Tíminn - 30.10.1958, Side 8
8
T I M I N N, fiimnludaginn 30. október 4958.
Fimmtugur: Ólafur Jóhannesson
Sumum mönnum hefir Guð gefið
þannig viðmót og lundarfar, að
þeir ósjálfrátt ylja sínum samferða-
inönsnum. Einn .úr þesum hópi er
Ó4fur Jóhannesson. Hann átti
há’lfa öld að baki hinn 15. þessa
mánaðar og vil ég á þeim merku
tímamótum í lífi hans nota tæki-
færiS og þakka honum margar á-
nægjulegar samverustundir.
Ólafur er fæddur á Iíalldórsstöð-
um við Reykjafjörð árið 1908, en
f&refdrar hans voru þar í hús-
mtennsku. Á 5. ári flyzt Ólafur með
foreldrum sfhum að Gjögri í sömu
sveit, og voru þar næstu 6 árin.
Fluttu þau sig þá að Hvammi í
Bjarnarfirði og settu þar upp eigið
bú. Eftir 8 ára búskap 1 Hvammi,
ílutt'u foreldrar hans sig enn um
1 \sét. í þetta skiptið að Bakka í
Bjamarfirði, þar býr móðir hans
enn og bróðir, en faðir hans er lát-
inn fyrir nokkrum árum. Óiafur
átti ekki kost á mikilli skólagöngu
: á sínum uppvaxtarárum, annarri
en í skóla lífsins. I>ar hefir hann
líka numið mörg gagnleg fræði,
enda gæddur góðri eðlisgáfu og
inörgum góðum eiginleikum. Hann
fór snemma að vinna fyrir sér.
Sautján ára gamall fór hann að
sækja sjó á opnum bátum á vetrum
ogvorum vestur á Fjörðum. Nítján
ária varð hann formaður á opnum
; báti, sem réri frá Eyjum í Bjarnar-
firði. Var faðir hans, sem var af-
iburðagóður sjómaður, háseti á
toátnum. Kenndi hann Ólafi margt
í sjómannsstörfunum, er síðar kom
honutn oft að góðu gagni, enda
varð Ólafui’ sérstakur sjósóknari.
Næstu árin var hann formaður á
ýmsum þilfarsbátum frá Drangs-
nesi og Hólmavík og átti m. a. hlut
í tveimur þeirra. Síðasta árið, sem
hann var með bát frá Drangsnesi,
réri hann eina vetrarvertíð frá
Sandgerði. Þar veturinn 1943—’44.
Hann var ókunnugur á miðunum
hér syðra, en ekki gekk honum
síSur en hinum og í ofsaveðri þá
rim veturinn, sýndi hann einstæðan
dugnað og áræði við að ná landi í
Samdgerði, sem engir gleyma, er á
hórfðu.
Til Reykjavíkur fluttist svo
Glafur ári siðar. Vann hann ýmis
stdrf. Var kokkur á togaranum Þor-
fi’n'Bi, vann í frystihúsum, var um
skeið við bátaviðgerðir- og smíðar
hjá Slippnum, húsasmíðar stundaði
hann í nokkur ár og var smiður
hjá verksmiðjunni Málning h.f. á
árunum 1953—’57. Hann hefir á
undanförnum árum stundað bóka-
sölu í frítímum sínum fyrir nokkur
bókaforlög hér í bæ. Hann er sér-
stakur sölumaður og kemur hon-
um þar til góða hift hýra viðmót
og góða skap. Þegar hann lét af
störfum hjá verksmiðjunni, fór
hann í söluferð með bækur víða
um land, með hinum bezta árangri.
Nú stundar hann almenna smíða-
vinnu meðfram bóksölustörfunum.
Ólafur bjó með Kristjönu Hall-
dórsdóttur frá því hann var 23 ára.
