Tíminn - 13.09.1958, Page 6
4
T í MI N N, laugardaginn 13. september Í95t.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
í fótspor meistarans
AFSTAÐA Mbl. til land-
helgisgæzlunnar í sumar hef
ir verið með þeim endem-
um að ætla mætti að blaðið
væri fremur enskt málgagn
en íslenzkt. Á meðan önnur
blöð á íslandi, hvers flokks,
sem þau eru, hafa meira og
minna túlkað málstað
isienzku þjóðarinnar, hefir
Mbl. algjörlega skorizt úr
leik. Á síðum blaðsins er
engin grein finnanleg, sem
innlegg getur heitið í deil-
unni, frá íslendinga hálfu,
utan tvær eða þrjár aðsend-
ar. Aftur á móti hefir verið
gerð hin smásmugulegsta
lúsaleit að öllu því, sem um
okkur hefir birzt í erlend-
um blöðum, málstað okkar
til óþurftar. Allar slíkar ó-
hróðurssögur hafa átt auð-
velda leið inn um dyr Mbl.
hallarinnar og verið tekið
þar opnum örmum. Fyrir
þær skorti hvorki húsrúm né
hjartarúm hjá þeim Mbl,-
mönnum. Þótt reynt sé nú
eftir á að klóra yfir slóðina
þá er það vonlaus viöleitni.
Stimpilliinn situr þar sem
hann er kominn.
Almennt mun talið, að
Bjarni Benediktsson beri höf
uðábyrgö á þessari einstæðu
framkomu blaðsins. Um það
skal ekkert fullyrt en ætla
verður þó, að honum, sem að
alritstjóra, hefði verið auð-
velt að sveigja stefriu blaðs-
ins og málsmeðferð í aðra átt
ef hann hefði kært sig um.
SÍÐAN 1. sept. hefir Mbl.
öðru hvoru verið að ympra á
þvi, aö á því riði nú öllu
öðru meir, að innbyrðis deii
ur um málið væru látnar nið
,ur falla. En hvernig hefir
,'olaðið sjálft haldið það boð-
orð? í stuttu máli þannig, að
í hverju einasta tölubl., sem
út hefir komið síðan um mán
'aðamót, hefir verið reynt að
ala á sundrungu og mis-
klíð. Reynt er að læða því
inn hjá almenningi, að ríkis
stjórnin hafi unnið sérstak-
lega slælega að undirbúningi
málsins. Það sé eiginl. bara
fyrir handvömm ríkisstjórn-
arinnar, að Bretar skuli nú
beita íslendinga ofbeldi. Rík
isstjórninni hefði átt að vera
í lófa lagið, að fyrirbyggja
slíkt með samningum. Þó
veit blaðið, að síðan í vor
hafa staðið yfir látlausar
samningaviðræður. Málin
stóðu þannig 1. sept, að Bret
ar voru ófáanlegir til að við-
urkenna útfærslu landhelg-
innar en af íslendinga hálfu
kom hins vegar ekki til mála
að hopa frá 12 mílna rétt-
inum. Samningar gátu ekki
byggzt á öðru en undan-
slætti okkar. Er meining
Mbl. sú, að við hefðum átt
að vinna það til samninga?
NÚ hefir nýr kappi vaðið
fram á völlinn, ekkert
minna en borgarstjórinn í
Reykjavík og fetar dyggilega
„Sjálfstæðis“-línu Mbl.
Borgarstjórinn hefir ekki
fyrr lagt til þessara mála,
enda dvalizt úti í löndum, að
safna kröftum undir vetur
inn. En s. 1. sunnudag skaut
hann upp kollinum norður
á Blönduósi á „héraðshátið"
þeirra Sjálfstæðismanna.
Þar flutti hann að sjálfsögðu
ræðu og hefir útdráttur úr
henni birzt í Mbl. Hvað
hafði svo borgarstjórinn að
segja Húnvetningum um
landhelgismálið? Hélt ekki
þessi hugprúða „sjálfstæðis-
kempa“ hraustlega á málstað
íslendinga þar norður við
Húnaflóa? Jú, sennilega á
sinn hátt. Hann rótast út í
ríkisstjórnina, segir hana
níða andstæðinga sína, hún
hafi, í þessu máli, „---stig
ið mörg víxlspor og kallaö
yfir okkur margan vanda,
sem hægt var að sneiða hjá“.
Auðvitað er ekki eitt orð sagt
til rökstuðnings þessari
þvælu. Hvaða „vandi“ er
það, „sem hægt var að
sneiða hjá“ og hvernig átti
þá að sneiða hjá þeim
„vanda“? Vill ekki borgar-
stjórin nupplýsa það?
