Tíminn - 30.07.1958, Blaðsíða 9
l’ÍMINN, miðvikudaginn 30. júní 1958.
s = - - I
Pat Frank:
Herra Adam
hann hefur tekiö við embætti.
Pell tók á möti mér í skrif-
stofu sinni. Hann spuröi,
hvort ég væri enn áhyggju-
fuliur út af Missisippi-sprengj
unni.
— Eiginlega er það ekki
Missisippi, sem veldur mér
áhyggjum, öllu fremur heim-
urinn. ,
Prófessor Pell lét eftir sér
að brosa lítiö eitt, en mér
fannst eins og hann væri eigi
fyllilega ánægður (fréttarit-
arar fá oft veður af slíku,
annars munciu þ^ir heldur
ekki vera fréttaritarar).
Eg för í vasann, veiddi upp
vindling og reyndi að segja
kæruleysislega: — Það eru
horfur ó því, að Missisippi-
sprengingin hafi gert allt
mannkynið ófrjótt.
Eg verð að viðurkenna, að
prófessor Pell lét sér ekki
bregða. — Þetta er afar kyii-
leg fullyrðing, sagði hann. Ég
hef ekki heyrt neitt um, að
allt mannkynið sé ófrjótt.
— Það er vegna þess, að þér
getið ekki á núverandi þró-
unarstigi mannsins lesið dag-
blöð morgundagsins, sagði ég
— Er yður alvara?
— Já, það getiö þér reitt yö
ur á. Eg er ófrjór, og þér
eruð ófrjór.
Prófessorinn leit við og virti
mig fyrir sér stundarkorn. Því
næst leit hann niður ogsagði:
—• Og hvaða samband er á
milli Missisippisþrengingar-
innar og þessarar staöhæf-
ingar yðar um ófrjósemi?
— Eftir því, sem við kom
umst næst, hefir engin kona
oröið barnshafandi, síðan
Missisippi sprakk í loft upp.
— Það getur nú. naumast
kallazt vísindalega sannaö.
Mér varð allt í einu ljóst,
að. ég hataði prófessor Pell.
Fram aö þessu augnabliki
hafði ég borið mikla virðingu
fyrir honum, meira aö segja
lotningu. Var hann ekki einn
af þeim mönnum, sem for-
setinn haföi komizt svo að
orði um, að hefðu bergt af
þeirr-i lind (á þeim brunni),
sem sjálf sólin fær orku sína
frá? 'En aflt í einu var ég far
inn að hata hann, og ég vissi
að svo mundi'fara um fleiri.
Eg lagði hendurnar á skrif-
borðið og hallaði mér fram,
unz andlit okkar námu nær
því saman. — Prófessor Pell,
sagði ég, — þaö getur veriö,
að það sé ekki vísindaleg söiln
un, en mér finnst það fjári
sterkar líkur. Eg hvessti aug
un á mjóan svanaháls hans.
— Það er nægileg sönnun til
að hengja mann, hélt ég á-
fram. — Það er nægileg sönn
un til að hengja hvern þann,
sem hefur svo mikið fitlað við
kjarnorku.
Það var greinilegt, að ég
hafði komið Pell úr jafnvægi.
Hann leit nú út eins og gamal
menni, sem óttaðist um líf
sitt.
— Gjörið svo vel og fáið yö
ur sæti, sagði hann, og segið
5. dagur
mér síðan, hverrar vitneskju
þér æskið, en ég kýs helzt,
að nafn mitt komi ekki fram
í því sambandi.
— Þér virtust ekkert hafa
á móti því, að nafn yðar stæöi
efst á listanum þegar þér hlut
uð hrós fyrir aö framleiða
kj arnorkusprengj una.
Hann kinkaði kolli, — Rétt
er það, sagði hann með hægð.
— Það er öldungis rétt, og
með hólinu verður maður líka
að taka átölunum.
— Okkur hefir alltaf verið
þessi áhætta ljós, og við gerð
um ávallt ýtarlegar varúðar-
ráöstafanir til öryggis starfs
fólkinu á sérhverju stigi til
raunanna og framleiöslunn-
ar. En áhættan hefir ætíð ver
ið fyrir hendi.
Pell lagði hendina á skjala
bunka, sem lá á einu skrif-
borðshorninu. Á fremstu síðu
las ég orðin — Algert leyndar
mál. Hann hélt áfram: •— Allt
frá því er sprengingin varð í
Missisippi, höfum við íhugað
þau skaðlegu áhrif, sem fram
kynnu að koma síðar, vegna
þess að við leystum úr læðingi
slík kynstur óþekktra, geisla
virkra efna yfir jörðina — á-
samt fjölda annarra geisla,
sem við kunnum lítil skil á
Hérna er greinargerð mín, er
ég hafði einmitt í hyggju að
senda rannsóknarstofnun rík
isins.
— Að hvaða niðurstöðu haf
ið þér svo komizt? spurði ég.
— Eg komst að.þeirri niður
stöðu, svaraði hann hikandi,
aö slík sprenging myndi hafa
í för með sér mjög öflugar
geislanir, sem næöu til alls
litrófsins og færu um jöröina
endilanga með hraða ljóssins.
Ékki einungis gammgeislar og
alfa og betageieslar, heldur
og ar-agnir með óþekktri
sveiflutiðni (variation). Eg
dró jafnframt þá ályktun, að
þessir geislar mundu hafa
skaðlegar verkanir, en ó-
gerlegt væri að segja fyrir
um, hversu víðtæk áhrifin
yrðu.
