Tíminn - 24.09.1958, Side 5

Tíminn - 24.09.1958, Side 5
T í M I N N, miðvikudaginn 24. scptembcr 1958 D MINNINGARORÐ: GEORGIA BJÖRNSSON fyrrverandi forsetafrú í 13. omferð tefldi Friðrik fyrst sem stórmeistari og enginn tefldi þá betnr íngvar Ásmtmdsson skrifar um jjretíándu fjórtándu, fimmtándu og sextándu umferí á skákmótinu í Portoroz Þótt víða sé fagurt á fslandi, kemst fátt i samjöfnuð við kyrr- látt sumarkvöld á Bessastöðum. Hið næsta eru grænar grundir milli lygnra voga, en fjær úfið hraun og víður fjallahringur, sem Jjómar í ævintýralegum litbrigð- um hnígandi sólar. Ósjálfrátt leitar hugurinn á þennan stað þegar ég horfi á fán- ana drúpa í hálfa stöng við and- látsfregn frú Georgiu Björnsson, fyrrverandi forsetafrúar. Hún and- aðist í Landspítalanum 18. þ.m. Frú Georgia var fædd 18. janúar 1884 í Hobro á Jótlandi, þar sem faðir hennar var lyfsali. Kynntist hún Sveini Björnssyni er hann var við háskólanám í Kaupmanna- höfn, en hún hafði þá veturinn áður dvalizt í Reykjavík í heim- sókn hjá systur sinni, konu Lunds lyfsala. Segir forsetinn í æviminn ingum sinum skemmtilega frá fyrstu kynnum þeirra hjóna, og hve sér hafi strax fundizt „eit't- hvað svo bjart, vinalegt og blátt áfram“ við þessa ungu stúlku. Þeim eínkcnnum hélt hún alía tið um langa og viðburðaríka ævi. Þótt frú Georgia Björnsson væri hvorki ókunnug eða tengslalaus við ísland áður en hún kynntist eiginmanni sínum, þá má það vera öllum ljóst, hvert átak það er, að flytjast til framandi lands og gera það að sinu landi og framtíðar- landi barna sinna. Slíkt er augljóst hverjum þeim, sem sjálfur ann ættjörð sinni. Og þótt þannig sé hlut'skipti margra, þá hlýtur því áð vera samfara mikil andleg raun, hversu ástúðlegt umhverfi, sem mönnum er búið í hinu nýja landi. En frú Georgia Björnsson reynd- ist þeim vanda vaxin, eins og svo mörgum öðrum, sem lífið lagði í götu hennar. Heimili þeirra hjóna í Reykja- vík .hefur hlotið að vera eril- og ánnasamt frá öndverðu fyrir hina ungu húsfreyju. Maður hennar sinnti fjölþættum störfum, tók t.d. mikinn þátt bæði í bæjar- og Jands málum og var frumkvöðull og ráðu naut-ur um stofnun ýmissa félaga og fyrirtækja. Öilu þessu hafa fylgt samskipti við fjölda manns. Hin unga kona hefur því strax komizt inn í hringiðu íslenzks þjóð félags, sem liún átti eftir að téngj- ast enn fastari böndum en sem liúsmóðir á venjuiegu íslenzku heimili, þar eð í hennar hlut' kom að móta heimili fyrsta íslenzka sendiherrans og fyrsta innlenda þjóðhöfðingjans. í báðum þessum störfum hefur reynt mjög á húsfreyjuna. Heimili sendiherra hjónanna í Kaupmannahöfn var annálað fyrir gestrisni og viðmóts- hlýju, enda mun húsmóðirin hafa notað aðstöðu sína til að greiða margs manns götu. Þegar vald þjóðhöfðingjans hafði verið flutt inn í landið, greindi menn nokkuð á um, hvar honum skyldi búið aðsetur. Kom tvennt til greina; Reykjávík eða Bessastáðir. Um Bessastaði léku skin og skuggar langrar sögu. — Óhappaferill erlendra valdsmanna annars vegar, hins vegar dvöl margra ágætustu manna þjóðarinn ar um lengri eða skemmri tímá. Flestir mfunu nú viðurkenna, að vel hafi tekizt um 'staðarvalið. En því veldur ekki einungis forn sögu i'rægð Bessastaða, heldur einnig og í ríkum mæli sú saga, sem frú Georgia átt'i sinn mikla þátt í að skapa. Ríkisstjórnin veiiti forseta- hjónunum frjálsar hendur um end- urreisn staðarins. Þótt þar muni oftast' hafa verið vel búið, þá hlutu þarfir og kröfur að breytast, er