En um annað þegir þessi
skelegga sjálfstæðishetja,
og gengur þar feti framar en
jafnvel sjálft Mbl. hefir
treyst sér til. Við framferði
Breta innan íslenzkrar. land
helgi blakar hann ekki með
einu orði. Þegar harðsvírað
herveldi beinir fallbyssu-
kjöftum sínum að íslenzkum
löggæzlumönnum í því skyni
að meina þeim að gegna
skyldustörfum sínum, þá
minnist borgarstjórinn ekki
á það. Þegar gerð er árás á
frelsi okkar og sjálfstæöi og
reynt að ræna okkur þeim af
komumöguleikum, sem líf
okkar í þessu landi byggist
á, þá tekur því ekki að tala
um það. Allur hans áhugi
snýst um það eitt, að sverta
sína eigin landa. Þaö er hans
„einingar“-barátta. Ekki er
það furða þótt Mbl. hafi
þótt mikilsvert að breiða svo
úr þessum boðskap, að Jóni
á Akri er algjörlega byggt
út.
STUNDUM er um það tal-
að, að þeir menn, sem þykja
sérstaklega seinheppnir og
lánlausir, séu fæddir undir
einhverri óheillastjörnu.
Hefði þetta við eitthvað að
styðjast, mætti ætla, að borg
arstjórinn væri einn í þess-
um ólánssama hópi. Líklega
hefði enginn vitað um af-
stöðu hans til þessa máls, ef
hann hefði ekki þurft að rek
ast norður á Blönduós og
slysast til þess að opinbera
þar hug sinn á svo eftirminni
legan hátt. Sennilega hefðu
fáir tekið eftir því, þótt hann
legði ekkert til landhelgis-
málanna, því annað er ofar í
hug manna þessar vikur en
tilvera borgarstjórans yfir-
leitt. Og hinir, sem eftir hon
um kunna að hafa munað,
hefðu eflaust afsakað af-
skiptaleysi hans með kunnri
værukærð kempunnar. En
þegar Gunnar Thoroddsen
finnur svo loks hvöt hjá sér
Fólksf jölgun erfiðasta vandamál Kín-
verja, nemur 12-13 milljónum á ári
Eftirfarandi grein er eftir
norska þingmanninn Finn
Moe. Hann situr á þingi fyrir
verkamannaflokkinn og er
formaður utanríkismála-
nefndar norska Stórþingsins.
Undanfarið hefir Moe verið
á ferðalagi í Kína og ritað
greinar um ferð sína í Ar-
beiderbladet. Hér ræðir hann
um eitt alvarlegasta vanda-
mál Kínverja, fóiksfjölgun-
ina, og er greinin nokkuð
stytt í þýðingo.
Kmverjar vinna af kappi atS vexti iðnaðar og land
búnatiar, áró^ur fvrir takmörkun barneigna
Kína úir og grúir af fólki. Á
verzlanagötum. stórborganna ei
ævinlega ös og ótrúlegur troðn
ingur í vöruhiisunum. í íbúða-
hverfunum eru það aftur á móti
börnin, sem setja svip sinn á
götulífið, hraustleg börn á öllum
aldri. Þau eru bezti vitnisburður-
inn um það hver framför hefir
orðið í heilbrigðismálum: mun
fleiri börn vaxa nú upp en nokkru
sinni fyrr.
Fólksf jölgun erfiðasta
vandamálið
Síðasta manntal er náði til alls
landsins, var miðað við 1. janúar
1953. Þá var fólksfjöldinn 601
milljón, og var það meira en menn
höfðu reiknað með. Fæðingartal-
an er 3.7%, dánartalan 1.7% —
þ. e. a. s. fólksfjölgun nemur 2%
árlega. Síðari útreikningar hafa
leitt í ljós, að þessi tala er nokk-
uð hærri, eða 2.4%. Samkvæmt
þessu fjölgar ibúum Kína um 12—
13 milljónir á ári.
Þessi fólksfjölgun er alvarleg-
asta vandamál Kína og skýrir efa-
laust að mikiu leyti hversu mikil
áherzla er lögð á að auka fram-
leiðslu landsins.
Þegar hefir náðst mikilvægur
árangur í efnahagsþróun landsins.
Iðnaðurinn vex um 18—19% á ári.
En getur landbúnaðurinn haft'
undan að framleiða matvæli handa
hinum sívaxandi fólksfjölda og
jafnframt látið af hendi hráefni
til iðnaðar og útflutnings?
Kínverjar benda á, að landbún-
aður hafi aukizt um 4.5% árlega,
eða 25% alls, meðan fyrsta fimm
ára áætlunin síóð yfir 1953—57.
í hinni nýju fimm ára áætlun er
meiri áhei-zla lögð á þróun land-
búnaðar og að því stefnt að fram
leiðsla korns og bómullar verði
tvöföld árið 1967 miðað við það,
sem hún var 1957. Jafnvel er full
yrt, að sums síaðar hafi þegar tek
izf að tvöfalda framleiðsluna, tiu
árum fyrirfram. En engu að síður
hlýtur maður að spyrja, hvort
þetta nægi.
Það er athyglisvert, að í Kína er
skömmtun á fjölmörgum lífsnauð
synjum. Vissulega er skammtur-
inn nægur. En engu að síður er
talin ástæða til skömmtunar.
