Tíminn - 18.10.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 18. október 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Alvara eða skollaleikur ÞAÐ hefir löngum verið sagt um okkur íslendinga, að við séum flestum þjóðum pólitiskari. Vel má vera að eitthvað sé í þessu hæft, enda mun kosningaþáttaka fullt svo mikil hér sem í ná- grannalöndunum. Þess ber þó að gæta í því sambandi, að hér eru kosningar oft og tíðum sóttar af slíku ofur- kappi, að ætla má, að ýmsir þeir komi á kjörstað og neyti atkvæðisréttar, sem ekki niyndu hafa fyrir því ef þeirra eigin áhugi aðeins, kæmi til. Að sjálfsögðu er það óeðli- legt, að menn séu ekki iátnir einráðir um það, hvort þeir kjósa eða kjósa ekki. Við því er þó ekki gott að gera, svo hörð og óvægin sem stjórnmálabalráttan er hjá okkur íslendingum oft og ein att. Er hæpið' að úr þessum ágalla verði bætt nema með því að kjósendur almennt gerist áhugasamari um þjóð- félagsmál en þeir eru sumir hverjir, kynni sér stefnur og starfsaðferðir stj órnmála- anna og byggi afstöðu sina til stjórnmálaflokkanna á eigin mati og dómgreind. Það er allt of almennt, að menn líti á stjórnmálabar- áttuna sem alvörulítinn leik tiltölulega fárra manna, er leitist við að nota hana til þess, að lypta sjálfum sér til valda og áhrifa i þjóðfélag- inu .Og því er ekki að neita, að stundum munu stjórn- málamennirnir gefa þessari grunsemd óþarflega mikið undir fótinn. En stjórnmálin eru sannarlega engin gaman mál. Þau snerta alveg óhjá- kvæmilega á mjög áhrifarik- an hátt, daglegt líf og af- komu hvers einasia manns i landinu. Með því aö snið- ganga þau, eru menn að svíkja sjálfa sig og samborg- arana raunar um leið. Flokk- arnir eru í senn undirstaða þingstjórnarskipulagsins og afleiðing þess. Og þo að oft gæti tómlætis gagnvart því skipulagi og gagnrýni á það, þá er þó víst, að þeir íslend- ingar eru fáir, sem við nán- ari athugun kysu að hvarfa til annarra þjóðfélagshátta. SVO hefir verið sagt, að eftir höfðinu dansi limirnir. Það kann þeim að virðast eðlilegt og a. m. k. afsakan- legt, þó að ýmsir þeir, er ekki standa beint í hinni daglegu pólitísku baráttu, sýni af- skipfta- og ábyrgðarleysi þegar þeir, sem leiöandi eiga að vera, og hafa jafnvei gert stjórnmálaafskifti að at- vinnu, sýnast hafa valda- stólana eina að markmiði. Eins og alkunna er, hafa efnah.mál okkar íslendinga verið í hinum hraklegasta ólestri allt frá stríðslokum. Er það ástand svo ísjárvert, að hættulegt getur talizt framtíð okkar sem sjálfstæðr ar þjóðar. Frá efnahagslegu hruni eru fá fótmál yfir í stjórnarfarslegar ógöngur. — Ekki vantar það, að aliir flokkar hafa talið sig vilja leggja fram lið sitt til lausn- ar þessum vandkvæðum. — Hefir það verið eitt megin- viðfangsefni allra ríkis- stjórna á íslandi allt frá stríðslokum, ef frá er tekin „nýsköpunarstjórnin“. En þrátt f’yrir þá viðleitni allra hefir sífellt herst að hnút- unum. Og þegar núverandi rikisstjórn kom til valda, síð ari hluta árs 1956, beiö hrun- ið á næsta leiti. Framkvæmd ir voru ýmis stöðvaðar eða að stöðvast vegna fjárskorts, atvinnuvegirnir við uppgjöf, ríkissjóður á barmi gjald- þrots. Eðli efnahagsvanda- málanna er með þeim hætti, að lausnin verður því torveld ari, sem lengur dregst að kippa í liðinn. Því var glíman við dýrtíðardrauginn orðinn margfallt