Tíminn - 24.06.1958, Side 6
6
T í M I N N, þriðjudaginn 24. júní Í958.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINB
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargöta
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18S0Í.
(ritstjórn og blaðamena)
Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12SSS
Frentsmiðjan Edda hf.
Ranglát skattabyrði á reykvískum
fyrirtækium
m-
„ÞAÐ er einkennileg og
sérstæð regla í útsvarsálagn-
ingu á íslandi, að sveitarfé-
lögin leggja einnig útsvör á
veltu fyrirtækjanna.“ Á þenn
an veg farast sænska prófess
ornum og hagfræðingnum
Nils Vásthagen orð í skýrslu
þeirri um skattlagningu ís-
lenzkra fyrirtækja, sem hann
samdi f yrir Iðnaðarmála-
stofnunina.
Vásthagen segir einnig
um veltuútsvarið í þessari
skýrktu sinni:
,,í Reykjavík er þetta út-
svax 0,6—5% af veltu, breyti
legt eftir atvinnugreinum.
Þar sem verðlagið aftrar því,
að þessum skatti sé velt yfir
á neytendur, getur veltuút-
svar vissra fyrirtækja orðið
hærra en allur skattskyldað-
ar tekjur þeirra. Veltuút-
svarið er ekki heimilt að
draga frá við ákvörðun skatt
skyldra tekna.“
ENNFREMUR segir Vest-
hagen í skýrslu sinni:
„í kafla D er sýnt, að þetta
veltuútsvar nemur í vissum
atvinnugreinum verulega
hærri upphæö en skattskyld
ar tekjur, en við ákvörðun
þeirra má ekki draga frá
veltuútsvarið. Það vekur
undrun, að þetta skuli ekki
hafa verið talið brjóta í bága
við regluna um skatt eftir
efnum og ástæðum.
Með því að leggja á þenn-
an veltuskatt, geta sveita-
stj-órnir hamlað verulega
þróun fyrirtækja og gert viss
ar afcvinnugreinar algerlega
óarðbærar. Skattlagning á
veltu virðist hafa slikar efna
hagslegar afleiðingar, að
sveitarfélögum ætti ekki að
vera heimilt að fbeita henni.”
'ÞAÐ ER ljóst af skýrslu
Vásthagen, að veltuútsvarið
er húið að lama stórlega at-
hafnalíf Reykjavíkur, þar
sem það hefur staðið í vegi
fyrir, að fyrirtækin gætu
dregið saman fé til að auka
starfsemi sína og endurnýja
tæki sín. Ef veltuútsvörum
hefðu ekki verið beitt, myndu
atvinnufyrirtæki Reykj avík-
ur' nú standa með stórum
meiri blóma en ella. Það hef
ur 'áð sjálfsögðu sitt að segja
fyrir fyrirtækin að hafa
þurft að greiða hér 20—30
millj. kr. árlega til viðbótar
öllum öðrum álögum.
. Ranglæti veltuutsvarsins
er ekki síst fólgið í því að
það leggst raunverulega
þyngst á þau fyrirtæki, sem
veita mesta atvinnu, eða
ódýrasta þjónustu.
í SAMRÆMI við það,
sem hér er rakið, leggur Vást
hagen það eindregið til, að
veltuútsvörin seu alveg af-
numin og Reykjavíkurbær
afli sér tekna á annan hátt.
Til þess að blanda sér ekki
í flokkadeilur hér, bendir
hann ekki á hina sjálfsögðu
leið, að bærinn reyni að
draga úr eyðslu sinni og fjár
festingu, sem þessu svarar.
Það hefði mátt ætla, að
fyrir löngu væri búið að af-
nema veltuútsvörin á fyrir-
tækjum hér í bænum, þar
sem sá flokkur, sem mest þyk
ist bera hag atvinnurekenda
fyrir brjósti, hefur ráðið hér
útsvarsálagningu um langt
skeið. En hér sem oftar, eru
verk Sjálfstæðisflokksins á
aðra leið en yfirlýsingar
hans. Og forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins virðist síður
en svo á þeim buxunum, að
falla frá þessum rangláta
skatti. Þeir hafa ekki aðeins
nýlega fellt í bæjarstjórn-
inni þá tillögu Þórðar Björns
sonar að gera veltuútsvarið
frádráttarbært, — heldur
munu þeir hafa ákveðið að
hækka veltuútsvarið veru-
lega frá því, sem verið hefur.
