Tíminn - 02.08.1958, Blaðsíða 6
6
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Skrum íhaldsblaðanna
í BLÖÐUM Sjálfstæðis-
manna er nú mikið rætt um
það, að Sjálfstæðisflokkur-
inn eigi vaxandi fylgi að
fagna og hann eigi því fram
undan mikinn sigur í næstu
kosningum. Þessar spár sín-
ar styður Vísir í gær með því,
að þjóðin fylki sér um Sjálf
stæðisflokkinn vegna þess,
aö hún vilji fá breytingu á
ríkjandi stjórnarháttum.
Önnur röksemd Vísis er svo
sú, að héraðsmót þau, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
haldið undanfarið, hafi ver
ið mjög fjölsótt. Hins getur
Visir ekki, að fundir þeir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
hélt í sumar, voru undan-
tekningarlítið illa sóttir. Af
því mætti nefnilega draga
þá áiyktun, að menn sæktu
héraðsmót Sjálfstæðisflokks
ins frekar vegna leikaranna
og söngvaranna, sem þar
koma fram, en til þess að
hlýða á ræðumennina.
BN sleppum þessu með hér
aðsmótin og snúum okk-
ur, að þeirri röksemd Vísis,
aö menn fylki sér nú um
Sjáifstæðisflokkinn vegna
þess, að þeir vilji fá breyt
ingu á efnahagskerfi og
stjórnarháttum landsins.
Ef þessi röksemd er skoðuð
niður í kjölinn ,verður vissu
lega ekki meira úr henni en
þeirri, sem byggð er á að-
sókninni á héraðsmót flokks
ins. Öll vinnubrögð Sjálf-
stæöisflokksins að undan-
förnu hafa nefnilega öðrum
fremur miðast við aö halda
þvi, sem mest leyndu, er
flokkurinn vili gera í efna
hagsmálum þjóðarinnar. Ef
dæmt er eftir þeirri fram-
komu hans og yfirlýsingum,
vita menn því harla lítið um
þá stefnubreytingu, er þeir
myndu fá, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi völdin. Og
harla ólíkt er, að athugult
og greint fólk fylki sér um
flokk, sem heldur því, sem
vandlegast leyndu, hvað
hann ætlast fyrir. Menn vita
ekkert um, hvort þeir eru að
stuöla að nokkrum breyting
um með því að efla slíkan
flokk og ef til vill gætu þeir
þá líka stuðlað að breytingu,
sem að dómi þeirra væri til
hins verra.
ÞEGAR þetta er athugað,
verður vissulega lítið eftir af
þeirri fullyrðingu Vísis, að
menn fylki sér nú um Sjálf-
stæðisflokkinn til þess aö
stuöla að breyttum og bætt-
um stjórnarháttum.
MEÐ þvi, sem hér er sagt,
er hins vegar ekki verið að
halda því fram, að engar
breytingar myndu fylgja
því, ef Sjálfstæðisflokkurinn
fengi völdin. En þær breyt-
ingar myndu áreiðanlega
ekki í því fólgnar, að menn
fengu réttlátara stjórnarfar
eða minni dýrtíð. Fyrst og
fremst er Sjálfstæðisflokkur
inn flokkur þeirra manna,
sem náð hafa ýmsum sér-
réttindum i verzlun og milli
liðastarfsemi, og hann
myndi nota völd sín til að
hlynna að þeim eftir megni.
Það sýnir allur stjórnarferill
hans áður fyrr. Það er líka
af þessum ástæðum fyrst og
fremst, hve flokkurinn fer
nú dult með það, sem hann
hyggst fyrir. Hann veit, aö
hann vinnur sér ekki vin-
sældir með því að flika því.
En ekki mun þetta auka
fylgi hans meöal þeirra, sem
sjá við þessu laumuspili
hans.
ÞEGAR þetta er athugaö
munu menn áreiðanlega
fara að átta sig á þessu
skrumi íhaldsblaðanna, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé að
auka fylgi sitt. Það er ekki
óalgengt, að þannig skrumi
þeir, sem raunverulega er
á undanhaldi. Og víst er það,
að sú framkoma forystu-
manna Sj álfstæðisflokksins
að berjast gegn nýju efna-
hagslögunum, án þess að
benda á nokkur úrræði önn-
ur í staðinn, hefur ekki afl-
að þeim þess álits þjóðarinn-
ar, aö þeir séu mennirnir,
sem líklegastir séu til að
leysa vandann.
