Tíminn - 30.11.1958, Síða 7
TÍMINN, sunnudagiim 30. nóvember 1958.
2
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
Komið í veg fyrir
eru lagðir vegna alþjóðar. -
undan sauðargæru. - Þögn
búnaðarafurða. - Furðulegí
isflokksins. » A1
Miklar framkvæmdir
Hin sí'ðustu ár hafa framkvæmd-
ir verið mjög miklar hér á landi.
Það er yfirlýst stefna núverandi
ríkisstjórnar að kosta kapps um að
koma í veg. fyrir atvinnuleysi m.
a. með því að dreifa atvinnu-
tækjum í alla landsfjórðunga.
Ennfremur að stuðla að
því með dreifingu fjármagns og
fleiri ráðstöfunum, að haldið sé
uppi miklum framkvæmdum í
mörgum greinum. Sá árangur hef-
air orðið af þessari stefnu ríkis-
stjórnarinnar, að mjög mikið hefur
•dregið 'úr búferlaflutningi fólks úr
þremur landsfjórðungum til kaup-
staðanna við Faxaflóa, en það er
frumskilyrði fyrir jafnvægi í byggð
landsins. Vegna hinna miklu fram-
Ikvæmda hefur verið fengið all-
niikið lánsfé erlendis að tilhlutun
ríkisstjómarinnar og einkum fyrir
ötula forgöngu fjármálaráðherra.
En mjög mikið hefur þó þjóðin
lagt fram af eigin fé í þessu efni.
Fróðir menn telja, að um þrjá
fjórðu hluta af hinni gífurlegu fjár-
festingu eftir stríð hafi íslendingar
ikostað af eigin fé. Við athugun,
sem gerð hefur verið á því, hve
miklum 'hluta af þjó'ðartekjum í
nokkrum löndum Evrópu hefur
verið varið til fjárfestingar á und-
anförmwn árum, hefur komið í ljós,
að ísland leggur meira fram til
fjárfestingar í hlutfalli við þjóðar-
tekjur en flest eða öll nágranna-
löndin. Talið er, að fjórði hluti til
þriðjungur þjóðartekna íslendinga
hafi árlega farið t'il ýmissa fram-
kvæmda hin síðari ár.
Vegakerfií
Það orkar ekki tvímælis, að
vegagerð hér á landi hefur fleygt
mjög.fram á síðustu áratugum. Það
er langt síðan að sú skoðun var
látin í ijós á Alþingi, að hinar erf-
iðu samgöngur væri ein hin
þyngsta þraut þjóðarinnar. Vega-
málin voru ofarlega á baugi þegar
á fyrsta þingi eftir að Alþingi fékk
lög'gjafar\Tald, þótt þau vegalög,
<sem þá voru sett, næðu skammt á
nútíma mælikvarða.
Þegar vegalögum var gjörbreytt
fyrir rúmum fimmtíu árum, var
talið, að akfærir vegakaflar alls í
landinu væru um 240 km. Fyrir
tuttugu árum voru akfærir vegir
samtals 445.0 km. Nú eru þjóðvegir
í landinu samtals yfir átta þúsund
km. og er mestur hluti þeirra ak-
fær. Hér við bætast sysluvegir, svo
að alls eru akfærir vegir í landinu
oi’ðnir um níu þúsúnd km.
Eftir því sem vegakerfið lengist,
umferð vex og farartækj stækka,
hækkar að sönnu viðháldskostnað-
ur vegann í heiíd. En þess ber að
gæta í þvi sambandi, að bifreiðum
fjölgar stöðugt og umferð um veg-
ina eykst gífurlega. Það er eftir-
tektarvert, að þegar tillit er tekið
til bifreiðafjöldans í landinu, þá
hefur viðhaldskostnaður þjóðveg-
anna raunverulegá fárið lækkandi
upp á síðkastiÖ hluHállslega á
hvern km., sem bifrel.ð ekur.
