Tíminn - 10.08.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.08.1958, Blaðsíða 8
MW.WVAWVWWW 8 TÍ3IINN, sutuiudaginn 10. ágtist 1958. ’AV.V.’.W.WW.VAV.W.'AWVWJV LANDSLEIKURINN ISLAND er fram á morgun (mánudag) á íþróttaleik vanginum í Laugardal og Kefst kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag í Aðgöngumiðasölu Melavallarins kl. 1—6 og á morgun á eftirtöld- um stöðum: Dómari: Leif Gulliksen .iðgöngumiðasölu Melavallarins kl. 1—6. Bókaverzlun L. Blöndals, Vesturoeri kl. 9—6. Bókaverzlun Ilelgafells, Laugav. 100 kl. 9—6. og úr bifreiðum hjá Laugardalsleikvanginum frá kl. 6 á morgun. N E F N D I N Kaupið miða í forsölunum og forðizt biðraðir rétt fyrir leikbyrjun. Askriftasími 1-23-23 FerSir verða frá B.S.Í. frá kl. 6,30. ’.VW.W.WAV.WA’AW/A’.V.’A'.V.V.WAWV.V.V.V.’.V.VAV.’.V.V.W.V.V/AW.V.V.V'.V.V.V.’.W.W.V.V.’.W.W.’.W.V •j Einkaútflytjendur: CENTROTEX - PRAGUE - CZECHOSLOVAKIA Umboð: 0. H. Albertsson Laugavegi 27 A — Reykjavík — Sími 11802 Fyrr á tímum voru þröng föt og stífuð skyrta með hörðum flibba fcfi að þvinga eðlilegar likamshreyfingar. Nú á dögum er tízkan all't önnur: menn klæðast þægiiegum fötum og skyrtu með vörumerkinu E R C O Það er augljóst mál að enginn er vel klæddur án fallegrar skyrtu. vegna biður þú llka um Þegar bugt og beygingar bóttu sjáflsög’ð kurteisi. . . . 2.___ IgtmmmMBms..... Þátlur kirkjun.n.ar Kirkjubyggingar-nefndir NEFNDIR ÞÆR, SEM eiga að sjá um kirkjubyggingar, gegna mjög margþrotnu og þýðingar- miklu starfi. Þær eiga að túlka óskir safnaðanna. Þær eiga að taka ákvarðanir um þær kröfur, sem gera verð- ur til byggingarinnar, svo að hún fullnægi slörfum þeim, sem kirkjunni er ætlað að gegná. Þær eiga að gæta þess, að hverri krónu só varið á sem hagkvæmastan hált. Þær eiga að ákveða grundvallaratriðin í jfj þeirri vitneskju, sem byggingar- meistarinn fáer'til að móta eftir sínar teikningar. Slík ábyrgð krefst mikillar 1 samvizkusemi, trúmennsku og rl heiðarleika. ÞAÐ ER ÞVÍ FYRSTA SKYLDA allra aðila í bygging- arnefnd, að gera ákveðnar og yfirgripsmiklar tilraunir til að efla skilning sinn og þekkingu á andlegum og efnislegum verð- mætum, sem snerta byggingu á Guðs húsi. Og þcgar þeir hafa gert sér gildi slíkra atriða ljóst, verða þeir einnig að gjöra sér grein fyrir öllum takmörkun- um, bæði hjá sjálfum sér og gagnvart öllum aðslæðum. Þess eru víða dæmi í kirkju- byggingum nú á dögum, að þar skortir mjög á fagran stíl og hagkvæmt fyrirkomulag. Og oft er þar um að kenna, að byggingarnefndirnar yfirleitt hafa nálgazt hlutverk sitt með fyrirfram ákveðnum hleypi- dómum. Oft er sú tilfinning ríkjandi, að fólkið í byggingarnefndinni eigi að hafa frábæra þekkingu og hæfni til að bera, einkum viðvíkjandi húsabyggingum. En þetta er ekki alls kostar rétt, enda naumast nægilegt út af fyrir sig. SOFNUÐURINN VELUR OG Á að velja menn í kirkjubygg- ingarnefnd í þeirri trú, að þeir séu hæfastir til að skilja og meta þær hugsjónir og aðstæð- ur, sem hver einstakur söfnuð- ur hefur verið að búa og yfir að ráða, og það er þess vegna, sem hann felur nefndarmönn- um örlög kirkju sinnar í hend- ur. Og einmitt þannig verður hlutverk nefndarinnar tilefni til hróss eða gagnrýni eftir á- stæðum. Þess vegna verður slík nefnd að gefa sér tíma til að lesa, læra og athuga til þess að auka sem mest þekkingu sína og efla smekk sinn gagnvart kirkjum og kirkjuhyggingum, stíl þeirra og útbúnaði. Hún verður að gera það, sem í hennar valdi stendur, til að kynna sér rikjandi stefnur á þessu sviði bæði í nútíð og for- tíð og skapa úr þeirri þekkingu sem óhlutdrægast mat verkefjii sínu- í dag. Meðal annars þurfa nefndar- menn að heimsækja og skoða aðrar kirkjur, athuga gerð þeirra og ræða vandamál verks- ins við þá, sem rcynsluna hafa. ALLT OF OFT ERU TIL nefndarmenn, í svona starfi, sem eru svo gagnteknir af sjálf um sér og. sinum sjónarmiðum, að þeir loka hugsun sinni, aug um og hjörtum fyrir skoðunum og ráðleggingum annarra. Suma skortir alla þekkingu á viðfangs efnum byggingameistarans. Nokkrir geta litið á hann sem teiknara, sem aðeins er leigður til að koma þeirra húsagerðar- snilli á framíæri. Aðrir vilja láta hann öllu ráða, án þéss að útskýra vilja, efni og ástæður safnaðarins., Hvort tveggja er röng starfsaðferð. Til eru einnig þær byggingar- nefndir, sem hugsa svo mikið um kostnaðinn, að allt annað, verður að vikj a fyrir þeirri hugsun. Þeir halda að ódýr bygging sé æskilegust af öllu. Og þröngsýni þeirra og smá- sálarskapur grafa fegurð og anda undir hrúgu smámunasem- innar, sem kynslóð þeirra fyrir- verður sig fyrir að afhenda; þeirri næstii. KOSTIR OG STARFS- j ÞROSKI hverrar kirkjubygging-1 arnefndar munu ljóma skærast | í fullkominni byggingu, sem ! sameinar í svip og formi það j takmark, sem steínt var að í | blómlegri starfrækslu kirkjunn-1 ar, og hæfni hennar um ár og aldir til að fullnægja þörfum og kröfum hvers tíma. Þannig munu lengi sjást höpp og mistök nefndarinnar, sem lagði fyrstu drögin að stór- virki því. sem hver kirkjubygg- ing hlýtur að verða nú á dög- um. Okkar öld hefur aðstöðu til slíkra framkvæmda með bygg- ingarefni, sem mnn sýna hæfni þeirra, sem hugsa og vinna leng ur en nokkurn grunaði, sem vann að þessum störfura hér á íslandi fyrir nokkrum árum, meðan ekki var annað efni til en grjót, mold og timbur. Þvi er ábyrgð slíkra nefnda svo mikil, vandi þeirra og vcg- semd svo' stór, og mikiisvert, að þær vinni i auðmýkt festu, helgun og ást á trúarlegum hugsjónum og síðast en ekki sízt ai' drengskap og fórnarlund. Árelíus Níelsson. Gerizt áskrifendur að Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.