Tíminn - 30.07.1958, Blaðsíða 8
B
TÍMINN, miðvlkudaginn 30. júni 1958.
Jón Dúason, sjötugur
(FramJiald af 7. síðu).
sóknum sínum á sögu og réttar-
stöðu Grænlands, má marka af því
að árið 1928, er deila Norðmanna
og Dana út af Grænlandi stóð sem
einna hæzt, þá lagði hann fram við
háskólann í Ósló ritgerð sína um
réttarstöðu Grænlands á miðöld-
um: Grönlands statsrettlige Stilling
i ;Middelalderen“,' því að danskir
menn komu í veg fyrir að hann
gæti lagt hana frain við háskólann
í Kaupmannahöfn eins og hann
hafði ætlað sér. Þótt ritgerðin
kæini algerlega í bága við rök
Norðmanna fyrir kröfu þeirra um
Grænland, tók Óslóarháskóli hana
samt gilda og veitti Jóni fyrir hana
nafnibót doktors í lögum.
Eftir þetta einbeitir doktor juris
Jón Dúason sér að því að undir-
búa útgáfu heildarverka sinna um
sögu Grænlands. Var það bæði
tíma- og fjárfrekt fyrirtæki, sem
mikið áræði þurfti fyrir fjármagns
lausan einstaikling að ráðast í. Ár-
ið 1941 byrjaði svo hið mikla verk
hans: „Landkönnun og landnám ís-
lendinga í Vesturheimi“ að koma
í heftum sem áskriftarrit til fastra
áskrifenda. Byggði hann þá tilhög-
un.á hjargfastri trú á skilvísi landa
sinxia, því þetta var honum eina
faera leiðin til þess að koma rit-
unum út, því að fjárstyrkur sá sem
Alþingi veitti honum þá þegar til
útgáfunnar nægði ekki nema rétt
til þess að hefja verkið.
Það sýndi sig þrátt að ritum
Jóns var vel tekið um land allt í
fyrstu og margir gerðust áskrif-
endur. En hræddur er ég um, að
traust doktorsins ’.á. skilsemistil-
hneigð landa sinna hafi beðið nokk
ura hn'ekki þegar fram í sótti,
enda komu þá áhrif styrjaldarinnar
fljótt £ Ijós á þann hátt að gömul
viðhorf til skuldbindinga og pen-
inga virtust bresta hjá mörgum.
M«m virðast, margir hverjir, ekki
hafa gert sér grein fyrir því hve |
geysilega umfangsmikil og tíma-'
frok útgáfa svona rannsóknarrita
er, né heldur að því að eins var
hægt að ljúka útgáfunni og halda
henni á ódýru verði að allir stæðu
við skuldbindingar sínar. Þar við
bættist að erfiði Jóns við rannsókn
ir sdnar og útgáfuna höfðu um síð- i
ir gengið svo á heilsu hans við lest
ur rykfaláinna bóka og handrita og
skriftir í óhentugum húsakynnuin,
að hann varð oft að liggja lang-
dvöltun í sjúkrahúsum.
En sá hefir verið kraftur þessa
mikla fræðimanns að ekkert hefir
bitið á andlega orku hans eða á-
huga á því mikla verkefai, sem
hann hefír heigað allt sitt lif og
starfskrafta. Er þess skemmst að
minnast, að er hann vai-ð fyrir
hian gýfurlega tjóni síðastliðinn
vetur, er eldurinn eyðilagði næst-
um allt hans ævislarf og aðeins
varð bjargað allra dýrmætustu
handritum hans, þá lét hann slíkt
ekki á sig fá, heldur sneri sér að
því að skrifa um Grænland og mál-
efni Grænlendinga og minna ís-
lendinga á þjóðfélagslegar skyldur
þeirra við þá. Slík eru viðbrögð
þeirra manna einna er óbrotgjarn-
ir eru í hugsun og hjarta. Eigið
tjón veldur þeim ekki áhyggjum,
heldur er þeim framgangur þess
sem þeir vita sannast og réttast hið
eina nauðsynlega.