þjóðhöfðinginn skyldi setjast þar að. Forsetahjónin réðu sjálf mestú nœ, hvað gert var á Bessastöðum Og lét'u sér annt um, að gera þær breytingar einar, scm nauðsynleg ar töldust og rufu ekki stíl liinna fornu bygginga. Er þaö almanna- rómur, að viðbygging við húsið sé í prýðilegu samræmi við hinar eldri byggingar, og engum þótti sárar en þeim hjónum, ef mistök urðu. En þegar búið var að prýða staðinn sómasamlegum bygging- um, kom í hlut frú Georgiu. fremur en nokkurs eins manns annars að segja fyrir um hinn innri búnað heimilisins og siðasf en ekki sízt mótun heimilishátta. Hvers virði. er fagurlega búið heimili, ef hús- ráðendur gæða það ekki þeirri ástúð og hlýju, sem gerir þeim, er að garði ber, geðfellt að dvelj- ast þar? En heimilið að Bessa- stöðum bar einmitt svip þess, sem var einkenni forsel'afrúarinnar sjálfrar frá fyrstu tið: Bjart, vina- legt og blátt áfram. Og þótt það sé mikið sagt í landi gest'risninnar, þá hvgg ég að fáar húsfreyjur hafi betur kunnað að fagna gestum- en frú Georgia Björnsson. Að garði hennar bar margs konar fólk, bæði frægðarmenn og umkomuleys- ingja. Eg sá hana aldrei gera sér mannamun. Hún fór ekki eftir forskrift um framkomu sína, held- ur réði þar hjartahlýja góðrar konu. Þess vegna leig mönnum vel í návist hennar og fundu að þeir voru velkomnir. Frú Géorgia Björnsson var hús- freyja á forsetasetrinu í ellefu ár. Sama dag og jarðneskar leifar eiginmanns hennar höfðu verið lágðar í mold skainmf frá leiði Giims Thomsens við Bessastaða- kirkju, fluttist hún fyrir fullt og allt frá hinu fagra heimili,' sem hún hafði stjórnað svo lengi og átt svo ríkan þátt í að móta. Heimili það, sem hún bjó sér síðan í Reykjavík bar hinn sama svip smekkvísi og hlýleika, þar sem flestir hlutir áttu sína sér- stöku sögu og sumum voru tengdar minningar frá ferðum um fjarlæg lönd. Þótt forlögin virðist hafa st'ráð braut frú Georgiu Björnsson þeirri frægð og írama, sem margir munu kalla hamingju, þá fór hún ekki varhluta af andstreymi lífsins. Langa hríð bar hún stöðugan ugg í brjósti vegna vanheilsu eigin- manns síns, en hann var oft hin síðari ár miklu þyngra haldinn af sjúkdómi þeim, er að lokum leiddi hann fil dauða, en hann viídi viður kenna fyrir sjálfum sér og öðrum. Báðum mun þeim þó hafa verið fyllilega ljóst, hvert steíndi. Sjálf var hún iðulega sjúk, þótt hún hirti litt um það,- og margs konar áhyggjur sóttu hana heim. Dáðist ég oft af þreki hennar og vilja- styrk, svo miklu meiri raun sem það er, að hafa áhyggjur af öðrum en þótt eitthvað gefi á eigin hát'. Frú Georgia Björnsson hefur komið við sögu íslands á þann hátt, að hennar mun lengi minnzt, — löngu eflir að fleslir þeir, sem lifa hana nú, eru horfnir og gleymd ir. En í mínum huga er hún fyrst og fremst ástúðleg og góð kona, sem lífið hafði veitt mikið verald- argengi, en meini blandið á marga lund. Litir haustsins auka nú á fjöl- breytni þeirrar fegurðar, sem blas ir við frá Bessastöðum um sólar- lagsbil, Innan skamms flytur hin aldna húsfreyja þangað á ný, — til hinztu hvíldar. Og tíminn held ur áfram að semja sögu hins forna höfuðbóls. . Hennar þáttúr í þeirri sögu verður ljúfur og mildur. Birgir Tliorlacius. Portoroz, 3. sept 1958. Skömmu áður en þrettánda um- ferð hófst' var skýrt frá því hér í skáksalnum að daginn áður hefði fulltrúaþing Alþjóða Skáksam- bandsins kjörið Friðrik Ólafsson stórmeisi'ara. Var Friðrik eini skákmeistarinn, sem hlaut þessa naf ibót á þinginu en miðstjórn