Tíminn - 06.11.1958, Side 9

Tíminn - 06.11.1958, Side 9
T f M IN N, fiinmtuclaginn fi. nóvember 1958. Viftt tífi IK Clatitpi 32. dagur — Eg er hræddur um, að ég skilji alls ekki, hva'ð' þú ert að tala um, Valerie. En það lítur út fyrir, að Katha- rine hafi orðið fyrir ásókn og leitað hælis í bíói. — Nei, það var aðeins til- gáta mín. Eg rak hana héðan í morgun. 4- Hvað segirðu? Er Katha ririe alfarin héðan? — Já, það vona ég. Þú munt ekki fá tækifæri framar til að gamna þér viö hana hér í stofunni meðan ég er að heim an. Að mér heilli og lifandi skal það ekki verða. Þið héld uð víst, að ég væri heimsk og blind. Valarie var fastmælt og röddin kuldaleg. — Rakst þú Katharine burtu? Hann hreytti þessu út úr sér, beygöi sig síðan yfir hana, greip um handleggi hennar og kippti henni upp úr stólnum. — Taktu ekki svona fast, ég finn til, kveinkaði hún. Hann talaði hægt, fast- mæltur og röddin var hás: — Er þér ljóst, að hún á hvorki vini né fjármuni í þessum heimi? Hún er einstæðingur. Og þú hefir rekið hana burtu án þess að vita, hvort hún ætti víst nokkurt þak yfir höf uðið. — Hvað kemur mér það við — eða þér? sagði hún há- róma. — Þú ert afbrýðisöm. Get- ur það verið, aö kona, sem að eins hefir litið á eiginmann sinn sem sparisjóðsbók, geti orðið afbrýðisöm af því aö komast að raun um, að hon- um gezt vel að að annarri konu? Þú ert köld og tilfinn ingalaus, og ekkert hreyfir við þér fyrr en þú heldur, að efnahagsöryggi þitt sé í hættu. — Ertu genginn af göflun- um, Philip? Hvert orð sem þú segir, sannar aö ég hefi á réttu aö standa. Hvers vegna verður þér svona mikið um þetta, ef þér stæöi á sama um þessa konu? Slepptu mér. Hann hristi hana og neyddi hana til þess að horfa á sig. — Hvar er hún? Hvar er Katharine? Segðu mér þaö eða ég skal . . . — Eg hefi enga hugmynd um það, og mér er Hka alveg sama. Eg sagði henni líka, að hún fengi engin meðmæli hjá mér. — Þú ert . . . þú hikar ekki einu sinni við að svipta hana öllum möguleikum til þess að vinna fyrir brauði sínu. Af- brýðisöm kona svífst einskis. Þú heimtar allt en gefur ekk ert í staðinn — ekki einu sinni likama þinn, ef þú gæt ir komizt hjá því. Hvað varð ar þig um þaö, þótt ég reyndi að eignast vinkonu, sem væri gædd mannlegum tilfinning um. — En því dirfðist þú aö koma með hana hingað? Því -tiírfðist’þú — —‘ Rödd hennar var skræk. Hann hélt henni fastri, svo að hún gat ekki hreyft sig. Svipur hans var harður og augu hans loguðu. Svo sleppti hann henni svo snögg lega, að hún var nærri dottin. í sama vetfangi varð hann ró legur og sagði: — Eg veit auð vitað, að ungfrú Venner hefir ekkert sagt mér til miska, þú ert aðeins að reyna að leika á mig. Eg kom heldur ekki með hana hingað, og hún hafði enga hugmynd um, að ég væri eiginmaöur þinn. Þú hefir sett heilan,sorgarleik á svið vegna þessa bréfsnepils, sem ég ætla nú að brenna. Eg bið þig annars afsökunar, Val erie. Eg vona, að ég hafi ekki meitt þig.. , — Hvert ertif að fara? Rödd hennar var enn há og skjálfandi. Philip hafði ekki gert sér ljóst, að hann gekk til dyra, og hann staðnæmdist við orð hennar. — Þú skalt ekki halda, að þú sleppir svona auðveld’.ega, sagði hún og hvessti á han.n augun. Þú 'kastal’ ekki svona auðveldlega ryki i augu min. Geturðu annars gefið mér nokkra skýringu á þessu