Tíminn - 26.07.1958, Page 7

Tíminn - 26.07.1958, Page 7
í í MIN N, laugardaginn 26. júlí 1968. 7 „Það er ákaflega erfitt að máfa svona fullkomna klass- íska fegurð", sagði frú Barb ara Arnason, listmálari við mig, þegar hún var að mála andlitsmynd af frú Sheila Muccio, konu bandaríska ambassadorsins á íslandi. Frú Muccio er með fríð- ustu konum, andlitið fágæt- lega reglulegt, hún samsvar- ar sér vel og hefir fallegan limaburð. Athygli manna dregst einnig að henni vegna þess, að vfir þessu fríða og unglega andliti bylgjast hár, sem er næstum alhvítt af hærum. — Hvað leikur yður hugur á að heyra? spyr frú Muccio, er við er- uin setztar inn í stofuna hennar. Þar eru mildir litir á veggjum og hús'búnaði. — Um störf yðar í bandarísku utanríkisþjónustunni og síðar sem húsm-óður, svara ég. Störf í utanríkis- þjónustunni — Eg vil taka það fram, segir frú Mriccio, — að utanríkisþjón- usta Bandaríkjanna skiptist í tvennt, störf heima í utanríkisráðu- neytinu og þjónustu erlendis. Ég starfaði mestmegnis í ráðuneytinu. Á námsárum mínum valdi ég mér starfsemi Sameinuðu þjóðanna sem sérnám og hóf að starfa árið 1947 í þeirri deild ráðuneytisins, er um þau mál fjallar. Framan af vann ég einkum að málum, sem snertu öryggisráðið og allsherjar- þing S. þ. Því varð það árið 1948, þegar allsherjarþingið var ihaldið í París, að þangað fóru margir hinna eldri starfsmanna ráðuneytisins, þar meðal aðalfyririesarinn um S. þ. við The American University í Washington. Tók ég þá við því starfi og flutti fyrirlestra við há- skólann um eins árs skeið. — Var það ekki erfitt verkefni? — Að vísu, en mjög lærdóms-;, ríkt, eins og flestöll störf í sam-! handi við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum árum voru 53 þjóðir þátt-í takendur í samtökunum og því; urðu þeir straumar, sem þar mætt- j ust, ótrúlega fjclhreyttir. Ólík iífsviðhorf, menning og trúarbrögð þátttökuþjóðanna opnuðu rnanni) áður óþekkta heima. Fyrr höfðum við hent gaman að prófessorum, sem væru þrjá klukkutúma að búa sig undir einn- ar stundar kennslu, en ég fékk j sannarlega að reyna það að minna j en níu stunda vinna nægði ekki til j að undiilbúa hverjar þrjár kennslu ! stundir. Einn kosturinn við þetta 1 starf var það, að til þess að fá! heildarsýn yfir starfsemi S. þ., * varð ég að kynna mér allar grein- ar starfsins, í stað þess að fást að- j eins við nokkurn hluta þess. Já Frú SigríSur Thoriacius (til vinstri) ræSir viS ambassadorfrú Sheilu Muccio. (Ljósm.: Tíminn). „Ég hætti aldrei að dást að óbil- andi trú þessarar litlu þjóðar" starfið i samfoandi við S. verulega heillandi. þ. var Starfsemi S.Þ. þýðingarmikið — Álítið þér að starfsemi S. þ. sé . lífcleg til að tryggja frið og skilning þjóða í milli? — THdrnælalaust. S. þ. eru ekki loftbóla. sem skotið hefur upp fyrirvaralaust. Þær eru afleiðing þeirra mörgu tilrauna til alþjóð- legs samstarfs, sem efnt foefur ver- ið til víða um lönd allt frá síðustu aldamótum. Menn verða heldur ekki eins -svartsýnir á árangur starfsins, þégar þeir hafa fylgzt með tþeim tilslökunum, sem fjöl- margar þjóðir hafa þegar gert til þess að ná alþjóðlegu samstarfi. Töfcum ákvæðin um höfundarétt sem dæmi. Þar hafa margar þjóðir slakað á fyrri kröfum til sam- komulags — og munu halda áfram á þeirri braut, ekki sízt þegar þæ-: sjá, að íjárvon getur verið í aðra hönd! — Dvötduzt