Tíminn - 10.08.1958, Page 6

Tíminn - 10.08.1958, Page 6
6 T í M I N N, sunnudagiiin 10. ágúsí 1958i Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIHB Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötm Símar: 18 300, 16 301, 18 302, 18 303, 18 30Í. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19523. Afgreiðslan 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Hið glórulausa oístæki PYRTR nokkm ist sá atburður að Sjálfstæð isflokurinn hóaði dálitlum hópi manna, hingað og þang að að af landinu, saman á fund í Reykjavík. Var sam- kundu þessari gefiö virðu- legt heiti og nefnd for- mannaráðstefna. Tvennt lét þessi samkunda eftir sig, sem sýnilegan ávöxt: í fyrsta lagi ávarp nr. 1, sem birtist í Mbl. Var það margort en minna að innihaldi og verð ur ekki rætt hér. í öðru lagi á varp nr. 2, flutt af Páli Kolku. Annar læknir, Bryn- leifur Steingrímsson, hefir þegar gert rækilegan upp- skurð á þessu ávarpi kollega síns og er þar í sjálfu sér litlu við að bæta. Þó þykir rétt að víkja örfáum orðum að því, sem Kolka sér ástæðu til að rétta að samvinnu- mönnum. Margt hafa andstæðingar sarhvinnumanna sagt mis- jafnt um þá á undanförnum áratugum, en ekki minnist ég þess, að hafa í háa tíð, séð á prenti jafn glórulausan ofstækisvaðal eins og þetta ávarp Kolku. Hann ber sam vinnumönnum á brýn ein- ræðis- og ofbeldishneigð, kommúnistísk vinnubrögð, félagsskapurinn sé allur háður fámennri klíku, sem sjúgi til sín arðinn af striti bændastéttarinnar. Klíka þessi hafi njósnara og mútu þega um allar sveitir, beiti miskunarlausri atvinnukúg- un og ali þúsundir æsku- manna upp í hatri og fyrir- litningu á þjóðskipulaginu! Minna mátti ekki gagn gera. MANNI veröur á að spyrja: Fyrir hvers konar fólk er þetta skrifað? Hefir Kolka það álit á lesendum Mbl., að þeir taki svona samsetning fyrir góða og gilda vöru? All ir skynibornir menn vita, að samvinnufélögin eru byggð upp og stjórnað á eins lýð- ræðislegan hátt og hugsast getur. Fulitrúar á aðalfundi kaupfélaganna eru kosnir frjálsri kosningu af féiags- mönnum sjálfum. Aðalfund- irnir kjósa stjórnir félag- anna og endurskoðendur. Ennfremur fulltrúa á aðal fund SÍS, sem eins og allir vita, er samband kaupfélag- anna í landinu. Sá fundur kýs svo aftur stjórn SÍS. All- ar ákvarðanir, sem stjórn eins kaupfélags tekur, verða að samþykkjast af aöalfundi þess. Hið sama gildir um stjórn SÍS. AÖalfundur þess ræður gerðum hennar. Hvers konar hugmyndir hefir sá maöur um einræði og lýð- ræði, sem telur aö svona fyr- irkomulag sé einræðiskennt? Hvaða félagsskap getur Kolka læknir bent á, sem standi samvinnuhreyfing- unni framar um lýðræðislegt skipulag? ÞAÐ eru nú liðnir þrír ald arfjóröungar og þó nokkru betur, síðan samvinnuhreyf- ingin skaut rótum hér á ís- landi. Hún var í upphafi mynduð af bændum, fátæk- um, sundruöum og varnar- vana gegn gegndarlausu arð ráni erlendra og innlendra kaupahéðna. í hugsjónum samvinnustefnunnar eygðu þeir möguleika til þess að brjóta sér leið fram til þjóö félags frjálsra manna. Alla stund síðan hafa samvinnu menn veriö í stöðugri sókn. Vöxtur samtakanna byggist á langri og óyggjandi reynslu manna fyrir því aö með því að haldast í hendur og starfa saman tryggja þeir sér margs konar möguleika á því, að bæta efnahagslega afkomu sína umfram það, sem unnt er með öðrum hætti. Mestur hluti þeirra margháttuðu framfara, sem orðið hafa út um byggðir landsins á undanförnum ára tugum, eiga, að meira eða minna leyti, rót sína að rekja til samvinnusamtakanna. Sú þróun veröur ekki stöðvuð og það því síður, sem Páll Kolka og „samvinnumenn“ á borð við hann skrifa meira. Forsenda núverandi stjórnar- samstarís SJÁLFstæðismenn hafa lengi haldið þvi mjög að landsfólkinu, að