Tíminn - 18.10.1958, Blaðsíða 8
8
T í M I N N, laugardaginr t8. október 1958.
KAFFIBÆTIR
Dánarminning: Bjarni Eiríksson,
kanpmaður
Baðstofan
F. 20. marz 1888 — d. 2. sept. 1958.
Eitt af fyrstu stein'húsum hér
á landi var litla barnaskólahúsið,
sem- stendur enn á kirkjumelnum
á Djúpavogi. Það mun hafa verið
byggt á árunum 1908—1911.
Fyrstu skólaminningar mínar eru
úr þessu skólahúsi, og þá var þar
kennari Bjarni Eiríksson, frændi
minn, síðar kaupmaður í Bolungar-
vík. Hann k-enndi iþarna_ um 20
börnum í tveim deildum. Ég minn-
ist enn litlu kennslustofunnar með
myndunum fjórum af árstíðunum
á einum veggnum. En það má telj-
ast frásagnarvert, að úr þeim 20
barna 'hópi, sem þarna voru saman
1 í skóla, hafa þrír þeirra orðið þjóð-
feunnir menn. Ef ég nefni þá eftir
aldri, þá eru það: Sigurður Thorla-
cius, skólastjóri, séra Jakob Jóns-
son og Eysteinn Jónsson, ráðherra.
Beztu mannsefnin ieynast oft í fá-
menninu og minnstu skólunum.
Siðasti vetur minn í skóianum á
Djúpavogi var 1914—15, en þá
flutti ég burt af Djúpavogi og sá
eftir að þurfa að hætta í skólan-
um. Þennan vetur hafði Bjarni
ekki aðeins kennslu barnanna með
; höndum, heldur hafði hann komið
| af stað mikilli íþróttavakningu í
, þorpinu, og voru glímur mikið
stundaðar iþann vetur bæði af börn-
um og fullorðnum.
Bjarni Eiríksson var fæddur að
Hlíð í Lóni 20. marz 1888, sonur
| hjónanna 'Eiríks Jónssonar, Mark-
I ússonar toónda I Eskifelli og Sig-
I ríðar Bjarnadóttur frá Viðfirði.
! Var ’Sigríður síðari feona Eiríks og
. tók hún þar við fjölmennu heim-
| ili og ungum toarnahópi, sem hún
i reyndist eins og toezta móðir. Hafði
j Eiríkur átt 6 börn með Þorbjörgu
Jónsdóttur fyrri konu sinni, og
átti einnig 6 toörn með Sigríði_ og
var Bjarni elztur þeirra. Ólst
ÞaS er erfitt að laga verulega Bajrni fyrst' upp í Hlíð, en flutti
gott lcaffi, án þess að nota hæfi- * * 1J
legan sfeammt af úrvals kaffibæti
í könnuna. —
siðar með foreldrum sinum i
Papey, en eftir lát föður síns þar,
var hann með móður sinni ungl-
j ingsár sín, en lengst í Ifamarsseli
j í Heithellnahreppi, þar sem stjúp-
I dóttir Sigríðar bjó. Voru þau for-
j eldrar Bjarna, bæði mikilhæf hjón.
Bjarni varð gagnfræðingur frá
j Flensborg 1907, og stundaði nám
: í 4. bekk Menntaskólans veturinn
eftir, en varð þá að hætta námi
j vegna þreytu í augum. Sneri hann
! sér þá að kennslu, en stundaði
I verzlunarstörf á sumrum. Hann
; var heimiliskennari í Höfn í Ilorna-
firði hjá Þórhalli Daníelssyni kaup-
I manni 1910—1912, og kennari við
barnaskólann á Djúpavogi 1912—
lö. Þessi ár stundaði hann jafn-
í framt toúskap og verzlunarstörf.
