Tíminn - 31.08.1958, Síða 6

Tíminn - 31.08.1958, Síða 6
6 T í M I N N, sunmidaginn 31. ágúst 1958, Ötgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINf* Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðta Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamennj Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Þokast í áttina? STYRJALDIR hafa frá upphafi vega verið eitt af öraurlegustu og ógeðslegustu fyrirbæ-rum mannkynssög- unnar. Örlögin voru svo hlið holl okkur íslendingum, að setja okkur niður hér úti á hjara heims. Lengst af höf um við því aðeins verið áhorf endur að hinum blóðugu á- tökum. Land okkar hefir aldrei orðið beinn styrjaldar vettvangur, síðan borgara- stríði Sturlungaaldar lauk, þótt langt sé frá, að við höf um farið varhluta af mann- fórnum síðasta heimsstríðs. En við höfum um aldir ver- ið vopnlaus þjóð, haft skömm á hnefarétti og vald beitingu og átt þá ósk bezta, okkur sjálfum og öðrum til handa, að vinátta og bróður leg samskipti, mættu setja svip sinn á sambúðarháttu mannkynsins alls. Þótt styrjaldir séu þannig i augum okkar íslendinga og enda vafalaust alls þorra manna um allan heim, sví- virðing og glæpur gegn líf- inu sjálfu, þá er hinu ekki að neita að ýmsar merkar og ó- metanlegar uppgötvanir hafa verið gerðar á stríðs- tímum og í sambandi við styrjaldir, þó að' hagnýting þeirra hafi bæði hneigst til hins betra og verra. Að sjálf sögðu fer ekki hjá því, að öll sú þekking, sem styrjald ir hafa þannig kallað fram, hefði hlotnast mannkyninu án þvílíkra fórna, þótt á því hefði e. t. v. stundum orð ið einhver bið. Það er eins og hin hemjulausu átök barátt unnar knýji mannsandann jafnan fram til yztu marka mannlegrar getu. ÖLLUM er í fersku minni beizlun kjarnorkunnar í lok síðasta striðs. Sigurinn í hinu æðisgengna kapp- hlaupi um þá uppgötvun,, skipti sköpum með stríðsað- ilum þá. Kjarnsprengjurnar sem þá var kastað yfir Jap- ani, sýndu, á eftirminnileg- an hátt, að tekizt hafði að beizla ægilegasta eyðilegg- ingarafl, sem nokkru sinni hafðí þekkst. Auðséð var að allar styrjaldir, sem til þess tíma höfðu verið háðar, myndu barnaleikur einn hjá kjamorkustríði. Og nú hófst hemjulaust kapphlaup milli heimsveldanna í austri og vestri. Hvort um sig sótti að því marki af allri orku, að eiga öflugri sprengjur en hitt. Bomburnar, sem Banda rikjamenn notuðu gegn Jap önum, voru hreinustu sak- leysíngjar í samanburði við þær, sem nú eru tiltækar. Og áfram hefir verið haldið tilraunum, allt til þessa, ennþá hefir ekki þótt nóg að gert. En óbreytt fólk, af öll um þjóðum, sem einhverja grein gerir sér fyrir því, sem að virðist fara, stendur á- lengdar, undrast aðfarir stjórnmálamannanna og ótt ast, að hinar æðislegu morö tækjatilraunir hljóti fyrr en síðar að heimta útrás í ægi legasta hildarleik allra tíma. Þetta fólk veit það, sem for- ystumenn heimsmálanna virðast loka augunum fyrir, að kjarnorkustríð getur eng inn unnið, heldur eru allir dæmdir til tortímingar. Og ekki nóg með það. Því er einn ig ljóst, að sprengjutilraun irnar einar saman, þótt ekki .verði lengra farið, eru á góðri leið með að eitra svo allt umhverfi manna, að eftir nokkur ár, fæðist ekki á okk ar jörð annað fólk, ein ein- hvers konar vanskapningar. LOKS