Tíminn - 11.06.1958, Síða 6

Tíminn - 11.06.1958, Síða 6
6 T í M I N N, miSvikudagum 11. júní 195» Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargötu Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. i ^ -----,------------ Furðuleg skríf um „frávik frá stöðvunarstefnunni“ ÞAÐ kemur engum á óvart, þótt Mbl. reyni að tortryggja sem mest þær verðliækkanir, sem verða í sambandi við framkvæmd hinnar nýju efnaihagslöggjafar. Það er í þágu forkólfa Sjálf- flokksins, aö menn fái þá hugmynd, að þær séu sprottnar af rangri stefnu eða mistökum ríkisstjórnar- innar. Slíkur misskilningur þjónar að sjálfsögðu vel valdalöngun forkólfa Sjálf- stæðisflokksins. Hitt er hins vegar síður skiijanlegt, þegar blöð, sem telja sig hliðholl ríkis- stjórninni, eru að ala á alls konar misskilningi og óraun sæi í sambandi við þessi mál. í ÞJÓÐVILJANUM í gær ,er sagt frá því, að nokkur hækkun hafi nú orðið á mjólkurverði og stafi þessi hækkun af „fráhvarfinu frá stöðvunarstefnunni." Af þess um ummælum Þj óðvilj ans og öðrum í sama dúr, mætti vel halda, að það hafi verið af einhverjum mistökum eða misskiiningi að horfið var frá þessari margnefndu „stöðvunarstefnu". Eða m. ö. o, að það hefði verið hægt að komast hjá þeim verðhækk- unum, er nú eiga sér stað. Ef þessi ummæli Þjóðvilj ans hefðu við nokkur rök að styðjast, hafa þeir sjö þing menn Alþýðubandalagsins, er greiddu atkvæði með efna • hagslögunum nýj u, staðið sig meira en lítið illa, þar sem þeir hafa þá látið hrekja sig frá „stöðvunarstefnunni" og leitt með bví óþarfar verð hækkanir yfir almenning. ■ Þingmenn S.iálfstæðisflokks ins og hinir þrír meðreiðar- svetnar þeirra úr stjórnar- flokkunum, hafa þá hins veg ar verið hér hinir sönnu full trú«r verkalvðsins og ann- arra beirra stétta, sem verð- hækkanirnar lenda á. SANNLEIKURINN er vissu- lega ekki á þennan veg. Þeir Alfreð Gíslason, Biörn Jónsson, Gunnar Jóhanns- son, Finnbogi Rútur Va'di- marsson, Hannibal Valdi- marsson, Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson hafa vissuiega ekki brugðist verka lýðnum neitt með afstöðu sinni. þótt vanrækt sé að skýra hana í Þjóðviljanum og sömu sjónarmiö og ein- kenna skrif Mbl. megi sín þar meira. Sannleikurinn er sá, að hin svokallaða stöðv- unarleið var ekki fær lengur. Halhnn á útflutningssjóði vegna uppbótanna óg á rík issjóði vegna niðurgreiðsln- anna var orðin svo mikil, að stórfelld viðbótartekj uöf 1 un var óhjákvæmileg, ef útflutn ingsframleiðslan átti ekki al veg að stöðvast. Ef „stööv- unarstefnunni“ svonefndu hefði því veriö fylgt áfram, myndi hún að sjálfsögðu hafa getað haldið verðlaginu niðri, en þó aðeins með þeim afleiðingum, að hún hefði stöðvað útflutningsfram- leiðsluna og í kjölfar þess svo að segja allt atvinnulíf í bæjunum. Þá hefði hið stór feldasta atvinnuleysi og al- mennur skortur haldiö þar innreið sína. Sú kjaraskerð ing hefði orðið margföld á við þær verðhækkanir, sem nú eiga sér stað og a. m. k. fyrst um sinn verða bættar upp með grunnkaupshækk- un. ÞAÐ var af þessari aug- Ijósu ástæðu, sem horfið var frá þeirri „stöðvunarstefnu“, sem Þjóðviljinn þrástagast nú á. Áframhald þeirrar „stefnu“ hefði leitt til algerr ar stöðvunar í atvinnulílfi bæjanna. Sá kostur var vissu lega margfallt verri en að sætta sig í bili við nokkra verðhækkanir, sem í fram- tiðinni eiga að fást bættar