Tíminn - 11.07.1958, Page 6

Tíminn - 11.07.1958, Page 6
6 TIMINN, föstudaginn 11. júlí 1953. —“l&wts — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Samvinna launþega og atvinnu- rekenda um kaupgjaldsmál PYRIR rúmum þremur árum síðan fluttu þeir Karl Kristjánsson og Þáll Þor- steinsson svohljóðandi til- lög'u í sameinuðu Alþingi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að félagssamtök at- vinnurekenda og verkalýðs- samtökin í landinu skipi fulltrúa í samvinnunefnd, er hafi það hlutverk að afla upplýsinga frá ári til árs um afkomu atvinnuveg- anna og hag almennings, í þeim tilgangi, að leita megi álits nefndarinnar, þegar ágreiningur verður eða ætl ar aö verða um kaup og kjör.“ • Forsögu þessarar tillögu var að rekja til ályktunar, sem flokksþing Framsóknar manna 1953 hafði samþykkt og gekk í þessa átt. Tillaga þeirra Karls og Páls fékk góðar undirtektir í þinginu. Hún var rædd við tvær umræður, en síðan samþykkt með þeim hreyt- ingum einum, að nefndina skyldu skipa tveir fulltrúar frá Vinnuveitendafélagi ís- lands og tveir fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands, og að Hagstofa íslands skyldi gefa nefndinni allar þær upplýsingar, sem hún óskaði eftir. KARL Kristjánsson fylgdi tillögunni úr hlaði með ítar- legri ræðu. Hann rakti m.a. nauðsyn þess, að fundinn yrði réttur grundvöllur fyrir skiptingu þjóðarteknanna. Réttur úrskurður í þeim efn um fengist ekki með afl- raunum verkfalls og verk- banns, þar sem engin trygg- ing væri fyrir því, að sá sterkari hefði rétt fyrir sér, og auk þess væri þessi vinnu aðferð of dýr fyrir þjóðfé- lagið. Þeirri hugmynd hefði þvi skotið upp, að sérstak- ur dómstóll ætti að kveða á um, hvað rétt væri í þess- um efnum. Með tillögu þeirra Páls væri hinsvegar ekki stefnt að slíku. Karl sagði síðan: „Tillagan er miðuð við þá riku þjóðfélagslegu nauðsyn að koma í veg fyrir það, að til ófriðar dragi í kaupgjalds og kjaramálum, eyða ástæð- um til verkfalla og verk- banna, afstýra því friðsam- lega, að það ástand skapist, sem leiði af sér árekstrana og tjónin, sem af árekstrun- um leiðir fyrir alla. Hið venjulega er, að of seint er gengið til samninga, þegar kröfur hafa fram kom ið um breytingar, kröfurnar ekki gerðar af nákvæmni, heldur of miklu handahófi, gert ráð fyrir, að af þurfi að slá hvort sem er í stríði, og þannig ögrað til átaka, ekki setzt að samningaborði fyrr en hugir hafa hitnað um of. Tillaga okkar er um, að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um, að félags- samtök atvnnurekenda og verkalýðssamtökin i land- inu skipi fulltrúa í samvinnu nefnd, er hafi það hlutverk að afla frá ári til árs upp- lýsinga um afkomu atvinnu- vega þjóðarinnar og hag al- mennings í þeim tilgangi, að leita megi álits nefndarinn- ar, þegar ágreiningur verður eða ætlar að verða um kaup og kjör.“ ÞÓTT Alþingi samþykkti tillögu þeirra Karls og Páls, hefur nefndarskipun sú, sem hún fjallar um, ekki komiö til framkvæmda og er það vissulega illa farið. Mjög líklegt er að minna hefði orðið um deilur og verkföll siðan, ef slíkt fast samstarf milli atvinnurekenda og verkalýðs hefði komizt á iaggirnar. M. a. hefði þá oft verið búið að afla nauðsyn- legra gagna og upplýsinga áður en í óefni komst, eins og svo alltof oft hefur átt sér stað. Æskilegust lausn kaup- deilu- og verkfallsmála, er án efa sú, að gott samstarf skapizt milli atvinnurekenda og verkalýðs. Þar sem slíkt samstarf er nú bezt, eins og t.d. i Noregi og