NÚVERANDI ríkisstjórn
kom fram þeirri breytingu
á skattalögunum á seinasta
þingi, að skattar ríkisins á
fyrirtækjum munu lækka
verulega. Þetta er gert í sam
ræmi við þá reglu, sem nú
er alls staðar að verða viður
kennd, að það sé ekki síður
hagur verkafólks en atvinnu
rekenda, að fyrirtækjum sé
ger.t mögulegt að færa út
verksvið sitt og tryggj a þann
ig næga atvinnu. Forráða-
menn * Reykjavíkurbæjar
fara hins vegar öfugt að. Það
ætti að vera jafnt verkafölki
og atvinnurekendum sönn-
un þess, að ráðamenn Reykja
víkurbæjar hafa áhuga fyrir
öðru meira en að efla at-
vinnulíf bæjarins.
„Stétt meS stétta
Sjálfstæðisflokkurinn seg-
ir, að kjörorð sitt sé: Stétt
með stétt. Þessu kjörorði
fylgir flokkurinn nú þannig,
að hann hvetur verkamenn
til verkfalls, en atvinnurek-
endur til þess að sýna
ekkj undanlátssemi. Þannig
reyna forkólfar hans nú að
eyðileggja vinnufriðinn í
landinu.
Flokkur, sem þannig vinn-
ur, er vissulega fjarri því en
nokkru öðru að vera
flokkur allra stétta. Fyrir for
kólfum hans vakir það eitt
að geta komið af stað upp-
lausn og glundroða, er kynni
að geta lyft þeim til valda á
ný. í þeim tilgangi reyna
þeir nú að eyðileggja vinnu-
friðinn.
Þjóðin mun fyrr en síðar
átta sig á þessum ljóta leik.
Og eftir það mun forkólfum
Sjálfstæðisflokksins lítið
gagna að ætla að hylja stefn
una og athafnir á bak við
upphrópanir eins og stétt
með stétt.
ERLENT YFlRLll:
10 ára afmæli þýzka marksins
Peniniíaskiptin lögðu grundvöll að efnalegri viíreisn V-Þýzkalands
ÞÝZKA sambandslýðveldið eða
Vestur-Þýzkaland öðru nafni var
formlega viðurkennt af Vestur-
veldunum 21. sept. 1949, en sér-
slakt stjórnlagaþing hafði lokið
að ganga frá stjórnarskrá þess í
maimánuði sama ár og fyrstu þing
kosningar samkvæmt ihenni höfðu
farið fram 14. ágúst eða fimm
vikum áður en vesturveldin veittu
hinu nýja ríki formlega viður-
kenningu sína.
Þótt ekki væri gengið form-
lega frá stofnun vestur-þýzka ríkis-
ins fyrr en seint á árinu 1949, er
ekki fjarri lagi að segja að hin
raunverulegi grundvöllur ag stofn
un þess Ihafi verið lagður 20. júní
1948, þegar seðlaskiptin fóru
fram, en þau hafa framar flestu
öðru lagt grundvöllinn að efna-
legri velgengni Veslur-Þýzkalands.
Það er því ekki að undra, þótt
þýzk blöð hafi undanfarið skrifað
mikið um 10 ára afmæli þýzka
marksins, en þag nafn hlaut hin
nýja rnynt, en sú gamla hafði
gengið undir nafninu ríkismarkið.
AMERÍSKU hernámsyfirvöldin
höfðu lagt til strax á árinu 1946,
að reynt yrði að ráða foót á verð-
bólgunni og svarta markaðinum í
Þýzkalandi með peningaskiptum.
Þetta strandaði þá og næstu miss-
erin á synjun Rússa. Eftir að ut-
anríkisráðherrafundi hernámsveld
anna, sem haldinn var d London
25. nóv.—10. des. 1947, hafði full-
komlega mistekizt að ná sam-
komulagi um sameiningu Þýzka-
lands, hófust vesturveldin handa
um að sameina hernámssvæði sín
í eina heild. Fyrsta stóra skrefið
í þá ált var að sameina þau efna-
hagslega. Peningaskipti voru tal-
in mikilvægasta skrefið í þá átt,
jafnframt því, sem þau þóttu lík-
leg til að koma efnahagsmálum
Þjóðverja á nýjan. og traustari
grundvöll.
Snemma á árinu 1948 voru ýms-
ir ihelztu fjármálamenn og hag-
fræðingai- Vestur-Þýzkalands
kvaddir saman til fundar í Kassel.
Þar voru lagðar fyrir þá tillögur
um peningaskiptin, sem kenndar
voru við ameríska prófessorinn
Dodge, sem ihafði unnið að því að
undirbúa þær með aðstoð margra
sérfræðinga. Hinir þýzku sérfræð-
ingar ræddu þær svo fram og aft-
ur. Niðurstaðan varð sú, að sam-
komulag náðist um tilhögun pen-
ingaskiptanna og að framkvæmd
þeirra skyldi hefjast sunnudaginn
20. júní 1948.