aftur vegna þeirra örfunar í framleiðslunni, sem hinar nýju ráðstafanir munu hafa í för með sér, ef þær verða ekki eyðilagðar í fram- kvæmd. Það er glögg sönnun þess, að hér hefir verið valin sú leið, sem skárst var, að ekki komu fram tillögur á Alþingi um nein önnur úrræði frá þeim, sem þar greiddu at- kvæði gegn henni. Þessir menn treystu sér ekki til að benda á neitt annaö betra. Hefði afstaða Sjálfstæðis- flokksins og hinna þriggja fvlgdarpilta hans verið Játin ráða, væri bölvun atvinnu- leysisins nú að halda innreið sína í kaupstööum og kaup- túnum. Meðal þeirra, sem gera sér einhverja grein fyr- ir því, hvílikt böl atvinnuleys ið er, munu varla finnast margír, sem að athuguðu ráði hefðu heldur kosið þessa stöðvunarstefnu en þá leið, sem valin var. FYRIR þá, sem ekki vilja styrkja Sjálfstæðisflokkinn í hinum neikvæða áróðri hans, er vissulega meiri þörf að benda á þetta en að reyna óbeint og beint að hjálpa honum í niðurrifsstarfinu. Þjóðviljinn bætir t. d. ekki hag Alþýðubandalagsins með því að halda því fram, að sjö þingmenn þess hafi rang leg'a horfið frá „stöðvunar- stefnunni“ margnefndu. Slík skrif geta áorkað því einu að hjálpa Sjálfstæðisflokknum. Sjálfsagt er þó ekki tilgang- ur Þjóöviljans að hjálpa Sjálfstæðisflokknum, þótt útkoman verði eigi að síður á þann veg. ERLENT YFIRLI7; Skáldið og hetjan Andre Malraux Ymsir telja, aí de Gaulle meti hann mest allra samsíarfsmanna sinna í IIINNI nýju ríkisstjórn de Gaulle hefir athygli blaðamanna beinzt ag einum ráðherra öðrum fremur og hafa flest heimsblöðin birt um hann fleiri eða færri grein ar að undanförnu. Þessi maður er Andre Malraux, sem er upplýsinga málaráðherra stjórnarinnar. Hlut- verk hans er að gera grein fyrir stefnu og störfum hennar bæði inn anlands og utan og vinna henni þannig tilt'rú og fyigi. Ástæðan til þess, að slík at- hygli hefir beinzt ag skipun Andre Malraux í embætti upplýsinga- málaráðherra, er næsta auðskil- in. Um alllangt áraskeið hefir Andre Malraux verið í röð þeirra Frakka, sem imesf umtal hafa vakið sakir fjölþættra gáfna og ó- venjulegrar karlmennsku. Hann er einn mesti rithöfundur, sem Frakk ar hafa átt, og hefir að margra dómi miklu fremur verðskuldað bókmenntaverðlaun Nobels en Francois Maurice og Albert Cam- us, sem nýlega hafa fengið þau. Hann er jafnframt einn mesti list- fræðingur Frakklands. Síðast, en ekki sízt, er hann svo ein mesta stríðshetja, sem Frakkar hafa átt á þessari öld. ANDRE Malraux er fæddur í Par ís 1901, kominn af efnuðum for- eldrum. Ungur hóf hann að stunda nám í kínversku, sanskríf og forn- fræði við háskólann í París. Áróð- urshæfni hans kom strax í ljós', þegar hann fékk því til vegar kom- ið, er hann var 22 ára gamall, að franska stjórnin styrkti leiðangur undir stjórn hans til þess að fara til Indó-Kína og finna þar hinar svonefndu Khmer-styttur, sem áttu að vera í nánd við fornaldarhofið fræga Angkor Vat. Malraux taldi sig hafa fundið út, hvar þessar styttur væri að l'inna. Honum t'ókst líka að finna stytturnar. en ferðalag þetta varð þó til þess, að hann yfirgaf fornfræðina að sinni og hélt í þess stað inn á stjórnmálabraul'ina. í Indo-KIna komst hann í kynni við hálfkomm únistískan félagsskap og gerðist síðan um alllangt skeið áhangandi kommúnista, þótt hann gengi aldrei formlega í flokk þeirra. Honum fannst 'á þessum