Tíminn - 11.07.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1958, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 11. júlí 1958. Verk frá 36 þjóðum sýnd á alþjóð- legrí myndlistarsýumgu í Feneyjum Kári Eiríksson, ungur íslenzkur listmálari, sem alí undanförnu hefir dvalið viíi nám í Italíu, skviíar um sýninguna 14. júní var opnuð 29. al- þjóðiega myncHistarsýningin í hinni fögru ferðamanna- borg, Feneyjum á Ítalíu. Að þessu sinni sfanda 36 þjóðir að sýningunni, sem er haldin í lystigarði borgarinnar, þar sem 24 þjóðir hafa byggt sýningarskála sína eftir eig- in hugmyndum dreifða um garðinn. Helztu listamenn sýningarinnar cru franski meistarinn Bracjue, Þjóðverjarnir Wolf og Kandiirsky, sem baö.ir eru látnir, og ítalski májarinn Bosai. Á 'heildar yfirborði sýningarinn- ar er abstraktlistin í meiri hluta, bar sem ffestar þjóðir virðast hafa tileinkað sér það listform. Af þeim þjóðum, sem sýna eingöngu natur- alistisk verk, er helzt að nefna Rússland. Llngverjaland, Norður- lönd, Búmeníu og Ástralíu. Samsýning ungra málara í aðal'húsakynnum sýningarinn- ar er sérstök sanisýning margra, hluti sýningarinn.ar og hefur í sér meiri jarðneska eiginleika heldur en fantasíur málaranna. Er það figurativ ‘og abstrakt list, sem í blíðu og striðu þarðlegs efniviðar nær áhrifaríkum hviidarstöðum. Er mismunandi efnislegum og tæknilegum aðferðum beitt, sem á yfirborði margra góðverkanna hrinda frá sér lífrænum tónum cða abstraktaðir málmsamsetningar, sem hleypa ímyndunarafli áhorf- andans inn á straum vélamenning- ar nútímans. Aðalverð'laun myndhöggvara hlaut ítalinn Mastroianni, er sýnir- hálffigurativar bronzemyndir, margbrotnar í formum — nær þó góðri afstöðu eins forms til annars. Annar verðlaunahafi í þéirri grein, Chillida frá Spáni, vinnur harðan málm, sem skapar út- streymi myndanna, sem eru opnar í lauslegri byggingu, en nær góðri lífæð í 'heildina. — Þriðji verð- launahafinn er Armitage frá Bret- landi. Verk hans eru með því skemmtilegra á sýningunni. Eru það mannlegar figurur, eðlisástand og athafnir þeirra, sem listamaður- inn leggur sig í líma við og nær góðri sameiningu, og túlkunar- ■ Verk eftir Kenneth Armitage ungra . nútóma listamanna frá nokkrum Jöndura. Er það nær ein- göngu aþstraktlist og þeir ungu í mikilli nýjungabaráttu. Er sýn- ing þeirra skemmtileg á köflum, svipar þó til þeirrar stefnu í nú- tímalist, sem er alm.ennt túlkuð á allri sýningunni, en það er dekora- tiv list, oft frjálsieg og óbundin formúlum — sköpunarþrá þugans og ímyndunaraflsins gefnar frjáls- ar hendur snöggra áhrifa og efnis- legra samstillinga, sem einkennast af expressionistiskum, dekorativ- •um lit, skærum, mörg vel heppn- 'uð. Listaverk sýningarinnar ná á- Iirifariku samspili lita og eðli til- veru sínnar, sem oft misheppnast hjá abs.trakt-listamönnum, sem vinna með-fyrir ■ fram ákveðnum véíræmim aðferðum, sem verða að cndurtekni.nguv Verðlaun veitt Noíkkur verðlaun eru veitt í Iielztu listgreinum. Að þessu sinni hlaut ítalski málarinn Sieini aðal- verðlaun malara. Er hann einn elzti iulltrúi ítala á sýningunni og sýnir yfir 50 myndir frá ýmsum tímabilum. Eru þær sundurlausar óg gætir áhrifa frá þekktum lista- mönnum síðari tíma, t. d. Klee, Braque og Kandinsky. Næstu verðlaun málara hlaut Bandarfkjamaðurinn Tobey, sem á þarna yfir 30 verk, mjög