Tíminn - 24.12.1958, Side 6

Tíminn - 24.12.1958, Side 6
6 T í M I N N, miðvikudagiun 24. dcscniber 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn> Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Helg eru jól ENN ganga heilög jól í garð. Fólkið hefir þveitzt um í leit að jólagjöfum, og kaupmennskan hefir blómg azt i þessari gróðrarskúr. Menn eru að niðurlotum komnir af erli jólanna, og i óðagotinu hafa menn sóað fé sínu fyrir glingur og oft ast keypt eitthvað, sem þiggjandinn hefir litla þörf fyrir og kannske takmark aða ánægju af. En hverju skiptir það? Það er ekki gjöf in, sem er kjarni málsins, heldur vinarþelið og bróður- hugurinn, sem gjöfinni og jólaóskunum fylgja. Og slík tákn eru ekki of mörg í heimi hér — heimi, sem log ar í sundurlyndi með sverð in reidd. Ef til vill yrði það visir betri heims, ef ríkis- leiðtogar færu að dæmi fólks ins og sendu hver öðrum j óla gjafir og hugheilar jólaóskir og minntust þess, að heim- urinn er heimili einnar fjöl- skyldu. Og svo ganga jólin í gárð. Friður færist yfir. Heimilin verða vígður reitur barnsins í hverju mannshjarta. Þeir, sem ekki eiga lengur fölskva lausa hrifningu barnshug- ans, vitja gamalla vinja og taka undir meö Einari Ben- ediktssyni: „Ein minning fylgir mér frá yngstu árum, þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Eg man. Ein bæn var les- in lágt í tárum við Ijós, sem blakti gegnum vetrárhúmið“. Jólin eru og verða mönn- um enn „höfn við friðuð lönd“. En hugsjónin um heim allan sem friðuð lönd“, er enn fjarlægt ljós, svo fjarlægt, að við eygjum það varla „gegnum vetrar- húmið“. Og því verða heitar bænir enn um langa stund „lesnar lágt í tárum“ víða um heim. Samt verður fögn- uður i hjarta, því að á jól- unum komast menn næst draumi sínum um fegurð mannlífsins. Timinn óskar lesendum sín um og landsmönnum öllum fagnaðar á helgum jólum. Landhelgisdeilan og Alþingi FYRIR fáum dögum var skýrt frá þvi í fyrsta sinn síð an 1. sept., er nýja reglu- gerðin um fiskveiðilandhelg ina gekk í gildi, að enginn brezkur togari hafi verið að veiðum innan tólf milna markanna. Nokkur brezk her skip héldu sig þar enn, en enginn togari. Ásamt ýmsu fleiru er þetta greinilegt merki þess, að brezku togaraeigendurnir eru teknir aö þreytast, því að þeir hafa ekkert annað en tjón og vansæmd af því að halda áfram veiðum undir herskipavernd innan fisk- veiðilandhelgi íslands. Samt má búast við því, að þeir reyni að halda áfram þessari iðju eitthvaðenn, en áreiðan lega er það ekki nema tíma- spursmál hvenær þeir sjá þann kost vænstan að hætta. Það hefur líka sitt að segja að málstaður íslands í deil- unni við Breta, nýtur vax- andi samúðar og skilnings um allan heim. í hinni snjöllu ræðu Thor Thors, sem hann flutti á allsherjar þingi S.Þ. og birt er á öðrum stað í blaðinu, er vakin at- hygli á því, að í laganefnd þingsins lýstu fulltrúar 40 þjóða stuðningi við málstað ísiands, en enginn fultrúi, nema fulltrúi Breta, mælti ofbeldi þeirra bót. Óhjá- kvæmilega hefur þetta sin áhrif á afstöðu Breta. ÞAÐ, sem ræður senni- lega mestu um það, að Bret- ar hafa enn ekki hætt of- beldinu, er veik von þeirra um það, að íslendingar kunni að láta í minnipokann og fást til að semja um ein- hvern afslátt frá tólf milna landhelginni. Margt bendir til, að Bretar hefðu aldrei byi-jað á ofbeldinu, ef