Tíminn - 11.07.1958, Blaðsíða 8
B
T í M I N N, föstuduginn 11. júlí 19<>>?,
Orðið er frjálst Hjörleifur Sigurðsson
Listspeki Björns Franssonar
f dagblaðinu Vísi, sem haldið
ihefur á loft smáborgaralegustu
sjónarmiðum í list ihér um slóðir,
hafa oft birzt sorpgreinar um
framsœknustu myndlistarmenn ís
lendinga. Þeim hefur verið brugð
um undarlegustu hluti: Fákunn-
átti, andleysi, jafnvel lát'ið að því
liggja, að þeir væru ekki heilir
á geðsmunum. Og nær ævinlega
sagt í lok greinanna, að annars
væri ekki að vænta af þessum
vesalingum. Þeir væru auvirði-
legjr kommúnistar í húð og hár,
gerðir út af flokknum til að vinna
skemmdarstörf á íslenzíkri list. —
Höfundar þessara Vísisgreina hafa
yfirleitt fengið að láni nafn rit-
stjórans til undirskriftar, þar eð
þeir hafa ekki verið alveg öruggir
um, að ekki kynnu að falla blettir
á persónur þeirra, ef þeir segðu
til sín hreinskilnislega. Eða hefur
þeim gengið til hugleysig eitt?
Ejörn Franzson er ekki slíkur
maður. Hann segir til nafns, meira
að segja með sérstakri áherzlu.
Hvernig? Jú, á þann hátt, að hann
telur sig kjörinn til þess að benda
löndum sínum á hverjir dragi ís-
lenzka list niður í svaðið. Hann
reiðir til höggs eins oft og tilefni
gefst, jafnvel þegar hann er að
vinna að öðru starfi þ.e. tónlistar-
gagnrýni við Þjóðviljann. Það er
sem sé augljóst, að maðurinn lítur
á þetta verk sem heilaga köllun.
Nú ber hann fyrir sig deilu við
Ragnar Jónsson.
■Birni svíður undan þeim áburði
Ragnars, ag tónlistargagnrýnir
Þjóðviljans sé yfirlætislegur í
skrifum. Mig grunar að Ragnar
hafi þarna hitt naglann á höfuðið.
Hitt veit ég með vissu, að sá
Björn Franzson, sem alltaf er að
fræða samborgara sína um myndir
er farokagikkur, þótt hann kunni
að vera ijúflegasti maður í per-
■sónulegri viðkynningu. Hann ætl-
ar sér þá dul að ákvarða, hvað
sé lífvænlegt íslenzkri list og
hvað ekki, hvaða listamenn sæki
frara, og hverjum þeirra fari aft-
ur, þótt hann skorti undirstöðu-
þekkingu í listgreininni. Slíkt hef-
ur löngum verið nefnt yfirlæti.
Qg ég vil bæta við: Yfirlæti án
nokkurrar réttlætingar. Bera skal
í bætifláka fyrir þann, sem fyllist
hroka vegna yfirburða í tiltekinni
grein. Qg fólki, sem reiðist fyrir
framan myndir sakir ókunnug-
leika og rýkur meg skammargrein
ar í bíöð í eitt sinn, má fyrirgefa
af heilum hug. Hluíverk vandlæt-
ara og gagnrýna hæfa aft'ur á
móti þeim einum, sem sjálfir hafa
fundið til með höggmyndum og
Bréfkorn
(Framhald af 4. síðu).
löndum“? Abramovitch svaraði:
„Ég get svanið það, að ég á enga
ættingja í útlöndum“.
Iveynilögreglumaðurinn tók skjöl
af borðínu. „Þekkir þú Jakob
Abramoviteh í Tel Aviv“? „.Tá“,
svaraði Abraimovitch, „harm er
frændi minn“.
„Aha“, sagði lögreglumaðurinii,
„ég hólt að þú hefðir sagzt enga
ættingja eiga í útlöndum“.
Abramovitch svarað'i hryggur á
svip: „Ég á enga ættingja í út-
löndunu Abramovitch á ættingja
erle.ndis".
(N. Y. Herald Tribune).
málverkum þegar þau voru í sköp
un og blátt áfram tekið á pensli
eða meitli auk örfárra annarra, er
öðlast hafa sérstaka yfirsýn yfir
þess hluti, sakir náinnar og ein-
lægrar umgengni við listaverk og
kynni af listamönnum. Björn
Franzson er áreiðanlega ekki í
hópi þeirra síðastnefndu. Skrif
hans sanna það eftirminnilega.
