Tíminn - 06.08.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, miðvikudaginn 6. ágúst 195it Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Aðvörun til útlendinga SÚ SKOÐUN virSist nú nokkuö gægjast fram í fregn um erlendra blaða og út- varpsstöðva, að hinir er- lendu andstæðingar íslend- inga í landhelgisdeilunni geri sér vonir um, að íslend- ingar verði sjálfir klofnir áð ur en lýkur. Hinir erlendu aðiiar virðast byggja á þess- ari óskhyggju nokkra von um það, að þetta geti oröið þess valdandi, að þeir geti náð hagkvæmari niðurstöðu en þeir hafa gert sér vonir um. í hinum erlendu fréttum um þetta, kemur það ekki glöggt fram hvað það er, sem þeir byggja á þessar vonir sínar um ósamkomulag með- al íslendinga í þessu sam- bandi. Hins vegar er nokk- uð augljóst að gera sér í hug arlund, hvað það muni vera. Hálfvelgja sú, sem Morgun- blaðið hefir sýnt í málinu að undanförnu, hefir að sjálf- sögðu ekki farið fram hjá fuiltrúum þessara aðila, er fylgjast með blaðaskrifum hér á landi. Þeim dylst það að sjálfsögðu ekki, að Mbl. gerir ekkert að því að færa fram rök fyrir afstöðu ís- lendinga, heldur er með alls konar ónot í garð ríkisstjórn arinnar og heimtar að byrj- að sé að nýju á deilum um aukaátriði, sem búið er að að jafna. ÓÞARFT er að rifja það upp, hvaða hætta getur fylgt því, ef það álit skapast er- lendis, að þessi afstaða Mbl. sé merki þess, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé óheill í mál inu og vilji jafnvel víkja eitt hvað frá þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefir markað. Slíkt myndi vafalítið veröa til þess, að hinir útlendu að- ilar yrðu stórum ófúsari en ella að taka rétt íslendinga til greina og drægju það stórum lengur að viður- kenna hann í von um, að hér gæti orðið einhver sú breyt- ing, er yki völd Sjálfstæðis- flokksins og stuðlaði þannig að undanhaldi í málinu. Það er af þessum ástæð- um, sem það er orðið þjóð- inni mikil nauðsyn, að Mbl. hætti allri hálfvelgju í þessu máli og lýsi því yfir skýrt og’ skorinort hver afstaöa þess sé. AF því, sem fram hefir komið um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins í málinu, þykir rétt vegna hinna útlendu að ila að vara þá við því að taka þessa hálfvelgju Mbl. sem afstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Önnur stuðnings blöð flokksins, eins og t. d. Vísir og íslendingur, hafa tekið alveg eindregna af- stöðu með málstað íslend- inga gegn hinum útlendu togaraeigendum. Ailur meg- inþorri hinna óbreyttu fylg ismanna flokksins er á sama máli. Jafnvel áhrifamenn í flokknum hafa látið í ljós við Timann undr- un sína yfir hálfvelgju Mbl. Skýring þeirra hefir verið sú, að hún væri ekki sprottin af andstöðu við þá stefnu, sem ríkisstjórnin hef ir markað, heldur stafaði hún af þeim þráa og óbil- girni vissra manna við blað ið að vilja ekki styðja ríkis- stjórnina í neinu máli — ekki einu sinni í þessu mikla hagsmunamáli og sjálfstæð- ismáli þjóðarinnar. í TILEFNI af þessu öllu þykir Tímanum rétt og nauð synlegt að koma eftirfarandi aðvörun á framfæri við hina útlendu aðila: Leggið ekki of mikið upp úr hálfvelgju Mbl. Þjóðin stendur einhuga í þessu máli. Frá þeirri stefnu verður ekki vikið að fá tólf mílna fiskveiöiland- helgina viðurkennda. Það er þjóðinni lífsnauðsyn, sem enginn góður vinur hennar getur synjað henni um. Lettlandshneykslið Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan