Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 6
T ÍM I N N, föstudaginn 28. nóvembtfr 3.958 ERLENT YFIRLIT. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Kýpurmálið á vetíva Eina lausnin er aS viðurkenna sjálfsákvörounarrétt og sjálístæíi Kvpurbúa Örlagarimma MATTHÍAS Jockumsson kallar þaó örlagarimmu, þeg ar Grettir glímdi við draug- inn Glám og felldi hann. — Lýsing skáldsins af viður- eig'ninni er stóPbrotin. Þar áttust við miklir kraftar, meðal annars: „Þrjózkan og þjóðin“ — og: „í jörðinni stundi, hrikti og hló. Hörð var sú öríágarimma. Buidi við draugsröddin dimma“. NÚ stendur yfir Alþýðu- sambandsþing. Það hefir mikhu hlutverki að gegna. Verkalýðssamtökin hafa eins og lögum háttar í landinu, mikið vald í éfnahagsmálum þjóöarinnar. Reynslan hefir sýnt að þau geta með verk- fölium stöðvað atvinnulífið í landinu. Sömuleiðis geta þau á hinn bóginn eflt það og lyft þjóöfélaginu til velmeg- unar, ef þau standa að efna- hagsmálunum með ábyrgðar hug og umhyggjusemi ráðs- mannsins, sem vill áð búið beri sig til þess að hver geti fengið sitt. RÍKISSTJÓRN sú, sem nú situr, grundvallar stefnu sína á því að hafa samvinnu við verkalýðssamtökin og vinnustéttirnar í landinu. Hún er fyrsta ríkisstjórn á íslandi, sem það hefir gert.* Við tilkomu þessarar stjórn- ar gafst vinnustéttunum í fyrsta sinn aðstaða til að vera með ríkisvaldinu í ráð- um um ákvarðanir efnahags mála. Þetta er gjörbreyting á aðstöðu þeirra. í staö þess að beita hneía rétti verkfalla, geta verka- lýðssamtökin nú flutt mál sitt með till. og tekið þátt í að meta efnahagsaðgerðir áður en þær koma til fram- kvæmda. Um leið verða þau að taka á sig ábyrgð á því, að efnahagsaögerðirnar séu þjóðhollar eftir því sem mannleg skynsemi getur ábyrg verið. Með þessu hafa viðfangs- efni verkalýðssamtakanna stækkað og hafist í hærra veldi. Það eru þessi viðfangs efni, sem Alþýðusambands- þingið, er nú situr á rökstól- um, hefir í fangi sér. EN Alþýðusambandsþing ið er í erfiöum kringumstæð um. Þar eru reimieikar. — Draugur sundrungarinnar gerist þar umsvifamikill. Glámur þessi er magnaður fítonsanda eins og nafni hans, sem segir frá í Grettis Ijóðum. í honum hafa menn stundum þótzt sjá austræn- ar glyrnur, en einnig — og máske einkum þessa stund- ina — er hann með ásjónu Sjálfstæðisflokksins og erind reki stjórnarandstöðunnar. Honum mun hafa tekizt að villa um fyrir einhverjum hluta Alþýðuflokksmanna, sem halda að þeir geti bætt kröftum hans við sína krafta sem vitanlega þurfa eins og oft áður viðbótar. Hver það er, sem magnar drauginn mest, og telur sig eiga mest undir viðgangi hans, kom greinilega fram í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar „buldi við draugsröddin dimma“: „Kovimúnistar sviku samkomulag um kjör. þingforseta“. VEL má segja að í glímu þjóðhollra manna á Alþýðu sambandsþinginu við Glám sundrungarinnar eigist við „þrjózkan og þjóðin“, svo sem Matthías kvað, — þrjózka þeirra, sem vilja deila og drottna, og þjóðholl usta hinna, sem vilja að verkalýðssamtökin hafi sam vinnu við ríkisstjórn þá, sem býður þeim ábyrga sam- vinnu við sig. Það hefir áreiöanlega mikla örlagaþýðingu fyrir verka- Iýössamtökin, hvernig átök- in við drauginn fara á þessu verkalýðsþingi, — og sömu- leiðis fyrir þjóðfélagið. Samvinna ríkisvalds og vinnustétta er nýjung, sem núverandi ríkisstjórn hefir boðið upp á. Gegn henni er draugurinn magnaður. Um hana er að tefla. Þetta er því örlagarimma. Ekki er undarlegt, þó „draugs röddin dimma“ heyrist úr horni Moggans, þegar hallar á draugsa. Vísitala og verð landbúnaðaraíurða EINS og alkunnugt er, fer um verðlagningu á land- búnaðarvörum á innanlands markaði eftir