þér ekki í Japan? — Jú, ég fór þangað árið 1951 og dvaldisf þar þangað til í maí 1953. Þar kynntist ég manninum mínum og hann stríðir mér oft á því, að af tryggð við starf mitt hafi ég neitað að fara með honum heim til Washington í september 1952. Hvað um það •— mér féll starf mitt í bandaríska sendiráð- inu í Tokio mjög vel. Þar hafði ég með höndum mál, er snertu fleiri greinar Sameinuðu þjóðanna en þær, sem ég fékkst við i Was- hington. Um það leyti var Japan ekki miðlimur í S. þ., en tók þátt í ýmsum undirstofnunum þeirra, svo sem menningarmálastofnun- inni, heilbrigðismálastofnuninni o. s. frv. Einnig ferðaðist ég dálítið um og flutti fyrirlestra um starf- semi S. þ. Ójá, heimurinn er ekki orðinn stór. Á starfstíma mínum í Japan, kynntist ég Mm. Shima, sem nú hefur verið skipaður sendi- herra Japans á íslandi og hingað kom fyrir skönnnu. Dvöl í Japan — Hvernig féll yður að vera í Japan? — Mér féll það vel. Landið er fagurt og fólkið vingjárnlegt og til- litssamt. Ekki varð ég vör við and- úð í garð Bandaríkjamanna, en hins vegar varð ég af tilviljun áhorfandi að uppþoti 1. maí, sem blöð kommúnista reyndu að telja mönnum trú um, að til hefði verið stofnað af almenningi. Það, sem ég sá, sannaði þó annað. Ég hafði einmitt lagt bílnum mlnum á Keis- aratorginu fyrir framan stóran flutningabíl með heyi. Á torginu var mikil'l mannfjöldi saman kom- inn og 'fremst voru raðir af börn- um. Allt í einu sá ég hópa manna skjótast undan heyinu. á flutninga- bilnum, sem hjá mér stóð, og úr mörgum fleiri bílum, — smeygja sér inn í mannfjöldann að baki börnunum og hefja óspekktir. Lög- reglan hefði orðið að berja foörnin, sem fremst stóðu, til að komast að þcssum mönnum, en það gerði hún auðvitað ekki og þvi tókst þeim að gera allmikinn usla áður en kyrrð komst á. Nei, það var sannarlega ekkert skyndiuppþot, heldur vand- lega skipulagt. — Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að lesa bófc um Shintoisma, trú- arbrögð Japana, og gazt ekki að. Hvernig virtist yður trúarbrögðum þeirra varið? — Enginn Japani, sem ég kynnt ist, vildi kannast við að hann væri Shintoisti, en margir virtust vilja hræra saman sinni ögninni af hverju, Shintoisma, Búddhatrú og kristni, og leizt manni ekki æfin- lega á þá blöndu. — Hættuð þér stárfi yðar í ráðuneytinu, er þér giftuð yður? — Já, það var hvort tveggja, að við vissum, að maðurinn minn myndi verða fljótlega sendur til segir ambassadorsíru Sheila Muccio í viðíali vib frú Sigrífti Thorlacius starfa erlendis og svo það, að mér fannst það ærið starf að stofnsetja heimili. Þegar við giftum okkur í október 1953, þá átti maðurinn minn engan húsbúnað. Kommún- istar í Seoul i Suður-Kóreu höfðu gert allar hans eigur upptækar. Við urðum því að byrja búskapinn með það lítilræði, sem ég átti. Um vorið veiktist ég og varð að hvíla mig samkvæmt læknisráði, og næsta haust vorum við send hingað. Húsmóðurstörfin — Hvernig kunnuð þér þeim umskiptum að gerast húsmóðir? — Það voru mikil umskipti, eig- inlega eins og að byrja nýtt ííf. En það erfiði, sem því fylgdi, bar í sér eigin laun. — Söknuðuð þér ekki hinna- íyrri starfa? — Nei, það get ég ekki sagt. Kona, sem er gift stjórnarerind- reka tekur mikinn þátt í starfi manns síns, kynnist nýju fólki og nýjum aðstæðum. Snertingin við nýtt fólk og ókunn lönd er sífelld endurnýjun. Sakni ég einhvers