Það fór ekki hjá því að niður-
stöður þær sem doktor Jón Dúason
fékk af rannsóknum sínum á sögu
Grænlands þættu fara nokkuð í
bága við ríkjandi hugmyndir, sem
ýmsir danskir og norskir söguskrif
finnar og eftir þeim margir ís-
lenzkir skólamenn höfðu haldið á
lofti um meira en mannsaldurs-
skeið.
Sú hugmynd, sem helzt var veitt
sem uppfræðsla um þetta úti í
heimi og jafnvel hafði sín áhrif
hér á landi, mótuð af dönskum og
norskum staðhæfingum, var í aðal-
atriðum þessi:
. . . Grænland var fundið af
víkingum, norskum landnámsmönn
um -á íslandi. Þeir settu þar sjálf-
stætt ríki á stofn. Það gekk undir
Noreg og leið undir lok vegna sigl
ingaleysis. Þá komu Skrælingjar
(reyndar oftast sagt Eskimótar)
og útrýmdu „norrænu íbúunum“.
Síðan. fundu Danir landið aftur
me& Hans Egede og settu þar ný-
lendur á stofn og krl.tnuðu Græn-
Iendinga. Síðan er landið danskt
. . . . (Norðmenn setja Ibara norskt
salt í hrærigrautinn).
En þeir, sem kynnt hafa sér rit
doktors Jón Dúasonar, fá allt aðra
yfirsýn um þessi mál:
ísland var numið af mönnum
sem flestir komu úr Norðurvegi
og nokkrum sem komu úr Vestur-
vegi þ. e. Skotlandi og eyjunum
þar norður af. Af ýmsu má ráða
?.ð fyrirliðar þessa fólks ha-fi verið
af ættum, sem ekki hafi verið bún-
ar að dvaljast lengi á Norðurlönd-
um, (heldur hafi. þær verið aðflatt-
ar sunnan yfir Eystrasalt. Þá var
Noregur ekki enn orðinn eitt þjóð
félag, heldur voru þar þá fyrir
ein 25 eða 26 fullvalda þjóðfé-
lög. Landnámsmenn íslands voru
margir höfðingjar úr þessum
norsku þjóðfélögum, sem hrökluð-
ust undan ofríki því, er þeir urðu
fyrir þegar Haraldur liárfagri
braut undir sig norsku þjóðfélög-
in og skapaði milili þeirra persónu
samband um ríki hans. Landnemar
íslands voru því flestir friðlausir
og þióðfélagslausir menn, sem
stofnsettu hér sitt eigið þjóðfélag
árið 930, rúrnri öld áður en fyrstu
lögin um sameiginlegt norskt þjóð-
félag urðu til. ísland varð því aldr-
ei norsk nýlenda í neinum skiln-
ingi. — íslendingar vissu um til-
veru Grænlands á ofanverðri land
námsöld. Tindar Grænlands sjást í
góðri sjávarsýn af sjónarfjöllum
Vesturlands. Þangað fór Snæbjörn
galti, íslenzkur maður könnunar-
ferð fyrstur, svo greint sé frá, ef
undan er skilinn hrakningur Gunn
bjarnar Kráku — Úlfssonar, sem
sá í raun og veru ekki nema tinda
Hvítserks úr hafi er hafa síðan
lengi á villandi hátt verið kallaðir
Gunnbjarnarsker. — Breiðfirzkir
höfðingjar styrktu Eirík rauða til
könnunarferðar þangað. Eiríkur
var íslenzkur þegn, fæddur á ís-
landi. Rúmlega hálfri öld efti-r að
ísland hafði staðið sem óháð lög-
um bundið þjóðfélag hefja íslend
ingar skipulegt landnám. Græn-
lands undir forustu Eii-íks rauða.
