Tíminn - 21.08.1958, Qupperneq 7

Tíminn - 21.08.1958, Qupperneq 7
I’ÍMINN, fimmtudaginn 21. ágúst 1958. 7 T Landbúnaðarsýningin á Selfossi er yfirgripsmeiri og giæsilegri en ókunnugir hafa gert sér hugmynd um. Það kemur greinifega í Ijós, að gestir verða undrandi er þeir sjá fjölbreytni hennar og myndarbrag, smekkvísi og hugkvæmni í uppsetningu og fegurð, t.d. garðyrkjusýning- arinnar, sem vekur óbland- inn fögnuð. En þráít fyrir glæsileik og feg urð nrargra deilda sýningarinaar mun manuaferð um peningshús sýningarinnar vera einna mest og þar dvélst mönum lengi við að horfa á gripina. Og þag eru ekki aðeins bændur, sem ræða um kosti gripanna og n'ytsemd, | heldur eínnig börn og unglingar, sem hafa óblandna ánægju af að horfa á búféð. Starfsemnn sýning arinnar segjast hafa tekið eftir því, að kaupsiaðafólk, t. d. Reyk- víkingar, gera sér tíðförult þang að og dást að gripunum. Hér er enginn kostur að lýsa ná kvæmlega öllum gripum, sem þarna eru sýndir ,eða Eettfæra þá og lýsa kj'nkostum. En þarna eru í stuttu máli sagt nokkrir úrvals gripir Sunnlendinga, verðlauna- gripir og valdir að kostum. Fallegir stóðhestar. Fyrst skal minnast á hrossin á sýningunni; Þar éru tveir úrvals stóðhesiar, sem báðir hafa fengið hæstu verðlaun. Það er Hreinn frá Þverá, 18 vetra landskunnur verð launahestur af mörgum sýningum. Hlaut hæstu verðlaun og Búnaðar félagsbikarinn á landsmótinu á Þingvöllum í samar. Hann á orðið margt afkvæma, afbragðsgæðinga. Þá er bleikur sióðhestur, Silur- töppur, 6 vetra. Hann er frá Reykjadal : í Hrunamannahreppi. Hlaut hann Faxahikarinn á mót inu í surnar og hæstu verðlaun ungra stóðhesta. Silfurtoppur er ekki stórvaxinn en undrafríður, Sailíl'k^1.rio-'hovnrf: pro’ 'f'nrq Fremsta kýrin a myndinni er Rönd hin mýrdælska, en stórhyrnda kýrin á þriðja bás er Skrauta frá H|álmsholti sú, sem átti mjólkurmetið á síðasta ári. á landbúnaðarsýningunni á Selfossi vekur óskipta athygli gesta Þar eru verolaunahross, úrvalskýr, holdanaut, marglembdar ær, vænir hrútar, frjósöm svín og margar tegundir alifugla . Onnur hryssan á landbúnaðar- týrtingunni. mynd. Báðir eru stóðhestarnir eign Hrossaræktarsambands Sunn lendinga. Þarna eru 'vær hryssur, Gola ^ ..oyðlqnn í Hálfb i r r.nour af 'Gthjswaykini, kálfur elnkérini þessa holdakyns. ber miog þos VJ -í Föngulegur verðlaunahrútur á landbúnaðarsýningunnl. sumar, eign Jóns Helgasonar Mið l’i^sum Gnúpverjiahreipp'/, og Perla 15 vetra, eign Jóns Bjarna sonar, Selfossi, fékk þriðju verð laun á hrossasýningunni á Þverár eyrum fyrir þrem árum. Fagrar c>g afurðamiklar kýr. Þá er að minnast á kýrnar, en í þeirri grein húíjárræktar eru Sunnlendingar komnir lengst í kynbótum, og er sá árangur undra verður. Helztu kúakyn Sunnlend inga eru tvö, mýrdælska kúakyn ið og. Klufta-kynið. Bæði eru mikl um kostum búin og ræktuð hrein eða blönduð. Þarna á sýningunni er Rönd 8 vetra, ágæt kýr með öll sterkustu einkenni mýrdælska kynsins, enda hreinkynja. Næst henni stendur kvíga að fyrsta kálfi, fegursta skepna, blendingur, og þá kemur sú hin fræga Skrauta í Hjálmholti, metkýrin á þessu ári, dóttir Skjöldu í Hjálmholti, er mjólkurmetið átti áður, miklar kostakýr af lireinu Kluftakyni. Skrauta. mjóikaði s. 1. ár 30900 fitueiningar, og eru þag meiri af urðir en vitað er að íslenzk kýr hafi gefið af sér á einu ári nokkru sinni fyrr. