Til að
vinna það upp, sem á hefir skorf,
hefir hefndin haft einn fjársöfn-
unardag á ári.
Sá dagur verður að þessu sinni
næstkomandi sunnudagur 18. þ, m.
Verðúr þá skemmtun í Bæjarbíó á
vegum nefndarinnar, með fjöl-
breyttri dagskrá, og margt fleira
hafa þær konur til hátiðabrigða
þann dag. Auk þess verða rnerki
seld í bænum Lil styrktar þessu
góða málefnt.
Garð'ar ÞorsteSnsson.
Á kvenpalli
(Framh. af 3. síðu).
ganga svo frá, að hún gæti annað-
hvort selt, það eða búið þar á-
fram eftir að hann lé'tist. En hún
neitaði að 'trúa þeirri spá; sem
líka reyhdist röng.
ÖU' er frásögn þessi hressileg
og.blandin kímni, en engum dylst
við hve ótrúlega erfiðleika liefir
verið að. etja. Enda sýnir það
nokkuð um það, hverja fótfestu
menniDg hins hvíta kynstofns
muni hafa ■ náð þarna um þetta
leyti, að árið 1933 fóru nokkrir
ungir menn í rannsóknarför inn
í þann hluta Nýju Guineu, sem
talinn var samfeilt fjalliendi og
fungu þar dali, sem um hálf millj-
ón blökkumanna byggði. Frásögn
af þeirn leiðangri birtist nú í
bandaríska vik'uritinu Saturday
Evening Post.
S.Th.
Þingeyingaskrá
tFramh. af 5. síðu.)
ára starf, og býst ég við að sú
áætlun sé ékki fjarri sanni, eí' mér
endist aldur og heilsa til að vinna.
— Hvað svo um útgáfuna?
— Um hana er enn óráðið, svar-
ar Konráfý en nú þegar er Þing-
eyingaskrá bezta heimildarrit, sem
ég hefi aðgang að um þingeyska
ættfræði á 18. og 19. öld. Mennta-
málaráð og sýslusjóður Suður-
Þingeyjarsýslu hef-ir veitt mér
ofurlítinn styrk, sem ég er auð-
vitað þakklátur fyrir.
Hinn aldni fræðaþulur, Konráð
Vilhjálmsson, hraðar nú gpngu
sinni suður Hafnarstræti eftir
þessa töf. Þingeyingar nítjándu
aldarjnnar og mikrofilman í Amts-
bókasafninu bíða hans. — Innan
stundar mun hann aftur skyggnast
inn i fortíðina og færa fróðlcik í
lctur. .•