árum, að kommúnist'ar væru þeir, sem berðust eindregnast fyrir frelsi og1 rétti þeirra undirokuðu, og því veitti hann þeim brautargengi, þótt hinar marxistísku kenningar hrifu hann annars ekki. FRÁ INDO-KÍNA lá leið Malraux til Kína, þar sem hann var um skeið ritari hjá Kuomintang- flokknum er var undir stjórn Chiang Kai Sheks. Þegar leiðir og innlimuðu Pólland. Eft'ir fall Frakklands gekk hann strax í lið með de Gaulle og stjórnaði skæru liðasveit mótspyrnuhreyfingarinn- ar í Suðvestur-Frakklandi. Ein- stæð dirfska hans, gerði hann að einum sigursælasta skæruliðafor- ingjanum og nafnið Berger var ■ því mjög illræmt meðal Þjóð- verja í Frakklandi, en undir því dulnefni gekk Mairaux á þessum árum. Einkum er framganga hans rómuð í sambandi við innrásina í Normandí, er skæruliðar hans' sprengdu þá upp brýr og vegi tíl að t'orvelda aðstöðu Þjóðlverja. Að lokum tókst Þjóðverjum að handsama hann með þeim hætti, ag Malraux hljóp beint í fangið á þýzkri hersveit til að draga athygli frá brezkri fallhlífarsveit, er var að nálgast'. Þjóðverjarnir skutu á Malraux og særðu hann og tóku hann síðan til fanga. Bretarnir komu á vettvang meðan verið var að yfirheyra Malraux og gátu frels að hann. Malraux hirti hins vegar ekki um að láta búa um sárið, heldur hélt út' á vígvöllinn, þar sem honum tókst að læðast að þýzkum skriðdreka og eyðileggja hann með handsprengju. MALRAUX byrjaði ungur á rit- störfum. Hann sendi frá sér fyrstu bók sína, þegar hann var rétt tví tugur, en hún vakti lit'la athygli. Næsta bók han kom út 1926 og eru ungur Kínverji og ungur Frakki látnir túlka þar viðhorf sín í bréfa formi. Þessi bók vakti verulega at- hygli á honum sem efnilegum rit- höfundi. Hann varð þó fyrsf veru- lega þekktur sem rithöfundur, er saga hans „Sigurvegararnir“ kom út 1928, en þar flytur hann í fyrsta sinn hetjutrúna, sem gerði hann að fulltrúa nýrrar stefnu í frönsk- um bókmenntum. Boðskapur hans' er í stuttu máli sá, að menn þurfa að finna sig sjálfir, — finna köllun sína og helga sig henni síðan óskiptir. Þennan bo'ðskap túlkar hann enn ský'rar í sögunni ,,La condition humaine“, sem kom út 1933, en fyrir hana hlaut hann merkustu bókmennl'averðlaun Frakklands, Goncourt-verðlaunin. Saga þessi gerist í sambandi við uppreisnartilraun kommúnista í Shanghai. Næstu ár ritaði Malraux skáldsögur í þessum anda, m. a. eina, sem gerist í þýzkum fanga- búðum, og aðra, sem gerist í borg arastýrjöldinni á Spáni. Fjölmarg ir yngri rithöfundar urðu fyrir miklum áhriíum frá Malraux á þessum árum, m. a. Nordahl Grieg. Á síðari árum hefir Malraux einkum ritað bækur listsögulegs efnis. Árin 1947—þO kom t. d. út eftir hann ritverk í þremur bindum, „Psuchologie de l’art“. Síðar hefir hann unnið að því að rita og undirbúa stóra listsögu, sem yrði ekki minna verk en ein 40 bindi. FUNDUM þeirra Malraux og de Gaulle bar fyrst saman í stríðs lokin, er de Gaulle kom heim til Frakklands eftir útlegðina á stríðs- árunum. Loksins hefi ég kynnst sönnum rnanni, er haft eft'ir de Gaulle að loknurn fyrsta viðræðu fundi þeirra Malraux. De Gaulle sýndi þetta í vcrki, því að hann gerði Malraux að upplýsingaráð- herra í stjórn sinni, en á stríðsár unum hafði Soustelle gegnf því starfi. Þegar de Gaulle stofnaði þjóðhreyfinguna sína eftir að hann hafði látið af stjórnarforustu, gerði hann Malraux að