erfiðari er ríkis- stjórn Hermanns Jónasson- ar tók við, en hún hafði þó verið í tíð fyrri stjórna. — Mátti því ætla, með hliðsjón af því, hve erfiðlega horföi fyrir þjóðina alla, að allir flokkar hefðu fundið þaö skyldu sína, að leggja ein- hverjar tillögur til úrlausn- ar. í það minnsta hlaut það aö vera lágmarkskrafa, að enginn stj órnmálaflokkur lyti að því hófspori, að tor- velda og eyðileggja árangur þeirra ráðstafana, er stjórn arvöld landsins gerðu til við- reisnar, svo mikið sem þjóoin öll átti þá líka undir því kom ið, að vel tækizt til um ár- angur þeirra aðgerða. EN HVAÐ hefir gerzt? Undanfarin tvö ár hefir Ejálf stæðisflokkurinn verið í stjórnarandstöðu, og þó raun ar fyrst og fremst í þjöðar- andstöðu. Stjórnarandstað- an hefir fordæmt, ekki eitt, heldur blátt áfram allt, sem ríkisstjórnin hefir aðhaízt í þessum efnum. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja svo framarlega að stjórnar andstaðan sýni þá ábyrgðar- tilfinningu og manndóm, að benda á aðrar leiðir en þær, sem farnaí eru. En þegar hún er krafin sagna um hvað hún vilji, þá er algjört tóma hljóð í tunnunni. Það er ekki í okkar verkahring að leggja ríkisstjórninni línurnar, segja þeir Sjálfstæðismenn. Mikið rétt. En hingað til hef ir það verið talin fyrsta og helzta skylda allra stjórnar andstöðuflokka í þingræðis- löndum, að hafa ekki aðeins einhverja stefnu í megin mál unum, heldur einnig að birta almenningi hana. Stjórnar- andstaðan í Bretlandi og Bandaríkjunum t.d. er með vissum hætti ekki síður „hörð“ en á íslandi. En Verkamannaflokkurinn í Bretlandi og demokratar í Bandaríkjunum láta sér ekki nægja það að deila á stefnu viðkomandi ríkisstjórna, heldur benda þeir einnig á þær leiðir, er þeir telja að beri að fara til lausnar á efna ERLENT YFIRLIT. Kosningarnar í Bandaríkjunum Mest Jber á Truman og Nixon í kosningabaráttunni New York, 12. okt. EINS og kunnugt er, fara fram þingkosningar í Bandaríkjunum fyrsía þriðjudaginn í byrjun næsta mánaðar. Kosningar þessar ná til allrar fulltrúadeildarinnar og þriðj ungs öldungadeildar sambands- þingsins í Washington. Þá fara fram kosningar á ríkisstjórum í allmörgum rikjum, m.a. í New York og Kaliforníu. í blöðum eru nú birtar allmarg- ir spádómar um væntanleg úrslit kosninganna og hniga þeir yfir- leitt á þá leið, að demókratar muni vinna mikinn sigur. Þeir hafa nú nauman meirihluta í báðum þing deildum, en því er spáð, að hann muni aukast verulega og þó eink- um i öldungadeildinni, sem er sú þingdeildin, sem hefur meiri völd og áhrif, einkum þó varðandi utan- fíkismál. AF HÁLFU republikana er það viðurkennt hiklaust, ag kosn- ingahorfurnar séu þeim óhagstæð- ar og þeir þurfi því að sækja sig, það sem eftir er kosningabarátt- unnar, ef ekki eigi illa að fara. í því skyni að rétta hlut þeirra á Eisenhower forseti að fara bráð- lega í kosningaferðalag um þver og endilöng Bandaríkin og láta einkum til sín taka, þar sem þörfin er talin mest. Mjög verður þó efast um, að þetla ferðalag forsetans nái tilætluðum árangri, því að vin- sældir hans eru nú mun minni en í forselakosningunum fyrir tveini- ur árum síðan. SÁ FORUSTUMAÐUR demó- krala, sem mest kemur fram í kosningabaráttunni og mestu virð- ist ráða um málflutning þeirra, er Truman fyrrv. forseti. Hami virð- ist nú njóta vaxandi