flott dok- oreruð tekniskum smágerðum list- massa á einföldum litgrunn. Þriðju verðlaun hlaut spánski málarinn Tapies með 15 stórar myndir, þykkplasteraðar, og gefa tæknibrögðin myndununi skemmti- lega áferð, sem oft svipar til gam- als, veðurbitins steinveggs í þung- um litum, sem hafa drungaleg á- hrif. Höggmyndalistin Höggmyndalistin er . klasslskari máttur verkanna vekur eftirtekt áhorfandans. Sérsýningar Yfir 90 málverk, höggmyndir og litprent franska meistarans Bra- que eru sérstaklega sýnd. Eru verkin gerð frá 1906 til þessa dags og gefa gott yfirlit yfir verk meist- arans frá ýmsum tímabilum. Braque er einn þeirra fáu núlif- andi listamanna, sem hafa skapað .ésr fastan sess í listsögu heimsins j síðustu áratugi. Sjötíu verk Þjóðverjans Wols eru sýnd sérstaklega. Eru það ó- hlutræn litskruðug málverk, þrung in náttúrutilfinningu og þægileg- úm áhriíum. Einnig eru 28 verk- býzka meistarans Kandinsky. Eru , myndirnar gerðar á tímabilinu ! 19.03—1914, sem er eitt skemmti- j legasta tímabil í list hans. Athygl- ' isvert er, hve túlkunaraðferðir margra yngri nútímalistamenn ó sýningunni eiga sterka samleið með list Kandinsky fyrir um fimm- tíu árum siðan. Ánnar Þjóðverji vekur eftirtekt. Er þaö mynd- mannahöggvarinn Koenig með fig- uruverk manna og dýra, samein- uð skemmtilegum stil. ífalir fjölmennastir ítalir eru fjölmennastir á sýn- ingunni lEr þar heizt að nefna • málarann Rosai, sem hefur náð : miklum vinsældum siðustu árin. Verk hans gegna miklu hlutverki á sýningunni sem staðreynd raun- veruleikans. í verkum hans finnst sú alvara og þrek náttúrunnar, sem lætur ekki áhrifast af nú- tímábrölti, heldur eys verkefnum úr faðmi náttúrunnar og sameinar kyrrlátri og viðkvæmri ljóðrænni tilfinningu, sem einkennir hans ein földu landslags- og náttúrumyndir, er sanna, að það eru ekki alltaf þeir listamenn, sem reyna að vera frumlegastir, sem komast lengst, •heldur þeir, seni hafa náttúruna að leiðarljósi. ítalski málarinn Campigli sýnir.fastmótaðar figuru- myndir, og fjöldi er annarra ítalskra listamanna, (sem eru mis- jafnir að gæðum) misjafnlega hæfileikaríkra. ASrar sýningar • Sýning. Frakka er ekki eins góð og vænta mátti. Er þó einn ágætur listamaður þar sterkur þáttur, mál- arinn Pigon, sem málar figurur og náttúrukennd fyrirbrigði af öryggi og þekkingu. Englendingurinn Scott leysir vandamál uppstiiiinga myndasinna með þægilegri samsetningu forms og lita. Bandárisku listamennirnir cru mjög eihhliða í sinni abstrakt-list, sem í heild virðist óeðlileg vél- rænni éndurtekningu? Betri hluti þeirra eru höggmyndirnar. Japanir hafa tekið upp list Vest- urlanda. Belgíumennirnir Burssens og Haesé gefa skemmtileg áhrif í sal- árkynnum landa sinna. Rússneska^ sýningin er frábrugð- in öorum. Átján listamenn sýna, og persónuleiki hvers og eins er hulinn eftirlíkingu mótivsins, sem aðallega sýnir s.tarf rússneskrar al- þýðu, bænda og iðnaðarmanna. Stóí’ Lenin-mynd er eftir mynd- . höggvarann Vucetic. Sýningar Norðurlanda Danir snýa í sinni eigin glæsi- legri byggingu Jitgrafik þriggja manna, Christiensen, Vasegaard og Nielsen, sem hlaut verðlaun Agen- zia Internationale. Grafik þeirra er söguleg og l'ífleg, tæknilega vel gerð, og gott dæmi danska grafiska skólans, sem hófst 1290. Norðmenn sýna nú í tólfta sinn á heimssýningunni. Að þessu sinni er það málarinn Thygesen, sem lézt fyrir fimm árum. Gekk hann á skóla Matisse í París á yngri ár- um, ,og ber list hans auðkenni þess skóla. Finnar sýna í eigin húsi í þjó.