Vegir eru lagðir
vegna albjótíar
Sú skoðun kemur furðu oft fram
hjá ýmsuiu, að þáu fjarframlög,
sem fara til samgöngumála, séu
veitt einungis végna þeirra byggð-
arlaga, þar seni framkVæmdir eru
gerðar. Þetta er mikill niisskilning-
ur. Það er að sönnu böfuðnauðsyn
hverri byggð að hafa góðar sam-
göngur og þá ekki sízt að komast í
viðunandi vegasambahd. Aukning
ga. - Akfærir vegir helmingi lengri en fyrir 20 árnm. - Vegir
ViShorf Sósíalistaflokkslns í raforktimálnm. - Úlfseyrú koma.
ÞjáSviljans nm þýðingarmikil atriði. - Vísitala og verð lancl
fyrirhærið í íslenzkum stjornmálum. - Köld ráð Sjáífstæð-
þýðusamhandsfiing neitar sanngjörnu® tilmælum.
26. þing AlþýSusambands íslands hefir setið á rökstólum í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg undanfarna viku.
^.Myndin er tekin yfir salinn og sýnir fulltrúa á þinginu.
og viðhald vegakerfisins er því
veigamikill þáttur í þeiri’i viðleitni
að viðhalda jafnvægi í byggð iands-
ins. En hér kemur fleira til. Vel-
megun þjóðarinnar grundvallast á
blómlegu at.vinnulífi og fjölþættu.
Þar kemur hvort tveggja til greina
mikil framleiðsla og margbrotin
verkaskipting. Góðar samgöngur
eru undirstaða fullkominnar verka
skiptingar. Þess vegna verður þró-
un í samgöngumálum að haldast í
hendur við þróun atvinnulífsins.
Flutningar á afurðum milli lands
hluta er ekki sérmál framleiðenda,
heldur jafnframt í þágu neytenda.
Heimilin í Reykjavík og annars
staðar við Faxaflóa, verða þess vör,
þegar samgöngur teppast við mjólk
ursölusvæðið. Þessu er svipað far-
ið um gjörvallt land. Með hverju
ár sem líður, batnar, og aðstaða
fólks í þéttbýli til að ferðast' æ
meira um landið. Þau fjárframlög,
sem varið er til samgöngumála,
valda miklu um það. Þess eru
dæmi, að gerðar hafa verið kröfur
um það, að byggðar yrðu brýr á
fjallvegum, fyrst og fremst til þess .
að gera ferðir til skemmtunar og
kynningar á landinu auðveldari en
ella. Með góðu vegakerfi sparast
einnig stórfé árlega með minna við-
haldi bifreiða. Nú eiga landsmenn
17—18 þús. bifreiðar, og hefur ver-
ið gizkað á af þeim, sem bezt yfir-
iic hafa um vegamál og samgöng-
uí á landi, að rekstrarkostnaður
ailra bifreiða, sem nú eru í eigu
L'lendinga sé í heild tim 250
millj. kr. árlega. Er þá til mikils
að vinna að stuðla að sparnaði á
þeim lið.
Eitt af því sem. takmarkar lífs-
kjör þjóðarinnar og velmegun er
það, hve atvinnuvegir hennar eru
einhæfir og hve erfitt er um öfl-
un erlends gjaldeyris. Margir
telja, að ísland hafi góð skilyrði
til þess, sökum fegurðar og fjöl-
breytni íslenzkrar náttúru, að laða
ti; sín mikinn fjölda erlendra
ítrðamanna, ef af þjóðarinnar
hálfu er sæmiiega búi'ð í haginn
á því sviði_ Gæti þá orðið um
nýja atvlnnugrein að ræða, sem
skilaði crlendum gjaldeyri í þjóð-
arbúið. En eitt, af frumskilyrðum
þess, að svo geti orðið, er það,
að lialdið sé við góðu samgöngu-
kerfi og það sífellt aukið og end- urinn hyggst framfylgja jafnrétti,
uibætt. dæmi um það, hvernig það jafn-
rétti er, sem flokkurinn hefir
ætlað íbúum sveitanna gagnvart
þeim lífsþægindum,, sem rafork-
Jaínrétti í ortSi,
en ekki á boríi
Sósíalistar telja sér það til
gildis, að þeir vilji stuðla að
miklum framkvæmdum í landinu
og jafnrétti meðal þjóðarinnar. —
Og á sínum tíma tóku þeir undir
nýsköpunarsönginn, eftir því sem
raddstyrkur þeirra leyfði. Hér í
blaðinu hefir verið frá því skýrt,
a'ð formaður Sósíalistaflokksins
hafi réttilega á það bent í um-
ræðum á Alþingi, að menning ís-
lenzku þjóðarinnar og ýrhis þjóð-
leg verðmæti væri í nánum .tengsl
rm við atvinnuhætti þjóðarinnar
og hina dreifðu búsetu hennar um
allt iand. En af ávöxtunum skuluð
þér þekkja þá. Það, sem gildi
hefir, er ekki fagurgali í orði,
heldur hver alvara fylgir í fram-
kvæmd.