vinsælda og viðurkenningar og er enn í fullu fjöri, þótt hann sé komin taisvert á áttræðisaldur. Flokksmenn hans sækjast mjög eftir því að fá hann til ræðuhalda og virðist ekki standa á honum að verða við þeim áskorunum. í ræðum sínum deilir Truman óvægilega á stjórnina og þó aðallega fyrir stjórn henr.ar á innanlandsmálum. Utanríkismái lætur Truman mjög liggja milli ihluta og 'minnist t.d. ekkert á Kínamálin. Yafalaust er þetla hyggilegt af honum, enda þó mörg- um mislíki utanríkisstefna Dulles, vilja menn samt forðast miklar deilur innanlands um utanríkismál in, þar sem slíkt gæti veikt að- stöðu og áhrif Bandaríkjanna út á við. Innanlandsmálin gefa líka alveg nægilegt tilefni til ádeilna á ríkisstjórnina, þar sem atvinnu leysi hefur verið með allra mesta móti á þessu ári, en dýrtíð þó farið vaxandi. Meðal bænda ríkir enn mikil óánægja með stefmi stjórn- arinnar í landbúnaðármálum. — Truman notar þetta ástand óspart til að sýna fram á, að stjornin hugsi fyrst og fremst um hag auð- manna og því sé hlutur verkafólks og bænda fyrir borð borinn. Margt bendir til þess að bændur og verka menn muni fylkja sér öllu ein- dregnar um demokrata í þessum kosningum en nokkru sinni fyrr. Langflestir frambjóðendur deino krata fylgja yfirleitf því fordæmi Trumans að ræða aðallega um inn anlandsmálin. Ýmsir af forustu- mönnum flokksins ræða þó tals- vcrt um utanríkismálin. M'.a. hafa þeir Stevenson og Kennedy, sem nú þykja líklegustu forsetaefni demokrata, báðir gagnrýnt stefnu sljórnarinnar varðandi Quemoy og Matsu. Kennedy hefur svo bætf því við, að ekki megi það vera á valdi Chiang Kai S'heks, hvcrt Bandaríkin dragist inn í styrjöld eða ekki. hagsvandamálum þessára í’íkja. Þar skilur á milli þeirra ,er taka stjórnmálin alvarlega og hinna, er líta á þau sem skollaleik. TRUMAN NIXON MEÐAL republikana gegnir Mix- on varaforseti nokkuð svipuðu hlutverki og Truman hjá demo- krötum. Hann ferðast nu mikið um og heldur ræður, sem aðrix' for méelendur republikana virðast mjög taka til eftirbreytni. Nixon heldur því mjög á lofti, að mikil velmegun sé í Bandaríkjunum, at- atvinnuleysið fari minnkandi og framtíðarhorfurnar séu hinar glæsilegustu. Hann deilir nú harð- lega á demokrata og telur skatta- hækkanir og ýmsar sósíalistískar ráðsíafanir framundan, ef demó- kratar auki meirihluta sir.n Þá rifjar hann upp ýmsar -gamlar á- deilur á stjórn Trumans, m.a. að ýmis spilling hefði þá þróazt í skjóli stjórnarinnar. Demokratar láta sér yfirleitt nægja að svara þessu á þann veg, að þetta sé að- eins veikburða tilraun til aö drasa athygiina frá Adamsmálim: svo- nefnda, sem án cfa hefur rujög spillt fyrir republikönum. Þótt Nixon sé nú yfirleitt ekki 1 eins ófyrirleitinn í ádejlum sínum og í gamla daga. er hann nú yfir- leitt mun óvægnari en í kosninga- baráttunni 1956. Demokratar segj- ast fagna þvi, að hinn gamli og rótti Nixon komi þannig í ljós og helgihjúpurin i, sem hanu hafi reynt að klæða sig í, þurfi því ekki að blekkja mein lengur. —■ Bersýnilcgt er á því, hvernig demo kratar beina skotum að Nixon, að þeir reikna með honuni sexn for- setaefni republikana 198). NOKKRIjR helztu foruslumenn republikana komu saman i byrjun seinustu viku til þess að ráða rað- um sínum um það, hvernig helzt ætti að stöðva sigurgöngu deino- krata. Niðurstaðan var