Floti 25 skipa íslenzkra hefur land
námsförina. Af sögunum má sjá
að þetta hefir verið skipulagt
innra landnám íslenzkt, gagnstætt
landnámi íslands, sem var óskipu-
legt landnám sundunlausra manna
af morgum þjóðernum. Grágás og
Jónsbók sanna að Grænland hefir
tiiheyrt íslenzka lögskipulaginu og
verið ibundið þvi þjóðfélagslega
eftir venjum germanskra réttar-
samfélaga á þeim tíma. Samkvæmt
þeim venjum þurfti það ekki að
sækja löggjafarþing réttarsamfé-
lagsins íslenzk-grænlenzka, Aiþingi
við Öxará. En Grænlendingar
höfðu hjá sér þing að Görðum er
eingöngu var dómþing, en hafði
ekkert löggjafarvald. Það hafði
sömu réttarstöðu gagnvart AJþingi
við Öxará sem vorþing á ísiandi
samkvæmt Grágás. Kristni kom á
Grænland með lögtöku hennar á
Alþingi árið 1000. ísleifur fyrsti
biskupinn yfir íslandi var vígður
til „þjóðar íslendinga og Grænlend
inga“. Grænlendingar gengu með
íslendingum undir Noregskonung
vegna Gamla sáttmála. Skattheit
þeirra við konung árið 1261 voru
ekki annars eðlis né meira bind-
andi en skattheit Skagfirðinga ár-
ið 1256. Með Gamla sáttmála lof-
aði konungur að senda 2 skip ár-
lega til Grænlands samkvæmt
bréfi Friðriks konungs II. til Græn
lendinga árið 1568. Vald sitt yfir
verzluninni notaði konungur til
þess að einoka hana um miðja 14.
öld. Þar af kom að sambandið við
Grænland rofnaði alveg í byrjun
15. aldar. Fyrir margendurteknar
áeggjanir og eftirgangsmuni ís-
lenzkra manna tók svo konungur
aftur upp stöðugar siglingar til
Grænlands í byrjun 18. aldar með
trúboði Egedes og verzlunarstöðv-
um, sem þó var hvorugt rækt eins
og íslendingar höfðu lagt til. —
Grænland tilheyrir fslandi þjóð-
réttarlega enn í dag. ísland hefir
aldrei afsalað sér rétti sínum til
þess. Því toer heilög skylda vegna
eftirkomendanna að krefjast þess
að Danmörk afhendi það undir xs-
lenzk yfirráð. íslendingum ber
einnig foróðurleg skylda til þess að
losa Grænlendinga undan því fargi
sem dönsk einokun og undirokandi
stjórnartoættir toafa verið þeim
seinustu 240 árin. Sögufölsun Dana
og Norðmanna urn útdauða íslend-
inga á Grænlandi hefir ekki við
nein rétt rök að styðjast, því að
það fólk, sem nú foyggir Græn-
land í dag er beinir afkomendur
íslendinganna sem námu það til
forna, aðeins lítið eitt folandaðir
Skrælingjunum sem fyrir voru á
eyjunum norður af Ameríku, og
hafa týnt xslenzkri tungu vegna
sambandsleysis við þjóðfélags-
bræður sína á íslandi vegna van-
efnda og svika konungsvaldsins.
Hinir svokölluðu Eskimóar eru að-
eins iblendingsfólk Skrælingja, sem
ekki eru lengur til, og hinna ís-
lenzku Grænlendinga, sem á veiði
ferðum sínum á umliðnum öldum
fóru um allt íshafssvæði Ameríku
vestur til Síberíu og suður til Vín-
lands. íslendingum er brýnt lífs-
spursmál að geta lifað sem frjáls-
ir menn á Grænlandi í dag og þeir
bera einnig sína ábyrgð á stjórn-
arframkvæmd Dana þar.
Þessi niðurstöðu útdráttur minn
af kenningum dr. Jóns Dúasonar
um Græmland gefur þó ekki nema
ófullkomna svipsjón af því, sem
hann hefir fram að færa um þessi
mál. En allt sitt mál styður hann
svo föstum rökum sóttum í, að ég
held, þúsundir heimilda svo ég
ætla að ófært sé með öllu að
hrekja þau um það sem máli skipt
ir, ef leita skal þess eins sem rétt
er.