virðist svo komið, að tekið er að rofa til. Kjarn orkufræðingar, bæði frá aust ur- og vesturveldunum, sátu nýlega á ráðstefnu í Genf. Viðfangsefni ráðstefnunnar var athugun á því, hvort eft irlit með kjarnorkutilraun- um væri framkvæmanlegt. Slíkt eftirlit er að sjálfsögðu grundvallaratriði fyrir breyt ingum til batnaðar, úr því að tortryggni- er þvílík, milli heimsveldanna, að hvorugt treystir hinu. Vísindamenn- irnir, sem þarna sátu á 7 vikna ráðstefnu, virðast hafa starfað þar saman í sátt og samlyndi, með það sjónar- mið eitt fyrir augum, að 'freista þess, að finna leið til upphafs á lausn mesta og örlagaríkasta vandamáls nútímns. Og það tókst. Nið- urstaðan varð sú, að eftirlit ið væri framkvæmanlegt. Með því að koma upp eftir litsstöðvum á nokkrum stöð- um, væri unnt að fylgjast með því, hvort tilraunir væru gerðar með kjarnorku sprengjur. Þannig yrði úti- lokað fyrir eitt stórveldi að fara á bak við hin, án þess að upp kæmist. Nú er þess að vænta, að næsta skrefið á þessari braut, verið tekið sem fyrst. Er það að sjálf- sögðu algert bann við frek- ari tilraunum með kjarnorku vopn. Úr því að eftirlitið er framkvæmanlegt, er fótum kippt undan þeirri afsökun, sem hingað til hefir verið notuð af heimsveldunum fyr ir áframhaldandi tilraunum. Þeir, sem nú þverskallast eru óheilir í málinu. Þeir vilja sýnast en ekki vera. Von- andi kýs enginn að bera það brennimark. HIÐ vínsamlega samstarf vísindamanna á Genfarráð- stefnunni er virðingar- og þakkarvert. Þarna mættust menn af ólíkum þjóðernum, með mjög andstæðar skoð anir á heimsmálum. En þeir létu það ekki hafa áhrif á afstöðu sína. Þeir viku á- greiningsefnunum til hlið- ar en leituðu hins, er sam- einaði. Samstarf þeirra gef- ur auga leið um það, hvernig þjóðir og einstaklingar eigi að vinna. Við getum verið af ýmsum þjóðernum. Við get um borið ýmis konar hör- midslit. Við getum haft mis munandi stjórnarfar. En Sjötugur: Óli Vilhjálmsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SIS í Kaupmannahöfn Á mámidaginn kemur er fyrsti september og hefir mikið verið um þennan dag rætt undanfarið, og það að vonum. í svipinn er mér þessi dagur hugstæðastur af því, að þá er vinur minn Óli Vil hjálmsson sjötugur. Við Óli V. kynntumst fyrst fyrir rúmum 40 árum og jafnan síðan haft náin samskipti, meðal annars verið nánir samstarfsmenn hjá Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga um aldarfjórðungsskeið, hann lengat af við framkvæmdastjóra- störf erlendis, en ég hér heima. En leiðir okkar lágu mikið saman vegna tíðra ferða minna lil út- landa þar sem við unnum saman að sölu íslenzkra afurða í þeim löndum, sem Ó. V hverju sinni annaðist verzlunarviðskipti við, en á þessu tímabili var hann búsetitur í Kaupmannahöfn, Hamborg og um líma í Leith. Óli Vilhjálmsson naut óvenju- lega mikiis álits hjá viðskipta- mönnum SÍS fyrir prúðmannlega I framkomu og áreiðanleik í við- ! skiptum. Um þotta er rrjér persónu lega mjög vel kunnugt eins og að líkum lætur, enda naut hann hvers manns (rausts, bæði forráðamanna SÍS hér heima, og viðskiptamanna þess erlendis. Honum var illa við, , ef vikið var frá settum viðskipta- reglum, eða vörur þær, sem hann átti að seljá, reyndust ekki að öllu eins