mjög. í anda Nixons, eða sú, að harða sókn ætti að hefja gegn demokrötum á þeim grundvelli, að sigur þeirra yrði til að stvrkja vi.nstri öflin í flokki þeirra og afTeiðingar þess yrðu hækkaðir skattar og sósínl- ismi í ýmsum tnyndum. Mjög er talið hæpið, að þessi áróður 'berx tilætlaðan árangur, og kemur það m.a. fram í sumum helztu blöðura republikana. Þau láta í ljó.s þann ótla, að með slíkum áróðri kunni republikanar að skjóta yfir mark- ið, og ýta undir þá skoðun, að hægri menn ráði nú mestu um ínál flulning og stefnu republikana. I augum margra óháðra kjós’énda verði aðeins litið á þenna.n áróöur sem misheppnað örþrifaráð. EINS og verða vill í löndum, þar sem kosningar eru bundnar við persónur. setja einstakir fram bjóðendur meginsvip á kosninga- 'baráttuna í einstökum ríkjum. — I Einkum gildir þetta þó um tvö I stærstu rikin, Kaliforníu og New York. í Kaliforníu er i allar horf- ur taldar á, að ein naðalforingi republikana, Knowland, falli við ríkisstjórakjörig og sé þar með úr sögunni sem forsetaefni republiti- ana. Ósigur hans gæti einnig liaft slæmar afleiðingar fyrir Nixon, þar sem Kalifornia er heimaríki hans. 1 New York færist sú skoðun í vöxt, að Harriman, sem var talinn viss um endurkjör sem ríkisstjóri, sé í verulegri hættu fyrir Nelson Rockefeller. frambjóðenda repu- blikana. Ef Roekefeller sigrar Harriman, en Knowland fellur í Kaliforníu, er það lalið koma mjög til greina, að republikanar kjósi heldur að tefía fram Rockofelier en Nixon sem forsetaefni síhú í kosningunum 1980. Af þeSsum". á- stæðum beinist athyglin nú mj.ög að glímu þeirra Harrimans og Rockefellers, sem báðir eiga það sameiginlegi, að vera frjálslyndir milljónamæringar, sem yLrieiti er ekki títt um menn í þeirri stéti. Þ.Þ. UÐsrorA, 9 Nokkuð er um liðiS síðan Refur bóndi heíir kvatt sér hi'jóðs hér í baðstofunni, enda hefir hann mörgu að sinna yfir sumarmán- uðina. En nú hefir Refur beðið um orðið og befir frá mörgu að segja eins og áður, og verðuri liann því gestur okkar hér i baó- stofunni um sinn: 1 „Heilir og sælir, luisbændur góðir! Sumarið fer nú senn að kveðja,' og því ekki seinna vænna að líta j inn til ykkar. „Veit sá margt, er' víða fer“, segir gamalt spakmæli,! og á þessu sumri hefi ég viða l'ar- j ið og kann frá mörgu að segja. j Mun ég í eftirfarandi þáttum; segaj frá því helzta, en jafnframt vera svo fáorður, er ég get. Iiitt- hvað læt ég fjúka í kviðlingum að venju, aðallega „kaupavinnu- kveðskap1’. Hefi ég svo ekki þetta forspjail lengra, en tel til máls: Fljúgandi Refur. Ég hafði ákveðið að skreppa norð ur í Eyjaíjörð s. 1. vor, sem ég og gjörði. Datt mér þá í hug .að verða „hátt uppi“ þ. e. ffljúga norður. Að \-rsu hafði ég oft vrr- ið „hátt uppi“, sem kallað er, en á annan hátt. Flúgvél sú, er.ég fór með til Akureyrar var stér, og farþegar margir. Það var 1. maí, sem ég fór „uppí loft“. Veð- ur var hið clásamlegasta, hægviðri og heiðríkja. Feiigum viö farþcg- arnir því fararheiil góða og yfir- sýn yfir landið. Eigi má gleyma áhöfn flugvéíarinnar. Þar er val- inn maður í hverju rúmi eins'og á Orminum langa forðum og íyr- irgreiðsla öll i bezta lagi. Blessuð flugfreyjan var alltaf á þön'um við okkur farþegana, broshýr og prúð. Ferðin tók stuttan tima og FramLald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.