bréfi? — Hefi ég nokkru sinni beö ið þig um skýringvuá gerð- um þínum? Þú hefir heldur ekki gert það fyrr en riú. — En nú krefst ég hennar, sagði hún hraðmælt. Hann horfði þegjandi á hana um stund og brosvipra myndaðist á vörum hans. — Jæja, Valarie, sagði hann svo. Við skulum gera með okk ur samning. Ef þú vilt leyfa mér að lesa yfir öll bréfin, sem liggjáji í skrifborðsskúff unni þiririi/ þá SKal ég segja þér allt af létta um athafnir sjálfs mín. Hún dró andarin ótt og títt og minntist allra bréf- anna með sinni eigin rithönd, allra bréfanna, sem Eddi hafði endursent síðustu vik urnar. — Eg neita ■ því. Þetta er ekkert prang. — Jæja, þá það, sagði Phil ip og gerði sig líklegan til þess að fara. Hún stöðvaöi hann aftur. — Hvert ertu aö fara — Eg hefi enga ákveðna feröaáætlun. — Hvernig er samband ykk ar Katharine Venner? Þú verður að segja mér. það. Fyrir nokkrum klukku- stundum hafði hann svaraö sjálfum sér þessari spurningu og þá hafði hann þótzt sann færður um, að tilfinningar hans í hennar garð væru að- eins saklaus ,-vináttukennd. Nú vissi hann betur. — Þú munt aldrei geta skil ið það, Valarie, sagði hanri fastmaeltur. 27. kafli. j Svefnherbergið var í litlu og^óhrjálegu gistihúsi, það var dimmt og rakt. — Hvað á ég nú að gera? Hvað get ég tekið mér fyrir hendur? hugsaði Katharine í öngum sínum. Eg get ekki far ið í neina vinnumiðlunarskrif stofu án meðmæla. — Steven — Ruth — Bertha frænka. Hún minntist frænku sinnar um að fara til frú Stone, gömlu ríku en nísku kerlingarinnar Húsið var stórt og gama.1- dags. Svo virtist, sem eigandi þess hefði gleymt að fylgjast meö tímanum. Þar vant-aði öll hjálpartæki, sem finnast eiga í nútímaeldhúsum og heimil um. Fyrr á árum hlaut það þó að hafa talizt fyrinnann- legt. I Katharine gekk upp breiðu steintröppurnar og tók í klukkustrenginn. í sama bili barst rödd neðan úr kjallara ganginum, og Katharine hrökk við. — Hvað viljið þér? Katharine leit niður og sá stúlku standa þar með ó- hreina svuntu og sótblett á kinninni. Hárið var úfið. — Eg þarf að tala viö frú Stone. Kallar þú ætið neðan úr kjallara til gesta í stað þess að koma og Ijúka upp dyrum? sagði Katharine með nokkurri þykkju. — Eg nenni ekki að ganga upp þennan langa stiga til - þess eins að opna dyrnar. Um j hvaö þurfið þér að tala viö 1 frúna? Veit hún, að þér eruö að koma? — Hún mun verða mjög glöð við að sjá mig, sagði Katharine. Stelpan hló. — Jæja, ef þér getið glatt hana, þá eruð þér víst eina manneskjan í heiminum, sem getur það. — Viltu gera svo vel aö opna dyrnar fyrir mig. — Þér getið komið hingað niður og gengið gegnum eld- húsið. Það sparar mér sporin. Eg hefi svo hræðilega æðahnúta á fótunum. Eg vildi, að versti óvinur minn hefði aðra eins. Katharine gekk niður tröppurnar að eldhúsdyrun- um og inn í húsið. Þarna niðri var allt óhreint og í óreiðu. — Ósköp eru að sjá þetta, sagði hún. Já, finnst yður ekki. Samt á gamla frúin svo mik ið af peningum, að hún veit ekki, hvað hún á við þá aö gera. En það er svolítið skárra á efri hæðinni, þótt helzt líti út fyrir, að þar haíi allt staðið óhreyft í heila öld. J Katharine gekk á eftir henni upp stigarin. Loftið var þungt og drungalegt, húsgögn in stór og þunlamaleg. Hér og hvar voru gipsmyndir á veggj um og þar héngu gömul klæöi rykfallin og mölétin. — Það