Áttu þaú 7 börn, sem öll eru á lífi
og nú uppkomin. Þau slitu síðar
samvistum, Ólafur og Kristjana, en
hann kvæntist svo árið 1947 Odd-
laugu Valdimarsdóttur, frá Vest-
mannaeyjum. Þau búa að Vallar-
gerði 34 í Kópavogi og eiga 3 dæt-
ur. Húsið að Vallargerði á Óláfur
sjálfur, hann hefir reist það þegar
tími hefir gefizt til í frístundum
á undanförnum árum. Það er mikið
og myndarlegt hús, sem gefur
meistaranum góðan vitnisburð.
Ólafur og kona hans, Oddlaug, hafa
sameiginlega komið sér upp góðu
og traustu heimili, og sendi ég
þangað cmínar beztu kveðjur og
óskir. Megi honum og hans fólki
vel farnast á ókomnum árum.
Ö. H.
MWV.ViVAMW.V%VAWV,.W.*AW.WAV/.VA,.V/AW
ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA
Vefrarsfarfið hefst meS
Spilakvöldi
1 Skátaheimilinu í kvöld kl. 8,30 síðd.
Fjölmennið og mætið stundvíslega.
Stjórnin.
í
1
' s
S
WW.WA'.W.V.VV.WA’AVAV.V.'.W.V.V.VAV.VAV
Áuglýsingasími TÍMANS er 19523
Bezt er að auglýsa í TÍMANUM
ininiKnnmiiimmiiiiiHiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniHiHiuiiiiimiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiHmsiiiu^
Tilkynning j
um atvinnuleysistryggingu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga
nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningar-
stofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana I
3., 4. og 5. nóvember þ.á., og eiga hlutaðeigendur |
er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa |
sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina |
tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, séu viðbúnir 1
að svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá
mánuði.
2. Um eignir og skuldir.
Reykjavík, 30. október 1958,.
Borgarstjórinn í Reykjavík
KBuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiDiiiiiiiiiiiiiiimimniiiiiiiiimiBiiiinioi
Fréttir frá S.Þ.
(Framhald af 6. síðui.
fór aftur til Beirut og kenndi
næstu át'ta ár við ameriska háskól-
ann. Því næst fór hann í utanrikis-
þjónustuna og var sendiherra Líb-
anon í Bandaríkjunum til 1955.
Prófessorinn og diplomatinn Char-
les Malik, sem talar ágætlega ara-
bísku, ensku, frönsku og þýzku
(hann las eitt ár við háskólann í
Freiburg) varð síðan utanríkisráð-
herra, og í byrjun jafnframt
menntamálaráðherra. Samtímis var
hann kosinn á þing Líbanons.
Innan Sameinuðu þjóðanna hef-
ur Malik sérstaklega látið til sín
taka vandamálið um mannréttind-
in. í þrjú ár var hann skýrslugjafi
Mannréttindanefndarinnar, og í
tvö ár formaður hennar.
Uppáhalds frístundaiðja hans er
að lesa Platon og Aristote'es á
grísku.
3. siðan
Ilala munu Svisslendingar og kosta
nokkurn hluta gangnanna.
1380 m hæð
Göngin verða grafin í fjallið í
1380 metra hæð yfir sjávarmáli,
en það þýðir að byggja verður sér-
staka vegi upp í þá hæð eftir fjalls-
hlíðinni. Þetta ráð var tekið eftir
að í liós kom, að auðveldara var að
bora þar en við fjallsræturnar.
