Tíminn - 02.08.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugaidagiun 2. ágúst 1958. Pat Frank: liill Herra Adam í 11!! I í 1! = i!! 11 i f 1111IJ! 11 7. dagui Blandy. Get ekki tekiö í hönd ina á yður, þar eð ég var að þvo mér. Osteinheimer hefir skýrt mér frá yður. En hún minntist ekkert á konu yð- ar. — Eg fékk að fljóta meö, sagði Maja. — Ef ég er til óþæginda------- — Ails ekki. Eg hef góða hjúkrunaxkonu til aðstoöar, en það er fjölmargt, sem þér getið hjálpað til með siðar. Fyrst um sinn getiö þér ann azt hann. Blandy kinkaði kolli í áttina aö einu horninu, þar sem stór flygill stóð. Því næst gekk hann upp stigann upp á loft. í horninu sat maður á grænni sessu, og var að mestu leyti hulinn hak við flygil- inn. Hann var aumingjaleg ur og dapur í bragði og hafði stutt höndum undir langa hökuna og hnj ánum undir oln bogana. Eg sagði: — Góðan daginn'! — Góðan daginn, sagði liann, og stóð á fætur og rétti úr óvenju löngum líkaman- um. Eg er Adam. — Hvað eruð þér? — Adam. Hómer Adam. — Þér eruð-------- — Já, ég á von á barni. Þ. e. a. s. Mary Ellen á von á því, á ég við. Hann hélt áfram að stinga höndunum niður í j akkavas ana og taka þær upp aftur. Það voru langar, beinaberar hendur, og þær titruðu. Eld rautt hárstríið á höfði hans leit út eins og það væri að fjúka af í allar áttir. — Takið þér nú eftir, lags maður, sagði ég í uppörvun artón, farið þér yður nú að engu óðslega. Eg heiti Steve Smith frá AP. Eg er kominn hingað til að hjálpa yöur. Ver ið nú ekki svona taugaóstyrk ur. Maður gæti haldið, að börn hefðu ekki fæðzt fyrr í heiminn. — Það hafa þau heldur ekki upp á síökastið, sagði Adam. — Það er nú einmitt mergur inn málsins. Maja, sem hafði veriö á vakki í herberginu aö skoða myndirnar, arininn, bókahill urnar og gluggatjöldin, byrj aði að kreista kjúkur. Mér lízt vel á hann, sagði 'hún eins og við sjálfa sig. — Hann er indæll. Ofan af loftinu heyrðist skerandi óp frá kvenmanni, sem þagnaði jafn skyndilega aftur. Adam byrjaði aö skjálfa. Hann hjaönaði sam an á legubekknum; mig furð aöi á, hve lítið fór fýrir hon um, er hann sat, þvl að hann virtist svo hár, er hann stóð. — Sjáið þér nú til, Homer, sagði ég og settist við hlið- ina á honum. — Eg neyðist til að spyrja yður margra spurninga, og er því bezt, að ég byrji á því strax. i Maja kom með vínblöndu, og stuttu síðar með smurt brauð á fati. Eftir rökkur urðu hljóðin ofan frá loftinu tíðari og loks hrópaði Blandy læknir: — Halló þið þarna niðri. Það er um garð gengið. Stúlka — indæl stúlka! Gekk allt eins og í sögu! — Hversu þung er hún? hrópaði ég hátt. — Hvílík bjánaspurning! sagði Maja. ’ — Veit ég vel, en það er allt af það fyrsta, sem maður spyr um. Blandy læknir svaraði: — í meðallagi. Eitthvað um 7 merkur. Eg gekk að símanum út í for stofunni, hringdi í ákveðið númer og bað um að fá að tala við Pogey. — J. C., sagði ég, — hér eru fréttir. Eg lagöi áherzlu á hvert orð: — Frétt ir------herra og frú Homer Adam í Terrytown, New York, hafa eignast stúlkubarn — ég leit á úrið mitt — kl. níu mín útur í sjö í dag! — Ertu með réttu ráði og ekki fullur, Steve? spurði J. C. — Auðvitað. — Sagðirðu Adam? — Já, sem ég er lifandi mað ur, J. C., það er Adam, ADAM. J. C. gaf fyrirskipanir sínar rólega. — Þú verður að senda mér tilkynningu áður en 5 mínútur eru liðnar. Því næst verður þú að útbúa ítarlega skýrslu og vertu óhræddur við að gera breytingar eða koma fyrir innskotum. Já, þetta er stærsta frétt----- — Síðan sköpun heimsins fór fram, lagði ég til. — Nei, sagði hann rólega, — aðeins stærsta eftir Missi sippi-sprenginguna. 