og til var skilið, enda chætt að treysta honum til rétt- dæmis í þessum málum. Það kom ! alloft fyrir að okkur greindi á í | störfum okkar, eins og vera ber, um menn, sem reyna að vinna að málum af alvöru og með fullri ábyrgðartilfinningu. Ó. V. fylgdi að jafnaði málum sínum með fullri alvöru, þvi hann er skapmaður, þó hann kunni vel að stilla skapi sínu í hóf. — Aldrei man ég eftir að ágreiningur okkar, skildi eftir nokkur sárindi svo ég held mér sé óhælt að fullyrða að við urðum þvi betri vinir, sem við unnum lengur saman. Lengst af þeim tíma, sem Ó. V. vann að viðskiptamálum erlendis, höfðu íslendingar sjálfir enga opin bera utanríkisþjónustu. Það valt því á miklu fyrir þjóðina að þeir menn, sem sérstaklega völdust til þess að fást við utanríkisvið- i skipti, væru vandanum vaxnir. ' Má fullyrða að Ó. V. kom jafnan ! fram, sem ágætur fulltrúi þjóðar ' innar, enda heyrði ég þann mann, 1 sem fyrst og lengst fékkst við ut anríkismál íslendinga, segja það um Ó. V. að hann væri manna bezt fallinn til að verða sendiherra landsins þegar ísiendingum væri þörf slíkra manna. Óli Vilhjálmsson er hvers manns hugljúfi í umgengni, enda óvenjulega vinsæll maður. Hann er hverjum manni hjálpsamari og hafa margir notið þess, einkum á meðan ekki var hægt að leiía til íslenzkra sendiráða um fyrir- greiðslu. Og allmikið mun þetta hafa komið við pyngju hans, því maðurinn er örlátur óg höfðingi í öllum samskiptum sínum við sam ferðamennina. Þetta á ekki að vera neinævn ferilsskýrsla, heldur stutt kveðja og árnaðaróskir á þessum afmælis d'egi hans, frá bonu minni og mér, fyrir langa og mikilsverða vináttu, að ógleymdum óteljandi skemmti- legum samverustundum. Á höfuðdag 1958, Jón Árnason. heimsfriöurinn veröur ekki tryggð’ur með því, að reysa múra einangrunar og tor- tryggni milli þjóða og landa. Aðeins framrétt hönd vin- samlegra samskipta og gagn kvæms skilnings getur fært okkur framtíðarfrið. Óli Vilhjálmsson, fyrrver. fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sam- vinnufólaga í Kaupmannahöfn, er sjötugur á morgun. Fæddur á Brettingsstöðum í Flateyjardal, 1. sept. 1888. Faðir hans var Vilhjálm ur Guðmundsson, Jónatanssonar frá Hofi Hallssonar. Kona Guð- mundar Jónatanssonar var Steir.- un Þorkelsdóttir frá Brettingsstöð- um. Móðir Óla var Ólöf ísaksdóttir frá Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi, Sigurðssonar, af Víkinga- vatnsætt. Frændalið Óla er fjöl- mennt í Þingeyjarsýslu og víðar. Það hefir verið hið mesta atorku og greindarfólk. Óli mun hafa flutt til Húsavík- ur kringum aidamótin, notið þar kennslu í hinum ágæta unglinga- skóla Benedikts Björnssonar. Árið 1904 réðist hann íil verzlunar- starfa til bræðranna Aðalsteins og Páls Kristjánssona og starfaði hjá þeim samfleytt til 1919, að undan teknum 8 mánaða tíma sem hann dvaldist í Kaupmannahöfn, árin 1916 til 1917. Notaði hann þann tíma einkum til náms i bókfærslu og málum. Árið 1919 réðist hann til Kaup- félags Þingeyinga í Ilúsavík. Störf in hiá Sambandinu í Reykjavík fóru þá dagvaxandi og varð mikil þörf fyrir fleiri góða starfsmenn. Fyrir tilmæli Hallgríms Kristins- sonar forstjóra fékk Óli afurkall- aða ráðninguna hjá Kaupfélagi Þingeyinga og gekk í þjónustu Sambandsins það