Til þess að gefa nokkra innsýn í
hver ritstörf liggja eftir dr. Jón
Dúason um Grænland ætla ég að
birta hér lista yfir það, sem ég
veit um að komið hefir út eftir
hann sérprentað, og er það þá fyr
ir -utan þánn aragrúa sem hann
hefir skrifað í alis konar blöð og
tímarit og aðrar bækur, en mikið
safn slíkfa greina sem hann átti
fórst allt í eldinum í vetur.
Þau rit, sem ég veit um að kom-
in eru út eftir dr. Jón Dúason um
„Grænlandsmálið“ eru þessi og í
þessari i’öð.
1. Nordbokoloniens Gem-ejsing i
Grönland. (Sérpr. úr Atlanten)
Köbenhavn 1916.
2. Grönlands statsrettlige Stilling
i Middelalderen. Doktorsritgerð
við háskólann í Ósló. 1928, 216
blaðsíður.
3. Landkönnun og landnám ís-
lendinga í Vesturheimi. Þriggja
binda verk. Eingöngu áskriftarrit.
Byrjaði að koma út 1941. Út er
komið 1—II foindi og 1—4 hefti af
III. bindi, alls 1408 bls. Eftir mun
vera af þessu verki seinasti hlut-
inn, oða tveir og hálfur kafli (Sjá
boðsbréf 1940).
4. Réttarstaða Grænlauds, ný-
lendu íslands. Sömuleiðis áskrift-
arrit. Þriggja binda_ verk. Byrjaði
að koma út 1947. Út eru komnar
1536 fols. Af þessu mun vera eftir
svipað og af því fyrra.
(Eg get ekki stillt mig um að
minnast hér á faið hlægilega litla
gjald sem skilvísir áskrifendur
hafa þurft að greiða fyrir það sem
út er kornið af þessum tveimur á-
skriftarritum, en það er kr. 105,50,
fyrir „Landk. og landn.“ og kr.
218,00, eða ekki nema kr. 323,50
fyrir 2944 blaðsíður í Eimreiðar-
broti fullar með fræði og vísdóm).
5. Grænland á krossgötunx. Bæk-
lingur um Grænlandsmálið gefinn
út af Jóni Dúasyni og fleirum ár-
ið 1947. 84 bls. m. m. m.
6. íslendingar eiga Grænland.
Rítgerð eftir J. D. Samandregin
helztu rökin fyrir rétti íslands til
Grænlands. 32 bls. Gefið út 1948.
7. Á ísland ekkert tilkall til
Grænlands. Svör Jóns Dúasonar
við nefndaráliti Gizurar Bergsteins
sonar. Gefið út í 250 tölusettum
eintökum 1953, 188 bls.
8. Die koloniale Stellung Grön-
Iands. Von Jon Duason. Bæklingur
á þýzku, 60 bls. um þjóðréttar-
stöðu Grænlands með formála oftir
dr. jur. Georg Erler réttarsögu-
prófessor og forstöðumann fyrir
„Institut fur Völkerecht an der
Universtat Gottingen“. Útgefandi
sú stofnun.
9. Materialen zur jungsten Ge-
staltung der Grönlandsfrage. Von
Jon Duason. Fjórblöðungur, sér-
pr. úr „Europe Archiv" 20. 7. 1956.
10. Tveir kapítular úr Vígastlóð.
Sérpr. úr „Tímar. iögfr. 16 bls.
1955.
11. Ilvað sagði Danmörk S. þ. um
réttarslöðu Grænlands? Sérprent
Minningarorð: Sigurjón Þ. Jónsson,
fyrrv. bankastjóri
Sigurjón Þorgrímur Jónss'on var
Skagfirðingur að ætt og uppruna.
Fæddur var hann að Efra-Lýtings-
staðakoti, sonur Jóns Jónssonar,
bónda þar og á Stóru-Seylu, og
konu hans, Bjargar Pctursdóttur.
bónda á Reykjum í Tungusveit.
Sigurjón varð stúdent 1901, cand.
phil. við Hafnarháskóia, las þar
verkfræði um hríð, en hætti svo
námi. Kenndi á Akureyri og við
Flensborgarsk'óla, árið 1905—1906.
