Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 5
5 T í MIN N, föstudaginn 28. nóvembcr 1958. ?w.w.v. Sex nýjar Norðrabækur Sjálfsævisaga Björns Eysfeinssonar Nafn Björns hefir lifað á vörum alþýðunnar í meir en mannsaldur, mannsins, sem mikinn þátt átti í því, að af lagðist flóttinn frá íslandi til Canada. Þegar fjöldinn fiýði land til þess að leita betri lífskjara, fluttist Björn upp í óbyggðir — land útilegumanna — bjó þar í fimm ár og greiddi þaðan skuldir sjnar við fyrri granna og kom til baka sem góður bóndi, fékk góða jörð og varð innan fárra ára einn ríkasti bóndi Norðurlands. Ýmsir töldu Bjarna vera fvrirmynd Kiljans að Bjarti í Sumarhúsum, en hvað um það, hann gaf ýmsum efandi aftur trúna á landið sitt og trúna á sjálfa sig. Björn batt ekki bagga sína sem ananð fólk og •kyrrlátu lífi lifði hann ekki. Hann var hamhleypa til munns og handa, og hafa myndazt um hann þjóðsagnakenndar sögur. Elinborg Lárusdóttir: Leikur örlaganna Eiinborg Lárusdóttir er fyrir löngu orðin lands- þekkt fyrir skáldsögur sínar, en fæstir vita, að hún er og vel þekkt langt út fyrir landsteinana. Fyrsta saga þessarar bókar, „ÁSTIN ER HÉ- GÓMI“, er til dæmis þegar komin út á sex tungu- málum auk íslenzkunnar. Árið 1954 ákvað New York Herald Tribune að gefa út smásagnasafn frá þjóðum um vjða veröld og efndi til samkeppni þar um. Alls bárust um hundrað þúsund sögur, en aðeins 41 var valin til birtingar og voru þrjár þeirra eftir íslenzka höf- unda. Nokkrar smásögur frú Elinborgar-hafa og birzt í amerískiun tímaritum og kafli úr fvrri bókinni, HAFSTEINN MIÐILL, kom í ensku tímariti. Frú Elinborg mun vera afkastamesti kvenrit- höfundur vor og um leíð sá vinsælasti. Bók þessi mun verða talin gott innlegg kvenna á vettvangi íslenzkrar listar. Hannes J. Magnússon: Á höröu vori Bók þessi nær í aðalatriðum yfir tímabilið 1914 —1924, og gerist fyrsti hluti hennar heima í æskusveit höfundar, Skagafirði. Þá færist sögu- sviðið út, og segir nú frá skólaárum höfundar o. fl. og kemur þar margt fólk við sögu. Þetta ér sérstæð bók, og þarna er lagt inn á nýjar brautir í skráningu endurminninga. Líkist frásögn höfundar meir skáldsöguformi en venju- legum endurminningarstíl, þótt atburðir allir muni vei’a raunverulegir, og verður því bókin öll skemmtileg aflestrar. Höfundur virðist vera bjarlsýnismaður mikill og náttúrubarn. Og þrátt fyrir hið haðra vor þess- ara ára, er létt vfir allri bókinni. Höfundur trúir á mennina — lífið — og guð. : •• ÞQRL&FUR : í'0: BJ AfíNÁ&ON V---- Þórleifur Bjarnason: Björn J. Blöndal: Trölliö sagöi Saga þessi er framhald bókarinnar HVAÐ SAGÐI TRÖLLIÐ? sem vakti mikla athygli óg fékk góða dóma. Þórleifur Bjarnason lýsir hér stórbrotnum átthögum, sínum á Hornströndum, rekur baráttu mannsins við umhverfið og um- hverfisins við manninn, bregður upp myndum at- burða og þjóðhátta liðins tjma, en fellir inn í hildarmynd náttúrunnar og lífsbaráhunnar örlaga- ríka persónusögu húsbóndans á Hóli, sem hefst úr fátækt og umkomuleysi til karlmennsku, auðs og mannvirðingar. ÖrlagaþræÖir Björn J. Blöndal er löngu orðinn landskunnur fyrir ritstörf sín. Hamingjudagar, Að kvöldi dags og Vatnaniður, bera höfundi sínum fagurt vilni. Hér leggur hann út á nýjar brautir, en samur er hljómurinn, mjúk- ur og hreinn, og undirtónninn í hverri setningu gefur birtu, scm cndast mun lesanda iengi. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Fóik og saga íslandssagan og þjóðsagnir eru nátengdar hver annarri. En saga landslýðs er þó hihn réttasta lýsing á lífinu fyrr og nú. Benedikt frá Hofteigi fer ekki troðnar brautir sagnfræðinganna og þótt hann ef til vill trúi á tröll og hindurvitni, lætur hann þau ekki vill^ sér sýn. En smælingjarnir eru samt ávallt honum næst- ir, og þegar penni hans segir frá þeim, þá hcyrist annar og þýðari ómur en frá nokkrum öðrum. ^.V.VV/.’.ViV.V.ViV.Y.'.V.VViV.V.VV.V.V.V.V.VV.VAV.V'.V.V.V.V. ,.V.V.V.V.V.*.V.V.,.V.V.V.V.,.V.%V«'.W.V,V.,éVW.,.V.*.V.,.V.ViV.*A%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.