sambandsins felldi aðra tillögur. Með þessari útnefningu Friðriks höfum við misst eina alþjóðaskák mjeistarann okkar, því fyndist mér að Skáksamband íslands ætti að reyna að koma sér upp öðrum sem allra fyrst. Mætti t. d. athuga hvaða skilyrði menn þurfa að upp fylla t'il að öðlaat þennan titil. Kannske hefur ein'hver Íslending ur þegar uppfyllt þau. Mætti þá fyrst athuga afrek Gnðmundar Pálmasonar á slúdentaskákmótinu í Lyon 1955 og sitórmót'i Taflfélags Reykjavíkur í fyrra, eða afrek Baldurs Möllers, forn og ný. Þrettánda umferð. Hafi einhver stórmeistari teflt vel í þessari umferð þá var það sá nýkjörni. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn þjarmaði hann að Aver batih, rússneskum st'órmeistara. Minnti Rússinn mig einna helzt á íslenzkan afdalabónda, sem hefur þraukað margan harðindavetur, þrár eins og smjörið sitt og sporn ar fæti við óhlíðum náttúruöflum, sitaðráðinn i að þrauka þennan vef ur Mka á hverju sem gengi. En ís- lenzk veðrátta á það til að brjóta niður seigluna j einum afdala- bónda hversu seigur sem hann kann að vera, og ekki virtist mér hún drága neitt af sér í þelfa skipti frekar en oft áður, enda dó hóndinn hungurdauða á víðavangi um það leyti sem gjörningaveðr inu slotaði. Fjórtánda umferð. Bent Larsen er einkar viðkunn anlegur náungi og alls ekki laus við kímnigáfu. Auk þess á hann það til að vera kurteis, þegar hann er í góðu skapi. Nokrum dög um áður en hann átti að tefla við Friðrik bað hann okkur afsökun ar á því að hann myndi nú máta þennan 'nýgræðing meðal stór- meistara. Þegar 6g sagði honum áð ég væri búinn að missa alla t'rú á honum og hans loforðum um að máta menn, svaraði hann því auðvitað til að hann hefði enn mikla trú á sér og sínum loforðum og þessvegna skipti mitt traust Aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn að Búðum í Fáskrúðsfirði Aðalfimdur Prestafélags Austurlands var haldinn að Búðum í í-áskrúðsfirði 30. f.m. Fráfarandi fonnaður, séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað, setti fundinn og stjórnaði honum. Aðalmálið á dagskrá fundarins var starfs- aðstaða sveitaprestsins og hafði séra Jakob Einarsson, próf- astur á IJofi í Vopnafirði, framsögu í málinu. Miklar um- ræður urðu á fundinum, en engar samþykktir voru gerðar. engu máli. Eg kom á skáksl'aðinr, ■tíu mínútum áður en byrjað var að tefla, til þess að geta fylgzi'. eins vel og unnt var með skák þeirra Friðriks og Bents. Tefldi þeir í ríunar fjórar stundir og mes" allan þann tíma ieið mér líkit og: hænu í hesthúsi. Hafði Friðril;: aldrei fast land undir fótum og virtist lengst af vera á heljarþrönr. inni. Þegar þeir stórmeistararni:. höfðu tefl't í nær fjóra tínia tól- Larsen skiptamun sem hann hefð sennilega átt að láta. vera. Fékk Friðrik peð fyrir skip’tamuninn oj: virtist nú loksins standa f.östun: fóitum. Datt honum það snjallræð, í hug að bjóða jafntefli en Laj sen hafnaði samstundis, gekk lymskulega gildru og gafst upp' Bar þeim Friðrik saman um afí Larsen hefði átt að þiggja jafntef. istilboðið. Þegar maður hefur haf' betra tafl í fjóra klukkutíma £ skiptamun yfir og hefur lofað þv að vinna þá hafnar maður auðvitaí svona tilhoðum. í slíkum tilfellun:. sakar það ekki að bjóða jafntefl: og stundum er hægf að græða c því, enda var tilboð Friðriks ger': í gróðaskyni eingöngu. Bronstein reyndi hvað hann ga að leggja Petrosjan að velli er, varð að taka sættum um síðir. Fimmtánda umferð. Þótt fyrirmannlegt yfirskegg o: éinstakt