Flytur þá til ísafjarðar, og gerð-
ist þar kennari og síðar skóla-
stjóri við barna- og unglinga
skólann. Síðar varð hann banka-
stjóri útibús Landsibanbans á ísa
firði í 11 ár. Hann var bæjarfull-
trúi í miörg ár og alþingismaður
1923—1927.
Auk þessa gegndi Sigurjón
fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem
hér verða eigi talin. Hann krant-
ist 30. júlí 1910, Kristinu Þorvalds
dóttur, Jónssonar prófasts á ísa-
firði. Lifir hún rnann sinn, ásamt
tyeimur kjördætrum þeirra hjóna,
Ólöfu, giftri Hauki Vigfússyni,
bahkafuTltrúa, og Þórdtei, féhirði í
Laudsbanka íslands.
Fyrir réttum 20 árum flutti Sig-
urjón Jönsson frá ísafirði, og
tók sér þá bólf'estu að H'elgafelli
á Seltjarnarnesi, og átti þar heima
til ævilok-a. Sarna ár og hann f-lutt
ist á nesið, var hann kjörinn í
-hreppsnefndina, og jafnframt
hreppsnefndarodd-viti. Því starfi
hélt hann í tvö kjörtím-abil, eða
8 ár, og var enn kosinn í hrepps-
nefnd hið 3. sinn, en hafnaði þá
á víðavangl
(Framhaid af 7. síðu).
hér. En Bjarni Benediktsson Iét
hann skyndilega hverfa af
skránni í valdatíg sinni sem ut-
anríkisráðherra. Þar með viður-
kenndi hann óföríníega valda-
ránið í Eistlandi og spurði víst
engan um. Þanuig vottaði
Bjax-ni Eistlendiagum samúð
sína og lagffi þeim lið sitt í sjálf
stæðisbaráttunni. Va-ri ekki tíma
bært fyrir ISIorgunblaðið að
spyrja eistneska fióttamanninn,
hvort sú framkoma xnyndi frem-
ur vera siðferffisfega styrkjandi
eða lamandi fyx;ir alþýðufólk
Eistrasaltsríkjanná? Morgunblað-
ið ætti að boða manninn aftur
á shux fund og eiga við hann
nýtt samtal um þStta atriffi.“
un úr „Tímariti lö'gfræðinga“ 1956.
32. blaðsíður.
Þegar litið er yi'i-r þetta mikla
rannsó-knarstarf dr. Jóns Dúason-
ar í þágu íslenzkn þjóðarinnar, þá
fer ekki hjá þv-í a.ð sú hugsun- geri
vart við sig hvort íslendinga ætli
nú að henda sama slysnin Qg þegar
Jón Sigurðsson var að telja kjark í
þá til sjálfstæðis að bíða næstúm
heila öld eftir a.ð hann va-r al-lur til
þess að hefja brautryðjendastarf.
hans til vegs?
Ef nokkur óík mætti verða dokt
or Jóni Dúasyni að skapi á þess-
um merka afjnælisdegi han's, þá
veit ég að það væri sú ein að Al-
þingi veitti nú þegar á þessu
hausti nægilegt fé til þess að gefa
rit Jóns: „Landkönnun og landnám
íslendinga í Vesturheimi" út á
ensku sem til er í handriti í vand
aðri þýðingu. Með því væri skap-
aður grundvöllur fyrir því að þjóð
ir heimsins gætu kynnt sér það að
nokkurs ættu íslendingar enn að
vænta um uppfyllingu sjálfstæðis
síns.
Að endingu vil ég svö láti í Ijós
persónulegt þakklæti mitt tií af-
mælisbarnsins fyrir allt hans þjóð
nytjastarf og einnig þá von núna
að gæía íslands megi vei-ða sú að
þjóð hans fari nú að taka undir
með honum i festu og af fullri al-
vöru í þrotlausri baráttu hans fyrir
réttindum íslands.
30. júlí 1958.
Ragnar V. Stxirluson.
setu í þeirri nefnd. M-eðan Sigur-
jön var oddviti, stjórnaði hann
málefnum sveitarféia-gsins af
stakri ráðdeild og re®l-usemi.