Bjó hann um tíma á þessum árum
á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd
ásamt bræðrum sínum, Guðmundi
og Þorbirni og keyptu þeir þá jörð
og bættu mikið. Til Bolungarvíkur
flutlist Bjarni 1919 og var þar
verzlunarstjóri hjá Sameinuðu
verzlununum til 1927. Þá keypti
hann verzlunarhúsín og byrjaði
eigin verzlun. Hana rak hann til
æviloka ásamt búskap og útgerð.
En hann iézt 2. sept. síðastliðinn,
rúmlega sjötugur að aldri.
Eftir að Bjarni flutti til Bol-
ungarvíkur, strjáluðust samfundir
við frændur og vini á Austurlandi.
Þó ferðuðusl þau hjónin um Aust-
urland fyrir fáum árum og varð
það síðasta ferð Bjarna á æ;ku-
stöðvar sínar. í þeirri ferð heim-
sóttu þau mig og þótti mér inni-
lega vænt um þá heimsókn.
Þessar fátæklegu linur verða
lítil lsing á Bjairna Eiríkssyni.
Og ef til vill er það í samræmi
við vilja Bjarna, svo yfirlætisiaus,
sem liann var. En Bjarni var vel
gefinn maður. Hann var einnig
mikill atorkumaður og sívinnandi
Hjálpfús var hann við vini sína os
sæmdarmaður í hvívelna. Það var
gott að eiga Bjarna að vini.
Bjarni var kvæntur Halldóru
Benediktsdóttur frá Brekkubæ í
Hornafirði, mestu ágætiskonu. Þau
hjón hafa haft mikið barnalán.
Eiga þau fimm syni uppkomna,
mestu myndarmenn. Þeir eru:
Björn, kennari við Menntaskólann
og Háskólann í Reykiavík, Halidór-
verkstjóri í Bolungarvík, Benedikt,
verzlunarstjóri í Bolungarvík, Ei-
ríkur, læknir, sem nú dvelur við
framhaldsnám í Svíþjóð og Birgir,
bóndi við Bolungarvík. Eru at-
vinnufyrirtæki Bjarna í góðum
höndum söna hans.
Þessi fáu minningarorð cru fá-
tækleg, þegar litið er yfir langt
ævistarf. Ég sendi fjölskyldu
Bjarna Eiríkssonar alúðarkveðju,
og bið guð að geyma þennan látna
sæmdarmann.
Eiríkur Sigurðsson.
Frímerkjaþáitur
(Framhald af 5. síðu)
aft slíkt geti orðið hlutaðeigandi
til gagns og ánægju. Þetta er hægt
að framkvæma á þann hátt að hver
safnari sendi þættinum nafn sitt
og upplýsingar um hverju hann
safni. Síðan þegar komin er ein-
hver ákveðin tala safnara verður
hlutaðeiganda sendur fjölritaður
listi með nöfnum þeirra, sem óska
eftir skipíum. Og því ekki að
byrja strax?
Sendið nafn, heimilisfang og upp
iýsingar um aldur og hverju þið
safnið, til Frímerkjaþáttar Tírnans,
Reykjavík. Til þess að geta staðið
straum að vænlanlegum kostnaði
biðjum við ykkur einnig um að
senda kr. 5,00 í ónotuðum frí-
merkjum.
Velkomnir til starfsins. S.
*
Minning: Helgi A. Arnason
frá Patreksfirði
Kaffibætisverksmiðja
0. Johnson &
Kaaber h.f.
Þó nokkuð sé nú umliðið, iangar
mig til þess að láta frá mér fara
fáein kyeðjuorð til vinar míns
Helga Árnasonar, járnsmiðs frá
Patreksfirði, sem andaðist á Landa
kotsspítalanum í Reykjavik 23.
marz s. L, þá 64 ára gamall.
Ég gat ekki fylgt honum síðasta
spölinn, vegna erfiðra ástæðna
minna.
Við Helgi heitinn Árnason höfð-
um þekkzt um 30 ára skeið og bar
aldrei skugga á vináttu okkar, enda
j var heimili hans, sem mitt heimili
öll þcssi ár. Nú þakka ég þér góði
vinur fyrir allt, sem þú gerðir mér
og sonum mínum gott.
