Tíminn - 06.08.1958, Side 9
rlMINN, miSvikudaginn 6. ágúst 1958.
Pat Frank
l| Herra Ádam||||||
!!!jl!l!liifli!íllillliilí 10* daguri[f [i[
Við Homer sátum að
drykkju, og Blandy lét óum-
beðinn í té ráðleggingar, er
reiðstígvél og sporar ofurst-
ans birtust í dyrunum. „Hver
hefir stjórn hér á hendi?“
þrumaöi hann. „Eg er kominn
til þess að tala við hr. Adam!
— Hér hefir enginn stjórn
á hendi, sagði Homer og
teygði fram álkuna, — en ég
er Adam.
— Já, sko, þess vegna er ég
hingað kominn, útskýrði
Phelps-Smythe. — Það er ein-
mitt þess vegna sem ég er
kominn — af því að enginn
hefir yfirstjórn á hendi hér.
Þess vegna hefir herinn sent
mig til að takast hana á hend
ur. Hann kynnti sig á form-
legan hátt og bætti við: — Eg
er aðstoðarforingi og tals-
maður yfirhershöfðingjans yf
ir hinu austlæga landvarnar-
umdæmi. Héðan í frá — hann
hélt gildum vísifingrinum al-
veg upp að barkiakýlinu á
Homer — héðan í frá eruð
þér undir vernd hersins. Kipp
hershöfðingi ber persónulega
ábyrgð á öryggi yðar, og ég
er ábyrgur gagnvart hershöfð
ingjanum.
Hann glájpti á mfig og
Blandy lækni, eins og hann
hefði forðað Adam frá mis-
þyrmingu okkar. Eg einblíndi
á móti, því að það er ekkert
sem fer eins í taugarnar á
manni, sem heitir Smith, og
þeir sem heita Smythe með
bandstriki. Þessi Smythe
hafði samt undir engum kring
umstæðum fallið mér í geð.
Orðurnar glitruöu á brjósti
hans eins og þrefaldur regn
bogi, en hann bar enga viö
urkenningu úr síöustu styrj
öld. Hann var skrýddur „sig
urbandinu“ frá fyrri heims-
styrjöld og bar auk þess orö
ur frá mörgum stríðsvett-
vangi í Ameriku, Asíu og
Evrópu. Hann minnti helzt á
þá ferðamenn, sem skreyta
ferðatöskur sinar með gisti
húsamiðum frá hinu þriggja
vikna „ferðalagi“ sínu umí
Evrópu. Undir oröunum dingl
uðu skotviðurkenningar, er
gáfu til kynna, að hann var
annars flokks skytta af hest-
balci og meðalskytta í liggj-
andi stöðu. Óþekkt sól geisl- j
aði á hægri hlið magans, ein
mitt þar sem fitan hefði tútn
að út á milli rifjanna, ef líf-
stykkið, sem hann bersýni-
lega notaði, hefði ekki hald
ið henni í skefjum.
— Hvað hefir herinn hugs-
að sér að gera við hr. Adam?
spurði ég.
— í fj'rsta lagi, byrjaði of-
urstinn, því næst sagði hann:
— Þér eru AP fréttamaður,
sem hafiö eyðilagt alla aug-
lýsinguna. Hver hefir eigin-
lega keypt yður til aö vera
hérna?
— Það hef ég gert, svaraði
Homer hæglátlega.
Blandy skellililó. — Er
þetta ekki hús herra Adams?
spurði han. Það kom augna- i
bliks fát á Phelps-Smythe
vegna þessarar óvæntu mót-
spyrnu, en hann náði sér
fljótt aftur.
— í fyrsta lagi, sagði hann,
— hefir herforingjaráðið á-
kveðið, yður er kannske ekki
kunnugt um það, að hr. Ad-
am er þjóðareign vegna hern
aðarlegra hagsmuna landis-
ins. Herforingjaráðið áleit
það skyldu sína að taka þessa
ákvörðun, sem grundvöll fyr
ir landvarnir vorar í fram-
tíðinni.
— Þingið hefir krafizt þess,
að ríkisstjórnin gerði ráðstaf
anir til að tryggja öryggi
vesalings Homers hérna, og
þetta snjallræði, sem þeim
datt í hug, ályktaði Blandy
rökrétt.
Homer settist og deplaði blá
um augunum. — En ég kæri
mig ekki um hervernd, mót-
mælti hann. — Eg vil einupg
is fá að vera í friði og ró með
Mary Ellen og barninu. Er það
kannske mér að kenna, að
þið hinir eruð allir ófrjóir?