í síðustu rokunni nefnir Björn
þrjár myndir Þorvalds Skúlason-
ar á sýningunni í Listamannaskál
anum, föndur. Og Religion Ás-
mundar Sveinssonar lýsir hann
sem: sérvizkulegum samsetningi.
Hvað merkja nú þessi orð? Eg
veit ekki foet'ur en að þetta séu
nöfn á tómstundaiðju eða hlutum,
sem menn dútla við sér til af-
þreyingar fremur en að þeir vinni
að þeim með festu og alvöru
með sérstakf mark fyrir augum.
Þetta þýðir, að í augum Björns'
eru myndir þeirra Ásmundar og
Þorválds bæði viðvaningslega gerð
ar hvað handbragð snertir og svo
náttúrlega gersneyddar lífsneista.
Betur gat' maðurinn ekki staðfest
grun margra um þekkingarleysi
á undirstöðuatriðum, hundavaðals-
hátt í athugunum.
Hvað listamennlna tvo snertir
er augljóst, að Björn hefur ekki
fylgzt með listferli þeirra á við-
unandi hátt, né kynnzt vinnubrögð
um þeirra t'il nokkurrar hlítar.
Hann hefur vafalaust heldur ekki'
átt þess nægan kost, að bera mynd
ir þeirra saman við verk erlendra
starfsbræðra. Slík yfirsýn er bráð
nauðsynleg iþeim, sem taka sér
fyrir hendur að upplýsá fólk um
kosti og lesti listaverka, hæfni eða
getuleysi listamanna. Ef Björn
hefði farið tþessa leið, og nálgast
hlutina án kreddufestu, hefði hann
væntanlega komizt að annarri nið
urstöðu. Hann hefði þá séð, að
í list þessara manna er samfelldur
þráður markvissrar vinnu og á-
taka, er leitt hafa til sköpunar
reisulegrar listar. Hann hefði kom
isf að raun um, að handbragð
þeirra er einmitt sérlega vand-
virknislegt og heilsteypt, ekki með
afkáralegum glitsvip íslenzkra leir-
fálka og ameriskra postulínslampa,
heldur fellur það jþétf að formi
hvers listaverks.
En Björn Franzson stendur ekki
í þessum sporum í dag. Hann
telur Guðmund Einarsson „einn
af vorum snjöllustu málurum".
Hann dáir klaufaskapinn og yfir-
boðsmennskuna, hina smáborgara
legustu ástleitni við list'ir eins og
sálufélagar hans í Vísi. Hann snýr
öllu öfugt. Við slíka menn er
vitanlega ekki hægt að deila um
lífsmöguleika listaverka. Það ætl-
aði ég mér heldur ekki að. gera
í þessu greinarkorni. Eg vildi að-
eins leggja áherzlu á, að Björn
verður aldrei lalinn leiðbeinandi
um myndlist af því að hann er
staurblindur á hana, að hann er
‘ekki á neinn hátt sjálfsagður upp-
fræðari í þessum hlutum, jafnvel
þótt Ihonum takisf ætfð að koma
fáránlegum hugmyndum sínum á
prent. Ný list getur hins vegar
hrósað happi yfir reiðiköstum
hans. Þau eru enn ein staðfest'-
ingin á tilverurétti hennar.
Hjörleifur Sigurðsson.
Þessi mynd er af fulltrúum og gestum, sem sátu 11. þing S. í. B. S. að Reykjalundi
Kvendragtir
kambgarn og tweed frá
kr. 950.00.
Stuttjakkar kr. 875.00.
Kvensíðbuxur kr. 350.00
með uppbroti og skíða-
sniði.
Stakir drengjajakkar og
buxur.
Systir mín
Guðrún Signý Jónsdóttir
frá Ytri Kleif í Breiðdal
andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 10. júlí.
Vegna aðstandenda
Þórunn JónsdótWt.
i u a a m a i
í
.V.VA-.V.V.V
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem auðsýndu
mér vinarhug og höfðingsskap með gjöfum, heim-
sóknum og heillaskeytum á 50 ára afmæli mínu.
Guðmundur Árnason, Neðri-Fitjum.
/uv
|V-V.
iiiiiiíiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiLiiiiiiiii
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst var í 38., 42. og 47. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1958, á liúseigninni nr. 10 við Hjailaveg,
hér í bænum, þingl. eigandi Þorvaldur Jónasson,
fer fram ef-tir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík
og Gujóns Hólm hdl., á eigninni sjálfri fimrntu-
daginn 17. júlí 1958, ld. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
B
B
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuiuininiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiii
Áskriitarsíminn er 1-23-23