Þegar allt þetta er athug-
að, komast menn vafalítið að
raun um, að sigurhjal íhalds
foringjanna, er fyrst og
fremst karlagrobb, sem þeir
viðhafa sér til hugarhægðar,
því að ráðherrastólarnir hafa
reynst iengra undan en þeir
hafa gert sér vonir um.
Landhelgismálið og Mhl.
MORGUNBL AÐIÐ spyr
nú daglega um það, hvaða
ágreiningur hafi verið inn-
an ríkisstjórnarinnar um
meðferð landhelgismálsins.
Þessu hefur áður verið svar-
að ihér á þann veg, að eng-
inn ágreiningur hafi verið
um meginstefnuna, en óþarft
sé á þessu stigi að vera að
rifja upp hjáliðnar dteilur
um aukaatriði. Er erfitt að
sjá að það sé gert af um-
byggju fyrir málinu að vilja
rifja þessar deilur upp.
í þessu sambandi er hins-
-vegar rétt að minna á það,
að Mbl. hefur enn ekki orðið
við þeirri áskorun Tímans að
segja skýrt og skorinort frá
því, hver sé afstaða þess til
málsins. Mikið vantar á, að
Mbl. hafi gert þetta eins ljóst
og hreint og t.d. Vísir og ís-
lendingur. Afstaða þess hef-
ur mjög einkennst af hálf-
velgju, sem er síst til þess
fallin að vinna málinu gagn
út á við.
Mbl. gerði sjálfu sér og
þjóðinni mikinn greiða með
því að lýsa skörulega yfir af-
stöðu sinni. Ef útlendingar
sjá það þannig svart á hvítu,
að hvergi sé bilbug að finna
á íslendingum, mun sigur
vinnast fyrr og fyrirhafnar-
minna en ella.
T í M I N N, laugardaginn 2. ágúst I95ft>
ERLENT YFIRLI7:
Fanfani heimsækir Washington
Ríkisstjórn hans er talin lengra til vinstri en fyrri ríkisstjórnir Italm
í BYRJUN jpessarar viku fóru
fram viðræður í Washington
milli Eisenhower forseta og Amin
tore Fanfani, hins nýja forsaetis-
og utanríkisráðherra Jtalíu. Við-
ræðum þessum var veitt allmikil
athygli, þar sem Fanfani er nýr
maður á sviði alþjóðamála, en er
hins vegar þekktur fyrir dugnað
og hyggindi í heimalandi sínu og
þykir því líklegur til þess að
láta meira taka lil Ítalíu en áður
á vettvangi utanríkismálanna.
Einkum er gert ráð fyrir því, að
undir forustu hans fylgi Ítalía
óháðari og frjálslyndari stefnu en
áður, þótt þátttaka í Atlantshafs-
bandalaginu og samstarf við
vestrænar þjóðir verði áfram kjöl
festan í utanríkisstefnu ítala.
VÍST þykir, ag það mál, sem
þeir Fanfani og Eisenhower hafi
einkum rætt, hafi verið samhúð-
in við Araba. ítalir hafa að undan
förnu lagt áherzlu á, að þeim væri
af hálfu samslarfsþjóða sinna ætl-
að meira hlutverk við Miðjarðar-
haf og þá ekki sízt, hvað snerti
samskipl'in við Araba. í samræmi
við það, bar Pella, fyrrv. utan-
ríkisráðherra Ííalíu, fram þá til-
lögu á síðastl. vetri, að sá hluti
Marshallhjálparinnar, er Banda-
ríkin fengu endurgreiddan, yrði
lálinn renna í sérstakan viðreisn-
arsjóð fyrir Arabalöndin. Sú til-
laga fékk ekki nægar undirtektir.
Vafalítið þykir, að Fanfani hafi í
viðræðunum við Eisenhower, lagt
áherzlu á efnahagsaðstoð við
Araba í einni eða aiinari mynd og
yrði hún veitt, án allra pólitískra
skilyrða. Víst þykir einnig, að
hann hafi lagt áherzlu á, að vest-
rænu þjóðirnar viðurkenndu þjóð-
ernisstefnu Araba og tækju fullt
t'illit til hennar.
Athyglisvert er, að áður en Fan-
fani fór vestur um haf, ræddi hann
við Adenauer kans'lara Vestur-i
Þýzkalands. Álitið er, að stjórnir
Ítalíu og Vestur-Þýzkalands séu
sammála um stefnuna í Araba-
málunum og telji æskilegt, að vest
urveldin tefli nú einkum fram
Þjóðverjum og ítölum til sam- j
skipta við Araba. Skipti Araba
við ílali og Þjóðverja fara líka
mjög vaxandi og vígði t. d. Nass-,
er nýlega stóra stálverksmiðju,
sem Þjóðverjar höfðu byggt.