ómögulegt væri að stjórna þessu þjóð- félagi á viðhiítandi hátt nema að þeir væru þátttak- endur í ríkisstjórn. Auðvit- að er þetta óskhyggja einber og kemur hvergi í nánd við veruleikann. Reynslan hefir þvert á móti sannað, að það er öllum almrenningi fyrir beztu, að áhrifa þeirra gæti sem minnst. Frekja, yfir- gangur og úrræðaleysi eru þeir eiginleikar, sem ríkastir virðast í fari flokksforust- unnar. Slíkur flokkur verður ávallt vandræðafélagi í öllu samstarfi. VIÐ búum í þjóðfélagi sterkra stéttarsamtaka. Þau eru áhrifamestu aðilarnir til ills og góðs í þessu landi. Um það má deila hversu heppi- legt það er, en framhjá þess ari staðreynd verður ekki komizt. Síðasta ríkisstjórn hafði ekki tök á alþýðusam tökunum. Þvi var öll viðleitni hennar til þess að stemma stigu við óheillaþróun efna- hagsmálanna, dæmd til að renna út í sandinn. Megin forsendan fyrir myndun ú- veradi ríkisstjórnar var og er sú, að stjórnarflokkarnir heföu tiltrú þessara sam- taka. Og víst er, að rífur meirihluti þess fólks, í sveit og við sjó, sem myndar al- þýðusamtökin, er innan vé- banda þessara flokka. Þetta fólk getur stjórnað þessu landi ef það vill og það á að gera það. Og það væri óbæt- anleg þjóðarógæfa ef það skildi ekki sinn vitjunar- tíma. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Obreytt stefna röng og hættuleg, Eisenhower þarfnast nýrra ráðgjafa Nauðsyn ber til aS vesturveldin finni grund- völl til samkomulags við arabíska þjóSernis- smna Þótt ekki sé margt vitað um fund Rússa og Kínverja um síðustu helgi er hitt full- víst að eftir hann hefir fund- ur æðstu manna enn torveld- azt. Hin upprunalega tiilaga Krústjoffs hafði þann kost með sér að hún stefndi að málum Miðausturlanda án þess að rótað væri vandamál um Austurlanda fjær. Ðe Gaulle hershöfðingi notaði sér þetta meginatriði, sem í rauninni var veruleg undan- látssemi, er hann bauðst til að takaþátt í stórveldafundi sem Kína ætti ekki aðild að. En gagntillaga okKar gerði það að skilyrði að i'undurinn yrði inn- an vébanda Öryggisráðsins, og það þýddi ekkii aðeins að Maó yrði ekki viðstaddur lveldur einnig að Chi íg myndi taka þátt í fundinum og geta beill þar neitunarvaldi ef til atkvæðagreiðslu kæmi. Með þessu móti hefur Dulles glatað ó- metanlegu tækifæri, og verði fund- ur æðstu manna haldinn þrátt fyr- ir allt er þess að vænta að Maó muni eiga Miut að honum á einn hátt eða annan. Óheillavænlegt ástand Mér virðist það i senn óheilla- vænlegt og ö.nurlegt hversu við erum þvingaðir til fundarins án þess að gera okkur grein fyrir hvernig málin standa. Eftir blaða- mannafundi Dullesar í siðustu viku að dæma, hefur hann ekki gert sér Jjóst að sá stjórnmála- maður er ætlar sér að vinna að því að jafnvægi komist á í Mið- austurlöndum verður að vera reiðu búinn til að gefa ekki síður en taka. í stað þess leikur hann hlut- verk málflutningsmanns, er reynir að sigra í rökræðu. í fyrsta lagi vill hann sanna að íhlutunin í Lib- anon og Jórdaníu hafi verið lög- leg. Hér sé ekki um árás að ræða þar sem herliðið hafi verið sent að beiðni viðkomandi ríkisstjórna. Þetta er vissulega satt og rétt En síðan reynir hann að snúa leiknum við og ákærir Rússa og Samein- aða Arabalýðveldið fyrir „óbeina árás“. Ef einhver heí'ði viljað finna ráð til að valda deilum og illindum, er eitra myndu andrúms- loftið, hefði ekki verið unnt að hafa upp á öruiggari óeirðasegg. Röng stefna Einhver, sem forsetinn vill hlusta á, ætti að benda lionum á að hon- um skjátlast hrapallega ef hann heldur sig geta náð yfirtökum á slikri ráðslefnu með ásökunum um óbeina árás. Sannleikurinn er sá, að slik íhlutun, það er að segja undirróður, mútur, ei'nahagsíhlut- un og æsingastarfsemi, er gamal- kunugt vopn úr