Tíminn - 03.08.1958, Side 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 3. ágúst 1958
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Frjáls
Á MORGUN er hinn ár-
legi hátíöisdagur verzlunar-
manna.
Síð'an á dögum dönsku ein
okunarverzlunarinnar hefir
íslendingum oft legiö mis-
jafnt orö til verzlunar-
manna. Að verulegu leyti er
þetta þó á misskilningi
byggt. íslenzka verzlunar-
stéttin á t. d. sinn stóra þátt
í sjálfstæöisbaráttu þjóðar-
innar. Kjör þjóðarinnar og
öll aðstaða batnaði stórum,
þegar verzlunin komst í
hendur innlendra verzlunar
manna. Margir verzlunar-
menn, jafnt i hópi kaupfé-
lagsstjóra og kaupmanna,
áttu svo einnig sinn drjúga
þátt í hinni atvinnulegu
uppbyggingu til lands og
sjávar.
ÞAÐ er eitt dæmið um
glöggan skilning og fram-
sýni Jóns Sigurðssonar, að
hann taldi það nauðsynlegt
sem fyrsta skref sjálfstæðis-
baráttunnar að losa verzlun
ina úr klóm hinnar dönsku
einiokunar og gefa hana
frjálsa. Einokun leiðir alltaf
fyrr og síðar til slæmra
verziunarhátta fyrir neyt-
endur, hvort heldur sem hún
er í höndum einkaaðila eða
ríkisvalds. Frjáls verzlun er
bezta trygging þess, að
neytendur njóti hagstæðra
kjara.
Annað merki um framsýni
Jóns Sigurðssonar er það, að
hann taldi það ekki næga
tryggingu fyrir fi'jálsri verzl
un, að innlendir kaupmenn
leystu útlenda kaupmenn af
hólmi, því að hætta væri á
því, að þeir kæmu sér þá
saman um verðlag og verzl-
unarkjör og þannig myndað
ist einskonar einokun. Þess-
vegna lagði Jón áherzlu á,
að samhliða kaupmanna-
verzlun væri stofnuð verzlun
arfélög alþýðu, sem kepptu
við kaupmenn og tryggðu á
þann hátt næga samkeppni
verzlun
og fullkomlega frjálsa verzl-
un.
REYNSLAN hefir sýnt, að
stefna Jóns Sigurðssonar var
rétt. Kaupfélagsskapurinn
hefir haft ómetanlega þýð-
ingu fyrir hag þjóðarinnar.
Hann hefir átt hinn stærsta
þátt i viðreisn hinna dreifðu
byggða. Hann hefir með sam
keppni sinni við kaupmenn
komið í veg fyrir, að hér
mynduðust samtök um verð
lag og verzlunarkjör, eins og
sums staðar annars staðar,
og verzlunin yrði því ekki
frjáls nema að nafni til.
Samkeppni kaupfélaga og
kaupmanna hafa tryggt
frjálsa verzlun á íslandi.
OFT hafa staðið harðar
deilur milli kaupfélaga og
kaupmahna. Þó hefir heldur
dregið úr þessum deilum í
seinni tíð. Báðir aðilar hafa
séð, að þeir eru hvor öðrum
nauðsynlegir, ef litið er á
málin frá sjónarmiði heildar
innar. Fyrir bæði kaupfélög
og kaupmenn er heppilegt að
hafa víst aðhald. Þetta að-
hald verður bezt tryggt með
því að kaupmenn og kaup-
félög. keppi á jafnréttis-
grundvelli. Með því móti
verður neytendum lika
tryggð bezt verzlun.