ð- legum stíl. Mesta athygli vekja málverk Koistenens, sem bera með sér norrænan blæ. Er það vel sæmandi hverri þjóð að eiga fulltrúa á sikri sýningu, einkum fyrir smáþjóðirnar. Væri ánægjulegt fyrir íslenzku þjóðina að vekja athygli á sér og gefa lista- mönnum sínum kost á að reyna sig meðal stórþjóðanna á friðsamleg- um alþjóðavettvangj myndlistar- innar. Kári Eiríksson. GROÐUR OG GARÐAR iNGOLFUR DAVIÐSSO? íslenzkar rósir Rósin er kölluð drottning blóm- anna og hefur verið dáð og ræktuð í þúsundir ára. Til er íjöldi teg-1 unda og afbrigða og slöðugt eru nýjar rósir framleiddar með jurta- kynbótum. Hér eru rósir ræktaðar bæði úti og inni, flest erlendar teg'Undir. Tvær rósategundir vaxa villtar hér á landi, þyrnirós og g'lit- rós, og eru báðar fremur fíngerðar og smávaxnar. Hafa báðar íslenzku villirósirnar vaxið hér frá ómuna- tíð. Glitrósin (Rosa Afzeliana) er að- eins fundin ó einurn stað, Kví- Glitrós skerjum í Öræfum. Þar vex hún í smávöxnu birkikjarri og urð í hlíð móti suðri í Vestrihvammi, skammt frá bænum. Þyrfti að friða hvamminn svo urðin geti gróið upp og rósin haldist við. í sama hvammi vex líka liinn sjaldgæfi klettaburkni. Glitrósin er snotur runni, allt að 1 m á hæð, með bogsveigðar greinar og Ijósrauðleit blóm. Hef- ur blómgazt öðru hvoru ó seinni árum. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pólsson sáu þyrnirunna á Kví- skerjum árið 1756 og segir svo í Ferðabókinni: „Þyrnitegund vex hjá Kviskerjum í Öræfum. Þetta er þyrnótt viðartegund, sem verð- ur meira en tveggja álna há. Við sáum hvorki blóm né aldin á þyrn- inum 10. sept. Senilega er þetta þó Berberis. Þetta er fögur planta og hreinvaxin. Samt hafa menn reynt að uppræta hana af sömu á- stæðu og þistilinn nyrðra.“ Um þist'ilinn nyrðra hjá Nolli segir: „Landsmenn hyggja illt til plöntu þ.essarar, e. t. v. mest vegna þess hve sjaldgæf hún er. Þeir segja að hún vaxi sem eins konar bölvunartákn .frá syndafallinu —, en til allrar hamingju eru þeir fáir og það aðeins þeir heimsk- ustu, sem taka slíkt íiærri sér). Sjálfsagt hefur þetla verið glit- rósin, en ekki neinn Berberis, sem Sýnmgaskipti á myndlist íslenzkra og japanskra barna Myudir íslenzkra barna þurfa aft berast Teikni- kenRarafélagi íslands fyrir 25. þ. m. Teiknikennarafélagi íslands hafa nýlega borizt tilmæli frá japönsku listfræðslufélagi um að félögin skiptist á sýningum á myndlist íslenzkra og japanskra barna. Stungið er upp á því, að sýningaskiptin hefjist með því, að TÍ sendi hinu jap- anska félagi. sýningu islenzkrar barnamyndlistar til þátttöku í alþjóðlegri sýningu barna, sem fyrirhugað er að halda í öll- um helztu borgum Japans næsta haust. Eggert og Bjarni sáu í Kvískerju.n fyrir tveimur öldum. Helgi Jón ■ son grasafræðingur, endurfann gl : rósina í Kvískerjum árið 1901, og enn vex hún á sínum fornu sló'ð- um. Náskyldar tegundir eru ræk • aðar í görðum. í 'Noregi vex gli • rósin víða á hæðum og í urðum. Eggert og Bjarni geta einnig hinr- ar íslenzku villirósar á þessa leið: „Önnur smávaxin viðartagur.d vex hjá Holti á Síðu. Ekki sáu.'