Tíminn - 11.07.1958, Page 7

Tíminn - 11.07.1958, Page 7
TÍMINN, föstudaginn 11. júli 1958. 7 „Vínland hið góða skyldi — því voru ráðin sérstök geymt .. i .. w orlog mundum hafa harmað það nú, ef, íslendingar einir þjóða hefðu ekkil orðið þátttakendur í hinum heims-1 sogulegu þjóðflu'tningum, er á þessum tímum áttu sér stað hing- ag til álfu. Landnámið Talið er að hér í Seattle séu um hundrað íslendingar komnir að heiman. Ekki er vitað um tölu fólks hér af íslenzku ætterni, en gizkað á að það sé innan við þúsund. Er það um þetta fólk, sem afkomendur annars aðflutts fólks, „að ekki er hægt að tala um það sem íslendinga", sagði einn merkasti landnem inn okkar hér! íslendingafélagið Vestri, sem hér starfar, var stofnað um aldamót. í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar, efndi Vestri til mannfagnaðar föstudagskvöldið 20. júní, en þá er vinnuvikunni lokið hér. Stóð samkvæmið í samkomusal Hall- grímskirkju, eins og hún var upp- haflega heitin, þótt hún nú sé að jafnaði nefnd Galvarikirkja. Var þetta á allan hátt hin veg- legasta samkoma. Ræðumenn Aðalforgöngumaður og stjórn- andi samkomunnar var séra Guðm. Páll Jónsson, ættaður frá Dröng- um í Dýrafirði Aðalræðumaður var Jens Pálsson Ólafssonar frá Hjarðarholti, ungur maður, sem stundar mannfræðinám við amer- íska háskóla, flutti hann yfirlits- ræðu um íslenzka stjórnmálasögu á ensku. Sérstakan svip á samkomuna setti það, að á blómskrýddu sviði sátu Fjallkonan, Miss Ameríka og Miss Kanada, allar á þjóðbúning- um, ásamt tveim ungum stúlkum, annarri á upphlut en hinni á peysu fötum. Fjallkonan Fjallkonan, frú Sigríður Stefáns- dóttir Franek, ættuð úr Eyjafirði, var klædd skautbúningi, flutti einkar vel sámið ávarp, af mikilli smekkvísi. Önnur skemmtiatriði voru, að Sigurbjörn Kristjánsson söng með undirleik frú Kristínar Stevens. Frú Kristín Þorbjarnardóttir, Jóns sonar frá Deildartungu, lék á fiðlu af mikilli kunnáttu, við undirlei'k frú Ernu Donald. En kveðjuorð frá ríkisstjórninni flutti Karl F. Frederic, íslenzki konsúllinn hér. Skemmtiatriði Leikþætti og upplestur annaðist læknisfrú Sophie Wallace, ættuð úr Landeyjum, og ungur sonur hennar, en lítill drengur íslenzkrar ættar lék á harmoniku. Öil voru skemmtiatriðin af hendi leyst við mikinn fögnuð. Þá var almennur söngur, aðaliega íslenzk- ur, en sEpnkoman fór fram á báð- um þjóðtungunum, íslenzku og ensku. Eldra fólk Guðbrandur Magnússon segir frá íslendingasamkomu í Seattle Fjallkonan, frú Sigríður Stefánsdóttir. Endursögrt á ræðu G.M. „Sú var tíðin, að við á íslandi, sem heima sálum, hörmuðum ör- Þegar þið hófuð þetta landnám, var hvað harðast á dalnum hjá okkur heima. Við vorum orðnir beygðir af erfiðu árferði og stjórn- ' arháttum! En fullyrða má, að þegar bcrast tóku af ykkur fréttirnar, úr ykkar nýju iheimkynnum, að þá var sem við, heimafólkið líka, hefðum stig- ið á vog, ofckur óx bjartsýni og sjálfstraust. Er það vissulega einn fóturinn undir því, hversu okkur hefir farnazt síðan heima, hversu vel þið reynduzt, „og fylktuð ykk- ur í flokki þjóða frám, að lögum guðs og manns!“ Verið æfinlega blessuð fyrir þetta!“ Þáttur Leifs Síðan vék G. M. að þeirri stað- reynd, að Leifur Eiríksson fann Ameriku fyrstur hvítra manna, en af því hlauzt lítils háttar landnám norrænna manna, sem síðan tók fyrir, og álfan týndist að nýju, sagnaritin lágu geymd og jafnvel gleymd, sem sögðu frá þessum landafundi. Hvað olli! ' Voru það ekki örlögin, sem hér tóku í taumana. Fylling tímans var ekki komin! Vínland hiða góða skyldi geymt — því voru ráðin sérstök örlög! Þetta mikla land, þessi mikla heimsálfa skyldi á sínum tíma gegna því mikilsverða hlutskipti, að verða alls herjar skóli, þar sem fólk af öllum þjóðlöndum, öllum þjóðernum, öllum kynkvísium — í óhjákvæmilegri lífsnauðsyn þró- unarinnar, — lærði hvernig