jafnaðargeð bendi ásam' holdarfarinu til þess að Sanguir, etti sé landeigandi, sgm ekki þarí að hafa allt of mikið fyrir lífipi; átti hann lengst af annríkt á iít illi spildu í viðureigninni við Frifi rik. Var hann næstum landlaus o£ harla vinafár þegar hanr. fann smugu á landamörkunum æddi yfir lönd Friðriks og eirð^ engu en stórmeistarinn bjargað. sér á flótita með leifarnar af lið - sínu. Það tók skákmeistara Sové: ríkjanna, Lettann Tal, aðeins tvc tíma að ganga frá Bent Larser. Ekki veit ég til þess að Bent hafi. gefið nein loforð fyrirfram þó mé þyki þa'ð sennilegt. Sextánda umferð. Friðrik hafði svart gegn arge: tínska’ stórmeistaranum Panno Var Argentínum.aðurinn allto: friðsamur lil þess að til tiðindí drægi enda ánægður með jafntefl.. Bobby Fischer fer svo ört fran. að maður sér dagamun á honum Hann tefldi mjög vel gegn Szabt fórnaði drottningunni og hefð sjálfsagt unnið ef hann hefði haí; svolítið meiri tima. Argenlínumaðurinn Rosetto he:i ur áreiðanlega teflt flestar sínai skákir á kaffihúsum. Hann átt gjörunnið tafl gegn Matanovie, er. glopraöi því niður í jafntefli £ undraverðan hátt', enda hefui hann áreiðanlega meiri áhuga £ kveni'ólki en biðskákum. Bent Larsen lofaði því statt o. stoðugt að máta Petrosjan, endf. þótt sá siðarnefndi tapi nær aldre skák. Og' viti menn, stendur ekk. ekki sá danski við sín stóru orð Framhald á 8. siðu Séra Pétur Magnússon í Valla- nes'i flutti- fróðlegt erindi, er hann nefndi Seið nútímans. Á aðal- fundinum var kosin ný stjórn i félagið og hlutu kosningu, séra Sigmar Torfason, Skeggjastöðum, séra Marinó Kristinsson, Valþjófs stað, og séra Einar Þór Þorsteins- s'on, Eiðum. í sambandi við aðalfund Presta félags Austurlands var minnzt 80 ára'afmælis Kolfreyjustaðarkirkju. Messað var í kirkjunni sunnudag- inn 31. ágúst. Fyrir altari þjón- uðu séra Einar Þór Þorsteinsson og séra Pétur Magnús'son. Séra Þorgeir Jónsson, prófastur, predik- aði, en sóknarpresturinn, séra Þorleifur Kristmundsson, flutti ágrip af sögu kirkjunnar og minnt ist presta, er þjónað hafa við hana s.l. 80 ár. Veður var faið bezta og fj-ölmenni vi'ð kirkju. Kolfreyjustaðakirkju bárust margar góðar gjafir í tilefni af- mælis’ins. Ludvig Storr, stórkaup- maður, gaf litað gler í alla glugga kirkjnnnar, og Fáskrúðsfirðingar gáfu nýtt og vandað orgel. Þá bárust kirkjunni einnig tvö altaris klæði, nýr altarisdúkur, og' nýr hátíðamessuhökull. Iljónin á Brim nesi, Sólveig Eiríksdóttir og Guð- mundur ÞorgrínVsson, gáfu biblíu í skrautbandi. Loks var tilkynnt, að frú Valborg Haraldsdóttir, ekkja séra Ilaralds Jónassonar prófasts, er þjónaði Kolfreyju- staðakirkju í 44 ár, og börn þeirra, hefðu ákveðið að gefa kirkjunni skírnarfont til rninn- ingar um séra Harald. Auk gjafa þeirra, sem nú hafa verið taldai: má geta 'þess, að á síðastliðnu ár gófu konur í söfnuðinum kirkj unni íermingarkyrtla og va: fermt i þeim í fyrsta sinni í vor. Þá hafa sömu konur -fyrir skömnu, gefið gólfdregil úr flaueli á kirkji, gólfið. Fyrir afmælishátíðina hafð kirkjan verið endurbætt Og mál uð. Listafólkið Gréta og Jóu Björnsson máluðu hana o: skreyttu mjög haglega og smekk lega. Er hún nú prýðilegasta guðá hús og söfnuðinum til sóma í Iivi vetna. Á sunnudagskvöldið buðu kon ur saí'naðarins til kaffidrykkjt Voru margar ræður fluttar í þv hófi og lét.u aðkomupres'tar í lj'óí hrifningu sína yfir þessu veglegv afmæli Kolfreyjustaðarkirkju.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.