. við hana heldur í blómi. Við verð- um þó að geta hennar, svo aðr.; fái þekkt hana, þar eð hún ve : hvergi nema hér. Hún er eitt í .: á hæð, b.einvaxin og stofninn : • settur smáum, lingerðum þyrnun Mcnn kalla þessa tegund einn;: Þyrni og hefur nafnið gengið fi kynslóð til kynslóðar." • Þyrnirósin vex enn í Holti c : er nú fundin miklu víðar. Blóm_ ast alloft. Blómin hvít eða rau ■ bleik. Þyrnirósin er fremur sm:- vaxin, ííngerð rós, sem verð.ur u:: 70 cm á hæð. Vex fremur hæg'. Falleg og fer vel í steinahæð eð hrauni li görðum. Er ræktað nokkrum stöðum. Hefur einnig ve :. ið flutt inn ásamt náskyldum teg- undum og af'brigðum. Þyrnirósi: var lengi talin mjög sjaldgæf hó: á landi. Fyrir aldamót mun haía verið kunnugt um hana í Þrasa- kietti við Seljaland; (auk Holts á Siðu). Árið 1907 fundu þeir Guðmun J- ur Guðmundsson læknir og séra Kjartan Helgason, þyrnirós í hlíð- inni þar við bæinn Klungurbrekkn á Skógarströnd. Um þann funcl r: • ar Stefán Stefánsson: „Stórmerkilegt er nafn þess’ fundarstaðar og sannar ótvíræti:, að hið forna nafn „Klungur“ á rc: er róttnefni o.g tíðkað hér á lam . eins og orðabækur yfir fornmáiiu greina. Á nýnorsku heitir Ro::. canina „Klunger“ og „Klunge ■ naal“ er rósaþorn. Að líkindum e:“ Klungur upprunalega nafn á þyra- óttum plöntum eins og rósum c erlendum hrútaberjategundum.“ Flestir þekkja móltækið: „au hlaupa um kletta og klungur“, j e. grjót og þyrnirunna. Nú er ctói.•■ steinótt fjara sums staðar'LöiluJ klungur, t. d. við EyjafjciO -> fjöruklungur. Á Klungurbi :l:u •:. St.jórn Teiknikennarafélagsins hefir mikmn áhuga á, að úr þess- um sýningaskiptum geti orðið og vill því beina þeim tilmælum til skólas'tjóra, kennara, foreldra og barna, að þau stuðli að framkvæmd iþessa áforms hennar með því að hlutast til um, að félaginu berist 'sem fjölbreytilegast safn mynda eftir börn um allt land. Þálttökuski'lyrði eru þau, að þátt takendur skulu vera piltar og stúlk ur á aldrinum 10—15 ára. Mynd- innar þurfa að berast til Teikni- kennarafélags íslands, Njálsgötu 94, og þarf að fyl'gja aftan á myncl- inni fullit nafn liöfundar, aldur, skóli og nafu myndarinnar. Sýning sú á myndum japanskra barna, siem Teikni'kennarafélaginu j verður send i skiptum, mun verða ! send til allra helztu kaupstaða á kndinu, er þar að kemur. Þyrnirós vex þyrnirósin í smárunnum í, grýttu landi á talsverðu svæði £ all-uppblásinni hlíð. Sér víða í flög á milli runnanna, og þyrfti aö fricSa svæðið eins og raunar ali.t villirósarunna liór á landi. Austanlands er þyrnirós nú funÆ in á þremur stöðum. Kollaleiru £ Reyðarfirði, Skeggjastöðum á Hér- aði og rétt við túnfótinn í Iíól.t gerði í Fáskráðsfirði. Kölluð þaí. Þyrnir —og vex inna num lync og víði í grýttum ás. (í Lækjat , kalli á Kollaleiru). Á VestfjörðuA er þyrnirósin fundin í Arnarstap: hlíð við ísafjörð. Heyrzt hefux a.1 „Þyrnir“ vaxi einig sunnan il íi Vestfjörðum, en ekki veit ég , önr,- ur á því. Er ekki ólíklegt c ósii vaxi víðar og hafi fyrruni \ ið :ú; • breiddari cn nú. — Ýir.í. iögue blóm hafa frá fornu : i veriii kölluð rósir bæð hér o>; erlendi.., og það alls ós'kyld biom. Ail..’ þekkja hina dumbrauou engjaré., sem er hclzta skrautjurt mýranr.i t um land allt. Hún er rósaættar. E .i 1 „blcssuð cyrarrósin rjóð — (seve) i— rauða litar elfarbakka“ er al.: I annarrar ættar. Lofið villirósunu j 1 að vaxa í friði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.