stórveldabarátt- unni, og nú á dögum er kalda stríðið háð á þennan hátt. Báðir aðilar beita slíkum brögðum þegar þeir télja sér hag að. Það myndi veikja aðstöðu forsetans en ekki styrkja, ef hann ætlaði; sér a@ telja tortryggnum umheimi trú um að við grípum ekki til slikra klækja, aðeins andstæð,ingar okkar. Panama mun eiga fultlrúa þar, lifandi minning þess hvernig minntur á hvað gerðist í Iran þeg- ar Mossadegh var komið frá völd- um. Og meðan forsetinn afneitar hátíðlega allra íhlutun um mál þ°:" a rí'kisstjórna, er sitja við völd, munu menn minnast kenn- ingar Duilesar um frelsun Austur- Evrópu, og þeirrar augljésu stað- reyndar að ef við kynnum nokkurt ráð til að steypa þeim ríkisstjórn- um, er þar sitja, í.n allt of mikillar stríðshættu, myndum við ekki hika við að beita því. Ný viðhorf nauösynleg Meginið málsins er, að í kalda stríðinu í dag eiga andstæðingar okkar miklu fleiri kosta völ en við. Við erum í andstöðu við þrjár miklar byllingahreyfingar, hina rúsnesku, 'kvínversku og arabisku, og þær hafa mikil áhrif bæði á leiðtoga vanþróaðra rikja og sjálf- ar þjóðirnar. Að vísu eru ekki öll lönd móttækileg fyrir þessum byltingahreyfingum. En mörg lönd eru það, og það er í þeím, sem óbeinni árás er einkum beitt. Það er ekki auðvelt að steypa ríkis- st.jórn úr stóli erlendis frá nema innan landsins sjálfs sé sterk hreyf ing lil að taka við erlemlri hjálp í málinu. Kenning Dullesar, sem Eisen- hower hefur fallizt á, er, að í kalda stríðinu skuli andstæðingar okkar afvopnast, og í raun og veru láta sér nægja það, sem þeir hafa þegar unnið. Þannig ræður Dulles forsetanum til að krefjast hins ómögulega, og stjórnarstefnur byggðar á óhugsanlegum kröfum, eru mjög óviturlegar. Slí'k stefna er líkleg til að koma landinu í þann vanda, að hljóta að velja milli auðmýkjandi undanhalds eða sóknar, sem valdið gæti ósköpum. Réttilega gefur Dulles mikinn gaum að þróun byltingahreyfingar- innar í Miðausturlöndum. En stefna hans er í hæsta máta óraun- sæ og minnir mcst á dagdrauma, ef hann álítur forsetann geta fengið Krústjoff eða Sameinuðu þjóðirnar til samkomulags er sé meira en nafnið eitt. Það er at- hyglisvert, að Dulles lýsti kenn- ingu sína um óbeina árás á fimmtu degi, en á laugardegi viðurkenndi hann byltingarstjórnina £ írak, af- sprengi slíkrar íhlutunar að öll- um líkindum. Helzta vandamál, sem vestrænir stjórnmálamenn eiga við að etja í dag, er að finna grundvöll, sem á sé hægt að byggja samkomulag við byltingahreyfingarnar, sem nú hafa svb rnikil áhrif í Asíu og eru að ná til Afríku. Það er ekki auð- velt verkefni. En Dulles virðist heldur ekki sinna því af neinni al- vöru. Hann á of anm’ikt, er of þreyttur, of vonsvikinn, og óþjáll. Það tekur nii að líta svo út sem forsetinn, er ævinlega á allt undir ráðgjöfum sínum, þarfnist hjálpar yngri heila. Danmörku Þróttur sigrar í Frá fréttaritara Tímans í Kaup mannahöfn. A miðvikudaginn lék Þróttur í Ubby gegn úrvalsliði beztu leikmanna Norður-Sjálands. Leikar fóru þannig, að Þróttur vann með 4:3. Á fimmtudaginn léku Þróttar-drengirnir síðasta leik sinn í Danmörku gegn Ruds Vedby og sigru'ðu með 3:1. Aðils. Bandaríkin komust yfir svæðið |_jósmyndarinn hefir hér tekiS mynd af blaSalesanda gegnum blaSiS. með Panamaskuiði til að byggja Arangurjnn er þý ekkj sá( ag greinileg mynd fáist af lesandanum, en hann. I Gualemala varð andame- , . . . . , . , r ...... . , r • , , hann sest þo, og skuggarnir, sem koma fram, eru athyglisverSir. Einnig nskri stjorn steypt fyrir skemmstu 3 33 , . , og sjálfur Eisenhower fagnaði því opinberlega. Forsetinn verður i getur myndin gefiS áhugaljósmyndurum hugmyndir, sem útfæra má a ýmsan háft.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.