Á HÁTÍÐISDEGI verzlun-
armanna hlýtur mönnum að
verða hugsað til þess, hve
mjög hin frjálsa verzlun hef
ir sér verzlunina fyrir öld
sést bezt, ef menn virða fyr-
ir sér verzlunarhöld fyrir öld
síðan. Um það geta því jafnt
kaupfélagsmenn og kaup-
menn sameinast, að reynt sé
að forðast sem mest allar
öeðliilegiar hömllur í veg)l
frjálsrar verzlunar. Og þjóð
in er áreiðanlega fátt gagn-
legra en að eiga velhæfa
verzlunarmenn, er keppast
um að tryggja henni sem
bezt kjör.
Hálfvelgja Morgunhlaðsins
MORGUNBLAÐIÐ heldur
áfram í gær kröfu sinni um
það, að hafnar verði að
nýju umræður um þann á-
greining varðandi landhelg-
ismálið, sem varð milli
stjórnarflokkanna á síöastl.
vori. Eins og oft hefir verið
sagt frá hér í blaðinu, var
sá ágreiningur um aukaat-
riði, en ekki um þau megin-
atriði málsins að færa fisk-
veiðilandhelgina út í 12
mílur og láta útfærsluna
taka gildi 1. september.
Erfitt er að sjá hvervegna
Mbl. vill nú að nýju hefja
deilur um aukaatriði máls-
ins, þar sem þær væru síður
en svo fallnar til þess að
bæta fyrir því út á við. Hér
virðist eitthvað annað ráða
skrifum Mbl. en umhyggja
fyrir framgangi málsins.
Athyglisvert er það líka,
að Mbl. gerir ekkert að því
að færa fram rök íslendinga
fyrir útfærslu fiskveiðiland
helginnar, en heldur uppi
alls konar ónotum í garð rík
isstjórnarinnar í sambandi
við meðferð málsins.
Sú hætta fyrir málið, sem
fellst i þessum starfsháttum
Mbl. kemur glöggt fram í
aðalmálgagni brezkra togara
eigenda, Fishing News, er
það kemst svo að orði fyrir
skömmu:
„Eins og íslenzk blaðaum-
mæli sýna er til allrar ham-
ingju fleiri en ein skoðun á
málinu meðal þeirra (þ. e.
íslendinga). Við hljótum að
vona að sanngjarnara við-
horfið verði ofan á fyrr en
til árekstrar kemur.“
Þetta „sanngj arnara við-
horf“, sem „Fishing News“ á
við, er fráhvarf frá þeirri
stefnu að fá 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi viðurkennda.
Mbl. gerði sjálfu sér og
þjóðinni mikið gagn með því
að lýsa skörulega yfir fylgi
sínu við útfærslu fiskveiði-
Nasser og Bretar togast á um
yfirráð í furstadæmum við Persaflóa
Sumir autSugustu furstar heims sitja þar í
skjóli Breta í hrjóstrugum ey'Simerkurlöndum
Með ströndum Arabíu-
skaga eru nokkur fursta-
dæmi, sem nú hafa skyndi-
lega fengið úrslitaþýðingu
um örlög Miðausturlanda.
Furstarnir eru flestir hlynnt-
ir vesturveldunum, en ríki
þeirra eru næsta bráðin sem
Nasser stefnir að. Útsendar-
ar hans halda þar uppi á-
róðri, og ástandið fer versn-
andi. Bretar eru staðráðnir í
því að halda furstunum við
völd, með valdbeitingu ef
nauðsyn krefur. Hér á eftir
er sagt lítillega af nokkrum
þessara fursta og ríkjum
þeirra.
I
Þessi furstadæmi væru næsta lít-
_ ils virði — cf ekki væri olían, og
sum þeirra eru með olíuauðugustu
svæðum heims. Eftir fall íraks eru
það þessi smáríki og auðæfi þeirra,
sem Nasser stefnir að í viðlettni
sinni til þess að ná yfirráðum yfir
öllum Miðausturlöndum. Og að
baki Nassers stendur Krustjoff. —
Það voru óskir Nassers er réðu til-
raunum Krústjoffs til að koma á
fundi æðstu manna innan Samein-
uðu þjóðanna á dögunum.