3. kafli. Áður en Homer Adam varð eini faðirinn í heiminum eft- ir Missisippisprenginguna, hefði blaðið á staðnum ekki eytt meira en þremur línum í eftirmæli um hann, ekki einu sinni þótt hann hefði hiotið óvenjulegan og slysalegan daúðadaga. Hann var fæddur í Hyam- is, Nebraska, lítidli en blóm- legri borg. Afi hans haföi ek ið yfir slétturnar í tjald- vagni (blöðin gerðu mikiö veður út af því, þegar menn voru farnir aö gera áætlanir um að endurmanna jörðina). Afi hans stundaði kvikfjár- rækt, og faðir hans var af- greiðslumaður í nýlenduvöru verzlun. í æsk-u var hann ákaflega feiminn og eyddi meiri tíma í að safna frímerkjum en aö leika knattspyrnu eða fara á veiðar. —- Eg var lika allt of hár eftir aldri, trúði hann mér fyrir. — Eldri drengirnir, sem voru minni en ég, létu mig aldrei í friði. Eg held, að ég hafi fengið minnimáttar- kennd af því. Hann vildi verða fornleifa- fræðingur, en foreldrum hans fannst það óskynsamlegt. Þá valdi hann jarðfræði, sem eins konar málamiðlun, og stundaði nám við háskóla í Colorado og hlaut svo góðar emkunnir, að hann fékk prýðilega atvinnu strax aö prófi loknu. Hann var dæmd ur öhæfur til hermennsku, er stríðið braust út og læknarn ir höfðu rannsakað hinn langa og renglulega líkama hans, en sennilega mundi hann síöar hafa verið tekinn í herinn, ef ríkisst j órnin hefði ekki fundið annan starfa fyrir hann, og sent hann tid Ástralíu, þar sem þörf var fyrir mann með hans sérmenntun. Hann kvaldist af heimþrá þar sem hann bjó í litlum námubæ í eyðimörkinni í grennd við Alice Springs og drap tímann með bréfaskrift um. Hann sendi öll sín bréf til Mary Ellen Kopp, sem var einkaritari á skrifstofu í New York. Er hann kom heim frá Ástralíu, giftu þau sig eftir að hafa verið trúlofuð hæfi- lega lengi. Þetta er saga hans í stór um dráttum, eins og hann sagði mér hana, meöan við sátum í dagstofunni í dyra- varðarbústaðnum og biðum eftir, að barnið hans fæddist í þennan heim. Þetta v-ar nú samt ekki það mikilvægasta, sem ég vildi fá að vita, en fæðing barnsins truflaði mig í yfirheyrslunni. Það var fyrst löngu síðar — er- Adam hafði séð barniö og Maja var farin heim á leiö til íbúðar okkar í West Tenth Steet (því að það var ekki rúm fyrir hana í dyravarðar bústaðnum þessa nótt) og ég hafði heilsaö upp á bæði móð urina og barnið — að ég fékk tækifæri til að spyrja Homer um það, sem raunverulega skipti máli, Við sátum í dagstofunni, og ég hafði rétt Homer glas meö vínblöndu og óskað honum til hamingju með bæði konu og barn. Mary Ellen var lifsglöö og fjörmikil ung kona, og dr. Blandy fullvissaði mig um, að hún hefði sýnt töluvert sálaiþrek við fæðinguna. — Það var eins aúðvelt og að þrýsta baun út úr belg, sagði hann viö mig í trúnaði. Og barnið var indælt, lítið kríli, ef það er þá nokkuð hægt að segja um nýfædd börn. — Mér þykir leiðinlegt, aö verða að spyrja yður allra þessara spurninga núna, sagði ég við hann. Eg veit vel og það er mjög eðlilegt — aö þér séuð taiugacþljyrkur og órólegur. En það mun spara yöur mikið erfiði síðar meir, því að nú þurfið þér aðeins að svara þeim einu sinni. Þess