Tíminn - 31.10.1958, Blaðsíða 8
8
T í M I N N, föstudagiim 31. október M58.
Sjötugur: Brynjólfur Haraldsson
Brynjólfur Haraldsson, Hvai-
gröfuin, er fæddur 12. okt. 1888 að
höfuðbálinu Skarði, Skarðsströnd.
Er hann einn af 6 börnum hjón-
anna, Septemborgar Loftsdóttur,
Jónssonar, bróður Saura-Gísla, og
Haraldar Brynjólfssonar, Jónsson-
ar frá Breiðabólsstað á Fellsströnd.
.Haraldur Brynjólfsson ólst upp hjá
frú Ingibjörgu Ebernesardóttur og
Kristjáni Magnúsen, kammerráði,
og giftist þaðan og byrjaði búskap
á Manheimum, hjál'eigu frá Skarði,
bjó svo nokkur ár í Frakkanesi og
Á, einnig hjáleigu frá Skarði. Flyt
ur svo að Hvalgröfum og bjó þar
æ síðan, en lifði hin síðustu ár í
skjóli Brynjólfs sonar síns. Ferða'
hringur Brynjólfs er því ekki
stærri en þetta, og á Hvalgröfum
hefir hann alla tíð búið og dvelst
þar enn. Árið 1910 giftist Brynjólf-
ur hinni ágætustu konu, Ragnheiði
Jónsdóttur, Finnssonar, bónda á
Géirmmidarstöðum. Er hún réttur
þremenningur að skyldleika við
hinn þekkta þjóðskörung Guðjón
Guðlaitgsson frá Ljúfustöðum. Móð-
ir Ragnheiðar var Magðalena
Bjamadóttir, Jónssonar, alkunn,
an'erk sjómannaætt úr suðureyjum
Breiðafjarðar. Hafa þau Ragnheið-
ur og Brynjólfur lifað saman í far-
sælu hjónabandi í 48 ár. Þeim hefir
orðið tveggja barna auðið: Magða-
lena, gift' Sæmundi Björnssyni,
Klúku, Miðdal í Steingrímsfirði,
búsett að Reykhólum. Gísli, giftur
Herborgu Hjelm, færeyskrar ætt-
ar, búsettur að Hvalgröfum.
Tók við oddvitastörfum úr hendi
föður síns s. 1. vor. í fóstur. tóku
þau dreng, Svein Jónassori að nafni
og ólu upp sem eigið barn, en urðu
fyrir þeirri sorg að missa hann á
bezta aldursskeiði.
Brynjólfur á Gröfum, eins og
hann er jafnan nefndur í daglegu
taii, hefir alið allan sinn aldur hér
í sveit. Ef nokkur maður er sam-
gróinn sveit sinni þá er það hann.
í uppvexti aðeins flutzt milli fjög-
wrra bæja og hafnað á þeim
fimmta, Hvalgröfum og búið þar
æ sáðan. Brynjólfur er með öllu
sjálfmennt'aður maður, er prýði-
lega greindur, bókamaður, skýr í
(hugsun og skrifari ágætur. Eflaust
hefði hann Verið gott efni í lang-
skólamann, ef sú hlið hefði að
honum snúið þegar í æsku. Honum
er létt um mál og hann kann vel
að orða hugsanir sínar í ræðu-
Erlent yfirlit
(Framhald af 0. síðu).
er, að hann sækist ekki eftir að
Ikomast í framboð þá, heldur vílji
fá það tækifæri síðar. Að
Rockefeller frágengnum, virðist
Nixon ekki hafa neinn keppinaut.
Þar sem Knowland verður þá
vafalaust úr sögunni sem slíkur.
