Tíminn - 10.12.1958, Page 9

Tíminn - 10.12.1958, Page 9
í í HII N N, Miðvikudaginn 10. desemcbr 1958. teiknibókina sína og' litina. — Teikna, sagöi Elfrida og reyndi að fletta frarnhjá yind myllu sem var í bókinni og hann var að sýna mér. —Hún meinar þetta, sagði hann og fletti nokknun blöð- tmi og sýndi mér reikningu af konu. Eftir því sem ég gat bezt séð af teikningu Alans vár húh i miöaldaklæðnaöi og hár hennar var sert upp í sama stíl. Hún héit á blævang f hendi sér. — Þetta er myndin á loft inu . . . myndin sem viö vor um að tala um. Elfrida hafði augsjáanlega gaman aö þessari mynd, því að hún vildi ekiri að Alan, fletti lengra til þess að sýna I mér járnbrautina sem hann var svo ákafur i að sýna mér. Við vorum aö skoða bók ina þegar Josslyn kom inn og um leið og hánn birtist gjörbreyttist framkoma barn anna. Eg tók eftir því að augu Alans urðu fjandsamleg og mig grunaði að hann vissi aö Josslyn væri umsjónarmaöur hans og að hann væri ákveö inn í að sætta sig ekki viö neinn i föðurstað. Eg hugs- aði um hversu mikið áfall þetta allt hlaut að vera fyrir lítil börn. Eg gat varla gert mér það ljóst en ég vissi þó að það varð aö sýna þessum börnun\ alla þá nærgætni sem hægt var. — Það lítur út fyrir að þið séuð orðin beztu vinir, sagði hann við mig. — Eg vissi ekki að barnágæzla væri þér svo auðveld sem raun ber vitni. — Ef mér er þáö auövelt er það víst eini kosturinn sem - ég hefi til að bera. Alan er aö sýna mér teikningarnar sínar. — Get ég fengið að sjá þær líka? — Það er of seint nú, svar aði drengurinn, um leiö' og hann lokaði bókinni. — Það er kominn háttatími. — Á ég að skilja þetta svo sem ég fái ekki aö skoða mynd irnar? — Það er of seint núna, end urtók snáðinn þrjózkulega. — Elfrida, sem líkti alltaf eftir bróður sínum, sagði: — Farðu burtu manni. Viö viljum hafa Söru hjá okkur, en ekki þig rríanni. Þetta var óforskammaö og' sagt í hreinskilni. Josslyn brosti dálítið biturt. — Eg gleöst yfir því aö ykk ur skuli að minnsta kosti falla við eitt okkar, sagði hann. — Ætlarðu aö hjálpa Elf í’idu litlu i rúmi'5 . Alan? spurði ég. — Já. — Á ég að hjálpa henni í kvöld? — Já, sagöi Elfriöa, skríkj andi..— En ekki maðurinn. — Mér skiist að verið sé aö reka mig út, sagði Josslyn. Elfrida lagði vanga sinn að mínum. — Ekki manni, sagði hún — bara Sara. Eg horfði á Josslyn. — Róaðu hana, sagði hann, — maöurinn ætlar að fara og láta konunni eftir vígvöilinn. — Ekki manninn, ekki manninn, éndurtók Elfrida í sífellu. — Hann gekk út og mér fannst ég' skyndiloga vera liamingjusöm vegna þess - að ég vissi að ég haföi komiö honum á óvart- í fyrsta sinn. — Sýnið mér hvar þið sof iö, sagði ég. — Soíið þiö sitt í hvoru herbergi? Alan hristi höfuðiö og leit á Elfriu og ég vissi aö hún var hrædd við að sofa einsömul í herbergi. Svefnherbergiö var við hliðina á barnaherbet ginu og var svo stórt að litlu rúmin þeirra virtust ! hverfa. Þar voru teppi á gólfinu og Alan sýndi mér hreykinn merki er skorin höfðu verið á hornið á skápnum sem þarna var. Afi hans hafði mælt hversu hár hann var, sagði hann. — Þau hækka og hækka allt þar til hann var orðinn hærri en skápurinn, sagði hann. Þau 'hlógu bæöi og fannst þetta áreiðanlega vera mjög fyndið því að þau héldu áfram aö hlæj a. Þau sýndu mér baðherberg- ið — annað stórt, herbergi, svo að baðkerið leit út eins og það hefði iverið tekið úr brúðuhúsi. Baðíð var sett upp fyrir 50 árum