fjögur smáríki í Norð- ur-Evrópu endurheimtu freísi sitt. Af þeim hefir að eins eitt, ísland, haldið sjálf stæði sínu fram á þennan dag. Hin þrjú, Eistland, Lett land og Litháen, hafa aftur lent undir erlent kúgunar- vald. Fæst ríki hins frjálsa hei-ms hafa þó enn við- urkennt formlega undirokun þessara ríkja, Þannig hafa útlagastjórnir Eistlands, Lettlands og Litháen enn víða sendiherrar, sem eru við urkenndir af viðkomandi rík isstjórnum. í tilefni af skrifum, sem orðið hafa um Rússlandsför ísl. þingmannanefndarinn- ar, hefir það verið upplýst, að útlagastj órn Lettlands hafi haft sendiherra skráð an hér á landi, en Bjarni Benediktsson hafi í utan- ríkisráðherratíð sinni svift hann viOurkenningu. Ef það er rétt, hefir ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til þess að viöurkenna form- lega innlimun Lettlands í Sovétríkin. Það væri vissulega ein- stakt og óvenjulegt hneyksli, eí ísland hefði þannig haft forustu um formlega viður- kenningu á undirokun smá- þjóðar, sem ásamt íslending um fagnaði fullveldi fyrir 40 árum síðan. Þetta mál verður vissulega að upplýsa til fulls. Utanrík isráðherrann, er þetta hneykslisverk framdi, verður að gera grein fyrir þessum verknaði sínum. Gerði hann þetta til að þóknast Rúss- um og þá af hvaða ástæð- um? Gæti hann ekki hæg- lega sýnt svipaðan undir- lægjuskap aftur, þótt hann látist nú vera hinn skelggi baráttumaður gegn komm- únismanum? ERLENT YFIRLI7: Styrjöldinni í Libanon að ljúka Forsetakjör, sem allir virtJast ánægÖir yíir, nema helzt Rússar SÍÐASTLIÐiNN fimmtudag gerðist í Beirut sá atburður, er sennilega bindur endir á borgara styrjöldin í Líbanon og hersetu Bandarikjanna þar. Hér er átf við kjör Fuad Chebabs hershöfðingja sem forseta Líbanons. Jafnt þing menn úr hópi stjórnarsin:ia og stjórnarandstæðinga greiddu hon- um atkvæði sitt. Margt bendir lil þess, að Che- habs muni taka við völdum sem forseti mjög fljótlega, enda þótf kjörtímabil hans eigi ekki að hefjast fyrr en 24. septemb- ber n. k. í trausti þess hafa upp- reisnarmenn nú lýst yfir vopna- | hléi og Chohab hefir hafið undir- | búning að því að herinn taki við öllum vopnabirgðum, er þeir hafa með höndum. í RAUN og veru má segja, að kjör Chehabs sé meiri sigur fyrir uppreisnarmenn en stjórnarsinna. Upphaflega var það ætlun Cham- oun forseta að láta endurkjósa sig, en síðar að fó einhvern fylgis- mann sinn kjörinn. Chamoun var því ekki fylgjandi Oheab sem eft- ir manni sínum, þar sem vitað var, ag hann var ósammála utanríkis- málastefnu Chamouns, þótt hann hefði ekki látið það uppi opinber lega. Með réttu má segja, að Ohamoun hafi endanlega eyðilagt þá áætlun sína að fá mann kjör inn úr hópi fylgismanna sinna, er hann bvaddi bandaríska herinn t'il landsins. Eftir að ljóst var orðið, að bandaríska hersins var ekki þörf í írak, varð þag fyrsta tak- mark Bandaríkjastjórnar að flytja her sinn aftur frá Líbanon, svo að hann drægist ekki jnn í borgara- styrjöldina þar og frekari átök við Araba. Því hefir samningamaður Bandaríkjanna, Murphy aðstoðar- utanríkisráðherra, lagt á það meg inkapp að ná samkomulagi milli deiluaðila í Libanon, svo að Banda ríkjaher fengi sæmilegt tækifæri til að draga sig þaðan sem fyrst í burtu. Eitt aðalverkefni Murphys var þvi að fá Ohamoun til þess að fallast á kjör Chéhabs, og það hefir honum tekist. Uppreisnar- menn hafa frá upphafj getað sætt sig við Chéhab sem forseta. KJÖR