Aukning iðnaðar og
landbúnaðar
Erfiðasti stjórnmálavandi hinn-
ar nýju stjórnar er einnig í tengsl
um við þetta vandamál: Er unnt
að ná saman nægu fjármagni til
að festa í landbúnaði og iðnaði
jafnhliða þ\i að lífskjör eru bætt?
Kínverjar benda á það, sem
þeir hafa þegar lokið í iðnaðar-
málum. Meðan fyrsta fimm ára
áætlunin stóð yfir voru næstum
10.000 fyrirtæki sett á laggirnar.
Fjárf^stingin 1957 ’var 94.4%
meiri en 1953. Jafnframf hækk-
Götulif í Shanghai
uðu laun iðnaðarverkamanna um
42.7%. Útreikningar sýna, að
neyzla bænda jókst um 22%. En
vissulega verður að taka til
greina að miðað er við ótrúlega
léleg lífskjör, þannig að mikil
töluleg framför sannar ekki að
lífskjörin séu góð, aðeins að þau
séu betri en fyrr. En Kínverjar
leggja áherzlu á að mikilvægast
sé að lífskjörin hafa batnað, þrátt
fyrir það að fólki hefir fjölgað.
Þriðja vandamálið 1 sambandi
við fólksfjöigunina er hvort unnt
sé að útvega 12 milljónum manns
til viðbótar vinnu á ári hverju.
Reiknað hefir verið út, að þótt ‘
Kínverjum tækisf á næstu 25 ár-
um að byggja upp iðnað, er sam-!
svari þeim iðnaði, er Sovétríkin
ráða í dag — og ekki er trúlegt,
að það takist — verði samt aðeins
unnt að útvega vinnu fyrir 30%
fjölgunarinnar á vinnumarkaði.
Kínverjar benda á, að nú vinna
7.5 milljónir verkamanna að iðn-1
aði. Ef unnt væri að tvöfalda iðn-:
aðarframleiðsluna þriðia hvert ár,
yrði þörf fyrir eina milljón nýrra
verkamanna ár hvert. Ef tvöfalda
á landbúnaðarframleiðsluna ’og
reiknað er með að helmingur aukn
ingarinnar sé vegna aukinnar
framleiðni :nuni verða þörf á 50
milljónum manns til viðbotar.
Andstætt þessari bjartsýni er það,
að nú virðist atvinna vera tak-
mörkuð til sveita, og skýrir það
flul'ninginn til borganna. Það vek
ur þvi ekki furðu, að stefnt er að
því að auka handiðnir til sveita
til að auka atvinnu. Sennilega er
það einnig orsök þess að reynt er
að dreifa iðnaði sem viðast um
landið.
Takmörkun barneigna og
bylting í líft kvenna
Útreikningar Kínverja í þessiun
efnum virðast í bjartsýnasta lagi,
og það vita þeir sjálfir. Að miUnsla
kosti hafa þeir' í seinni tíð lagt
mikla áherzlu á takmörkun barn-
eigna, og hefir í því efni órðið
rótlæk breyíing. Árin 1949—54
var takmörkun barneigna talin
eirikenni aftnrhalds og kapítal-
isma. Þá voru menn öruggir um
íFramh á 11. síðu)
Þegar pósthúsiS í Reykjavík var opn
að að nýju eftir gagngerðar end-
urbætur gaf póst- og símamála-
stjórnin út ítarlega greinargerð
og í henni segir meðal annars á
þessa leið:
„Það er eitt, sem gerir póstskil mjög
erfið hér og sem almenningur
ætti að lijálpa til við að leysa.
Það er, að bréfrifur eða bréfa-
til að segja eitthvað um mál
ið, þá lullar hann bara dyggi
lega í slóð þess manns, sem
óþajrfaistur hefir orðiö ís-
lenzkum málstað í land-
helgisdeiiunni. Þannig er
„sjálfstæðis-“barátta þessa
„sjálfstæðis“-manns.
v7\
V'r\ U 1
—i
kassa vantar á nálega 60% af
heimilum i Reykjavfk, því að oft
er seint eða ekki svarað, þegar
bréfberinn hringir eða ber að dyr
um. Við þessar tafir tapast ár-
lega tími, sem svarar til vinnu
margra brófbera, og afhending
margra bréfa tefst af þessum
sökumr*
Og ennfremtrr segir: „Samkvæmt
nýrri reglugerð má setja það sern
skilyrði fyrir útburði póstsend-
inga, að húseígendur setji upp
bréfrifu eða. bréfakassa f.vrir
þann póst, sem í liúsið á að fara.
Er nú ótijákvæmilegt að ganga
ríkar eftir þessu en gert hefir
verið.“
Af þessu má sja, að það er skylda
hvers húseigenda að setja upp
bréfrifu á útidyrahurðina' eða
bréfakassa. Póstþjónustan hefir
enn ekki gengið ríkt eftir að
þassari skyídu væri framfylgt, en
í framtíðinni m;á búast við að
það verði gert, því það léttir
störf póstþjó.na afar mikið. Hús-
eigendur ættu að létta undir með
póstþjónusiunni með því að
koma þessu smámáli í fram-
kvæmd. Það kostar hvorki mikla
peninga né fyrirhöfn.