veiti ekki af heilum þjónahér til þess að halda þessu húsi hreinu, sagði stúlk an. — Eg á nóg með að halda skítnum frá sjálfri mér og matreiða handa gömlu kon- unni. Um leið og Katharine nam staðar til þess að líta í kring um sig, gall við há og nærri því karlmannleg rödd innan úr herbergi: — Cicely, Cicely — hvar ertu? Ef ég væri ekki orðin þetta skar, mundi ég ekki spara stafinn á svona lata vinnukonu. En þú veizt, að ég er oröin aumingi og skákar í því skjólinu. Cicely — Cicely. ^V^W.V.V.V.VAV.WAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W™ l Tæpar 2000 blaðsíður | í fyrir aðeins 153 kr. | Neðantaldar 8 skemmtisögur seljast með allt að 50% afslætti, send- ar gegn eftirkröfu. — í Reykjavík fást bækurnar með þcssu lága “■ verði í Bókhlöðunni, Laugavegi 47. .... „Eg þakka bókasendinguna. Eg bjóst alls ekki við að fá svo »* mikið lesmál fyrir aðeins 157 krónur. Nú hef ég nóg áð lesa fram ■“ eftir vetrinum . . . . En hvernig getið þið selt bækurnar — 8 bæk- ur, tæpar 2000 blaðsíður — fyrir svona lágt verð? . . . . Eg kom í % bókabúð fyrir nokkru og spurði eftir miðlungs stórri bók — hún kostaði meira en allar bækurnar, sem ég fékk frá ykkur.“ .... ■» (Úr bréfi til útgáfunnar.) \ 5 O O Arabahöfðinginn o Áður 30 kr. Nú 20 kr. í fallegu bandi 25 kr. Svarta leðurblakan o Áður 12 kr. Nú 7 kr. Klefi 2455 í dauðadeilcl q Áður 60 kr. Nú 30 kr. 1 örlagafjötrum O Áður 30 kr. Nú 20 kr. Synir Arabahöfffingjans Áður 25 kr. Nú 20 kr. í fallegu bandi 25 kr. Dcnver og Helga Áður 40 kr. Nú 20 kr. Ilauffa akurliljan Áður 36 kr. Nú 20 kr. Dætur frumskógarins Áður 30 kr. Nú 20 kr. I SOGUSAFNIÐ Pósthólf 1221 — Reykjavík — Sími 10080. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.VAVU OIIIIIIIIIflllIlIIIIfllllIIIIIIIIIIIIIlIllllIIIIIIIIIiIIIIIIIIIlIlllllfllIlllIIIIIIIIDIlllIIIlIIIlIIIIIiIiIIIIIiIllliIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Systrafélagið „ALFAáí Sunnudaginn 9. nóvember heldur Systrafélagið Alfa sinn árlega basar í Vonarstræti 4 (Félags- heimili verzlurtarmanna). Verður basarinn opn- aður kl. 2 e.h. Á boðstólum verður mikið af hlýjum ullarfatnaði barna og einnig margir munir hentugir til jóla- gjafa. •— Allir velkomnir. Stjórnin s s s s S s 1 I ffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiii s i I 1 I Bændur! ( í hinum forna Holtahreppi. | . Styrkir úr sjóði hjónanna Ólafs Þórðarsonar og i Guðlaugar Þórðardóttur frá Sumarliðabæ eru = | lausir til umsóknar. Skriflegar umsóknir sendist 1 1 til mín fyrir 20. nóvember. i i Sveinn Ögmundsson, | Kirkjuhvoli. i flBaaiuinHiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimuuiiui -W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV ■: 5 ;■ Þakka hjartanlega vinum og venslamönnum, sem ;! sýndu mér margskonar vinsemd á fimmtugsafmæli !; ■: mínu 2. þ. m. !; Marinó Jakobsson, Skáney ’M/AV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.VAV.VVW.VVW.VVVWin Konan mín. Sigurbjörg Ámundadóttir, sem andaðist 31. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. nóvember kl. 1.30. Athöfninni í kirkjunni verður út- varpað. Blóm og kransar afbeðin. En þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á krabbameinsfélagið. Fyrir hönd vandamanna, Friðrik J. Ólafsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.