! Helgi var drengskaparmaður,
sem ekki vildi vamm silt vita í
neinu, enda var hann sá gæfumað-
ur að eiga góða konu og tvö efni-
leg toörn, sem bæði eru mjög vel
, gefin og vinsæl.
Mér er óhætt að segja að Helgi
heitinn átti enga óvildarmenn,
heldur vini og kunningja, þar sem
hann var þekktur, enda vann hann
sér alls staðar traust í starfi. Hjálp
semi hans við samferðamennina
var einstök, ef þeir þurftu að fá
eitthvað smíðað eða lagað, og tók
hann oftast engin eða lítil laun
fyrir. Hann var mikill og fjölhæfur
smiður og vélamaður, enda var
vélgæzlan aðalstarf hans síðustu
árin.
Að síðustu þakka ég þér góði
vinur minn, fyrir allan þinn dreng-
skap, auðsýndan mér og mínum
og allt gott, sem ég og mínir mættu
á heimili þínu og þinnar góðu
konu.
Þetta eru fátækleg laufblöð
mannanna á leiði þitt. Þú lifðir
vel og ert nú sæll á ljóssins og
lífsins landi.
Vertu sæll vinur minn.
Magnús Jónsson, Illaðseyri
(Framhald af 6. siðu).
gekk að óskum, en lítið var að
sjá á hálendi landsins nema snjó.
Á leiðinni norður kvað ég eftir-
farandi stöku:
Lánið við mig leikur dátt
lofts í fleyi inni.
Alvarlega „uppi hátt“
er í fyrsta sinni.
A Akureyri og í Eyjafirði dvaldi ég
nokkurn tíma og heimsótti frænd
ur og vini. Þá kólnaði í vcðri, og
komu frost, hörð um nætur, en
sauðburður var jþá að byrja. Þá
kvað ég:
Nú er kaJt í Norðurlandi,
nepja köld um fsaláð.
Virðist ekki vorsins andi
völdum enn þá bafa náð.
Aannars varð' vorið yfirleitt kalt
um land alit eins og kunnugt er.
Suður kom ég aftur rétt fyrir
hvítasunnu og fór þá í bifreið.
Bar þar ekki margt tii tíðinda, en
því fteira á góma þar sem ég
hafði fyrir föru- og sessunaut vin
minn og félöga Örn skáld og
fræðimann a Steðja. Lýkur hér
að segja' ai hinum fljúgandi Ref.
Af Snæfellsnesi.
Eigi alllöngu síöar fór cg vestur
á Snæfellsnes aftur og dvaldi hjá
„vondu fólki“, en það þekkti ég
manna bezt, enda talinn einn af
því. Þá voru þurrkar miklir og
grasspretta því litil. Þegar ein
fyrsta gróðrarskúrin kom. kvað
ég éftirfarandi Ijóð:
Ó, kom þú blessuð, góóa gróðrar-
skúr
og geíðu svölun vorri þyrstu jörð.
Oss hefir margar vikur vantað
þig,
að verma lengi skrældan foldar-
svörð.
Við komu þína kolli lyfta strá
— þau kippast til við aukinn
vaxtarþrótt.
Sjá, jörðin litkast, iauf á kvistum
grær
— vér lifnum sjálfir við í andai
skjótt.
Oss engin betri gjöf var gcfin nú
en gróðrarskúr á hauður, bieikt
og kalt.
Ilún veith’ öilu orku’ og lif á ný,
sem áður reyndi þurrk og veður
svalt.
Þú komst er þín var þörfin allra
mest,
— er þorsta sárum jörðin kvald-
ist af.
Ó, hlýja dögg, er drýpur niöur
enn,
vér drottinn lofum, þig að oss
hann gaf.
Meðan ég var á Snæfellsnesi,
komu Suður-Þingcyingar þangað
í bændaför sinni. Var þcim hald-
in veizla góð aö Görðum og flutti
ég þeim drápu að fornum sið. í
hópi þeirra átti ég nokkra frænd-
ur, náskylda mér og urðu við
samfundina úr því góð kynni.