Hjá demókrötum gegnir þetta
allt öðru máli. Þar hefir enginn
nnaður komið fram í kosningabar-
óttunni, er hefir vakið.á sér sér-
staka athygli. Kennedy öldunga-
deildarmaður hefir að vísu ferð-
azt mikið og hann er öruggur um
endurkosningu, en framganga
Ihans í kosningabaráttunni hefiir
ek-ki neitt aukið Veg hans'. Stev-
enson hefir komið talsvert fram
og ræður hans vakið athygli að
vanda, en bersýnilegt er, að hann
telur sér heppilegast að vera hlé-
drægur og láta ekkert á því bera,
að hann sé fáanlegur í forseta
kjör í þriðja sinn. Honum er
Ijóst, að hann kemur bví aðeins
til greina, að flokkurinn hafi eKki
völ á neinum nýjum manni, sem
sé ólitinn sigurvænlegur. Að því
leyti hefir kosningabaráttan nú
verið Stevenson hagstæð, að ekki
Ihefir komið fram neinn nýr mað-
ur, er skari fram úr öðrum sem
forsetaefni fyrir demókrata. Með-
an svo er, getur niðurstaðan orðið
sú, að Stevenson verði fenginn
til framboðs í þriðja sinn
Sá foringi demókrata, sem mest
ihefir borið á í kosningabaráttunni,
hefir verið Truman forseti. í
gamni og alvöru hefir verið ympr
að á því, að hann ætli að vera
forsetaefni demókrata 1960. Margt
bendir til þess, að Truman myndi
reynast sigursæll, ef aldurinn væri
•ekki talinn honum til foráttu.
Þ.Þ. I
formi. Hann er hreinn í hugsun
og djarfur í máli. Brynjólfur er
hugsjónamaður, sem vill láta Ijós
sitt skína, fræða og hvetja til fé-
lagslegra samtaka. Það sýnir bezt
hvert hugurinn stefndi, er hann á
unga aldri, tók að sér barnatilsögn
á ýmsum heimilum, og mun víða
hafa verið aufúsu gestur. Ásamt
búskap kenndi 'hann á v'etrum, ým-
ist ráðinn 'eða þess utan allt frá
1918 af og til ársins 1930, en þá
var hann settur kennari í Skarðs-
skólahverfi og gegndi því starfi
óslitið til 1957, er hann sagði því
lausu.
Þess utan hefir hann haft á
hendi fjölmörg sveitastörf, setið í
hreppsnefnd frá 1914, í sýslunefnd
6 ár í skólanefnd og safnaðar-
fulltrúi um tugi ára og oddviti frá
1930 til 1937. Stofnandi Búnaðar-
félags Skarðhrepps 1926, og for-
maður þess frá upphafi og er það
enn. í búnaði hefir Brynjólfur og
sýnt framfara hug. Reist íbúðar-
hús úr steinsteypu, sléltað og rækt-
að og á allan háít stórbætt jörðina.
Skilar því framtíðinni betri og arð-
gæfari bújörð 'heldur en hann tók
við. Það er óhætt að segja, að
Brynjólfur hafi ávaxtað sitt léða
pund vel, bæði efnislega og and-
lega séð. Brynjólfur er ótrauður
samvinnumaður, tileinkaði sér
snemma þá lífsstefnu og þess
stjórnmálaflokks Framsóknar-
flokksins, er traustast hefir slaðijs
vörð um hana á löggjafarsamkomu
þjóðarinnar, Alþingi. Nú getur
hinn aldni fyrrverandi bóndi, odd-
viti og kennari sinnar sveitar litið
með gleði um öxl, því mörg hans
hugsjóna og áhugamál eru farsæl-
lega komin í höfn, eða eru á góðri
leið fyrir mátt Samvinnuhugsjón-
arinnar og óhvikullar baráttu for-
ystumanna Framsóknarflokksins,
er hann foatt sínar lífsvonir við.
Brynjólfur stendur á þeim sjónar-
hóli Mfsins, að honum er fært að
vega og meta alla okkar miklu
framfaraþróun allt frá aldamótum
til dagsins í dag. I
Sunnudaginn 12. þ. m. var gest-
kvæmt að Hvalgröfum. Vel flestir
bændur og annað búandlið sveit'ar-
innar heimsótti afmælisbarnið á-
samt nokkrum öðrum úr nálægum
sveitum. Undu menn þar gengi
nætur við glaðværð og góðar veit-
ingar. Margar ræður voru fluttar,
söngur og dans stiginn. Hófið í
alla staði mjög ánægjulegt. Sveit-
ungar, skyldulið, vinir, utan sveitar
og innan, sendu góðar gjafir.
Brynjólfur á Gröfum er maður
vel á sig kominn og ber aldurinn
óvenjuvel. Beinn á velli og léttur í
spori. Kr. M. Breiðdal. I
AW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V
Áðalfundur KnattspyrnuféL Vals
AÐALFUNDUR knattspyrnufé-
lagsins VALS var haldinn 27. októ
ber s.l. í félagsheimilinu að Hlíðar-
enda. Fundarstjóri var Sigurður
Ólafsson og ritari Jón Þórarinsson.
