Tíminn - 11.07.1958, Side 9

Tíminn - 11.07.1958, Side 9
rímiN'N, föstudaginn 11. júli 1958. 9 sex saga eftir agathe christie ég hef ekki trú á að það' heppnist. Það myndi enda með ósköpum, ef ég dæi. Eg er ekki að gorta, ég er viss um að þér eruð sammála mér. Poirot kinkaði koíli. Hann fann til samúöar með M. Blunt .Hann var viss í sinni sök og Poirot vissi lika að Blunt hafði á réttu að standa. Honum datt í hug hvað hr. Barnes hafði sagc, og skyndi- lega fann hann til ótta . . . 2. — Eg hef lokiö við’ bréfin, sagði Blunt síðar þennan morgun, — og nú langar mig til að sýna yður garðinn minn. Mennirnir tveir gengu út og Blunt ræddi af áhuga um þetta áhugamál sitt. Þeir reik uðu um og Blunt benti honum á sérstök afbrigði aí þessari og þessari tegund. Allt var kyrrt og friðsælt. Blunt nam staðar við end ann á veginum og leit aftur: — Sjáið þér rósina þarna, Poirot. Eg veit ekki . . . Skotið rauf kyrrðina. Þeir heyrðu reiðiöskur og snerust hvatlega á hæli. Þeir heyrðu einhvern segja með amerískum hreim: — Þarna náð’i ég þér, bölvaður þorparinn þinn, hentu byss- unni. Tveir menn flugust á skammt frá þeim. Það var garðyrkjumaðurinn, sem Poi- rot hafði þekkt aftur sem Frank Carter, og sterklegúr, ungur maður. Poirot þekkti liinn síðar- nefnda samstundis. Hann hafði þegar þekkt röddina. Frank Carter bölvaði og öskr aði: — Slepptu mér, helvítið þitt, það var ekki ég. Howard Raikes sagði: — Nei, náttúrlega ekki. Þér vor- uð auðvitað bara að’ leika yð’- ur. Hann þagnaði og leit til Blunt og Poirots. — Hr. Alist- air Blunt, þessi piltur skaut á yður, ég grei'p hann á réttu augnabliki. Frank Carter æpti: — Það er lýgi, ég var að klippa lim- gerðið. Eg heyrði skot og byss an datt niður við hlið’ina á mér. Eg tók hana upp — það’ er eðlilegt — og þá réðst þetta fífl á mig. Howard Raikes sagði reiði- lega: — Þér hélduð á byss- unni og það var hieypt af henni fyrir augnabliki. Hann rétti Poirot byssuna. _ Við skulum athuga hvaö lögreglan segir um þetta. Heppilegt aö ég greip þig nógu snemma. Poirot muldraði: — Ein- mitt. Alistair Blunt sagði: — Jæja þá, Dunnon — Dunbury, hvað heitið þér? Hercule Poirot greip fram í: — Þessi maður heitir Frank Carter. Carter sneri sér að honum, ofsalegur á svip: — Þér hafið verið að elta mig. Þér komuð hingað eingöngu til að njósna. En ég skal segja yður að þetta er lýgi, ég skaut ekki. Hercule Poirot sagði vin- gjarnlega: — Hver þá? Hér eru engir aðrir eins og þér sjáið. 3. Jane Olivera kom hlaup- andi eftir malarstignum. Hár hennar flaksaðist í golunni. Augu hennar voru full af ótta. Hún hrópaði: — Howard. Howard Raikes sagði glaö- lega: — Halló, Jane. Eg var einmitt að bjarga iífi frænda þíns. — Ó. Jane snarstranzaöi: -— Þú? — Koma yðar var sannar- lega heppileg, hr. — Blunt hikaði. — Þetta er Howard Raikes frændi. Hann er vinur minn. Blunt leit á Raikes og brosti. — Svo þér eruð ungi vinurinn hennar Jane. Eg verð að þakka yður. Julia Olivera kom kjagandi til þeirra. Hún sagði með önd ina í hálsinum: — Eg heyrði skothvell. Er Alistair, ha. hvað. Hún starð’i undrandi á Howard Raikes. — Þér? Hvernig dirfizt þér .... Jane sagð'i kuldalega: — Howard var rétt í þessu að bjarga lífi frænda. — Ha? Eg — ég. — Þessi maður ætlaði að hitta frænda og Howard náði rétt að grípa hann- svo að hann missti marks. Frank Carter hrópaði: — Þið eruð helvítis lygarar, öll saman. Frú Julia Olivera var ekki enn búin að átta sig, en svo sneri hún sér að Blunt: — Minn kæri Alistair. Guð sé lof að þú ert heill á húfi. — Þetta er hræöiiegt. Ó, það er að líða yfir mig, ég verð að fá mér hressingu. Blunt asgði: — Auðvitað. Komdu, ég skal fylgja þér. Hún tók undir handlegg hans og hallaði sér þyngsla- lega að honum .Blunt leit um öxl til þeirra Poirots og Raikes: — Getið þér séð um náungann þarna. Við skulum hringja til lögreglunnar og láta hana taka hann að sér. Frank Carter opnaði munn inn, en kom ekki upp nokkru orði. Hann var náfölur og skalf frá hvirfli til ilja. Howard Raikes þreif ó- þyrmilega í hann: — Komdulí? þorparinn þinn. Frank Carter muldraði: — i Þetta er allt lýgi. Howard Raikes leit til Poi- s rots. — Hvað eruð þér að 1 glápa maður, það er ekki yður E að þakka, að Alistair Blunt 1 er enn á lífi. — Þetta er í annaö skipti, i sem þér takið þetta göfuga 1 verk að yður, hr. Raikes. Er E það ekki? | i IW.V.VAV.W.V.VAIWUVV I :treiðasalan Bókhlöðustig 7 tilkynnir. Nýir verðlistar koma fram í dag. Ávallt stærst úrval bifreiða og hröðust sala hjá okkur. BIFREIÐASALAN BÓKHLÖÐUSTÍG 7. Sími 19168. I V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.W ■BBmmaniBnuimninfflinmannnnni Auglýsing Á.th.ygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal = vakin á því, að frestur til að skila framtali til skatt- | stofunnar um söluskatt og útflutningsgjald fyrir | 2. ársfjórðung 1958, svo og farmiðagjald og ið- | gjaldaskatt samkvæmt- 20.—22. gr. Iaga nr. 86; frá | 1956, rennur út 15. þ. m. =3 Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattin- | um fyrir ái’sfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar I og afhenda afrit af framtali. Reykjavík, 10. júlí 1958. =3 Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavík. Hygglnn bóndi trygglr dráttarvél fetna iM. Skrifstofustúlka 1 33 vön vélritun óskast. Umsóknir með upplýsingum | um fyrri störf skulu vera komnar á skrifstofur = vorar fyrir 15. þ. m. ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR. wiiiiiiiiiiiiiiiiiiMuiniuniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiuiimiiiuiinii^ I Iðnaðarmálastofnun | íslands verður lokað vegna sumarleyfa frá 14 júlí til 4. ágúst. (uiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiniimiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiuimii Opnum í dag VERZLU N að Ægisgötu 10 með hvers konar olíukynditæki og varahluti til þeirra. Enn- fremur fjölmargar af hinum viðurkenndu Shell framleiðsluvörum í smærri umbúðum, Flintkote, Shellgas og Shellgastæki. GjöritJ svo vel a<S líta inn. Notið: Shellsmurningsolíur Shellgas og Kynnið yður verð og gæði: Vulkan-katlanna og Thatcher-brennaranna Olíuf élagið Skeljungur hf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.