ráða- menn þeirra hefðu ekki gert sér vonir úm', að hægt væri að knýja íslendinga til und- anhalds. Vonir þessar hafa ráðamenn Berta að líkindum reist á röngum upplýsingum um afstöðu íslendinga, er m.a. hafa vérið byggðar á vissum blaðaskrifum. Þótt þetta sé sennilega nokkur skýring á framferði hinna brezku ráðamanna, er það enghin afsökun fyrir þvi að ætla að knýja smáþjóð með ofbeldi til þess að afsala sér einum dýrmætasta rétti sín um. ÞAÐ, sem nú varðar vafa laust mestu, er að gera Bret- um það sem allra Ijósast, að engan bilbug sé að finna á íslendingum. Því fyrr, sem Bretum verður þetta ljóst, því fyrr munu þeir láta imd an siga og viðurkenna rétt íslendinga. Fjöldi félagasam taka hefur að undanförnu látið uppi eindregna afstöðu sína og lýst óbilandi vilja þjóðarinnar í þessu máli. Sá aðili, sem áhrifamestur er, Alþingi, hefur hins vegar ekkert látið til sín heyra. — Fátt myndi þó hafa meiri áhrif á Breta en einróma yfir lýsing Alþingis, þar sem of- beldi þeirra væri fordæmt og ótvírætt látið í ljós, að ekki yrði vikið um hársbreidd frá tólf mílna landhelginni. EF BRETUM væri þannig gerð afstaða Alþingis nægi- lega ljós, myndi það áreiðan lega greiða mjög fyrir lausn deilunnar. Bretar hættu þá að gera sér vonir um vmdan- lát af hálfu íslendinga og myndu breyta í samræmi við það fyrr en síðar. íslendingar munu aldrei gefast upp fyrir fallbyssum Breta Herra forseti: j Eins og okkur öllum er kunnugt tókst ekki á ráð- stefnunni í Genf, um réttar- reglur á hafinu, að ná sam- komulagi um víðáttu land- helgi og fiskveiðilögsögu. Það vantar grundvöllinn undir margar þeirra mikil- vægu ákvarðana, sem teknar voru í Genf unz náðst hefir samkomulag um þessi hin þýðingarmestu atriði. íslenzka sendinefndin haí'ði tek- ið þá stefnu frá uppliafi allsherj- arþingsins um miðjan september, að þetta þing gæti og bæri að finna alþjóðlega lausn á þessum málum, og að laganefnd þingsins hefði fullkominn rétt til þess og væri algjöriega hæf til þess að fjalla um þetta mál með það fyrir augum að leysa það réttlátlega. Utanríkisrá'ðherra íslands skýrði þessa afstöðu ákveðið og augljóst í ræðu á allsherjarþinginu hinn 25. september. 'Þegar það síðar kom í ljós, að þessi lausn var ekki þóknanleg flestum séndinefndum hér og naut mjög litils stuðnings, þá álitum við, að æskilegasta og líklegasta meðfei-ð málsins væri sú að vísa því til næsta allsherjar- þings. Chile, E1 Salvador, Ecua- dor, Indland, Iraq, Mexiko og Venezuela báru fram tillögu í þessa átt í laganefndinni. Við greiddum því atkvæði með þess- ari leið. Þegar vuð ákváðum að hafa þessa aðferð, þá byggðum við þá ákvörðun á þeim grund- velli, að næsta allsherjarþing mundi gjörla rannsaka þetta mál sem forgangsmál á dagskránni, og að efnishlið málsins væa-i tekin til meðferðar á því þingi í laga- nefndinni, og leitast yrði við til hins ítrasta að ná samkomulagi þar og þá. lyaganefndin hafnaði þessari málsmeðferð, en aðeins. með eins atkvæðis mun. Það voru 37 atkvæði með þessari leið og 38 á móti. Laganefndin samþykkti síðan ályktun um að halda sér- staka ráðstefnu i þeim tilgangi að rannsaka nánar reglur um viðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu. Það virðist því svo nú á þessari stundu að við eigum á vændum nýja ráð- stefnu í júlí eða ágúst í Genf. Afstaða íslenzku sendinefndar- innar