ÞAÐ var skoðun ýmissa, að
kristilegi lýðræðisflokkurinn í
ítalíu myndi mjög ganga saman,
þegar de Gasperi féll frá, en
hann gengdi innan hans ekki ó-
svipuðu hlutverki og Adenauer
í kristilega flokknum þýzka.
Kristilegi flokkurinn ítalski er
miðflokkur, sem raunar er þó
fremur flokkasamsteypa en flokk-
I ur, þvi að hann hefir bæði sinn
vistri arm og hægri arm og svo
stóran hóp, sem stendur hér mitt
á milli. Foringjar vinstx-a armsins
eru m. a. Gronchi forseti, er var
kosinn foi-seti með atkvæðum
kommúnista, og Euric Mattei,
framkvæmdastjóri olíuvei'zlunar
ríkisins, sem gerir nú hinum
vestrænu olíufélögum lífið allmik
ið brogað og hefir m.a. náð frá
þeim einkaleyfum í íran og
Mai-okko. Leiðtogi hægra armsins
cr Pella, fyrx'v. forsætisráðherra
og utanríkisi’áðherra, en miðdeild
inni stjórna Scelba og Segni, sem
báðir hafa verið forsætisráðherrar.
Það hefir aukið mjög á átök
milli þessara arma í flokknum,
að hann hefir aldrei haft þing-
meirihluta einsamall, þótt hann
sé langstærsti flokkur Ítalíu.
Flokkurinn hefir því átt um það
að velja að vinna með rótlækum
miðflokkum, eins og hægri jafnag
armönnum, eða hægri mönnum, þ,
' e. nýfazistum og konungssinnum.
Seinasta ríkisstjórn hans, sem
Zoli veitti forustu, naut óbeins
stuðnings konungssinna og nýfaz-
ista.
FANFANX
SÍÐAN de Gasperi féll frá, hef
ir enginn maður átt meiri þátt í
þvi að halda kristilega flokknum
saman en Amintore Fanfani, sem
verið hefir framkvæmdastjóri
flokksins seinustu árin. Skoðana-
lega tilheyrir hann vinstra armi
fliokksinis, en hefir hins vegar
haldið þannig á málum, að hann
hefir notið trausts í öllum örmum
flokksins. Ötulli forustu hans og
hyggindi í leiðsögu er það vafa
laust að þakka, ag flokkurinn hef
ir komizt yfir það áfall, sem frá-
fall de Gasperi var honum, og
vann verulega á í þingkosningun-
um í vor, en þá hlaut hann 42.2%
allra greiddra atkv. og bætti við
sig 12 þingsætum. Til samanburð-
ar má geta þess, að kommúnistar
fengu þá 22.7% greiddra atkv.,
en töpuðu þrernur þingsætum, en
vinstri sósíalistar, sem standa
nærri þeim, bættu þetta tap upp
með því að bæta við sig 8 þing-
sætum og fá 14.2% af atkvæða-
magninu. Hægri jafnaðarmenn
bættu við sig 4 þingsætum og
fengu 4.6% af atkvæðamagninu.
Aðaltapið var hjá hægri flokkun-
um, nýfasistum og konungssinn-
um.
Eftir kosningarnar var um það
að ræða fyrir kristilega flokkinn
að mynda stjórn með hægri jafn
aðarmönnum, og hlutleysi nokk-
urra lítilla smáflokka, eða að styðj
asf áfram við stuðning konungs-
sinna og nýfasista. Fyuri leiðin
var valin og tók Faafani sjálfur
að sér stjórnarmyndun. í stjórn
hans eru aðailega rnenn úr vinstri
armi flokksins ásamt nokkrum
jafnaðarmönnum. Sjálfur er hann
forsætis- og lúanríkisi'áðherra. —
Yfirleitt er talið, að þetta sé
vinstrisinnaðasta stjórnin, sem
ítalir hafa haft eftir síðai’i styrj-
öldina. Amerísk blöð segja stefnu
hennar minna á margan hátt á
stefnu Roosevelts, er hann kom
til valda 1933. Skoðun Fanfanis
er sú, ag aðeins með slíkri vinstri
stefnu verði framförum haldíð
nægilega áfram og útbreiðsln
kommúnismans hrundið. Sú skoð-
un hans vii'ðist einnig njóta skiln
ings kaþóisku kirkjunnar, sem
miklu ræður um störf kristilega
lýðræðisflokksins að tjaldanaki.