Menn telja að hitinn í miðjum
göngúnum muni nálgast 50 stig á
Celsíus, en með því að dæla lofti
stöðugt inn í þau að utan, íelja
þeir, sem vit hafa á, að megi lækka
hann niður í 25 stig, en það er tal-
inn hæfilegur hit'i til þess að vinna
L Göngin verða útbúin nxeð sér-
slakri loftræstingu og holræsakerfi
svo að þau verði opin alla 12 mán-
uði ársins, en eins og kunnugt er,
hafa fjallvegir í Ölpunum hvað
eftir annað teppzt vegna mikilla
snjóa eða snjóflóða. Mönnum verð-
ur ekki ieyft að leggja bílum sín-
um í göngunum, né stoppa þar
nema þá til þess að taka benzín, til
þess að umferðin gangi sem greið-
ast. Hver bifreið mun þurfa að
greiða gjald fyrir að fara um göng-
in, og er reiknað með því, að tekj-
ur af þessum gjöldum hrökkvi til
til þess að standa straum af rckst-
urs- og viðhaldskostnaði.
Frakkar byrja senn
Frakkar hafa fyrir skemmstu
óskað eftir tilboðum í gröft þess
hluta ganganna, sem þeim ber að
gera, svo að gera má ráð fyrir því,
að ekki muni líða á löngu þar til
hafizt verður handa frá þeim enda
ganganna. Þegar lokið verður við
þetta fyrirtæki, mun leiðin milli
Frakklands og Ítalíu styttast til
muna í kílómetrum, fyrir utan það
hver t'ímasparnaður verður í því er
menn þurfa ekki lengur að leggja
á vafasama fjallvegi í tvísýnu
veðri.
ViV.V.WW.W.V.V.ViV.Vi
AUGLÝSING
Tilboð óskast í Internat-
ional jarðýtu af gerðinni
T.D.-6, í því ástandi sem
hún nú er. Tilboðum sé
skilað fyrir 15. nóvember
til Þórólfs Guðjónssonar,
Fagradal, sími um Neðri-
Brunná, eða Bjarna Finn-
bogasonar, Búðardal, sem
gefa nánari upplýsingar.
Áskilinn er réttur til að
taka tilboðum, eða hafna
öllum.
%IW.*JAflA%V%VMWÓW.VAVUW.V.WV\WAWUWJ
avAVUVwvwwwwW.V.W^^VAV.*^iWV//.WíV
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui]iiiiiiiunimiiiiiiui«iiiiiiimiiiii
i 1
| Húsmæður athugið! |
| Hvítöl í iítratali f
Þó svo að kaupmenn hafi tekið við allri dreifingu i
á átappaðri framleiðsluvöru vorri. þá er þó sú und- i
antekning þar á gerð, að sem áður seljum vér |
1 HVfTÖL í LÍTRATALI |
beint frá verksmiðju vorri að Frakkastíg 14 B. |
1 H.F. ÖLGERÐIN 1
! EGILL SKALLAGRÍMSSONI
imiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiitriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMi
Læknaskipti
5
Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, sem I
óska að skipta um heimilislækni frá næstu ára- I
mótum, þurfa að tilkynna skrifstofu samlagsins I
það fyrir nóvemberlok. . j§
Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.
5
S
S s
■ «*
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiimiiiii
Innilegt þakklæti færum vi'ð öllum þeim, sem auösýndu okkur
samúð og veitfu okkur aöstoS á einn eða annan hátt við andiát og
jarðarför móður okkar og tengdamóður,
Þórunnar Þórarinsdóttur,
Höfn, Hornafirði.
Börn og tengdabörn.
iBWiWii'iMiniwiiui i«iiiiwnMygiginr»rMiii.n tewaimá...
§ .■.v.vv.v.v.v.v.v.vv.v.v,
Við þökkum auðsýnda samúð við andfát og útför bróður míns
og föðurbróður,
Gunnlaugs Jónssonar
kaupmanns, Freyjugötu 15.
Við þqkkum einnig hjúkrunarkonum og læknum Bæjarsjúkra-
hússins, ágæta hjúkrun í veikindum hans.
Sigríður Jónsdóttir. Gunnlaugur Guðmundsson.
Elsku litli sonur okkar
Einar Sverrir
lézt af slysförum þ. 28. þ. m.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Ágústína og Sverrir Ágústssoni