SEÐLASKIPTIN eða peninga-
skiplin voru framkvæmd með
þeim hætti, að hver þýzkur borg-
ari fékk greidd 40 mörk í hinni
nýju mynt, hvort sem hann hafði
átt tilsvarandi upphæg eða ekki.
Allt, sem menn áttu umfram þessa
upphæð í seðlum eða bankainn-
stæðum, var fært á sérstakan
reikning, og af þessum reikningi
'hafa menn ekki fengið greiddar
nema 7V2% af hinni upphaflegu
upphæð. 5% voru greidd fljótlega
á eftir og tveimur árum seinna
fengu menn greiddar 2%%. Ætl-
unin var, að enn yrðu svo greidd
2Vz% til viðbótar eða 10% alls,
en þessi greiðsla hefur enn ekki
farið fram. Þetta þýðir, að maður,
sem lagði inn 1000 ríkismörk hef-
ur enn ekki fengið í stað þeirra
nema 75 þýzk mörk.
Aíleiðing þessai'a skipta varð
sú, að fyrir þau námu seðlar
og bankainnstæður 170 billjónum
ríkismarka, en eftir þau ekki
nema 10 billjónum þýzkra marka.
ÁSTANDIÐ fyrir peningaskipt-
in var náista ömurlegt. Hitler hafði
haldið f,úrmálakerfi sínu uppi
seinustu árin með taumlausri seðla
útgáfu og þessu hafði einnig verið
haldið áfram í allríkum mæli eftir
stríðslokin. Afleiðingin var taum-
laust brask og svartur markaður
Erhard, efnahagsmálaráðherra
Vestur-Þýzkalands.
og hin lélegustu lífskjör. Skortur
hverskonar nauðsynja var gífur-
legur, þótt reynt væri að vinna
bug á honum með strangri skcmmt
un. Fyrir peningaskiptin færðist
svarti markaðurinn í algleyming.
Ein sigaretta var þá iðulega seld
á 10 ríkismörk.
Peningaskiptin höfðu hin
mikilvægustu áhrif á skammri
stundu, búðirnar fylltust af vör-
um og flestar skammtanir voru
fljótlega afnumdar. Viðhorf fólks
til peninga varð allt annað. Það
var eins og nýr tími hefði haldið
innreið sína.
Að sjálfsögðu komu peninga-
skiptin nokkuð misjafnlega niður.
Þau voru þungbær fyrir þá, sem
áttu miklar inneignir eða peninga,
en mest var þar um menn að ræða,
sem grætt höfðu á braski og svört
um markaði. Þegar fram liðu
stundir, urðu peningaskiptin líka
heldur til hags fyrir þá, sem áttu
; hlutabréf eða fasteignir. í heild
sinni hafa peningaskiptin raunar
orðið öllum til góðs og þó alveg
sérstaklega alþýðu manna, sem
var leyst undan hinu stórfellda
okri svarta markaðarsins.
SEGJA má, ag síðan peninga-
skiptin fóru fram í Vestur-Þýzka-
landi, hafi verið þar samfelldir
uppgangstíniar. Meðallaun verka-
manna hafa síðan 1950 hækkað um
65% í markatölu, en 41% að kaup
mætti. Þá þurfti verkamaður 3946
klst. til þess að vinna fyrir Volks-
wagenbíl, en nú þarf hann ekki að
vinna nema 1744 klst. til þess að
geta eignast hann.
Fyrir peningaskiptin voru Vest-
ur-Þjóðverjar mjög lcomnir upp
á aðrar þjóðir efnahagslega, en
nú veita þeir öðrum þjóðum lán
í stórum stil. Þá var mikill halli
á viðskiptajöfnuði þeirra við önn
ur lönd, en nú er hann álíka hag
stæður og hann var óhagstæður áð
ur Framleiðsla þeirra hefur aukizt
svo undrun sætir ,og mun hvergi
hafa aukizt meira hlutfallslega á
sama tíma. Áður var rikismarkið
sama og verðlaus gjaldeyri út á
við, en nú er þýzka markið einlhver
traustari og eftirsóttasti gjaldeyri,
sem lil er.
Vafalaust má mjög þakka þétta
dugnaði, framtaki og sparsemi
Þjóðverja og miklum þegnskap
verkalýðssamtakan.na, er hafa
gætt þess að gera hóflegar kröfur
meðan þjóðin var ag rétta við
eftir styrjöldina. Rétlar fjármála-
legar ráðstafanir, eins og peninga
skiptin, eiga svo sinn drjúga þátt'
í þessum árangri.