við manneskjurnar eigum að fara að því að lifa lífinu á þessari jörð, í því nábýli, í því sam'býli, sem þeg- ar er orðin staðreynd, éftir að hinar vélgengu framfarir hafa að kalla upphafið allar vegalengdir, og gjört veröldina í heild sinni fljótfarnari í dag, en hin allra minnstu þjóðlönd fyrr á árum! Megi okkur í gömlu löndunum skiljast þessi handleiðsla, og þá lög ykkar, sem burtu fluttuzt af landinu! En þar kom, að við átt- uðum okkur á því, hverja þýðingu einnig að draga af henni réttar landnám ykkar hér hefði. Við álykfanir! G. M. Dr. Pierre Naert birtir merkilegar I niðiirstöSiir í málvísmdnm Rit hans fjallar um skyldleika ainu»málsins, sem ta!a<S er í nyrzla hluta Japans, við indó-evrópsk ar tungur Dr. Pierre Naert, dósent við háskólann í Lundi, hefir gengið frá fyrsta hlutanum af merkilegu riti um málvísindi, sem hann hefir haft í smíðum undanfarin ár. Fjallar ritið um ainu-málið, sem talað ór í nyrzta hluta Japans (Hokkaido) og áður fyrr einnig aö nokkru á Sjakalín-skaga og syðstu eyjum Kúril- eyjaklasahs. Ber heildarverkið nafnið ,,La situation Lingui- stique de l’Ainu“, en fyrsti hlutinn heitir „Ainou et Indo- européen“ og fjallar um skyldleika ainu-málsins við indó- evrópskar tungur. Dr. PIERRE NAERT Það, sem einkum vakti athygli aðkomumanns var sjálft fólkið, sem þarna var saman komið, flest mjög við aldur, sem það bar til- takanlega vel, margt um og yfir átlrætt, enda fætt á íslandi, en þarna var einnig fólk á sextugs- og sjötugsaldri, borið og barnfætt hér í íslendingabyggðum, og flest cnn vel mælandi á íslenzka tungu. Hitt vakti þá einnig athyglina, hve mikið var lagt í sönginn, þegar far- ið var mcð íslenzku ættjarðar- Ijóðin! Kona ein að heiman, Guðibjörg Guðmundsdóttir, frá Hafnarfirði, sem dvalizt hafði hér um sinn, flutti þarna kveðju ög þakkarorð, og lýsti hversu borin hefði verið á höndum af „hérlendri gestrisni!“ Loks ávarpaði Guðhrandur Magn ússon samkomuna, en að því loknu ræddust menn við persónulega við dreifð kaffiborð. í öðrum 'hluta verksins mun dr. Naert ræða skyldleika málsins við altagísk og úrölsk mál og í þriðja hluta um samband þess við ná- grannalöndin, þ. á m. japönsku. Ainu-tungan hefur lengi verið málvísindamönnum ráðgáta, með því að ekki hefur tekizt að finna skyldleika með henni og öðrum þekktum tungum. Hefur lengi ver- ið litið svo á, að hún væri leifar af dauðri tungu (eða málætt), sem töluð hafi verið af hvítum mönn- um í austasta hluta Asíu. Nokkr- ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að sanna að luin sé af indó- evrópskum stofni, en þær hafa ekki talizt byggðar á vísindaleg- um grundvelli. Án þess að taka liilit til þessara tilrauna, hefur Pi- erre Naert nú lokið rannsóknum sínum og ieggur fram rök, sem margir telja óhrekjandi, þess efn- is, að hér sé tvímælalaust um indóevrópskt tungumál að ræða, sem fyllilega sé sambærilegt við aðrar greinar þeirrar miklu mál- ættar. Dr. Pierre Naeiú lauk ungur meistaraprófi í máivísindum við Sorbonne-háskóla og lagði þar m. a. mikla stund á íslenzku. Kom hann fyrst hingað tii iands sumar- ið 1938 og vakti þá þegar alhygli fyrir mikla íslenzkukunnáttu. Það sumar sneri hann flestum kvæð- uin Tómasar Guðmundssonar úr „Fögru veröld“ á frakknesku, og var sú bók prentuð undir nafninu „Poems islandais“. Árið eftir var hann sendikennari við Háskóla ís- lands. Hingað til lands kom hann ekki aftur fyrr en 1949 og hafði þá ný lega varið doktoi'sritgerð við há- skólann í Lundi, þar sem hann hefur starfað síðan. Hann hefur síðan birt fjölda ritgerða um mál- vísindaleg efni, jöfnum höndum á frönsku, sænsku og íslenzku. Auk þess að vera framúrskarandi mál- vísindamaður, er hann einnig af- burða málamaður, talar og skrifar t. d. öll Norðurlandamálin, þ. á m. finnsku og færeysku. Mai'gir munu hafa lesið ritgerð hans í síðasta hefti íslenzfcra fræða: „Með þessu mínu opnu bréfi ....