Tíminn - 06.08.1958, Side 4
T í MIN N, miðvikudaginn 6. ágúst 1954,
4
Hryllileg morð í írak — Forsætis-
ráðherra dreginn eftir götunum —
Villzt á útlendingum — Fékk Feisa
hjartaslag? — Breitt yfir óhæfuverk
Nú hafa frekari fregnir
borizf umheiminum frá bylt-
ingunni í írak. Enda þótt að-
eins um 30 manns hafi beðið
bana í uppreisninni, eru lýs-
ingar sjónarvotta á drápum
þessum svo hroðalegar, að
því verður vart trúað að hér
hafi mennskir menn verið
að verki.
Fyrstu dagana eftir dráp kon-
rngsfjölskyldunnar gat að líta alls
bonar slagorð gegn Vesturveldun-
i m máluð á húsveggi og annað,
'sem til lagðist. Myndum af krón-
prinsinum, hagandi fótalausum
i ppi í ljósastaur og Nuri as-Said
íorsætisráðherra, þar sem mugur-
inn dró lík hans nakið eftir
r num, var stillt út í glugga hér og
jbar.
Breitt yfir verkin
En þegar frá leið, tóku stjórnar-
\iildin í taumana og reyndu að
gera allt, sem í þeirra valdi stóð,
fil þess að fegra þessi ódæðisverk
:ftir megni. Blöðum var bannað að
reka áróður gegn Vesturveldunum.
og strangar fyrirskipanir voru gefn
ar út um að útlendingar væru ekki
áreittir.
Múgurinn hafði nefnilega ekki
gert greinarmun á útlendingum og
öðrum, og meðal annar voru ung
ur Þjóðverji og Bandaríkjamaður
drepnir á hinn 'hryllilegasta hátt
ásamt háttsettum Jórdaníumanni
er þeir lentu af misskilningi sam-
an með nokkrum innfæddum, sem
i ppreisnarmenn tóku á hóteli
-imm.
Lík krónprinsins
hengt til sýnis.
notekru í Bagdad. Bifreiðinni var
ekið að varnarmálaráðuneytinu, en
þangað átti að flytja mennina til
yfirheyrslu. Þegar komið var að
hliðinu, dróst nokkuð að því yrði
lokið upp og bifreiðin varð að
nema staðar.
BiSu ekki boðanna
Það skipti engum togum að múg
urinn réðst á bifreiðina, braut upp
hurðir og mennirnir voru dregnir
einn af öðrum út og slátrað þar
eins og skepnum. Nokkrum tókst
þó að komast undan inn um hliðið,
er því endanlega var lokið upp. Nú
vilja uppreisnarmenn breiða yfir
öll þessi óhæfuverk og blað nokk-
Lik Nuri as-Said dregið eftir götunum.
Sprakk ekki. Á dögunum vildi það
til í Alsír, er franskir hermenn
sátu að snæðingi á veitingahúsi
einu, að hermdarverkamaður
nokkur varpaði heimatiibúinni
sprengju inn í salinn. Sprengjan
lenti í súpudisk eins hermanns-
ins með þeim afieiðingum að
kvekjuþróðurinn blotnaöi og
sprengjan sprakk ekki!
LrfsgleSi. Bandaríkjamaður einn í
Delaware-fylki þar í landi var
sektaður um 550 dollara fyrir aö
vera drukkinn við akstur, eftir að
hann hafði ekið inn á íögreglu-
stöð í fylkinu og þeytt þar flaut-
una iengi vel unz lögregluþjónn
kom út. Aðspurður hvað hann
væri að gera þarna kvaðst hann
vilja fá þjónustu og heimtaði
kaffi og hamborgara!
Hndíáni? Maöur nokkur í Kaliforniu
■gekk á fund lögreglunnar þar um
'daginn og kvartaði undan því, aö
l'ítil einkaflugvél hefði steypt sér
niður að honum úti á víðavangi.
Flugmaðurinn hallaði sér út úr
sæti sínu og skaút á hann af boga
og örin lenti aðeins nokkra senti-
metra frá au,mingja manninúm,
sem varla vissi hvaðan á sig stóð
veðr.ið!
Adam og Eva! Néktarklúbbur einn í
Suður-Bhodesiíu auglýsti fyrir
nokkru eftir heppilegum land-
skika tU þess að gera þar nektar-
nýlendu. Auk þess skityrðis, að
staðurin yrði að vera afskekktur,
var látin í Ijós ósk um það, að
helzt þyrfti að vera þar eitt til
tvö fíkjutré tii tilbreytingar!