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt reglum um kúaverðlaun hafa 1500 fituein ingar verið lágmark til 1. verð launa, en Skrauta mjólkar það rúmlega tvöfalt. Þarna er einnig sýnt naut all- vænt, Kolur úr Laugdælum, fögur skepna og stórvaxin, þótt ekki sé nema þriggja ára og er af Klufta- kyni. Kýrnar eru bundnar með nýstár •legum og þægilegum böndum, sem hafa mikla kosti. Það er háls- smeygur, sem leikur á lóðréttri keðju. Færist hann greiðlega. upp og niður eftir keðjunni, en kýrin getur ekki stigið aftur í flórinn. Dilkur undan kú. Þá er þarna á sýningunni dilk kýr frá Gunnarsholti. Hún er af Galloway-kyni að 3/8 en kálfurinn undan nauti sem er Gallowaý að 5/8 og er hann því hálíblendingur af Galloway. En einkenni þessa holdakyns eru mjög sterk hjá þessum kálfi og likamsbyggingin sérlega falleg. Þarna sýgur hann móður sína, þótt orðinn só allstór, en júgur hennar er litið, nytin lág en mjólkin kjarngóð. Þá er ekki síður gaman að skoða sauðfcð á sýningunni, enda er ’hinn nýi fjárstofn Sunnlendinga hraustur, vænn og fallegur. Þarna er fjórlemba úr jMiklahoitshelli, og eru dilkarnir vænir sem góðir tví- lembingar. Ekki hefir fólkið síður gaman af að horfa á forystuána með lömbin, sín fjögur. Ærin grá- bíldótt, lömbin lítil, eins og' venja er um forystufé, en þetta er fall- egur hópur. Einnig eru á sýningunni tvær þrílembur og fimm tvílembur. allt bráðfallegar skepnur. Sex hrútár eru þar, allt fyrstu verðlauna hrútar og metfé. 65 afkvæmi á þrem árum. Ekki má gleyma gyltunni í horn stíunni, enda á hún marga aðdá- endur. Hún er frá Þórustöðum og er aðeins hálfnuð með fjórða áld- ursárið. Þarna er hún nú með 9 grísi, Mklega þriggja vikna eða irai það bil, og heíir þá komið upp C5 grísum alls, en fætt nokkru íieiri. Hún hefir gol'.ð sex sinnum. Þessi gylta er skýrasta dæmið um þáð. með fáum og góðum skepnum. að hægL er að fá miklar aíiirðir Segjum, að öilum þessum g-ísum hafi verið og verði siátrað C—7 mánaða gömlum og leggvr g'.'ísmn sig þá á ca. 1700 kr. eins og verð- lag er nú á svínakjöti. Afurðir þessarar einu gyltu hafa því verið á þrem árum rúmlega 110 þús. kr. — en það er auðvitað ekki hreinn ágóði, því að svinafóðúr «-.r dýrt. en segja má að þetta scu miklar afurðir af litlu búi. „Fagurt galar fuglinn sá“ En ekki er allt kvikfé upp t&lið; þótl þella sé nefnt við einn vegg; peningshússins er fjaðrafok nokk url og þaðan berst við og við hvellt hanagal yfir fólk og fénað.. Þarna eru vírnetsbúr mörg og margir fallegir fuglar sýndir. ÍÞar eru hvít og brún hænsn af ítölsk- ■ um stofni, sýndir ætilegir hana- geldingar og hænuungar nýskriðr. ir úr eggi. Þarna eru dúfur, æðar fugl, kalkúnar, gæsir, endur og vafalaust fleira íuglakyns. Þarna er einnig til sýnis ýmis- legt smávegis, sem nauðsynlegt er í hænsnabúum og við aðra fugia- rækt, svo sem fóðurstokkar handa ungurn, ungafóstra, hentug gerð varpkassa, tæki til kyngreiningar hænuunga, sérstök drýkkjarílát fyrir fugla, ýmsar fóðurblöndur og fleira. Yfir hverjum sýningargrip er spjald með upplýsingum um hann., ætt hans og afurðir og fleira. Þótt búfjárdeildin á landbúnað-, arsýningunni sé ekki stór, er þar íaliegar skepnur að sjá, verðlauna gripi og metfé, og því dvelst þar öllum þeim, sem yndi hafa af dýr ufn — raunar vantar þarna falleg- an íflenzkan íjárhund. í dag er síðasti sýningardagur, og fólk — einkum úr höfuðstaðn- um — ætti ekki að sleppa þessu tækifæri. Það er dýrt og 'erfitt að efna til slíkra sýninga, og það er því ekki gert á hverju ári. Silfurtoppur, sem fekk Faxabikarinn, ákaflega fallegur hestur og flestum skepnum fríSari. Gyltan frá Þórustöðum — hefir gotið sex slnnum á þrem árum og komið upp 65 grísum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.