Furstarnir, sem Nasser beinir nú
brandi sínum að búa auk þess við
vaxandi kröfur heima fyrir um að
ganga í lið með panarabisma hans.
Sumir þeirra eru jafnvel persónu-
lega hlynntir því. Þrír þessara
fursta ráða svæðum þar sem fram-
lcitt er ótrúlega mikið magn olíu,
meira en þriðjungur allrar fram-
leiðslu Miðausturlanda, og þeir
eru undir brezkri vernd. Bretar
láta það skýrt í ljós að þeir muni
ekki sleppa hendinni af þessum
furstum baráttulaust.
Fimmfungur allrar olíu
í Kuwait, litlu furstadæmi við
mynni Persaflóa, ræður ríkjum
Abdullah as Salin as Salah. Frá
Kuwait fá Bretar meira en helm-
ing allrar olíu sinnar, og þar er j
fimmti hluti af öllum olíulindum j
heims, meira en í nokkru öðru j
ríki. Olíutekjurnar hafa gert þenn
an lítt þekkta fursta í afskekktu
heimáhorni næstauðugasta mann
heims. Sagt er að Saud Arabíu-
konungur sc einn auðugri en hann.
Þriðjungur olíuteknanna renna til
furstans — 100 milljónir dollara
árið sem leið — annan þriðjung
fær ríkisstjórnin í sinn hlut, og
þriðjungur rennur til ýmissa fram
faramála.
Þrátt fyrir þessi auðæfi lifir
furstinn mjög hófsömu lífi. Hann
er einlægur múhameðstrúarmaður,
hefir ferðast til Bretlands og ná-
grannaríkja sinna, — og hann hef-
! ir sinnu á að koma miklu af auði
sínum fyrir í brezkum verðbréf-
um. Ríkisstjórnin er alveg í hönd-
um hans, ættingjar sjálfs hans í
öllum embættum.
Abdulláh fursti hefir algert ein-
ræðisvald í ríki sínu, ræður lífi og
dauða þegna sinna. Engu að síður
er stjórn hans mild. 1 smíðum er
fjöldi af skólum, sjúkrahúsum og
opinberum byggingum, og sömu-
landhelginnar í 12 mílur, en
hætta óþörfum ónotum og
hálfvelgjuskrifum um málið.
Ef hinir erlendu aðilar finna
að hvergi sé bilbug aö finna
á íslendingum, mun máiið
áreiðaniega leysast fljótt og
vel, en ef það álit hins veg-
ar myndaðist, að stærsti
stjórnmálaflokkur íslands
væri eitthvað óheill í mál-
inu, gæti það haft slæmar
afleiðingar og torveldað
skjóta lausn málsins.
leiðis vatnsvinnsiuslöð, eina upp
spretta fersks vatns í Kuwait. —
Kennsla og sjúkrahjálp er ókeypis,
og hann veitir ríkulega náms-
styrki til nemenda er sækjj vilja
erlenda háskóla.
Merk aðstaða Nassers
Það er auðskilið, hvers vegna
Nasser, sem sjálfur ræður fátæku
landi, sækir fast að komast yfir
Kuwait og hvers vegna Brelar eru
staðráðnir að verja það. Ynni
Nasser Kuwai.t væru fjárhagsvand-
ræði hans þar með leyst. Olíutekj-
urnar myndu færa Nasser nægi-
legt fé til þess að koma Samein-
aða Arabalýðveldinu vel á laggirn-
ar og auk þess e. t. v. skila afgangi
íil _að heyja fyrir stríð við ísrael.
Ýmsir hagfræðingar segja að yf-
irráðin yfir Kuwait ráði því hvort
Bretar haldast bjargálna cða lenda
í fjárhagsöngþveiti. Furstadæmið
skiptir miklu máli fyrir efnahags-
jafnvægi Breta, bæði vegna hagn-
aðarins af British Petroleum Co
sem hefir með höndum olíuvinnsl-
una í Kuwait ásamt amerísku fyr-
irtæki, og eins vegna fjárfestingar
furstans í Bretlandi. Þar sem Ku-
wait tilheyrir sterlingssvæðinu er
öiium tekjum þess í eriendum
gjaldeyri komið fyrir í Bretlandi.