Létu þeir hið bezta af för sinai,
og töldu sig hafa gert góða ferð.
Hverf ég nú frá Snæfelisnesi um
sinn en vík aflur að Norðurlandi.
I kaupavinnu í Norðurlandi.
Ég fór frá Snæfellsnesi til Akra-
ness og varð um tíma samferða í
bifreið Benedikt G. Waagc, íor-
seta Í.S.Í. Ég var með rauða húfu
á höfðinu og taldi Benedikt það ó-
fært þ. e. að ég væri of „rauður“
og gaf mér hattinn af kolli sín-
um. Síðar sendi ég honum bréf,all
langt með allmörgum vísum í og
koma hér tvær:
Hann Waage um landið svo víð-
kunnur er’
og vaskari fjölmörgum hal.
Hann rétti mér hattinn af höfð-
inu’ á sér
og hafa mitt þakklæti skal. ;
Nti rauðan ei kollinn á Rebba
menn sjá
— sig rekkur sem höfðingi ber.
Þvi blessaður hatturinn Benedikt
frá
hann bjargar mér hvert sem ég
fer.
Ég var svo um tíma á Eystra-JVlið-
felli á Hvalfjarðarströnd og vann
þar að heyskap. Um miðjan júlí
iagði ég svo land undir fót og
hélt tii Eyjafjarðar, en í Eyja-
fjarðarsýslu var ég búinn að Ipfa
mér sem kaupamanni. í Eyja-
firði var ég að Ytri-Bægisá á
Þelamörk og leiö þar veV. Noklir-
ar stökur kvað ég þar, sera eigi
verða birtar hér, enda suihar
gleymdar. Eftir mánaðar kaupa-
vinnu i Eyjafirði hélt ég síðan
vestur í Austur-Húnavatnssýsju.
Eigi bar margt til tíðinda í þeirri
ferð.
Ræða Gísla
Guðmundssonar
i Framhald af 7. siðu).
hafði lifað í tveimur heimum, á
hafsbotni meðal sævarbúa og á
landi meðal mepnskrá manna. —
Þjóðskáldið Stepban G. Stephans-
son lætur þessa konu segja:
„Mér er uift og ó
af ást minni stendur mér
vandi
því að ég á sjö börn í sjó
og sjö á landi“.
Margir, sem nú lifa á íslandi,
ungir og gamlir, á öld hiftna mikiu
fólksflutninga, eiga auðvelt með
að skilja konuna, sem átti.sjö toörn
í sjó og sjö á landi. Hún vildi þeim
öllum vel. En þau voru ekki áf
sama heimi. Þess vegna bjó liíin
við þann harm, sem ekki varð bót
á ráðin. En við íslendingar búum
ekki í tveim heimum. Við búuin
öll í einu iandi — landi, sem okk-
ur er skylt að eiga og trúa á — óg
byggja“.
'l
ampco ^
Kaflagnir—VlðgerWr
Slrni 1-85-56
í
f
5
•V.V.’AYW.WA^
Danslagakeppni S.K.T. j
1958
Gönilu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9. £
8 ný íslenzk lög keppa í kvöld um hylli ykkar, ;I
kæru dansgestir. ;l
Gestur Þorgrímsson, Helena Eyjóifsdóttir og
Sigmundur Helgason syngja og kynna lögin. ;!!
HLJÓMSVEITIN:
CARL BILLICH og FJÓRIR JAFNFLJÓTIR í
í
Kynnir: Gestur Þorgrímss. Dansstjóri: Helgi Eysteinss. .;
Síðast liðinn laugardag várð fjöldi manns frá að I;
hverfa, svo að nú er vissara að tryggja sér !!;
miða nógu snemma. ■ I;
Aðgöngumiðar frá kl. 8. — Sími 1-33-55. I;
WVWWUW.V.V.V.V.’.V.V,