AMINTORE Fanfani er fimrnt-
ugur að aldi'i og er sagður með
allra mestu fjör- og startfsmönn-
um er sögur fara af. Faðir hans
var lögfræðingur í smábæ og ólst
hann upp við lítil efni, þfvi að
systkini hans voru ekki færri en
10. Fanfani gat sér fljótt orð
fyrir frábærar námsgáfur og lauk
hann ungur doktorsprófi í hag-
fræði og varð nokkru síðar prófess
or við háskólann í Mílanó. Laun
sín notaði hann þá m.a. til að
hjálpa systkinum sínum til
mennta. Á stríðsárunum stundaði
hann kennslu fyrir flóttamenn í
Sviss. Hann hóf ekki afskipti af
stjórnmálum fyrr en eftir styrjöld
ina, er hann gerðist einn af stofn-
endum kristilega flokksins. í
stjórn de Gaspei'is gegndi hann
ýmsum ráðherraembættum. Um
skeið var hann verkalýðsmálaráð-
herra og fékk þá setta löggjöf um
íbúðabyggingar, sem reynzt hefur
rnjög vel. Síðar varð hann land-
búnaðarráðheri'a og kom þá fram
mörgum réttarbótum fyrir smá-
bændui'. Loks varg hann innan-
ríkisráðherra og nýtur síðan mik-
illa vinsælda rneðal lögreglú-
manna, því að hann bætti kjör
þeirra, en þau voru áður mjög
léleg. Árið 1954 varð hann for-
(Framhald á 8. síðu)
'BAÐSTOfAN
Hví eru andarungarnir svo fáir?
Húsmóðir úr Þingholtunum
í Reykjavík hefir sent Baðstof-
unni eftirfarandi bréf:
„Andafjöldinn eykur fegui'ð og yndi]
Tjarnarinnar í Reykjavík að
miklum mun, ég geng þangað
oft með brauðmola og annað góð-
gæti handa öndunum mér til á-
nægju. En ég undrast það, að
ekki skuli vera fleiri andarungar
á Tjörninni í sumar og varla eðli-
legt að viðkoma þessa mikla
andastofns skuli ekki vera meiri.
Þykist ég vita að minnsta kosti
að nokkru l'eyti, hver er skýring
þess.
Eins og allir vita hafa endurnar af
Tjörninni mjög verpt x Vatnsmýr
inni svonefndu, þar sem garö-
lönd Reykvíkinga hafa verið síð-
ustu árin (Aldamótagarðarnir). í
vor voru þessi garðlönd aflögð,
skúrar og skýli flutt brott, og
síðan hófu stórvirkar vélar að
jafna landið og slétta. Þetta er
cinmitt á þeim tíma, sem anda-
varpið í mýrinni stóð sem hæst,
og lágu þar áreiðanlega margir
tugir anda á hreiðrum sínum.
Eg sá það stundum er ég honfði á
þessi vinnubrögð, að endur flugu
upp undan jarðýtunni og þóttist
i vita, að þær flygju af hreiðrum.
Eg spurðist ííka fyrir um þetta
og menn, sem unnu þarna sögðu
mér að þeir hefðu orðið varir við
nokki'ar endur á hreiðrum. Auð-
vitað voru engin tök á því að
sneiða hjá hreiðrunum og þyrnxa
þeim, og styggðin ein vafalaust
nóg ttl þess að þær afræktu. Tel
ég engan vafa á því, að þarna
hafi mörg hreiður verði eyðilögð,
og þetta eigi nokkurn þátt í unga
fæðinni á Tjörninni.
Það hefir oft verlð að því fundið síð-
ustu árin, að óhlútvandir menn
og unglingar gengju í andavarp
þarna í Vatnsmýrinni og rændu
eggjum, og næðu því fáar endur
að unga út og komast með unga
sína á Tjörnina. Mig undrar það,
að ekki skyidi vera hugsað um
andavarpið, þegar landbrotið var
hafið í vor i Vatnsmýrinni og
framkvæmdir þar dregnar, þar
til ungar voru skriðnir xxr eggj
um og endurnar farnar með þá.
Varla hefir legið svo mikið á
þessu. Það dixgir ekki að rífa nið-
ur með annarri hendinni það,
sem byggt er upp með hinni.
Endurnar verða að fá griðland t:l
varps, og bæjaryfirvöld verða að
rnuna eftir þvi. Þarna hefir orð-
ið slys, sem ætti að reyna að
varast í framtíðinni, og því
sendi ég þessar línur.
Husmóðir í Holtunum “