ákvæðum laga um framleiðsluráð landbún- aðarins. í þeim lögum segir svo um verðlagninguna: „Söluverð landbúnaðar- vara á innlendum markaði. skal rniðast við það, að. heildartekjur þeirra, er. Idndbúnað stúnda, verði í sem ndnustu samrœmi við. tekjur annara .vinnandi. stétta“. Þessi lagaákvæöi hafa ver- ið í gildi síðan 1947, og eftir þeim farið við ákvörðun verðs á framieiðsluvörum bænda. Við útreikning fram- leiöslukostnaðar og ver'ð- lagninguna er byggt á verð- grundvelli, sem fenginn er- samkvæmt lögunum með samkomulagi milli þriggja fulltrúa frá Stéttarsambandi bænda og þriggja fulltrúa frá félagssamtökum neyt- enda. Þegar kaup bænda var á- kveðið með verðákvörðun landbúnaðarvara í byrjun september s.l., var mlðað við kaupgreiðsluvísitöluna 185. Grunnkaup í verölags- grundvellinum var reiknað með hækkun þeirri, sem þá hafði orðið hjá ýmsum verkalýðsfélögum og var 6%. Grunnkaup hækkaði New York 17. nóv.' BLÖÐIN í New York skýra frá því í morgun, að í gær hafi komið þangað Makarios erkibiskup á Kýp ur, ásamt nokkrum ráðunautum sínum. Einnig hafi komið í gær til New York tveir háttsettir emlbætt ismenn ur tyrknesku utanríkis- þjónustunni. Loks segja blöðin frá því» að gríski utanríkisráðherr ann sé væntanlegur til New York nú í vikunni. Erindi allra þessara manna er eitt og hið sama. Þeir ætla ýmist áð taka þátt í eða fylgj ast með umræðum þeim, sem munu hefjast í stjórnmálanefnd- allsherjarþings S. Þ. fyrir eða eftir næstu helgi. Eins og kunnugt er, hafa oft áður farið fram umræður á þingi S. Þ. um Kýpurmálið að beiðni stjórnar Grikklands. Niðurstaðan hefur oftast orðið sú, að Bretum hefur tekizt að eyða málinu ann- að hvort með því að fá samþykkta loðna og einskisverða ályktun eða þá með því að hindra samþykkt jákvæðrar ályktun.ar, þar sem hún þarf tvo þriðju hluta greiddra at- kvæða. í fyrra tókst Bretum t. d. að koma í veg fyrir, að samþykkt væri tillaga, er fól í sér viðurkenn ingu á sjálfsákvörðunarrétti Kýp- urbúa. 31 ríki greiddu tillögunni atkvæði, 23 greiddu atkvæði á móti, en 24 sátu hjá. ÞÓTT enn sé frekar búizt við því, að Bretum takist enn einu sinni að koma í veg fyrir jákvæða ályktun allsherjarþingsins um Kýp urmálið, bendir margt til þess, ao umræðurnar um málið á allsherj arþinginu, muni vekja sérstaka athygli að þessu sinni. Ástæðan er sú, að Makarios, sem mestu ræð ur um stefnu Kýpurbúa í málinu, hefur nú markað þvi nýjan far- skömmu síðar hjá Dagsbrún í Reykjavík um 9M>%. í UMRÆÐUM og ákvörð unum um efnahagsmálin kemur m.a. til athugunar hjá verkalýðssamtökunum, að falla frá kauphækkun, vegna vísitöluhækkana að ein- hverju leyti. í því sambandi má vekja athygli á því, að ef launamenn sleppa vísitölu uppbótum á kaup að ein- hverju leyti, kemur það af sjálfu sér, að bændur fá þá heldur ekki þá vísitöluhækk un, þar sem kaup þeirra er ákveðið eftir á, eftir tekjum annarra vinnandi stétta. Þannig hafa ákvarðanir um greiöslu vísitöluuppbót- ar á kaup áhrif á verðið á landbúnaðarvörunum. Verði visitöluuppbótin á kaup manna í stéttarfélöguuum takmörkuð, hefur það i för með sér lægra verð á land- búnaðarvörum við ákvörðun þess a* næsta ári, en veröa myndi að öðrum kosti. HVAÐA ákvarðánir sem teknar verða um kaupgjald og verð á landbúnaðarvörum á innlendum markaði, þarf vel að gæta þess, að ekki verði raskað þeim grund- velli, sem lagður var meö lögunum um framleiðsluráö landbúnáðarins, og byggt hefur verið á undanfarin 11 ár, að verðið á landbúnaðar vörunum verði við það miðað að tekjur bænda verði í sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra vinnandi stétta. Þetta fyrirkomulag hefnr vel gefizt, og því samræmi, sem þar hefur náðzt, má ekki raska. Það