Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1958, Blaðsíða 9
í í MIN N, föstudaginn 28. nóvember 1958. 9 ... hr. Eversleigh . hjálpa'ði mér á fætur og ók mér heim. Díana hló svo undir tók í ötofunni. — Ó Sara, ég get ekki varizt hlátri. AÖ hugsa sér aö þú skyldir hitta Josslyn á þenn- an hátt. Hann sagði þér ekki einu sinni aö hann þekkti mig! Þaö hlýtur að vera ein- kennilegt að hitta fólkán þess áð vita að maöur þekkir það. Þetta hljómar ef til vill ein- kennilega, en þú veizt hvað ég á við. Hvenær kom þet.ta annars fyrir? —Það eru því sem næst tvær vikur síðan. — Hefurðu virkilega verið í •Markham í tvær vikur Jos- lyn? Ertu ekki orðinn leiður á staðnum? — Þyert á móti. Eg kann vel við mig hér. — Hf. Eversleigh hefur á- liuga fyrir gömlum húsgögn- um, sagöi ég. — Hann var mjög hrifinn af máiverkun- um í kirkjunni í Markham. — En hvað um þessa ætt- ingja þína Josslyn? Bíða þeir ekki eftir þér? — Píei, þeir hafa ekki hug- roynd um að ég er í Englandi. —*■ Fáðu þér hunangslcöku, sagði Júlía frænka. — Þetta er uppáhaldskaka Díönu. Hún var bökuð í tilefni af komu hennar. — Eg þakka, sagði hann. Síðan sneri hann sér að Díönu. — Ertu í leyfi? Díönu virtist brugöið. Það leið skuggi yfir andlit hennar. Við Júlía frænka biðum eftir svari hennar í ofvæni, því að við vissum jafnlítið og hann. — Á vissan hátt, sagði hún að lokum. — Hve lengi gerir þú ráð fyrir að dveljast hér? — Það er eftir atvikum komið. — í gær grunaði okkur ekki að hún mundi koma, sagði Júlía frænka. — Eg hefi gaman að því aö koma fólki á óvart. Lífiö er skemmtilegra þegar fólk veit ekki hvað morgundagurinn kanp að bera í skauti sínu. — En stundum er þaö vitur legra og í meira samræmi við hlutina að ráðgera, sagði Júlía frænka. — Þaö er að segja ef ráða gerðirnar reynast ekki rang ar, sagði ég. — Það er engu að síður á- nægjulegt að ráðgera, sagði Júlía frænka. Díana talaði um alit milli himins og jaröar. — Manstu eftir því Josslyn, sagöi hún oft. Eg vissi aö þrátt fyrir aö hún væri ánægð var hún ó- örugg, og ég skildi aö hin skyndilega heimkoma hennai stóð i sambandi við Josslyn. Hann stóð á fætur um leið og hann"hafði lokið úr teboll anurn. Eg hugsaði um aö hann hafði ráðgert aö fara með okkur Júlíu frænku í bíl ferð, og að við mundum hafa átt skemmtilega dagstund, og kynnzt hvert öðru betur, en nú hafðr þetta allt skyndi- lega breytzt. Díana var komin heim og ekkert var eins og það hafði verið áður. Aðeins eitt var fyrir hendi: Eg varð að gleyma. öltum draumum mín- um. — Sara, sagði Díana þegar hann var farinn. — Komdu og hjálpaðu mér með töskurn ar. Eg vissi hváð þetta þýddi. Hún vildi tala við mig. Við gengum upp í gamla herberg ið hennar og þegar við vorum þangað komnar fleygði hún sér upp í rúmið og horföi á mig. Eg stóð við gluggann og horfði út í garðinn. — Jæja, sagði hún, — þig langar vafalaust til þess aö spyrja ótal spúrninga, er það ekki? — Þetta bar að svo óvænt. — Eg varö að koma heim. Mér leiddist svo mikið að ég gat ekki hugsað mér aö vera þarna lengur. — Eg get ekki sagt að þú litir út fyrir að hafa látið þér leiðast. Mér sýnist auk held ui' að þú sért ánægð með til veruna. — Já það rættist úr þessu öllu saman — skyndilega, — Þú átt við aö það hafi verið vegna Josslyn Evers- leigh? — Ó Sara, f-innst þér hann ekki dásamlegur? Hann er það. — Nú fer ég aö skilja. Hann sem sagt sá „nafnlausi". — Já. — Þa|ð er , einkennilegt, sagði ég og tókst illa að dylja sársaukann í rödd minni, en það gerði heldur ekkert til. Díana hafði þugann sýnilega allan bundinn viö sjálfa sig, — að koma hingað án þess aö segja að hann þekkti þig. — Hann er einkennilegur og það er einmitt það sem gerir hann svo hrífandi. Hann talar næstum aldrei um sjálfan sig. Fiestir gera ekki annað, hefurðu tekið eftir því. Josslyn er einsdæmi — eða því sem næst. — Hvað fór ykkur á milli í Ástralíu, sagði ég. — Við . . .' við urðum ást- fangin hvort af ööru. — Ætlarðu . . . að giftast honum? — Við höfum ekki rætt um það. Það kom eitthvað hræði- legt fyrir hann í bernsku og síðan er hann bitur í bragði. En hann elskaði mig í raun og veru. — Og fór hann svo á brott? — Hann þurfti að fara af verzlunarástæðum. — Það var þá þess vegna sem þú fórst á eftir honum? — Eg gat ekki hugsað mér að vera þarna lengur. Hann skrifaði ekki og ég gerði mér ýmislegt í hugarlund. Svo fann ég hann hér . . . í Lavend er Cottage . . . sitjandi