“ Dr. Naert hefur nokkrum sinn- um síðan dvalið hér á landi nokkra mánuði í senn við málfræðirann- sóknir. Hefir hann þá ósjaldan tekið sér orf og ijá í hönd og gengið að slætti. Af þessum sökura á hann marga vini og kunningja hér á landi, sem munu með at- hygli fylgjast með störfum hans og rannsóknum. Hann er sá Frakka, sem tíðförlast hefur gei't sér til íslands og í einna nánust- um tengslum stendur við íslenzkt þjóðlíf, mál og sögu. A víðavangi Fer vöruvöndun sjávar- útvegsins minnkandi? Blaðið „Frainsókn" í Vest- mannaeyjum ræðir nýlega nm „þverrandi gæða útflutnings- vara sjávarútvegsins.“ Það segir meðal annars: „Þau fyrirtæki, sem annast aðallega útflutning cig sölu fram- Ieiðsluvara sjávarútvegsj,ns, eu fyrirtæki þessi eru Sölumiðstöð liraðfrystihúsanna, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda og Samband ísl. samvinnufélaga, liafa öll nýlega haldið aðalfundi sína. Á fundum þessum kom það fram, að miklar umkvartanir hafi verið gerðar, sérstaklega að því er varðar hraðfrysta fiskinn. Að þessu tilefni hafa verið samþykktar tillögur urn að kom ið verði á lögboðnu mati á fiski upp úr sjó og í umræðum þeim. er fram fóru um þessi mál, þá má telja að uppistaðan væri sú, að illa væri farið með fiskinu í fiskibátunuin. Það er rétt, ;ið meðferð á fiski um borð í fiski- bátum er oft áfátt, en málið e? nú sanxt ekki eins einfalt eins og í fljótu bragði virðist. Með- ferð fisksins er nefnilega líka víða áfátt í landi.“ Eftir að blaðið hefur ræ'tt' nokkuð nánara um einstök at- riði varðandi meðferð aflans, farast því orð á þessa leið: „Það væri álitlegt verkefni fyrir lxagfræðinga okkar að taka sér reikningsstiku í ihönd og reikna út hversu mikils þjóðar- búið missi árlega í eðlilegum gjaldeyristekjum vcgna óhag- stæðrar gæðaflokkunar, sem á rót sína að rekja til ónógrar iim hirðu á aflanum á sjó og' Iandi.“ Aukin vöruvöndun keppi- nautanna Þá bendir „Framsókn“ á auktia vöruvöndun keppinauta okkar og segir: „Ekki skal því þó að ölln hald- ið fram, að meðferðin og verk- unin hafi versnað í sjálfu sér, heldur hitt, að keppinautar okk- ar á erlendum mörkuðum hafa aukið vörugæði sín og bætt verk- unaraðferðirnar cig meðferð vör- unnar meir en íslendingar þann ig, að íslendingar hafa dregizt aftur úr í samkeppninni mn vöru vöndun og g'æði.“ Lokaorð „Framsóknar“ eru á þessa leið: „En það fer sannarlega illa á því, að íslenzki fiskurinn, sem að stofni og gæðum er vafalaust bezti fiskur í heiminum, skuli vera stórskcmmdur cig eyðilagð- ur af skammsýni og óhæfilegum verkunarvinnubrögðum.“ Hér er vissulega hrcyft máli, sem mikil þörf er á, að gefinn sé fyllsti gaumur og unnið" að umbótum samkvæmt því. Efnahaoslögin og viðskiptin við Austur-Evrópu | Þjóðviljinn segir nýlega, að i það sé mikil misskilningur hjá Tímanum, að það sé að þakka nýju efnahagslögunum, að tog- ararnir hafa ekki stöðvast. — Skýring Þjéðviljans er síí, að þetta sé að þakka. mörkuðum þeim, sem hafa fengist fyrir ís- lenzkar afurðir í Austur-Evrópu.' Ilér skal síður en svo gert lítio úr þýðingu þessara viðskipta fyr- ir íslenzkt aívinuulíf. Það er hins vegar staðreynd, að hvorki síld- veiðiskipin eða tcigararnir hefðu nú stundað veiðar vegna viðskipt anna við Austur-Evrópu, ef nýjn efnahagslögin hefðu ekki aukið uppbæturnar. Verðið, sem fæst fyrir íslenzkar afurðir í Austur- Evrópu, nægir ekki freniur en það, sem fæst fyrir þær annars * staðar, til þess áð gera utgerðina I arðvænléga, án mikilla viðbótar- ) styrkja. Ni’ ’ --:taðan hefði því | orðið sú, nð við hefðum ekki getað hagnýtf, oltkur hina ágætu mai'kaði í Austur-Evrópu, ef efnahagslögin hefðu ekki komið til, og getui' Þjóðviljinn bezt á þessu séð, hve nauðsynieg setu- 1 ing þeirra yar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.