verður ekki iangt að bíða þar til allir fréttaritar ar í New York koma þjót- andi auk þeirra, sem munu koma eingöngu fyrir forvitn is sakir, en ef þér svarið öll- um spurningum mínum, skal ég annast þá. Þá verðið hvorki þér né kona yðar fyrir ónæði. Homer skalf eins og hrísla í vindi og hvolfdi í sig vín- blöndunni. — Hvers vegna þurfti þetta einmitt að koma fyrir mig? stundi hann. — Látið nú ekki eins og hálfviti, sagði ég. — Þér eruö óvenju heppinn og merkileg ur maður. Já, þér eruð í raun inni heppnasti náunginn á hnettinum. — En, hélt Homer áfram, — ég skil ekki, hvernig á þessu getur staðið. Æ, gefið mér meiri vínblöndu! Eg held að ég ætti að drekka mig blindfullan, því að ég er daúö hræddur við þetta allt sam- an. Skemmfiíegt — Fjölbreytt — FróSIegt — Ódýrt Lesið kvennaþætti okkar, draumaráðningar og afmælisspádóma. Tímaritið SAMTÍÐIN flytur kvennaþætti Freyju (tízkunýjungar frá París, London, New York. — Butterick-tiZkumyndir, prjóna-, útsaums- og heklmynztur), ástasögur, kynjasögur og skopsögur. — Skákþætti eftir Guðmund Arnlaugsson, bridgeþætti eftir Árna M. Jóns- son, vinsælustu dans- og dægurlagatextana, verðlaunagetraunir, ævisögur frægra manna, þýddar úrvalsgreinar, viðtöl, vísni- þætti og bréfaskóla í íslcnzku aUt árið. 10 hefti árlega fyrir aSeins 55 kr., og nýir áskrifendur fá seinasta árgang £ kaupbæti, ef þeif senda árgjaldið 1958 (55 kr.) í ábyrgðarbréfi eða póstávísun með pöntun. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun: Ég undirrit. .. óska a8 gerast áskrifandi aO SAMTÍD> INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1958, 55 kr. Nafn Meimili Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvfk. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiii í dag opnar VERZLUNIN STOFAN í Hafnarstræti 21 Mikið úrval af góðum gjafavörum og minjagripum = W.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.VVAV.V.V.Y.VAY.V í í Af ehilum hug og hjarta sendum við öllum, fyrst ;! og fremst elskulegum börnum okkar, tengdabörnum, I; ;! svo og öllum öðrum þeim, sem sýndu okkur vináttu > *- og hlýhug með því að heiðra okkur með heimsókn, í gjöfum og vinsamlgeum skeytum á gullbrúðkaupsdegi > okkar 10. júlí s.I., okkar innilegustu hjartans alúðar- í þakkir. — Guð blessi ykkur ÖIL í ;■ • Kollavík, 20. júlí 1958. í ;■ Jakob Sigurðsson, Kristjana Jónsdóttir V.V.V.V.VV.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV WiVAVVW.V.WAVV.VA'AW.V.V.VV.V.V.V.V.VAVW ;* ■; • ■ I; Innilegar þakkir sendum við konur í Austur-Skafta- v j; fellssýslu, sem fórum í húsmæðraferðalag á vegum v í Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í sumar, til allra þeirra, v ;« sem gerðu okkur förina svo ánægjulega. v I; Stjórn kaupfélagsins og fararstjórum þökkum við v í; hjartanlega, og þá sérstaklega kaupfélagsstjóra, Ás- I; grími Halldórssyni, sem átti sinn þátt í því að gera \l I; okkur förina ógleymanlega. Guð blessi ylckur. .WWAVVVV.VVVVVVVVV.V.V.W.V.W.V.VV.V.W.VW Þökkum innilega öllum þeim, sem vottuöu okkur samúS o| hiut tekningu viS andlát og jarSarför móSur okkar Gestrúnar Markúsdóttur, Framnesi Skeiðum Börn og fósturbörn. I Guðrún Sigurðardóttir, matsölukona, Miötúni 1 andaðist að heimiii sínu 30. júli siðastliðinn. Guðbjörg Jóhannsdóttir Jóhann Mndal Jóhannsson Óskar Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.