sitt á Chehab ekki sízt því að þakka, að hann hefir aldrei látið skoðanir sínar fullkomlega uppi, enda reynt að forða.st þátt- töku í pólitískum deilum. Þess- | vegna reyndi hann að beita hern ; um sem minnst í borgarastyrjöld- ' inni og er það þeirri afstöðu hans að þakka, að hún hefir orðið miklu hóflegri en ella. Vegna þess', að Chehab hefir aidrei gefið nein ar pólitískar yfirlýsingar, gátu all ir flokkar sætt sig betúr við hann en ella, þvi að enginn þeirra gat eignað sér hann sérstaklega. Þótt Chehab hafi þannig ekki látið uppi neinar skoðanir opin- berlega, er þag þó vitað, að hann er því fylgjandi að Líbanon t'aki upp hlutleysisstefnu að nýju og að bandaríski herinn verði fluttur sem fyrst í burtu. Vafalítið er tal- ið, að hann hafi fengið t'rygg- ingu fyrir því áður en liann gaf kost á sér sem forsetaefni, að bandaríski herinn yrði fluttur í burtu strax og hann óskaði þess. Líklegt þykir, að Chehab muni reyna ag mynda samsteypustjórn, þegar þar að kemur, og að þing- kosningar verði látnar fara fram fljótlega, þar sem stjórnarandstæð ingar telja, að flokkur Chamouns hafi unnið seinustu kosningar með brögðum. Þá má telja líklegf að gefnar verði upp pólitískar sakir. FUAD Chehab, sem verður næsti forseti Líbanons, er 56 ára gamall og er kominn af einni | helztu aðalsætt landsins. Hann hef ir rétt til að láta kalla sig emír eða prins, en notar sér hann ekki. Hann ákvað að gerast hermaður : strax og hann fékk aldur til, Ilann 1 gekk fyrst á herskóla, sém Frakk- ar höfðu í Damaskus, en síðar stundaði hann nám við helzta her- skóla Frakka, St'. Cyr. Eftir það var hann í franska hernum. Þeg- ar síðari heimsstyrjöldin hófst, gerðist hann svokallaður sam- bandsforingi í her Frakka í Líb- anon. Eftir vopnahléssamningana milli Frakka og Þjóðverja 1941, gerði Vichystjórnin hann ag yfir manni varnarhersins í Beirut. Hann var skipaður hershöfðingi, þegar Líbanon fékk sjálfstæði sitf viðurkennt 1943. Síðan 1945 hef ir hann verið yfirmaður hersins í Líbanon. Eftir stjórnarbyltingu, sem var gerg árið 1952 að til- hlutan Ohamouns og fleiri, var Ohehab forsætisráðherra um stutt skeið, en neiíaði að gefa kost á sér sem forsetaefni, og studdi hann þannig óbeint að þvi þá, að Chamoun var kjörinn forseti. Chehab sýndi það þá og oft síð- ar, að hann reyndi ekki að nota yfirráð sín yfir hernum til að afia sér pólitískra valda. Að þessu sinni gaf hann ekki kost á sér fyrr en allir aðalflokkarnir höfðu farið þess eindregið á leit við hann. DÓMAR urn Chehab yirðast yf- irleitt á þá leið, að hann sé mað- ur friðsamur að eðlisfari og far- sæll í starfi, en verði hins vegar ckki talinn sérst'akur gáfumaður. Sjálfur er hann ekki talinn neinn aðdáandi Nassers, en margir yngri liðsforingjar, sem eru ráðunaut- ar hans, eru taldir hlynntir Nass- er. Ýmsir virðast óttast', að þeir kunni að geta haft ðheppileg á- hrif á Chehab. Hann þykir þó ólík- legur til að láta hrekja sig af þeirri braut, er hann hefir markað sér. Chehab berst lítig á opinberlega og tekur eins litið þátt í veizlum og hann getur. Hann tekur þar lítinn báti í samræðum, nema þegar hermál ber á góma. Um þau ræðir hann jafnan af miklum álhuga. Talið er, að hann eigi eitt stærsta safn bóka um hermál, sem til er í eigu eins manns, enda er hann víðlesinn í þessari greii;. Heiðursmerkjum hefir hann yfir- leitt hafnað öðrum en þeim, er hann hefir talið sér skylt að taka við af embættislegum