Óheppni. Maður nokkur í Frakklandi
kom fyrir rótt vegna þess, að
hann hafði svikist um að setji
númer á bílinn sinn. Hann var í
miðjum viðræðum við dómarann
um það, hvort ekki væri hægt, að
fá sektinni frestað um hríð á
þeim forsendum, að hann væri at
vinnulaus, þegar þær fréttir bár-
ust inn í réttarsalinn að bii'J sak-
borningsins-hefði losnað úr hand-
bremsu, runnið niður götuna fyr-
ir utan og lent þar á bil saksókr-
arans með þeim afleiðingum að
hann stórskemmdist. Ekki er þess
getið að aumingja maðurinn
hofði fengið frest á sektinni.
urt í Kaíró hefir jafnvel gengið
svo langt að fullyrða að Feisal kon
ungur hafi látist af hjartaslagi, eft
ir að. Abdullah frændi hans haTi
gefið honum kinnhest og sagt hon
um að gefa sig orðaiaust á vald
uppreisnarmanna. Erlendir frétta-
ritarar eru grátbeðnir að iíta ekki
sömu augum á ástandið nú og
fyrstu daga uppreisnarinnar, þegir
bióSbaðið var í algreymingi.
Framan á brezka sendiráðið var
hengt gríðarstórt spjald, sem bar
eftirfarandi áietrun: „Þér 'hefðuð
ekki átt að haga yður svona. Þess-
ir menn eru gestir okkar og vinir.“
Og jafnvel sjálfur forsætisráðherra
uppreisnarmanna er sagður hafa
lagt fyrir sendiráð íraks í London
„í guðana bænum að gera Vestur
veldunum það ljóst, að við séum
enn þá vinir þeirra.“ En nú vakn-
ar sú spurning hversu lengi sú vin
átta muni haldast.
i
Einn
WARNERBRÆÐRA
látinn
Þeir létu gera
fyrstu falmyndina
Einn af brautryðjendum
kvikmyndaiðnaSarins, Harry
Warner, er nýlega látinn
vestur í Bandarikjunum og
með honum er fallinn í val-
inn einn beztu manna Holly-
wood. Það var hann sem á-
samt bræðrum sínum Jack,
Albert og Sam Warner, sem
framleiddi fyrstu talmynd-
ina, sem náði þeirrí lengd,
sem nú tíðkast, og þar með
hófst nýr kafli í þróunar-
sögu kvikmyndanna.
Árangur tilrauna Warnerbræðra
með talmyndir var fyrst gerður
lýðúm kunnur í Mauhattan Opera
Iíouse í New Yorfk árið 1926 og
myndin sem sýnd var þar, var
„Don Júan“ m'eð John Barrymore
í aðálhlutverki. Eins og nærri má
geta vakti myndin feikna athygli
sem fyrsta hljóð- og talmyndin,
;em þá hafði séð dagsins' ijós, en
nargir efasemdamenn ypptu öxl-
im og Sögðu þetta vera stundar-
fyrirbæri, sem mundi liða undir
ok eftir skamman tíma. En það
fór á annan veg.
Frekari tilraunir
Warner-bræður létu ekki staðar
numið, en héldu áfram tiiraunum
sínum með svokallaða Vitaphone
Mjóðkerfi. Fyrirtæki þeirra ramb-
aði á barmi gjaldþrots og þeim
var þa'ð fuffljóSt. að ef þessar til-
raunir mlsheppnuðus't rnundi allt
fara á hvinandi hausinn. í ör-
væntinigu sinni gripu þeir í síð-
asta háiimstráið: tónbandið. Til-
raunimar heppnuðust og þeir
gerðu fyrstu myndina með tón-
bandi, en það var „Jazzsöngvar-
inn“ með A1 Jolsson í aöalhlut-
vei'ki. Myndin vaíkti geysilega at-
hygli, eins og nærri m'á geta og
fyrirtækLnu var forðað frá gjald-
þroti.
Nýlega sagði Harry Warner skil-
ið við hið erilss'aona starf sitt sem
forstjóri Warner Bros, og lifði
kyrrlátu lífi unz hanu llézt af
heilablæðingu fýrir skömmu, 76
áxa að aldri, eftir að hafa legið
rúmfastur lengi. Jack Warner tók
við forstjórastöðunni af bróður
sínum en Albert Warner hefir
alllt tiil þessa verið yfirmaður kvik
myndaversins. Sam Wamer, fjórði
bróðirinn, er látinn fyrir nokkr-
um árum síðan.