sama vor. Hann starfaði á skrifstofu Sambandsins í 'Reykjavík til í ágúst 1921. Þá flutti hann til Kaupmannahafnar og var fulltrúi á skrifstofu Sam- bandsins þar til 1927. í janúar 1927 opnaði Sambandið j skrifstofu í Hamborg. Óli var þar | framkvæmdastjóri meðan hún starfaði, eða til í febrúar 1932. Ástæðan til þess að skrifstofan í Hamborg var lögð niður, voru : hin lamandi áhrif heimskreppunn- ar á öll viðskipti. Straumur við- skiptalífsins breytti þá um farveg eins og jökulvatn. Sala framleiðslu vara varð þá mjög ótrygg, en undir henni var það komið hvaðan og hversu mikið var hægt að kaupa af vörum til landsins. Þá þótti sam- bandinu og kaupfélögunum brýn nauðsyn að spara rekstrarkostnað í bili eins og framast var unnt. Óli fór nú aftur til skrifstofunn- ar í Kaupmannahöfn og starfaði þar. Þó kom það fyrir að hann hljóp í skarðið fyrir framkvæmda- stjóra, bæði hér heima og í Leith, er þeir voru í erindisferðum um lengri tíma í fjarlægum löndum. Eftir lát Odds Rafnars 1937, tók Óli við framkvæmdastjörn skrif- stofunnar i Kaupmanr.ahöfn. Hann átti oft sæti í nefndum, sem gerðu viðskiptasamninga milli íslands og annarra landa. Þegar Óli var 65 ára 1953, lét hann af störfum. Verk efni Hafnarskrifstofu urðu þá minni en áður, þar sem Nordisk Andelsforbund tók að sér að ann- ast annað meginverkefni skrifstof unnar, innkaupin. Óli haföi starfað við verzlun í bálfa öld, íyrsl um 15 ár við einka verzlun vinsælla bræðra í Húsa- vík og síðan um 34 ár í þjónustu Sambandsins. Hann hefir ætíð ver- ið staðfastur og starfsglaður og unnið öll störf af alúð og kost- gæfni. Átt traust og vináttu starfs- félaga, hvort sem þeir voru hans yfir eða undirmenn og verið vin- sæll meðal viðskiptamanna, hvar sem hann hefir starfað. Óli er hinn fríðasti maður að vallarsýn, kátur, hnyltinn, sk'emmtilegur, söngvinn og vin- fastur. Hlýtur öllum að líða vel í návist hans. Hann er einstakt snyrtimenni, greiðasamur og góðmenni. FjÖldi manna hefur á ferðum erlendis notið þessa i ríkum mæli. Skrifstofur Sambandsins erlend- is, hafa ætið með ljúfu geði veitt löndum sinum mai'gháttaða fyrir- greiðslu, eftir því sem tök voru á. Þau eru óítalin ómökin, sem Óli hefir á sig lagt fyrir fjölda fólks. Mun það með þakklátum huga senda honum hlýjar kveðjur. Óli er víðförull, 70 ára ferð frá Brettingsstöðum í Flateyjardal um mörg lönd og álfur, til hvíldarsetu í Höfn, heíir vitanlega verið mjög viðburðarík. Vörður vísuðu leið. í Húsavík hafði Óli náin kynni af mörgum braulry ð j e ndu m Sam- j vinnufélaganna. Hlaut hann að J verða fyrir áhrifum frá þeim góöu. mönnum. sem örvuðu hann' til sjálfsmenntunar. Og hugsjónir þcirra festu rætur í huga hans. Honuni var þrí ljúft að ganga í hóp þeirra manna, sem ævilangt unnu að bæítum hag almennings I landinu. Kann hefir staðið vel á sínum vettvangi og haldið vel'li. Enn sem komið er hefir hann einn ig haldið veili í glimunni við kerl ingu Elli. Hann er ótrúlega ung- legur ásýndum, glaður og reifur og hvers manns hugljúfi. ^ Gamlir siarfsfélagar Óla Vil- hjálmssonar þakka honum liðna tíð, óska honum hjartanlega tii hamingju með 70 ára afmælið og guðs blessunar í íramtíðinni. Hallgrímur Sigtryggsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.