Phelps-Smythe lagði hönd
ina á öxl Homers. — Takið
nú eftir, vinur minn, sagði
hann, — minnist þess, að hér
eru um þjóðhagsmuni að
ræða. Minnist þess, að þér er
uð ekki síður hernaðarleynd
armál en kjarnorkusprengj-
an.
— í guðanna bænum talið
þér ekki u'm kjarnorku-
sprengju, sagði ég og hug-
leiddi, hvernig Missisippi-
sprengingin hafði eyðilagt
alla framtíð okkar, — ég er
ekki laus viö ofnæmi í þá átt.
— Ofurstinn hélt áfram án
þess að virða mig viðlits. —
Auk þess mun verða séö fyrir
konu yðar og barni, þar til
núverandi neyðarástand er
um garð gengið. Þegar er bú-
ið aö útvega nauðsynlegt fjár
magn í þessu skyni.
— Eg yfirgef ekki Mary Ell
en og barnið, sagði Homer á-
kveðinn. — Það kemur ekki
til mála!
— Þér þurfið ekki að yfir
gefa þau strax. Þér þurfið
ekki að fara til Washington
fyrr en umræðurnar hefjast.
— Hvaða umræður?
— Umræöurnar í þinginu,
um hvað á að gera við yður.
Þér verðið að gera yður Ijóst,
aö herforingjaráðið hefir lýst
því yfir, að þér hafði lífsnauð
synlega og hernaðarlega þýð
ingu. Hermálaráðuneytinu
var falið að sjá um öryggi yð-
ar, og starfið féll í hlut yfir
foringja míns. En örlög yðar
verða ekki endanlega ákveðin
fyrr en umræður hafa farið
fram í þinginu.
Homer var hryggur í bragði
og úrræðalaus. — Jæja þá,
stundi hann.
— Þér getið m. a. s. hrósað
happi, sagði ofurstinn. — því
að í fyrstu var talað um að
geyma yður ásamt gullforðan
um í Fort Knox, en yfirlæknir
hersins lýsti því yfir, að heilsa
yðar mundi bíða tjón af því.
Þegar ég hefi nú séð yður,
með eigin augum, er ég ekki
frá því, að hann hafi haft á
réttu að standa. Þér voruö
ekki í hernum, ha?
—- Nei, sagöi Homer. — Eg
var ekki i hernum. Fjárhags
nefnd utanríkisráðuneytisins
sendi mig til Ástralíu til að
kanna kvarskrystalla. Þeir
eru notaðir í ratsjár (radar).
— Tja, sagði ofurstinn, það
er slæmt, að þér voruð ekki
í hernum, en ég geri ráð fyr-
ir, að það sé samt ailt í lagi
með yður. Eg á við, að þér er
uð a. m. k. ekki friðarsinni.
—Nei, ég hef eklci verið frið
arsinni. Má ég fara upp á loft
og tala við Mary Ellen?
— Já, en hafið hraðann á,
skipaði ofurstinn. — Eg hef
hér heilmikið af skjölum, sem
þér verðið að útfylla. Síðan
eigið þér að fara með mér í
kvöldverðarboö. Yfirhershöfð
inginn hefir látið í ljós ósk
um- að kynnast yður.
Eg fór með næstu járnbraut
arlest til borgarinnar. Eg
hitti J. C. á skrifstofu hans
og tjáði honum, að herinn
hefði tekið Homer í sína um
sjá og sérréttindum mínum í
Torrytown væri lokið. Eg
sagði honum ennfremur, aö
ég kenndi í brjósti um Adam.
— Þú munt vorkenna hon-
um enn þá meira, þegar þú
sérð, hvað þeir gera við hann
i Washington, sagði J. C.
— Hvað er á seyði? spurði
ég.
— Þú hefir átt of ann-
ríkt, sagði J. C. — til að þér
gæti verið kunnugt um, hvað
við hefir borið. í fyrsta lagi
er mikil togstreita milli rann
sóknarstofnunar ríkisins og
þjóðlegu endurfrjóvgunar-
nefndarinnar um það, hvor
eigi að fá Adam.
— Hvað áttu við með, — Fá
Adam —?
— Jú, sjáðu til, báðir aðilar
halda, að þeir geti notað Ad-
am til að koma aftur af stað
fæðingum. Þeir hafa rætt um
alla hugsanlegar aðferðir.
Sumt af því virðist alls ekki
svo vitlaust. Að minnsta kosti
ekki fjarstæðara en það sem
þegar hefir borið við.
— Vesalings Adam.