þá er það helzt það, að aðstæðurnar knýja mig ekki nóg til andlegra átaka. Áður neyddist maður til þess að kynna sér viss verkefni innan ákveðins tíma vegna starfs- ins.Nú hættir manni við að skjóta sMfcu á frest. en um það hef ég við engan að sakast nema sjálfa niig. Að störf húsmæðra séu lítilfjörleg er hreinasta fjarstæða. Þau kalla á margvíslega hæfileika. Bandarískar konur — Hvað segið þér um það, sem stundum heyrist hér í álfu, að bandarískar konur séu miklar dekurbrúður? — Það er greinilegur misskiln- ingur. Bandarískar konur starfa mikið að félagsmálum auk heimilis I starfa, enda þar er það liðin tíð, 1 að menn hafi þjónustufólk til heim ilisstarfa. Þær starfa mikið fyrir samtök eins og Rauða krossinn og t. d. The Legal Women Voters, svo , ég nefni eillhvað. Sá félagsskapur I nær um land allt og má taka sem dæmi um starfsháttu hans, að konur koma saman og drekka morgunkaffi 10—12 i einu, en hafa þá búið sig undir að ræða eilthvert málefni, svo sem fjármálastjórn , bæjar- eða sveitarfélagsins, — við | skulurn segja, hve mikill hluti fjár hagsáætlunarinnar ætti að þeirra 1 dómi að fara til menntamála, heil- brigðismála o. s. frv. Konurnar búa sig af alvöru undir þessa viðræðu- fundi og venjulega flytur ein þeirra smá framsöguerindi. Ekki er þessi félagsskapur háður nein- um stjórnmálaflokki, en vinnur að því að hvetja konur til að kynna sér þjóðmál. Þær senda oft fulltrúa sína á kjörstað við kosningar til þess að fylgjast með að réttum lögum og reglum sé fylgt og fleira láta þær sig skipta. Þar sem ég þekki til, hef ég ekki séð að bandariskar konur vanræki heimili sín, en þær gera sér marg- ar ákveðna starfsskrá, sem þær reyna að skipuleggja svo, að þær hafi einhvenja stund daglega tii lestrar eða til að sinna öðrum á- hugamálum sínum. Og margt er það, sem gerir hússtörfin léttari í Bandaríkjunum en hér, svo scm fjölbreyttara vöruval. — Ekki alls fyrir löngu las ég svargrein við skrifum bandarísks háskólakennara, sem hafði talið það heimskulegt að ætla stúlkum almennt aðgang að háskólanámi. Hvað segið þér um slíkar hug- myndir? •— Ég las einmitt grein prófess- orsins, én hann sagði að þar sem ekki yrði rúm fyrir alla þá, er sækja vildu háskólanám í Banda- ríkjunum á næstunni, en piltum væri slík menntun milclu nauðsyn- legri en stúlkum, ætti að bægja stúlkum frá háskólanámi. Auðvit að varð ég sárreið þessum skrifum. Það er sannarlega nær að stækka háskólana svo, að allir þeir, sem hæfileika hafa, fái notið beztu menntunar, í stað þess að meina stúlkum aðgang að háskólum. Þó að sumar starfsgreinir séu hentari körlum en konum vegna likams- burða, þá er það enginn mæli- kvarði á gáfur og hæfileika. Ef menntun er eitthvað annað en bók- lærdómur — nái hún því, sem hlýtur að vera tilgangur hennar: að vekja menn til þekkingarleitar og aukins þroska, þá sjá allir að t. d. móðir,sem notið hefur góðrar menntunar, ætti að standa betur að vígi að miðla börnum sínum andlegum verðmætum en sú, sem lítillar menntunar hefir fengið að njóta. Og lengi foýr að fyrstu gerð. Una hag sínum vel — Virðist yður íslands líkt og þér höfðuð búizt við að það væri? — Ég vissi harla lítið livers var að vænta, þvi okkur var ekki gef- inn langur frestur til að undirbúa för okkar hingað. Við unum bæði hag okkar vel hér — enda ekki um neina stökkbreytjngu að ræða fyr- ir þá, sem til íslands