— Nú vitum við deili á því,
sagöi ég.
_ Já, rétt er það, sagði Pell,
nú vitum við það. Svo bætti
hann við: — Segiö mér, kem
ur þetta einnig fram á kven-
fólkinu?
— Eins og gefur að skilja,
hefir það ekki verið rannsak
að til hlítar, sagði ég. — Það
eru nokkrir læknar, sem hafa
skoðað eins marga og þeim
hefir verið unnt. En það hefir
komið í ljós, að allir karlmenn
sem þeir hafa skoðað, eru án
undantekningar ófrjóir, aftur
á móti virðist þetta ekki hafa
gert konum neitt, eða a. m. k.
mjög fáum.
Læknarnir segja að eggja
kerfiö sé óskaddað hjá all-
flestum konum, og leggöngin
hafi ekki orðið fyrir skemmd
um.
— Mannslíkaminn er ein-
kennilegur, sagði Pell. — Efna
fræði líkamans er ennþá tor
skildari en nokkur ráðgáta
eðlisfræðinnar. Eg hafði gilda
ástæðu til að spyrja um þetta.
Karlmenn hafa ávallt verið
næmari en konur fyrir á-
kveðnum geislum. En allir hin
ir kunnu, skaðlegu geislar
hafa bæði haft áhrif á karl
menn og kvenfólk. Þess vegna
hlýtur sú geislategund, sem
tjóninu hefir valdið, að vera
ein þeirra, sem við kunnum
ennþá ekki skil á.
•— Mér virðist það ekki
skipta neinu máli, sagði ég.
— Jú, sagði Pell, — það er
eftirtektarvert atriði i sam-
bandi við fyrirbrigðið, enda
þótt það hafi einungis fræði
lega þýðiirgu, sagði ég og stóð
upp. Hann sat ennþá og braut
heilann um þetta, er ég fór.
Við byrjuðum að senda út
fréttina þetta kvöld. Alls staö
ar urðu menn þrumulostnir.
Eg gæti tekiö öll þau lýsing
arorð, sem Hollywood notar,
raðað þeim tveim og tveim
saman, eins og dýrunum i örk
inni hans Nóa, og samt
mundu þau ekki nægja til aö
lýsa öllu því, sem leystist úr
læðingi nóttina þá.
J. C. Pogey tók þessu meö
mestu ró, rétt eins og um kosn
ingar hefði verið að ræða, og
ég var önnum kafinn við skrif
borðið mitt til morguns. Þá
var ekki svo fjarri sanni, að
ástandið líktist raunveruleg
um kosningum, því að alls
staðar í heiminum skiptust
menn í tvo flokka — þá, sem
trúðu sögunni, og þá, sem
lögðu ekki trúnað á hana.
Furðulegustu slúðursögur
komust á kreik. í Boston kall
aði hátt settur kirkjunnar
maður frétina illgirnislegan
blaðaþvætting, er fréttaritar-
arnir þar rifu hann upp úr
rúminu um hánótt til að fá
hann til að láta blöðunum í
té skoöun sína á málinu. í
Baltimore sagði annar jafn
tiginn kirkjuhöfðingi, að
hann hefði alltaf búizt við
einhverju í þessa átt, og bætti
við, að það kæmi honum ekki
á óvart, þótt allur heimurinn
springi í loft upp, áður en
tveir sólarhiúngar væru
liönir.
í London talaði konungur-
inn í brezka útvarpið og ró-
aði allt brezka heimsveldið
með því, að ríkisstjórn hans
hátignar væri og hefði ávallt
verið ástandið ljóst, og væri
í þann veginn að láta fara
fram rannsókn og gera nauö
synlegar varúðarráðstafanir.
í París voru götuóeirðir, en
uppþot eru nú engin nýlunda
í París.
Moskva hafði ekkert sam-
band við umheiminn.
Forseti Bandaríkjanna skor
aði á fólk að sýna geöstill-
ingu. Uppi á Morningsside
Heights grýtti hópur alvöru
gefinna, ungra stúlkna hús
Pell prófessors.
í Vín, Búdapest og Frank
furt am Main gusu upp kvitt
ir samtímis. í Madrid og Bern
sögðu menn, að þetta væri
samsæri vísindamanna af
gyðingaættum.
En ef til vill er rétt, að ég
lýsi því, sem fram fór innan
minna eigin fjögurra veggja.
Þegar ég kom heim, rétt eft
ir að mjólkurmaðurinn hafði
verið þar og rétt áður en
morgunblöðin komu, lá Maja
í hnipri í einu horninu í
„Smith-básnum“. Eg sá vind
lingabútunum, sem lágu á
víð og dreif, að hún hafði
verið á fótum alla nóttina;
vafalaust hafði hún verið að
hlusta á útvarpið allan tím
ann.
Það var ennþá opið og stillt
• • • • •
Biðjió um
BRA6A
Koffi
Móðir okkar
Herborg Friðriksdóttir
frá Syðra-Lóni,
andaðist 28. júlí.
Útförin fer fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 1. ágúst kk
1.30 e. h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Börnin.
Þökkum af alhug öllum þeim, er vottuðu okkur samúð og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
Guðjóns Jónssonar
Skeggjastöðum
Fjölskyldan.