Wiliiam Holden og frú.
William Holden
„Ósköp venjulegur BandaríkjamaSur —
á konu, sem á peis og krakka me3
hurstaklippingu“
William Holden er sá kvik
myndaleikarinn, sem íólk
gerir sér helzt ferð að sjá,
upplýsa kvikmynda „spe-
kúlantar“ í Holywood, en
Holden var kosinn þar „að-
dráttarafl ársins“ nú fyrir
skemmstu. Honum bárust
þessi tíðindi á meðan verið
var að taka myndina „The
Bridge on the River Kwai“
á Ceylon 1956 og hann held-
ur enn þessum titli.
Islenzkum kvikmyndahúsagest-
um er Holden þegar að góðu
kunnur frá myndinni Picnic, sem
Stjörnubíó sýndi í vetur sem leið,
en þar lék hann sem kunnugt er,
aunað aðaihlutverkið á móti Kim
Novak.
„Venjulegur
Bandaríkjamaður!"
„Holden ei' aðeins venjulegur
Bandaríkjamaður“, sagði kvik-
myndahöldur nokkur um hann, ,,á
konu, sem aftur á pels, og krakka
með burstaklippingu!“
Ef þetta er rétt, verður ekki hjá
því komizt að álykta að „Venju-
legir Bandaríkjamenn“ komizt ó-
venjulega vel áfram í lífinu. En
hins vegar eru ekki allir sammála
um það, að William Holden sé
bara réttur og sléttur Bandarísk-
ur meðalmáður og leikur hans í
myndinni „The Unquiet Grave“
sýnir þetta bezt. Mynd þessi fjallar
um dauða og tortímingu styrjaldar-
áranna og Holden lifði sig svo inn
í hlutverk sitt að mörgum þótt
jafnvel nóg um.
Á meðan upptökur fóru fran
á „The Unquiet Grave“ (Óróleg
gröfin!) sendi Holden framleið
anda og'höfundi kvikmyndarhand
handritsins „The Key“ (Lykiliinn)
en Hoiden ieikur þar eitt aðalhlu
verkið, eintak af handriti „Th
Unquiet Grave“, og skrifaði á káp
una: Til órólegs manns á óróatín
um frá órólegum vini!
Vi!l ekki „statista"
Holden er prýðisgóður íþrótta
maður og að öllum jafnaði neita
hann að láta „statista“ leika fyri:
sig hættulegustu atriðin í myndum
sínum. í myndinni Picnic var eitl,
af hættulegustu atriðunum það, að1
stökkva upp í járnbrautarlest á
nokkrum hraða. Holden Keimtaði
að fá að gera þetta sjálfur og stóð
í miklu stámabraki við fram-
kvæmdastjóra myndarinnar út af
þessu. Hann hafði sitt fram, eflir
að hafa farið út um glugga á 10.
hæð og hangið þar á annarri hendi
drykklanga stund á gluggakarmin-
um. „Ég var ekki að gera þetta til
að sýnast“ segir Holden. „Ég varð
bara að sýna fram á það að ég gæti
leikið þetta lestraratriði sjálfur!"
Kappakstursbilar
Það hefir löngum verið eitt
helzta áhugamál kvíkmyndaleikara
að aka á ofsahraða eftir þjóðveg-
unum í evrópis'kum sporfcbílum, og
í þessu tilliti er William Holden
ekkert frábrugðinn öðriím leikur-
um. Hann á tvo sportbíla, Bentley
Continental og ítalskan Ferrari og
eitt helzta tómstundagaman íians
er, að þeysa á þessum bílum eftir
vegunum.
Ilolden er hófsmaður á vín, en
sagt er, að hann fái sér gjarna
glas i'yrir máltið! Honurn hefur
tekizt að verða einn eftirsóttasti
leikari Hollywood, og það er segin
saga að myndir þær, sem hann leik
ur í, verða alltaf metmyndir hvað
aðsókn snertir. Sem dæmi má taka
taka ,,Picnic“ og „The Bridge on
The River Kwai“, en þar leiikur
Hodlen á móti enska Icikaranum
heimsfræga Alee Guiness.
Brúin yfir Kwal fliótlð.