Þegar frumvarp til raforkulaga
var til umræðu á Alþingi, gaf einn
af þáverandi þingmönnum Sósíal-
istaflokksins eftirtektarverða yfir
lýsingu, að því er virðist fy-rir
fiokksins hönd. Honum fórust
þsnnig orð:
„Þegar Sósíalistaflokkuriun
átti þess kost að tilnefna mann
(í nefnd þá sem undirbjó raf-
orkulögin), þótti honnm rétt að
taka því, þó að hann liti svo á,
að það væru fjarstæðukenndir
draumórar að ætla sér að koma
nægilegri raforku til suðu og
hitunar um ailar byggðir lands-
ins.
Flokkurinn tildi það ennfrem-
ur óeðiilegt, að afláð væri fjár
til þessara franikvæmda sérstak-
lega, framkvæmda, sem vitað er
að þurfa að fylgja annarri þró-
un í atvinnulífi landsmanna og
væru henni svo nátengdar, að
ekki má gera þar upp á milli.
Loks Ieit flokkurinn svo á, að
ekki næði nokkurri átt a'ð ætla
að binda verð raforkunnar þann-
ig, að raforka verði ekki seld
hærra verði í sveitum og dreif-
býli en í stærstu kaupstöðum."'
Þetta er eitt dæmi af mörgum
um það, hvernig Sósíalistaflokk-
an veitir.
Þar mér er úlfs von,
er ég eyru sé
Undanfarna dag3 hafa greini-
lega sézt úlfseyru undan sauðar-
gæru Þjóðviljans. Þar er lýst
þeirri skoðun, að það sé mein-
semd í þjóðarbúskap íslendinga,
að of miklar framkvæmdir séu
gerðar í sveitum landsins.
LandbúnaSur og sjávarútvegur
hafa í margar aldir verið aðal-
atvinnuvegir þjóðarinnar og veitt
henni lífsskilyrði fram á þennan
dag. Það er mikil sjónskekkja og
furðuleg að geta ekki horft á sjáv-
arútveginn án þess að ljta land-
búnaðinn hornauga um leið. Ef
meta á hlut landbúnaðarins ann-
ars vegar og hlut sjávarútvegsins
hins vegar kemur fleira til greina
en í frásögn Þjóðviljans felst.
Hvort skyldu hafa orðið meiri
vanskil á fjármagni, sem lánað
hefir verið, frá landbúnaði eða
sjávarútvegi?
Skyldi það fjármagn, sem lagt
hefir verið fram vegna Faxaverk-
smiðjunnar og Hærings, svo að
dæmi séu nefnd, hafa bætt meira
þ.ióðarhag en það fé, sem fer til
ræktunar i sveitum?
Er þessi þáttur inálsins, að
dómi Þjóðviljans, einkamál auð-
kýfinga?
„Hin heiíbrigtia vinstri
stjórnarstefna“
Þjóðviljinn hefur kvartað yfir
því, að Framsóknarflokkinn skorti
viija til þess að framkvæma „heil-
brigða vinstri stjórnarstefnú*. En
það er eftiríektarvert, að blaðið
lætur undir höfuð leggjast að
skýra það, hvað í þessu feist.