Formaður VALS Sveinn Zoéga
flu'tti stutta yfirlitsræðu um störfin
á liðnu ári. En skýrslur og reikn-
ingar stjórnar og starfandi nefnda
lágu fyrir í fjölriti.
Starfsemi félagsins á s.l. ári var
mikil. Félagið tók þátt í öllum
knattspyrnumótum sumarsins.
Einnig tóku flokkar frá félaginu,
bæði kvenna og 'karla, þrátt í hand-
knattleiksmótum. Nokkur knatt-
spyrnumót vann félagið á árinu,
í yngri flokkunum, og var í úrslit-
um I öðrum bæði yngri og eldri.
Aðalþjálfarar félagsins á starfs-
árinu voru þeir Elnar Halldórsson
og Árni Njálsson, en Árni þjálfaði
aðallega yngri flokkana og hand-
knattleiksflokkana.
Haldið var áfram á árinu, með
byggingu hins mikla og vandaða
íþróttahúss, og miðaði því svo vel,
að það mun verða tekið í notkun
innan skamms. Formaður íþrótta-
hússnefndar er Úlfar Þórðarson
læknir, og hefir hann verið það
frá upphafi.
Starfsemi meðal yngri i’lokkanna
var endurskipulögð á árinu, og
stofnað unglingaráð og því sett
sérstök reglugerð. Formaður ráðs-
ins er Sigurður Marelsson kennari,
sem er unglingaleiðtogi félagsins.
Þá var fulltrúaráð félagsins einn-
ig endurskipulagt og því sett ný
reglugerð. Eiga nú sæti í því rúm-
lega 30 eldri félagar.
Valsblaðið, sem legið hefir niðri
Tilhæfulaus fregn
í tilefni af fregn í einu af dag
blöðum Revkjavíkur um að danska
ríkisstjórnin hafi fengið t.ilboð frá
ríkisstjórn íslands varðandi fisk-
veiðiréttindi Færeyinga við ís-
land og gagnkvæm réttindi ís-
lendinga við Grænland, óskar utan
ríkisráðuneytið að taka fram, að
fregn þessi er með öllu tilhæfu-
laus; engar slíkar viðræður hafa
farið fram og ekkert slíkt komið
til tals innan ríkisstjórnarinnar.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
undanfarin ár, hóf göngu sína að
nýju á árinu, og hafa komið út af
því á starfsárinu 4 tölublöð.
Stjórnin var öll endurkjörin, en
hana skipa: Sveinn Zoega formað-
ur, Sigurður Marelsson unglinga-’
leiðtogi, Valgeir Ársælssen, Guð-
mundur Ingimundarson, Baldur
Steingrímsson, Gunnar Vagnss. og
Einar Björnsson. í varastjórn voru
kjörnir: Friðjón Friðjónsson, Ægir
Ferdinandsson og Elías Hergeirs-
son.
Fundurinn var írijög fjölmennur,
og mikill áhugi ríkjandi um að efla
starfsemi Vals sem mest og nýta
sem bezt þá miklu og margþættu
möguleika til aukins félags- og
íþróttalegs árangurs, er skapast
með tilkomu nýja íþróttahússins.
'.W.V.V.V.V.V.V.VAV.V.',
>■■■■■!
VJ
CrVÍfr
VUuísZs.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiu;
Tilkynning
Nr, 29/1958. |
Innfutningsskrifstofan hefir ákveðiS nýtt hámarks §
verð á smjöríki sem hér segir;
Heidsöuverð, pr. kg. Kr. 9,17 Kr. 14,00 I
Smásöluverð, pr. kg.— 10,20 — 15,20 i
Reykjavík, 28. október 1958.
Verðagsstjórinn =
Kaupmenn!
Kaupfélög!
Við höfum jafnan fyrir-
liggjandi frá
KOYO
Tékkóslóvakíu
SJONAUKA
ýmsar stærðir.
Rifflasjónauka
SMÁSJÁR
fyrir skóla og
rannsóknarstofur.
j*.
Einnig hin þekktu
DOLONIT
Og
POLOX
sólgleraugu.
i
/z,\mqLg>(8llf7l (p
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiimmiiiui w.v.w.v.w.w.w.-.v.vt
3. síðan
ir.n framundan, og tekur alls ekk-
crt cftir vegfarendum.