áróðurs- stjóra hennar. Hann gengdi því st'arfi þangað til de Gaulle leysti hreyfinguna upp. Síðan hefir Malraux ekki haft bein afskipti af stjórnmálum. Vinátta þeirra de Gaulle og Malraux hefir eigi að síður hald ist. Þó eru þeir manna ólikastir. Malraux er sítalandi, eyrðarlaus fjörmaður, en de Gaulle þögull, kaldrænn og eintrjáningslegur. Þót't þeir séu þannig ólíkir, hafa þeir lært að meta hvorn annan og hið 'sameiginlega sjónarmið beggja, viðreisn Frakklands á frjálsum grundvelli, hefir tengt þá saman. Það er hins vegar önn- ur saga, h\>ort þeim heppnast það hetjuhlutverk, sem þá dreymir um að vinna, með öfgaflokka hægri manna á aðra hlið og komimúnista á hina. Eins og sakir standa, er björgun Frakklands þó ekki frekar bundinn vig aðra menn en þá de Gaulle og Malraux. Þ.Þ. Ágætri söngför Karlakórs Akureyrar til Suðurlands er að Ijúka Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Karlakór Akureyrar fór söngför suður um land 5.—11. þ. m. Kórinn söng á Akranesi að kvöldi 5. júní. í Reykjavík á föstu- dag, 6. júní, Selfossi á laugardag 7. og í Hafnarfirði og Kefla- vík kl. 2 og kl. 9 sunnudaginn 8. júní. Kórinn söng tvívegis í.Nýja bíói Chiang Kai Sheks og kommúnista skildu, fylgdi Malraux þeim síðar- nefndu að málum og var um skeið einskonar áróðursstjóri hjá kommúnistum í Kanton eða gegndi m. ö. o. ekki ósvipuðu starfi þá og hann gengir nú fyrir de Gaulle. Af ástæðum, sem nokkur huld virðist yfir, fór Malraux skyndi- lega frá Kína og ferðaðist næstu árin víða um heim eins og til Indlands, Suður-Ameríku og Bandaríkjanna og kom víða við sögu, þar sem pólitískar róstur át'tu sér stað. Milli ferðalaganna sá hann um útgáfu listarita fyrir Gallimards í P,arís. Þegar borgara styrjöldin hófst á Spáni, flýtti Mal raux sér þangað og gerðist þar flugmaður þjá lýðveldishernum. Hann gerði pcrsónulega ekki færri en 65 flugárásir. Þrívegis særðist hann meöan á styrjöldinni stóð. ÞAÐ VAR á þessum árum, sem Malraux byrjaði að gerast fráhverf ur kommúnistum. „Hreinsanirn- ar“ í Sovétríkjunum opnuðu fyrst augu hans fyrir misfellum hins kommúnistíska kerfis. Fyllilega skildi hann þó ekki vig komm- únista fyrr en 1939, er Rússar á Akureyri rétt nýlega, við hús- fylli og ágætar viðtökur. Söng- stjóri hans er Áskell Jónsson frá Mýri. Einsöngvarar: Eiríkur Stef ánsson, Jóhann Konráðssoþ og Jósteinn Konráðsson. Undirleik- ari er Guðrún Kristinsdóttir. Söng skráin er fjölbreytt; má nefna lagahöfunda sem Áskel Snorra- son, Björgvin Guðmundsson, Jó- hann Ó. Haraldsson, Karl Ó Run- ólfsson, Pál ísólfsson, Pál H. Jóns son, Skúla Halldórsson, Sohubert (Vögguvísa með einsöng) G. Reic hardt (Kvæði um rós), Bizet ( Agnus Dei), May H. Brahe o. fl. j Kórinn ferðast í tveim stóruml hílum. Ekki er ætlag að syngja nenia einu sinni í Reykjavík, en dvelja þar að loknum samsBgnum 1—2 daga. Karlakór Akureyrar hóf starf- seml sína haustið 1929 og var helzti ihvatamaður þessa Þórir Jónsson. En formleg stofnun, lög samþykkt og stjórn kosin, 26. jan. 1930. Fyrsta stjórnin var svo skip- uð: Formaður Áskell Snorrason, i'jtari ÞSrir Jóns(son, gjaldkeri Aðalsteinn Þorsteinsson. Áskell Snorrason var söngstjóri kórsins í upphafi og svo allt til ársins 1942. Hefir Áskell síðan fylgzt vel með störfum kórsins og stutt hann með (Eramhala * 3. aiðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.