mun öllum fyrir beztu. veg, sem virðist vænlegri til árangurs en sá fyrri. Stefna Makariosar hefur hingað til fólgizt í orðinu Enosis, sem er orðið allfrægt í sambandi við Kýp urmálið, en í því fellst, að tak- markið sé að sameina Kýpur Grikklandi, en yfirgnæfandi meiri hluti Kýpurbúa er grískur. Þetta hefur g'efið Bretum gullið tæki- færi til að framfylgja hinni gömlu, víðfrægu nýiendureglu sinni: Deildu og drottnaðu.. Um fimmti hluti Kýpurbúa er tyrkneskur að uppruna og talar lyrkneska tungu. Milli Grikkja og Tyrkja hefur löngum verið grunnt á því góða, «n þó hefur oftast ríkt góð sambúð milli þjóðarbrot- anna á Kýpur. Eftir að Makarios hóf merki Enossis-stefnunnar, tóku Bretar að lýsa þvi fyrir tyrk- neska minnihlutanum, að hann myndi eiga illa ævi framundan. ef Kýpur sameinaðist Grikklandi. Þessi áróður fann fljótt góðan jarðveg og brátt blandaðist lika tyrkneska sjórnin í leikinn og taldi sig þurfa að gæta hagsmuna landa sinna á Kýpur. Þannig hafa Bretar komið því fyrir, að Kýpur málið er orðið að illdeilumáli nnlli Grikkja og Tyrkja, en Bretar nota þá deilu siðan til að réttlæta áframhaldandi nýlendustjórn sína á Kýpur, þar sem þcir segjast nú þurfá að vera þar til að gæta friðar milli Tyrkja og Grikkja! MAKAJRIOS og fylgismenn hans {hafa nú horfið frá þvi að berjast fyrir sameiningu Kýpurs við Grikkland, heldur hafa byrjað bar áttu fyrir því, að Kýpur verði sjáif stætt ríki, og trygglng verði jafn- vel setl fyrir því, að innlimun Kýpur í Grikklandi komi ekki til greina. Þetta er gert til að draga úr þeim ótta hinna tyrknesku Kýp urbúa, að sjálfstæði Kýpurs verði notað til að innlima hana síðar í Grikkland. Þá lofa Makarios og fylgismenn hans að virða til hlítar sérstöðu tyrkneska minnlhlutans og fallast á ráðstafanir, er tryggi rétt hans í framtíðinni. Vafalaust er hér bent á hyggi- legustu lausn Kýpursmálsins. Án Makarios á flugvellinum viö komuna vil New York. efa hefði verið heppilegast, að Makar.os hefði beitt sér fyrir henn: frá upphafi, því að þá hefðu Bretar ekki getað notið Enossis sem grýlu til að æsa upp tyrk- neska minnrhluíann. VEGNA ástands þess, sem rík ir á Kýpur, hef’r brezka stjórnin látið svo að undanförnu, að hún vildi vinna að lausn málsins. Til lögur þær, se.n hún bar fram á síðastl. sumri. benda þó til allt annars, því að þar er markvisst stefnt að þvi að við'halda sundrl I ungu Grrkkja og Tyrkja. Tiilögurn' ar.fela í sér sjáifstjórn til lianda Kýpuibúum á þeim grundvelli, að þjóðarbrotin hafi hvort um sig eig ð þing og sérstjórn. Vitað. var fyrirfram, að þatta myndi full- nægja Tyrkjum, en ekki Grikkj um, enda hafa þeir elndregið hafn að þessum tiliögum. Eftir að Grikkir höfnuðu tillögunum, hafal Bretar reynt að draga málið á langinn með þvi að fá Atlantslhafs bandalagið til að reyna að gangast! fyrir sérstakri ráðstefnu Grikkja, Tyrkja og Breta um málið. Þctta, hefur misheppnazt vegna þess,‘ að Grikkir vilja ekki fallasl á ráð stefnu, nema fyrirfram sé einhver von um árangur, og er sú afstaða skiljanleg. Bretar eru þó eki<i af baki dottnir, því að Noble, aðal- fulltrúi þeirra á þingi S. Þ., hefur nú lýst yfir því, að Bretar vilji fá þlngið til að beita sér fyrir slíkri ráðstefnu. EINS og má'Iio horfir nú, vYð- ist því fyrirsjáanlegt, að tvær meg instefnur muni koma fram í Kýpur málinu á þingi-S. Þ. að þessu sinni. Önnur er stefna Makariosar, semi er fólgin í því að S. Þ. viðurkenrti sjálfsákvörðunarrétt Kýpurbúa og stuðli að sjálístæði veirr.a: Ilin er stefna Breta, sem er fólgin í því að finna nýjar og nýjar leiðir lil að draga lau.sn málsins á lang inn, — að þessu sinni sennilega (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.