Kvenbílstjórar hafa löngum
verið skotspónn skopteiknara og
annarra háðfugla um heim allan
og má segia að nú sé það ekki
lengur orðið að ástæðulausu. í
Bandarikjunum er orðið „woman-
driver“ hið versta skammaryrði.
Karlmönnum að kenna?
Ef umferðastatistikin er athug-
uð frá sjónarmiði konunnar, kem-
ur það í ljós að hún er tekin sam-
an af karlriiönnum eingöngu og
margt kvenfólk heldur dauðahaldi
í þá staðreynd. „Karlmennirnir
eru að svíkja okkur", er viðkvæð-
ið, þar til einn góðan veðurdag
er komið heim með bíl húsbónd-
ans beyglaðan eftir árekstur. —
við annan kvcnbílstjóra. En slik
atvik ske ekki á degi hverjum.
En kvenfólk verður að beygja sig
fyrir opinberum skýrslum, og
gerir það raunar þótt það vilji
ekki láta það uppi. Staðreyndin
stendur óhagganieg: Kvenfólk er
ekki jafn öruggifr bílstjóralr og
karlmenn, það sanna skýrslur!
ByggSasafn Þingeyinga
iFramhald af 4. síðu;
geymslu á Stóru-Laugum. Guð-
mundur Þorsteinsson frá Lundi foef
ir unnið að viðgerðum á munun-
um. Safnvörðitr. er Ólafur Gísla-
son, bóndi á Kraunastöðum.
Fréltamaður heimsótti safniö og
sá þar margt fagurra og sögulegra
gripa, meðai annarra tréreku þá,
sem myndin er af, en hún, er úr
eigu Fjalla-Bensa. Gekk hann við
rekuna, þegar hann var að leita
fjár og er sagt, að oft hafi hún
bjargað lífi hans, 'en Bensi þuri'ti
oft að grafa sig í fönn.
Arbók Þingeyjarsýslu
Sýslumaður skýrði svo frá, að
fy-rsta hefti Árbókar Þingeyjar-
sýslu væri nú í undirbúningi. Að
útgáfunni standa báðar sýslurnar
og Húsavíkurkaupstaður. Ritstjóri
er Bjartmar Guðmundsson á Sandi.
Þá hefir sýslan nýlega stofnað
sýsluskjalasafn og verður það lil
geymslu í kaupfélagshúsinu á Ilúsa
vík. Skjalavörður er Þórir Frið-
geirsson, gjaldkeri kaupfélagsins,
en hann sér einnig um Bókasafn
Suður-Þingeyinga, sem er mikið að
vöxtum.
Reistur hefir verið nýr sýslu-
mannsbústaður á Húsavík. Sýslu-
skrifstofurnar eru í vinkiláiniu
hússins, sem er mjög stórt og varid
að.
Næringargitdi ísíenzkra
fóðurjuria
r ramriald af 7. síðu).
ir. 'Nú er hægt að framleiða „aet
ivated" fóður við verði, sem er
mjög 'hagstætt miðað við annað
áþekkt fóður á markaðnum.
Rannsókn ísl. fóðurjurta
D. R. Tullis vann á Atvinffu-
deild Háskólg íslands að rarni-
sóknum á íslenzkum fóðurjurtum •
til að ganga úr skugga um, hvort
unnt væri að beita sömu aðferðuin
við innlendar fóðurjurtir eða þ:ér,
sem hér eru ræktaðar. I-Iac.i rann
sakaði fimm tegundir jurta óg
komst að raun um, að tvær jurtir
voru sérstaklega vel fallnar til
þessarar meðferðar. Var það stor-
in annars vegar, en „tiinote"
hins vegar.
Þetta efni á ef til vill eftir
að spara fóðurkaup til landsins, og
myndi af því verða margs konár
hagur bæði bænda og ríkisins.
Aðallega hafa verið gerðar
rannsóknir á notagildi fóðursins
til eldis alifugla, en þó mun nýt-
ingin vera enn betri, þegar uin
jórturdýr er að ræða eða aílt
að 97—98%.
Efni þelta, sem hér hefur vef.ið
rætt um, er látið í grasið bun t
og verður biandan bezt, þegar í
henni eru 0,1—0,3% af „activator“.
Blandan er síðan gefin skepnun-
um eins og venja er með annað
fóður.