Er það heilbrigð vinstri stjórn
arstefna, að dómi Þjóðviljans, að
hækka sífellt á víxl kaupgjald og
verðlag án tillits til afkomu at-
vinnuveganna? Er það hin heil-
brigða vinstri stjórnarstefna, að
dómi Þjóðviljans, að lækka ein-
ungis afurðaverð bænda, og rjúfa
samræmi það, sem nú er íiiilií
tekna bænda og verkamanna, Er
það sú jafnréttis'hugsjón, sem bær
ist í barmi sósíalista?
Hvað hefur Alþýðúbándálagið
gert til þess að 'tryggja það, að
eigendur fiskvinnslustöðva skili út
gerðarmönnum og sjómönnum.
sannvirði fyrir aflann?
Hvað hefur Alþýðubandalagið
gert til að draga úr byggingav-
kostnaði, m.a. með því að koma "
fram breytingum á tekjuöfiunar-
aðferðum iðnlærða manna,
í byggingariðnaði? Sá kostnaðar
bitnar þó á leigjendum í formi
hárrar húsaleigu.
Vísitala og ver<$
Iandbúnaíarafur<Sa
í lögum um framleiðsluráð iand
búnaðarins segir svo:
„Söluverð landbúnaðarvara á
innlendum markaði skal niiðast
við það, að heildartekjur þéirra,
er landbiinað stunda, verði í sem
nánustu samræmi við tekjur ann
arra vinnandi stétta“.
Þessi lagaákvæði hafa verið í
gildi síðan 1947 og eftir þeim farið
við ákvörðun verðs á framleiðslu-
vörum bænda. Við verðlagningu á
þessum vörum er byggt á verð
grundvelli, sem feng'inn ér sam-
kvæmt lögunum með samkomu-
lagi milli fulltrúa framleiðenda og
neytenda.
Þegar kaup bænda var ákveðið
með verðákvörðun landbúnaðai-
vara í byrjun september sd- var
miðað við kaupgreiðsluvísitölu
185. Grunnkaup í verðlagsgrund-
vellinum var reiknað með hækkun
þeirri, sem þá hafði orðið hjá
ýmsum verkalýðsfélögum og var
6%. Grunnkaup hækkaði skömmu.
síðar hjá Dagsbrún í Reykjavík um
9% %.
í umræðum og ákvörðunum unx
efnahagsmálin kemur m.a, til at-
hugunar hjá verkalýðssamtökun-
um að falla frá kauphækkun vegna
vísitöluihækkana að einhverju
leyti. í því sambandi má vekja »t-
hygli á því, að ef iaunamenn
sleppa visitöluuppbótum á kaup að
einhverju leyti, kemur pað af
sjáifu sér, að bændur fá pa ekki.
heldur þá vítf;ltöluhækkun, þar
sem kaup þeirra er ákveðid eftir
á, eftir lekjum annarra viunandi
stétta. Þannig hafa ákvaroairir um
greiðslu vísitöluúppbótar á kaup á-
hrif á verðið á landbúnaðarvörun
um. Verði vísitöluuppbótin a kaup
manna í stéttarfélögunum tak
mörkuð, hefur það í för með sér
lægra verð á landbúnaðarvörum
við ákvörðun þess á næsia ari.
„Gvmnastik“
Sjálfstæ<Sisflokksins
Það er í minnum haft, ai' greind
ur þingmaður og mikils metinn,
sem árum saman hafði átt höggi
við íhaldsöflin í landim , ' -æði á
Alþingi og í héraði, lél svp. um-
mælt, er hann í senn ier: fir, far-
inn veg og til framtíðariunar, að
allra furðulegasta fyrirbæriú í ís-
lenzkum sfjórnmáluhi væri
„gymnastik“ Sjálfstæðisfloiksins.
Þetta furðulega fyrirbæri birtist
m. a. í því, að Sjálfstæðisíi.okkur
| inn þættist vera orðinn vyrkalýðs
! flokkur. Síðan hinn reynfii þing-
1 maður og glöggskyggm ga. > essar
j bendingar, hefur þetta iurðulega
fyrirbæri -— „gymnasíik Sjálf-
(Framh. á 8. síðu.)