ástæðum. Hann gengur ekki í herbúningi, nema þegar hann er vig skyldu- störf. Ohehab er giftur konu af frönsk um ættum. Þau hjónin eru barn- laus. Þau búa í þorpi einu, skammf frá Beirut og tekur Ohehab þar talsverðan þátt í stjórn Sveitar- mála. Það eru einu félagslegu af skipti er hann hefir haft af opin- berum málum. Ghehab er sagður vel meðalmað- ur á hæð, þrekvaxinn og feitlag- inn í seinni tíð. SVO virðist sem kjör Chehabs hafi yfirleitt mælst vel fyrir. Ar- abar fagna þvi, þar sem það muni tryggja skjóta brottför Banda- ríkjahers frá Líbanon og hlutleysi landsins að nýju. Bandaríkjamenn telja sig hafa bjargað því, sem bjargað varð, þvi að kjör hans muni að öllum líkindum leiða til þess, að Líbanon verði hlutlaust, en sameinist ekki arabíska lýð- veldinu, þ. e. Egyptalandi og Sýr- landi. Senilega eru valdhafarnir í Moskvu heldur súrir yfir því, ef Bandaríkjaher sleppur eins auð- veldlega frá Líbanon og nú horf- ir. Þeir munu þó ekki láta á því bera, heldur beina áróðri sinum þeim mun meira að Jórdaníu. Fyr- ir vesturveldin getur reynzt örð- ugra að koma brezka hernum það an með skaplegum hætti en bandaríska hernum frá Líbanon. Þ.Þ. MÐSromN Gestur, sem var á Þingvöllum um helgina, skrifar baðstofunni og er þungt í skapi: „Það voru margir, sem sóttu út fyrir höfuðborgina um verzlunar- mannahelgina, sumir í eigin bíl- um, aðrir í langferðabílum. Eg var einn þeirra, sem háður var áætlunarvögnunum, og með þeim fór ég til Þingvalla. Þar dvaldist ég í góðu yfirlæti um helgina. Á mánudaginn ætlaði ég að halda í bæinn aftur með rútunni kl. fimm frá Valhöll. En það var ekki hægt að komast með henni, og var mér ásamt fleira fólki snúið frá og gefin sú skýring, að allí væri yfirfullt. Við spurðum bíl- stjórann hvort hann vildi ekki hringja til sérleyfishafa og biðja um, að annar bíll yrði sendur til að sækja það fólk, sem ekki komst með. Lengi vel færðist hann undan og reyndi að bera fyr ir sig einhverjar lagasetningar og sagði, að það væri eins okkar og hans að hringja í bæinn. Að lokum snaraðist hann i síma og kom að vörmu spori aftur. Sagði , hann, að stúlkurnar við símann ætluðu að hringja, Síðan brá hann sér upp í áætiunarbílinn og ók leiðar sínnar. Nú langar mig tll að spyrja. Er ekki þeim, sem hafa sérleyfi ó ein- hverri leið, skylt að sjá um fyrir- greiðslu fyrir það fólk, sem óskar eftir að aka með bílum leyfishaf ans og er mætt á staðinn áður en bílarnir hafa haldið af stað? Við spurðumst fyrir á hótelinu hve- nær næsti bíll færi. Svör voru ó- ákveðin, sumir sögðu sex, aðrir átta. Hverju óttum við að trúa og ekki var hægt að fá áætl'unar- kort. Ekki fækkaði því fólki, sem ætlaði til Reykjavíkur, þvert á móti jókst fjöldinn stöðugt. Á- stæðan til þess var, að fólkið ætl- aði með áætlunarvagninum kl. 6, eins og hann er vanur að fara á mánudögum. En hvers vegna fór vagninn klukkutíma á undan á- ætlun? Það, sem hér er á undan taliö, er ekki til sóma. fyrir sérleyfishafa á leiðinni Þingvöllur-Reykjavík. Eg hefi ferðast talsvert um landið með áætlunarvögnum, sem bundnir eru sérleyfi, og aldrei orðið var við slfkt fyrr, og von- andi lendi ég ekki í sliku aftur. Það er ekki gaman að þurfa að bíða í fleiri klukkutíma í óvissu eins og þarna var, og vonandi tek ur sérleyíishafi þessa umkvörtun til athugunar." Hér lýkur bréfi Gests og látum við baðstofuhjalinu lokið í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.