á gamla stólnum talandi um trémaöka. — Eg held að ég megi segja að ekki hafi verið minnzt á trémaðka. — Frænka hefur ekki getað látið vera að tala urn þetta ef ég þekki hana rétt. Eg skildi að Díana vildi ekki trúa því að ég hefði leik ið nokkuö hlutverk í kunn- ingssap okkar. — Og, hélt hún áfram, þegar ég kom og fann hann hér þá var ég svo hamingju- söm. í fyrstu hélt ég að mig væri að dreyma. Hann hafði komið til heimilis míns og úr því að hann var þangað kom inn á annað borð gat hann ekki haldið sig í fjarlægð. Hann ætlaði að koma áður en hann sagði það. Síðan hitti hann þig og notaöi t'ækifærið til þess að koma aftur. Þetta sýnir að hann hefur verið ást fanginn af mér allan tímann. — Er það? — Auövitað. Getur þú ekki skilið þaö. — Nei, en ég hefi heldur ekki til aö bera lífsreynslu á borð við þig. — Auðvitað hefurðu það ekki. Svona klaufaleg. Eg hefði viljað sjá þig . . . detta af hjólinu. Það hlýtur að hafa verið þaö sama fyrir hann og að sjá mig aftur. Hún hafði farið út úr rúm inu og gengið að speglinum. — Komdu hingað Sara. Eg gekk til hennar og við stóð um hlið við hlið. —Er þetta ekki stórkost- legt. Eg hefi raunar aldrei hugsað um þetta fyrr. Hér stendur þú og hér stend ég og við litum út sem ein og sama persónan. — En það er engu að síður munur á okkur, ég og leit af kjólnum með blómum sem ég var í, á fallegu dragtina hennar. — Við lítum út eins og aug lýsing sem á stendur: Þann ig lítið þér út nú og svona getið þér litiö út ef þér fáið yður föt sem þessi. Hún brosti ánægð á svip. — Þú veizt aö það hefur alltaf verið munur á okkur, hélt ég áfram. — Fólk tekur strax eftir því. Ýmsar setning ar skutu upp kollinum í huga mér: — Mikið er hún íallegt barn. Já, hún er annar Flax ton tvíburinn. — Tvíburar. En gaman. Er hin jafn fall eg? — Ja, Sara er falleg stúlka, en . . . Nú hafði Díana öðlast sjálfs traust og lífsreynslu auk ynd isþokka síns. Andlitsdrættirn ir skiptu ekki máli og heldijr ekki háraliturinn, en þaö var persónuleikinn sem máli skipti, — Já, sagði hún — það var víst munur á okkur. Eg .hefi alltaf verið þannig, að mig langaði í ævintýri, enda var það ég sem fór að heiman. Eins og ég hefði ekki haft áhuga á því líka! Eg fann að tárin voru að brjótast fram í augnakrókana. En það var ekkert vit í því að fara að gráta, þvi að þaö breytti engu gangi málanna. Nú skildi ég hvers vegna Josslyn hafði haft áhuga fyrir mér. Eg var leiðinleg útgáfa af stúlkunni, sem hann elskaði — einskon- ar uppbót. !■■■■■■■ !■■■■■■! WVWtftí Opnum á morgun laugard&g, smurbrauísverzlun undir nafn- inu Brauíborg, aí Frakkastíg 14. Höfum á boístólum milli 50-—60 tegundir af smurðu brauði og snittum. AígreiÖum og sendum pantanir meí styttum fyriryara. ATH.: Sendum í heimahús og tyrirtæki til kl. 11,30 á kvöldin. Gerið svo vel og reynið viðskiptin I <Z__ bmuL'i Frakkastíg 14. — Sími 18-6-80. Dagskrá TÍMARIT UM MENN- INGARMÁL Dagskrá flytur ávallt fjölbreytt efni um bókmenntir og listir, og er þess vegna kærkominl meðal bókaimnenda. — Þeiri sem vilja fá það bezta sem rit-| að er um vísindi, af færustuj mönnum, kaupa Dagskrá. Ég gerist hér með áskrifandi að Dagskrá: Nafn Heimilisfang ............................................. ... Tímaritið' DAGSKRÁ, Lindargötu 9A, Reykjavík. ■■BiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiPiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiimM' Aðaifundur ÚTVEGSMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn sunnudaginn 30. nóv. kl. 2 síðd- í fundarsal L.Í.Ú. við Vesturgötu Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin niinihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimn ■immiiiiimmimmmmiimmt.uimmmimmmiiiiimiiiiiiimiimmmiimiimiimiiniinminmnim Útboð Tilboð óskast í að aka talsverðu magni af perlumöl á Reykjavíkurflugvöll. Tilboðin sendist til skrifstofu minnar á Reykja- | víkurflugvelli fyrir 3. desember n. k. Reykjavík, 25. nóvember 1958. 1 Flugmálastjórinn. Agnar Kofoed-Hansen. miiuimuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmiimiimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiimmiiimiv Jarðarför mannsins míns, Bjarna Jónssonar, Meiri-Tongu, sem andaðist 17. þ. m., fer fram aö Árbæ á morgun. Athöfnin hefst meS húskveSju aS heimili hans kl. 11 f. h. BílferS verSur frá Blf- reiSastöð íslands kl. S f. h. Þórdis ÞórSardóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.