síðan, sagði A1 an. — Afi baðaði sig aldrei. Þau hlógu aftur og ég hló líka. Ekki vegna þess aö mér fyndist þetta vera fyndið, neld ur vegna þess' að mér þótti gaman að heyra þau hlæja. Eg hjálpaði Elfrídu að þvo sér um hendur og andlit. Þeg- ar þau höfðu lokið þvottinum og voru komin í náttfötin, krupu þau bæði á kné og lásu. bænirnar sínar. Síðan nefndu þau mörg nöfn, Matty var nefnt, Talmin gamli og síðan heyrði ég mitt nafn — og dá- lítið hikandi: — Gamla konan sem kom með henni. (Auð- heyrilega Júlía; frænka!). — En hvað um manninn? hvíslaði Élfrida. — V-ið vitum þaö ekki enn þá, hvíslaði Alan. — Þaö gæti verið að Guði félli ekki viö hann, en guð er svo góöur að kannske vill hann aö viö biðj - um fyrir manninum. Þess- vegna vil ég bíða og sjá hvað setur. Hann var greindur ■ bessi snáði, hugsaði ég með sjálfum mér en mér þótti leitt að hann skyldi hafa fengið ímugust á Josslyn. Eg gat alls ekki skilið það. Josslyn haíði hrifið okk ur Diönu og Júlíu frænku en þeim féll hann ekki í geð. Á hinn bóginn fann ósköp hvers dagsleg stúlka, eins og ég, náð fyrir augum þeirra. Börnin luku bæn sinni: — Guð blessi mömrnu og pabba og láti þeirn líða vel í himnin um. Þau stóðu á fætur og stigu upp í rúxnin. Eg vafði sængunum vel að þeim og sagði: — Hvaö gerið þið núna? — Eg segi henni ævintýri þangað til hún sofuar, sagði Alan. — Ferð þú þá að soía? — Já. — Eg verð að fara núna og finna hitt fólkið. Þau eru á- reiðanlega farin að undrast um mig. — Ætlarðu að fara viúna? •— Já, það held ég. — Kemurðu aftur? — Eg veit það ekki . . . Það er undir því komið .... Þau spurðu einskis frekar. Alan kinkaði kolli alvarlega eins og til þess að undirstrika það að ég — eins og haun og systir hans — yrði að beygja sig undir það sem aðrir sögðu. — Góða nótt, sagði ég. — Góða nótt svöruðu þau í einu hljóði. tv.vv.v.v.v.v.v.v.w.w, TÍMANS er 1-23-23 Áskriftarsími :: ÞÝZK ASK SKÍÐI 120 cm kr. 163,— Einnig mikið úrval a£ | 130 — 182,— Hiekory og samanlímdum skíðum. i | 150 — — 200,— 160 — 210,— Skíðastafir fyrir börn 170 — .— 239,— 4-stærðir kr. 76.— og 89. | 180 — — 248,— Skíðastafir fyrir fullorðna | 190 — — 277.— 4-stærðir kr. 160.— 210 — •—• 280,— Skíðabindingar margar | 210 — •— 315.— tegundir. :: Ennfremur: Skíðaskór nr. 37—40 kr. 307-— Skíðaskór nr. 41-—46 kr. 376.— Tvöfaldir skíðaskór nr. 38—45 kr. 654.— Verzl. Hans Peíersen h.f Sími 1-32-13 i itttmttti W. C. sambyggð fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson & Oo. Skipholti 15. — Símar 24133 og 24137. THOR HEYERDAHL Norski vísindamaðurinn og fullhuginn THOR HEYERDAIIL öðlaðist heimsfrægð fyrir dirfskuför á flekanum KON-TIKI yfir þvert Kyrraliaf, enda mun leitun á frumlegri og djarfari vísindamanni. Og hann segir frá ævintýrum sínum á þann fjörlega hátt, sem skipar honum einnig í flokk hinna snjöllustu rithöfunda. AKÚ-AKÚ Leyndardómar Páskaeyjar Stundum er veruleikinn furðulegri en nokkur skáldskapur. Frásögn Heyerdahls af ævintýrinu á Páskaey og fleiri Suðurhafseyjum er svo litrík og skemmtileg, að helzt verður jafnað til spennandi skáldsögu. AKÚ-AKÚ hefir farið sigurför um lönd. og álfur og hvarvetna komizt i flokk metsölubóka. í bókinni eru: ® 62 afburtSafagrar litmyndir • 2 stórir uppdrættir ® 360 lesmálssítiur AKÚ-AKÚ er tvímælalaust fegursta ferðabók, sem út hefir komið á ísienzku. I Ð U N N — Skeggjagötu t — Sími 12923

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.