Þ.Þ.
'AÐSTOFAN
B. Sk. hefir sent baðstofunni eftir-
farandi þátt:
Um fátt er nú meira talað um land
allt en 12 mílna fiskveiðilandhelg-
ina, sem íslendingar hafa áskilið
sér, og ganga á í gildi 1. sept. í
haust. Og máske er ekki um ann-
að meira rætt í vestanverðri Evr-
ópu, að undanskildu Frakklandi,
þar sem gamall hershöfðingi er
að glíma við að leysa erfið vanda-
mál sundraðrar þjóðar.
All'ir eru sammála um, að ekki
verði komizt af með skemmri
landhelgi en 12 sjómílur frá yztu
nesjum og skerjum. En stöku
menn eru að velta hausnum á
herðunum yfir því, hvort veita
eigi togurum einhverja undan-
þágu til veiða innan þeirra tak-
marka. Vitanlega á ekki að gera
það. Hvorki innlendum né er-
lendum togurum á að veita leyfi
til að toga innan fiskveiðitak-
markanna næstu 4—6 árin. Það
er hin eina hreina leið í málinu.
Að þeim tíma liðnum, og ef góð
reynsla fengist af friðuninni, sem
teija má víst, mætti kannske
hleypa íslenzkum togurum inn
fyrir 12 mílna mörkin, tíma úr
árinu — en þó aldrei nær l'andi
en 6 míiur.
Til eru ýmiss konar landkrabbar,
sem enga hugmynd hafa um hvað
12 sjómílur eru löng vegaiengd.
Halda að þessú umtöluðu mörk
séu einhvers staðar í órafjarlægð
úti á regin hafi þar sem engan
fisk sé að fá. Þetta er vitanlega
hinn mesti misskiiningur, og ó-
beinn stuðningur við erlendar
þjóðir. Til skýringar má benda á,
að vegalengdin er ekki meiri en
það, að ganggóður vélbátur fer
hana á einni klukkustund, og ný-
tízku togari á 40—50 mínútum.
Bretinn talar um, að íslendingar ætli
að fara að amast við togurum
þeirra á úthafinu. Sér er nú hvert
úthafið. Vitanlega talar þessi
volduga siglingaþjóð um þetta
gegn betri vitund, í þeim tilgangi
einum að villa mönnum sýn. Og
hún gerir meira, fitjar upp á
trýnið og laetur skína í vígtennur
ljónsins. Hótar okkur herskipum
og' talar um að brotin séu lög,
sem ekki eru til. Lög virða ís-
lendingar Iíkt og aðrar þjóðir. En
langt er síðan hundtyrkinn rændi
hér og íslenzkir sjómenn eru ckki
hræddir við herskip. Það retti
Bretanum að vera kunnugt um.
Ef hann fer nú að skjóta á íslands
miðum, er það önnur premían,
sem hann veitir okkur fyrir mat-
arflutningana í síðasta stríði, hin
var löndunarbannið fræga.
Að vísu er mikill munur á 12
mílna landhel'gi og því, að mega
draga botnvörpur svo að segja
um fjörusteina allra fjarðabúa á
íslandi, eins og var meðan Danir
voru forsjón okkar á sama hátt
og Færeyinga nú. Hinar eyddu
og hálfeyddu strandir fjölmargra
fjarða á landinu vitna um hver
áhrif slíkur veiðiskapur hafði.
Færeyingar hafa enn bitrari reynslu
af ofveiði á íslenzku fiskimiöun-
um en við íslendingar. Vegna ó-
hóflegrar rányrkju erlendra tog-
ara á fiskimiðum þeirra, verða
þeir á hverjum vetri að leita
hundruðum saman á hin hrynj-
andi fiskimið íslendinga, á eigin
skipum og annarra, sér t'il lífs-
framfæris. Yrði nú ekkert að-
hafzt hér urn útfrærslu landhelg-
innar, yrði okkar saga innan tíð-
ar eins og Færeyinga. Við yröum
að leita úr landi frá gereyddum
fiskimiðum í vinnumennsku til
annarra þjóða til að draga fram
lífið. — B. Sk.
Landhelgismálið er höfuðmál
þjóðarinnar í dag og menn ættu
að gera sér far um að kynna sér
það sem bezt. Þjóðin þarf að
standa saman um það, og sú sam
staða fæst með því, að hver og
einn geri sér sém bezta grein fyr
ir því. Það er ástæða til nð þakka
B. Sk. fyrir bréfið.