Danmörku, eru nú gerðir heildarsamn- ingar til lengri tíma. Hér þarf vissulega að stefna aö slíku takmarki. En þótt slíkt samkomulag næðist, þarf að halda áfram að fylgjast vel meö þessum málum og hindra árekstra í tíma. Það samstarf, sem fjallað er um í tillögu þeirra Karls og Páls, er því nauö- synlegt af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi til að undirbúa jarðveginn fyrir heildar- samninga og í öðru lagi til að tryggja, að slíkt sam- komulag geti haldist. Vafalaust veröur svo nauð synlegt að leiðrétta vinnu- löggjöfina með það fyrir augum, að slíkt samkomu- lag atvinnurekenda og laun þega verði ekki eyðilagt með skæruverkföllum einstakra félaga og það jafnvel smá- félaga hátekjumanna. í HAUST mun Alþýðu- samband íslands halda þing. Það virðist eðlilegt — og raunar óhjákvæmilegt — að þar verði tekin afstaða til þessa máls. Það gæti orðið góður undirbúningur að slíku, að nú þegar yrði kom- ið á þeirri nefnd atvinnu- rekenda og verkalýðs, sem Alþingi mælti með 1953 að sett yrði á laggirnar, og að hún reyndi að gera frum- drög að slíku samkomulagi. Fulltrúar á þingi Alþýðu- sambandsins gætu þá betur áttað sig á því, hvað hér væri um að ræða. Það mál, sem hér er rætt um, er svo mikilvægt, að mjög æskilegt væri, að því yrði haldið utan og ofan við flokkadeilurnar í verkalýðs- Meiríhluti fóiks telur efnahagsaðstoð frá Rússiandi ógnun við sjálfstæði Meirihlutinn andvígur hjálp Sovétríkjanna Hreinn meiri 'hluti í 7 löndum telur að fjárhagsstuðningur frá Sovétríkjunum ógni sjálfstæði þeirra landa, er hann þiggja. 3 til 5 af hverjum 10 aðspurðum, láta í Ijós svipaða skoðun varðandi fjár- hag'sstuðning frá Bandarikjunum. Heimsskoðanakönnunin Iagði tvær spurningar fyrir fólk í níu löndum í Evrópu, Suður-Ameríku og fjarlægari Austurlöndum: „Álítið þér að sjálfstæði þeirra þjóða, sem þiggja efnalMgsstuðn- ing frá Sovétríkjunum, sé hætta búin af því eða ekki?“ í Ítalíu hlaut kommúnistaflokk- urinn fjórðung atkvæða í síðustu þingkosningum, og þar telur alh miki'll hluti fólks, 25%, að engin hætta fylgi þvi að þiggja slíka efnahagshjálp. í Mexíkó og Vene- zuela náði skoðanakönnunin að- eins til íbúa höfuðborganna. Það vekur meiri furðu að 31% aðl- spurðra í Caracas, höfuðborg Vene- zuela, álítur að sjálfstæði þeirra væri engin hætta búin þótt efna- hagshjálp frá Sovétríkj unum væri þegin. Aðrar þjóðir eru tortryggn- ari í garð Rússa, og lægri hlutfalls- tala er á þeirri skoðun að 'hjálp Sovétríkjanna væri hættulaus. Eins og í mörgum öðrum málum, er varða átökin milli austurs og vest- urs, eru Japanar óvissir í sinni sök. 40% aðspurðra gelur ekki svarað þessari spurningu. Ven&xucU Svíþjöa þýzkaland Málið horfir öðru vísi við gagn- stæði þeirrar þjóðar, er hann vart Bandaríkjunum. Aðeins í Bre-t j þiggur. landi, Japan og Mexíkó eru menntamenn líklegri til að álíta að slíkur stuðningur hafi enga hættu í för með sér fyrir sjálf- Einkaréttur: New York Herald Tribune og Tím- Dánartala þeirra, er reyktn sígareit- Bandaríkin og Sovétríkin eiga nú í harðri keppni sín í milli um styrktarstarfsemi og lánveitingar til annarra þjóða. í þessu sambandi er eðlilegt að spyrja, hvaða stjórnmálagildi þetta hafi, hverjum augum aðrar þjóðir líti á þessa starfsemi. Heimsskoðanakönnunin kannaði mál þetta í níu löndum. Niðurstað- an er sú, að í öllum löndum telur meiri hlutinn að hættulegar afleið- ingar geti orðið af því að þiggja efnalegan sluðning frá Sovétrikj- unum. Bandaríkin veita árlega 4 