Byltingin í írak hefir komið öllu
þessu í öngþveiti. írak liggur að
norðurlandamærum Kuwaits, og
Nasser hefir sterka aðstöðu til að
skapa furstanum vandræði. Því
nær helmingur íbúanna í Kuvvait
eru innflytjendur, flestir frá írak.
Sýríu og Palestínu. Hundvuð eg-
ypskra kennara hafa verið fluttir
inn til starfa við skólana, og þeii
draga enga dul á vinskap sinn viP
Nasser. Aðrir Egyptar hafa mef
höndum mikilvæg embætti í stjórn
arráðinu. Það er því engir. furða
að nasserisminn á sterk ítök í Ku-
wait eins og víða kemur fram.
Fáum dögum eftir byitinguna í
írak átti Abdullah fursti fund með
Nasser. Bretar gera sér þó engar
grillur af því. Augljóst er talið að
furstinn verði annað slagið að láta
undar stuðningsmönnum Nassers
heima fyrir með vinsamlegri fram-
komu við hann, en sjálfur er hann
talinn tryggur fylgismaður Breta.
En því til fullkomnari trygging-
ar að Kuwait bíði ekki sömu örlög
og íraks ‘hafa Bretar herlið í stöðv
um skammt frá Kuwait, og þvi
verður beitt ef horfur eru á að
furstinn sé að missa tökin á landi
sínu.
Quatar og Bahrein
Ali bin Abdullah al Thani er ein-
valdur í Quatar furstadæmi á skaga
út í Persaflóa. Síðustu ár nam olíu
framleiðsla þess 50 milljón tunn-
Framhald á 11. síðu
Furstinn af Kuwait,
— hann ræður yfir fimmta hluta af
allri olíu heims en nasserismi sækir á
Furstinn af Quatar,
— fyrir skemmstu átti hann við
verkfall og nasserisma að etja.
Furstinn af Bahrein.
-— Bretar komu honum til hjálpar
fyrir tveimur árum, hann þarf kann-
ski á hjálp aS halda aftur.
Soidáninn af Muscat og Oman,
— hann hefir lengi átt við upp-
reisnarmenn að etja.
Á SKOTSPÓNUM
m
Svo virðist sem ný skeggöid sé að hefjast í höfuð-
staðnum, og nú eru það ekki ung skáld eða ungir
listamenn, sem safna skeggi, heldur virðulegir og ráð-
settir borgarar. . . . Nefna má þessa menn, sem sézt
hafa með skeggvísi Pál ísólfsson, tónskáld, Gils Guð-
mundsson, rithöfund, Harald Sigurðsson, bókavörð,
Baidur Pálmason, fulltrúa útvarpsráðs það má
þakka fyrir ef skálmöld fylgir ekki á eftir, því að
mennirnir eru vígalegir Fullvíst má nú telja, að
Húsmæðrakennaraskólinn taki til starfa að nýju í haust
og fái til umráða hús það, sem bvggt var norðan í
Öskjuhlíðinni sem bústaður rektors menntaskólans
Ráðgert er að bókaútgáfa Menningarsjóðs hefji útgáfu
nýs tímarits um bókmenntir, eða stækki Andvara í
þessu skyni.... þessi útgáfa mun þó ekki fullráðin .
Rímur eru taldar heyra til liðnum öldum, en þó eru
enn ti! rímnaskáld og rímur ortar á hverju ári en
sjaldan gefnar út. . . þó mun væntanlegt í haust all-
stórt rímnasafn ort síðustu ár eftir Sveinbjörn Bein-
teinsson frá Draghálsi. . ísafoldarprentsmiðja gefur út.