Hann v-ar eftifgang-ssam-ur um
gjöidin í sveitarsjóð, -end'a stóð
ekki á greiðslum hjá honum úr
hrepps-sjóði á öllunx ilögtoeðxium
gjöldum. Hann var fráfoær skr.í-
stofumaður. Mátti svo heita í hans
odd.vitatíð, að erindum, seim beint
var lil hrepps'neíndarnnar, léti
h-ann e-kki degi lengur ósvaraS.
Slí-kur afgreiðsiuhraði mun nú fá-
gætur. O-g þannig mun Sigurjón
hafa rcynzt í ölium hinu-m fjol-
m'örgu trúnaðarstöðum, sem ho'n-
um voru faldar um ævina: sér-
stakfega samvizkus-amur í smáu
s-em stóru. Hefði hann vel mátt
gera aðr sínum einkunnarorðum
svar Kolskeggs:1 „Hvorki: mun ég
á þessu níðasl, né neinu þ#ív sem
mér er til trúað.“
Til marks um reglus-emi Sigur-
jóns og fastheldni við fornar
dygðir eða venjur, skal ég geta
þess, að hann mætti ætíð á mann-
talsþingum hreppsins, cg innti þar
lö-gskil af höndum, bæði fyrir sig
og sitt heimafólk.
Slíkt er nú fátít't orðið í þéttbýli,
og má teljast til undantekningá,
og fyrir því get ég þessa hér..
Eftir að Sigurjón flutitis't suður,
var h-ann um árabil endurstooð-andi
ýixiissa fyrirtæfcja í Reyfkjavík.
Innanhrepps endurskoðandi var
hann lengst af eftir að hann lét
af oddvitastörfum, og Ieiðbein-
andi eftirmanna sinna í þvú starfi.
Kosinn var hann í stjórn Sam-
bands ísl. sveitarfélaga, þagar bað
var stofnað. Formaður sjúkrasam-
lags hreppsins var hann skipaffur,
þegar það var stofnað. AlTar þess-
ar trúpaðarstöður skipaði hann
með söm-a.
Hcr he.fi ég einkum rætt um
störf Sigurjóns Jónssonar, eftir
komu hans' hingað á nesið, og
kynnum mínum af honum síðan.
Hins vegar get ég l’átt eitt sagt
um störf lians á í-sa-firði, þar serx
hann vann sitt aðalævistarf, nema
af afspurn. Það hefir merkur Ts-
fu'ðingur sag-t- mér, að Sigurjóh
hafi v-erið mjög. dáður af nenxend-
um sínunx, þegar hann var kenn-
ari og skólastjóri, enda afixi-agðs
bennari og s'jornsamur.
Þá hefir og verið við brugðið
samvizkusemi hans í bankaistjóra-
stöðunni, þar sem öft er úr vöndu
að ráða: annars vegar hagur láns-
stofnunarinanr, liins vegar þörf
lánbei'ðenda, Hefi ég . heyrt því
fiieygt, að þá hafi Sigurjón bankn-
sfjóri stundum lánað fé úr eigin
vasa. fremur en að tefla ha-g bank-
ans. í ívísýnu, ef um slíkt gat
verið að ræða. Þannig fór saman
hj-áipfýsi og heiðarieákur.
Sigurjóii Jóusson var. fyrirmann-
legur í öllu fæsi, hár o-g grannur
j á vöxt, teinréttur og léttur í spori,
enda orðlaigður gön^ugarpur -á
skóiaárum síniun. Hann var h-lý-
legur og ljúfur í viðmóti, og þó
í einu virðultegur alv-örumaður.
Hann var lxeilráður og hoiHráður
vinum og vandamönnum, frj.áls-
lyndur og víðsýnn framfaramað-
ur, s-em „gieymdi þó e-kki því,
sem að baki er“. Og þegar hann
nú er al'lur, vil ég þakka löng
kynni og ágæta samvinnu að
heill okkar sveitarfélags. Hér á
ncsinu mun Sigurjóns á. Helgafelli
lengi minnzt.
Scltjarnarliesi, 27. júlí 1958.
S.J.f.St.