koma frá (Framhald á 8. síðu) Hótanir togaraeigenda Forustuigrein Vísis í fyrradag fjallar um hótanir erlendra tog- araeigenda í garð íslendinga. — Grein þessi er skrifuð í mjög öðr um anda en greinar þær, sem Mbl. birtir um þessi mál. í grein Vísis er fyrst rætt um þá ákvörð- un fundar úrgerðarmanna í Haag að halda áfram veiðum innan 12 mílna svæðisins eftir 1. sept. Síðan segir: „En útgerðarmennirnir bæta því við, aðl þeir verði að fá vernd herskipa ríkisstjórna sinna til að geta þetta, og þeir segjast treysta því, að þeim verði veitt nauðsynleg vernd. Er þó líklegt, að sumar ríkisstjórnirnar liáfi lítinn hug á að veita slíka vernd, og aðrir geta það ekki, þar seni x þær eiga ekki skip til þess. — Bretastjórn sagði hins vegar á sínum tíma í hinni fljótfærnis- legu orðsendingu sinni til fslenð- inga, að hún ætlaði aðí veita brezkum toigurum vernd, hvort sem af því verður nú eða ekki. íslendingar trúa því ekk'i, fyrr en það er orðið að veruleika, að ríkisstjórn Breta g'rípi til þessa óyndisúrræðis að beita her skipum sínum til að vernda veiði skip innan landhelgi hqr og kúga íslendinga til að láta af þeim ráðstöi'unum, sem þeim er nauðsynlegt að beita til þess að vernda fiskimiðin, sem eru liið eina, er þjóðin getur haft fram- færi sitt af. íslendingar gera ráð fyrir, að þaö hafi verið vanhugs- að, og raunar alveg óhugsað frumhlaup, þegar tilkynnt var forðum, að Bretastjórn ætlaði að veita brezkum togurum lier- skipavernd. Almenningur ósammála togaraeigendum Þótt útgerðarmenn í Bretiandi geri kröfur uin slíkt, hefir þegar komið á daginn, að almennings- álitið- er ekki með þeim. Þær raddir hafa heyrzt, sem sanna, að mikill fjöldi manna skilur íslendinga og afstöðu þeirra, liefir enda fulla samúol með þeim. Þeim hópi mun áreiðan- lega vaxa fylgi á næstunni, og þó mundi lionurn ekki síður vaxa fylgi, ef gripið væri til ofbeldis og óyndisúrræða. Þeir eru nefni lega margir á Bretlandseyjum, er líta svo á, að Bretar séu raun- verulegir verndarar smáþjóð- anna, og vilja ekki láta.þá detta úr því hlútverki. Fyrir nokkrum árum ætlúðu brezkir útgerðarmenn að kúga íslendiiiiga til hlýðni og fitgerð- armenn í öðrum löndum óskuðu þeim sigurs í þeirri ,,góðu“ bar- áttu. Allir vita, hvernig þeim leik lyktaði, því að útgerðármenn irnir útlendu höfðu aðeins skömm og skapraun af honum. Nú tilkynna þeir sérstaklega, að virða 4ra mílna línuna! Væntan lega fer hin nýja b'arátta eins og hin fyrri, að íslendingar hafa sigur, þótt aðstaða okkar væri ólíkt betri fcrðum, eins og allir vita.“ Ólík aSsiaða Að lokum segir Vísir: „Eiít af því, sem íslendingar þurfa að fá aðrar þjóðir til að gera sér groin fyrir, er sú stað- reynd, að íslcndingar hafa ekki aðrar auðlindir að ausa af en þær, sem eru í sjónum umhverf- is landi'ð. Ef fiskimiðin verð-a eyðilögð, hljóta íslendingar að' deyja drottni sínumv Þær þjóðjr, sem hatraininast- ar eru gegn ísloiidiúgum í þessu máli, eru hihs vegar þannig í sveit settar, að þær. geta ausið af margvíslegum auðliiidum, sem eru mikilvæg: - - en fiskveiðarn ar, svo margfal.lt mikjlvæigari, að þær munar ckkert um það, þótt fiskafli þoisra rýrni lítillega og fiskveiðarnar beri ekki sama ái- j angur og áður. | Þetta er aðalatriðið frá sjón- ! armiði fslendinga, og það sjónar ' (Framhald á 8. síðu) 4 víðavangi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.