billjónir dollara til efnahagslegs stuðnings við aðrar þjóðir, og í samanburði vi'ð þá upphæð eru fjárveitingar Rússa smávægilegar. En þessi starfsemi þeirra eykst óð- fluga og sýnir ljóslega útþensluna í efnahagsmálum Sovétríkjanna. En mikííl hluti fólks tortryggir einnig bandaríska hjálp samkv. níðurstöðum HeimsskoÖanakönnunar £f< EFNAHAGSAÐSTOÐ ÓGNUN _________ VIÐ SJÁLFSTÆÐÚ BANDARÍSK AÐSTOD RÚSSNESK AOSTOÐ 8reffa»d Mexíkó í Tortryggni í garð Bandaríkjanna Síðari spurningin var þessi: „Álítið þér að sjálfstæði þeirra þjóða, sem þiggja efnahagsstuðn- ing frá Bandaríkjunum sé hætta búin af því eða ekki?“ Þótt tortryggni í garð Sovétríkj- anna sé meiri, er hitt greinilegt, að mikill hluti fólks í þessum 9 löndum álítur hjálp frá Bandaríkj- unum einnig varhugaverða. Bretar, Danir og Iíolllendingar eru tortryggnastir, og í þeim lönd- um eru margir, sem álita banda- riskan efnahagsstuðning hættuleg- an sjálfstæ'ði þjóðanna. Og í hin- um löndunum eru að minnsta kosti 3 af hverjum 10 aðspurðum sömu skoðunar. Menntamenn hlynntir Bandaríkjunum Ef litið er á hversu iiinir að- spurðu greinast eftir menntun, kemur í ljós að liinir betur mennt- uðu í öllum löndum nema Dan- mörku, eru tortryggnastir í garð sóvézkrar cfnahagshjálpar. Aftur á móti telur mikill meiri 'hluti Dana, af öllum stigum, sovézka hjálp hættulega. hreyfingunni. Það ætt að vera sameiginlegt mál allra að marka því þann grund- völl. ur 58% hærri en bindindisinanna Ný rannsókn í Bandaríkjunum á sambandi milli tóhaksreykinga og krabbameins Bandaríska heilbrigðisþjónustan hefir iátið gera rannsókn á dánartölum 200 þúsund fyrrverandi hermönnum og er nið- urstaðan sú, að dánartalan er 32% hærri hjá þeim, sem reykja eða hafa reykt en þeim, sem aldrei hafa gert það. Frá þessu skýrir bandaríska blaðið The New York Times s.l. sunnudag. Stóð rannsókn þessi í tvö og hálft ár og var mjög víð-' tæk. 58% hærri. Það kom í Ijós, að dánartala þeirra, sem eingöngu höfðu reykt sígarettur var 58% hærri, en hjá þeim er alls ekki reyktu. Það kom einnig í ljós, að dánartalan var hærri hjá þeim, sem reykt'u mjög mikið en meðal þeirra, er hófsam- ari voru. Hins vegar virðist það engin áhrif hafa á heilsu manna, | þótt reykt sé af og til. Þeim sem reyktu sígarettur var einnig hættara við lungnakrabba, sem svaraði 10% fram yfir bind- indismenn á tóbak. Þeim var einn- ig hættara við að fá tiltekna hjarta sjúkdóma, magasár og sjúkdóma í öndunarfærum aðra en krabba- mein. Tóbaksframleiðendur hafa svar- að þessari skýrslu og reynt að draga úr áhrifum hennar. Segja að ekkert nýtt komi fram í henni og auk þess sé hún villandi í ýmsu tillit'i, enda beinlínis notuð sem áróðursefni og slegið upp í blöð- um. Þá sé hér eingöngu um að ræða staðtölulegar upplýsingar, en ekki líffræðilegar eða læknis- fræðilegar rannsóknir á tilrauna stofum. S.l. þriðjudag hófst alþjóðaþing samtaka er berjast gegn krabba- meini og var þessi skýrsla send þangað. Heilbrigðisgæzlan banda- ríska hafði fvrir ári síðan lýst yfir að hún teldi sannað, að sanrband væri milli tókibaksreykinga og krabbameins, ekki sízt í lungum. Áður hafði Krabbameinsfólag Bandaríkjanna láíið gera hliðstæð ar rannsóknir og voru niðurstöður hennar svipaðar. Síðsumars 3957, birti brezka stjórnin yfirlýsingu, cftir að rannsóknarmiðstöð brezkra lækna hafði talið sig hafa fundið samband af þessu tagi, þar sem fólk í Bretlandi var varað vi<5 tóbaksreykingum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.