— Sagan er nú ekki hálf-
sögð. Þingið og innanrikis-
isráðuneytið deila um, hvort
þeirra eigi að ákveða, hvað
gert skuli við Adam. Og ekki
nóg með það. Margir eru þeirr
ar skoðunar, að Adam hafi
alþjóðlega þýðingu, og það
beri þvi aö afhenda hann S.
p. _ Sameinuðu Þjóðunum.
— Þetta var þá engin smá
frétt, sagði ég og gaf í skyn,
að ég verðskuldaði auka-
greiðslu.
Hinn gamalkunni, fjarræni
glampi kom í augu J. C. Hann
horfði út yfir skýjakljúfana,
er gnæfa tignarlegir upp frá
götum Manhattan. — Já, það
vakti suma af dvalanum,
sagði hann. — Við megum
ekki vera svo blindir og barna
legir að halda, að lifandi, ham
ingjusamar, skaðlegar og
skyni gæddar verur finnist að
eins á þessum litla hnetti
okkar — þessu jarðkríli, sem
hreyfist í kringum sólina og
er ekki einu sinni hluti af
stjörnumerki. Það er hliö-
stætt því að einhver traök-
aði á mauraþúfu, og allir
maurarnir kveinuðu, að nú
væri út um heiminn.
Stundum gengur J. C. fram
af mér.
4. kafli
Dag einn í byrjun desemb-
er, þegar snjóstormar blésu
úr noröaustri og lífæðar Man
_ 9
í - • • (i.í '
fvnniiniiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiiiinmiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiivfniimira
I i
| Nauðungaruppboð |
sem auglýst var í 31., 32. og 33. tbl. Lögbirtinga- I
blaðsins 1958, á húseigninni Hvammi við Breið- I
holtsveg, hér í bænum, talin eign Hjalta Stefáns- I
sonar o. fl. fer fram, eftir kröfu Ágústs Fjelsted I
hrl., á eigninni sjálfri föstudaginn 8. ágúst 1958, §f
| kl. 3,30 síðdegis.
| Eorgarfógetinn í Reykjavík g
iTiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHiimBnHmm
I Tilkynning
| Nr. 16/1958 |
| Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi |
| hámarksverð 1 smásölu á framleiðsluvörum Raf- I
| tækjaverksmiðjunnar h.f., Hafnarfirði.
Eldavél, gerð 2650 ......................... kr. 2725,00 M
— 4403 . .
— 4403A
— 4403B
— 3550,00
— 3670,00
— 4170,00
4403C .............. — 4375,00 i
— 4404
— 4404A
— 4404B
3935,00
4065,00
4575.00
4404C ............... — 4975,00
í vélarnar, kostar það
Sé óskað eftir hitahólfi
aukalega kr. 415,00.
Kæliskápar L-450 ............... kr. 6300,00
Þvottapottar 50 1 ................. — 1950,00
Þvottapottar 100 1 ................ .— 2600,00
Þilofnar, fasttengdir, 250 w .... .. — 605,00
— — 300 w . . . . . . — 320,00
— — 400 w ... . . . — 340,00
■ — — 500 w ... . .. — 395,00
— — 600 w ... . . . — 435,00
— — 700 w ... . . . — 470,00
— — 800 w ... . . . — 530,00
— — 900 w ... . . . — 590,00
— — 1000 w ... . . . — 670,00
— — 1200 w ... . . . — 775,00
— — 1500 w . . . . . . — 900,00
— — 1800 w ... . . . — 1075,00
Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafn-
arfirði má bæta sannanlegum flutningskostnaði
við ofangreint hámarksverð.
Söluskattur og útfhitningssjóðsgjald er innifalið í
verðinu.
Reykjavík, 1. ágúst 1958.
VerSlagsstjórinn
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarð-
arför
Þuríðar Eysteinsdóttur,
Finnbogastöðum
Börn, fósturbörn og tengdabörn.
Móðir mín
Þórunn Ríkharðsdóttir Sívertsen
andaðist að heimili sínu, Höfn í Melasveit, sunnud. 3. ágúst.
Pétur Torfason.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
Þórhalls Þorgilssonar,
bókavarðar.
Berergþóra Einarsdóttir,
börn og tengdabörn.
\
'.V.VV.V^V/.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VWAV
:: í
I; Alúðar þakkir votta ég öllum þeim, sem á marg- ^
:* víslegan hátt heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu 28. í
í júlí s.l. í
I"'-
nJWV.VVVV.V/.VVW.V.W.V.V.W.'.V.V.SV.VVW.VAMI
Jóhannes Jósepsson
Hótel Borg