hefir verið skýr og einbeiti við alla meðferð þessa máls. Við höfum álitið og álítum enn, að laganefnd allsherjarþingsins sé líklegri til að ;ná sanngjarnri og réttlátri lausn á þessu máli heldur en sérstök ráðstefna, og það megi alveg sérstaklega vænta, að laga- nefndin sé réttlátlega samsett og að hún hafi meiri tilhneigingu en sérstök ráðstefna til að vernda réttindi strandríkja og alveg sér- staklega að gæta þessara mikil- vægustu hagsmuna ýmissa smá- ríkja. Þrátt fyrir þessi sjónarmið þá vildum við ekki gjörast því and- vígir, að ráðstefna yrði 'kvödd saman, og það enda þótt að aðeins lítill meirihiuti nefndarinnar hefði ekki viljað aðhyliast þá lausn, sem við töldum aðgengilegasta. Það var þess vegna, sem við sátum hjá við atkvæðagreiðsluna um nýja ráðstefnu. Við vildum ekki vísa frá þessari tilraun til að ná lausn, þar sem við treystum sann- girni og góðum ásetningi nær allra þeirra ríkja, sem mæltu með þessari leið. Nú i þessum svifum ber það til tíðind,a, að ný breytingartillaga er lögð fyrir alisherjarþingið, og er þar iagt til, að ráðslefna komi ' ekki saman fy-rr en í marz eða ! apríl 1960. Flutningsmenn þessar- 1 ar tillögu eru: Chile, Eeuador, E1 Rætia Thor Thors, sendiherra, á allsherjar- þingi Sameinuíu ijjóíanna hinn 10 des. s. L Salvadof, Indland, Iraq, Mexieo og I Venezuela. Það er að segja ríkin, rsem báru fram þá lausn í laga- í nefndinni, sem við vildum aðhyll- ast. Við erum auðvitað alvcg sann- Thor Thors færðir um það, að þessi tillaga er framborin í góðum ásetningi og með þeirri röksemd, að þessi frest un eigi að fagna samþykki nær allra þeirra ríkja, sem töldu að ráðstefna væri líklegasta leiðin í þessu máli til þess að ná alls- herjar samkomulagi. Þar sem ís- lenzka sendinefndin sat hjá við at'kvæðagreiðsluna í laganefnd- inni um það meginatriði, hvort kalla ætti saman ráðstefnu, þá ermn við nú neyddir til þess að láta talsmenn ráðstefnunnar sjálfa ráða því hvaða tími sé heppileg- astur til að kalla ráðstefnu saman, og við verðum þess vegna einnig nú á allsherjarþinginu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um þessa breytingartillögu. Við eigum einsk is annars úrkosta. Leyfið mér, herra forseti, nú að skýra í fáum atriðum frá því hvers ísland væntir af nýrri ráðstefnu, og hvernig við lítum á þær að- stæður, sem nú ríkja, þegar við hefjum undirbúning að nýrri ráð- stefnu. Aðstæðurnar, sem nú ráða á þessu sviði, eru að okkar áliti najög þýðingarmiklar, og þær gela jafnvel ráðið úrslitum um það, hvort við óskum eða óskum ekki að taka þátt í hinni væntanlegu ráðstefnu. Eins og nú er orðið víða kunn- ■ugt, er fjárhagslíf íslands háð fiskveiðum meira en með nokk- urri annarri þjóð í heiminum. Við eigum nær engar aðrar auðlindir en fiskveiðarnar. 97% af verð- mæti útflutnings okkar kennir þaðan og það fjármagn verðum v.ið að nota til að greiða til ann- arra landa fyrir flestar lífsnauð- synjar okkar, sem við þurfum að flytja inn. Fiskimiðin við ísland eru okkur dýrmætustu auðæfi. Þau gefa okkur hið daglega brauð. Þaðan kernur fjármagnið til að veita okkur sæmilega lífsafkomu, og þaðan kemur afl þeirra hluta, sem gjörir þjóð okkar sjálfstæða menningarþjóð. Fiskimiðin eru þjóðlífi okkar enn þýðingarmeiri en kaffitréin eru fyrir Brazilíu, E1 Salvador og Colombíu, eða sykurekrurnar fyrir Kúba, sauð- féð og nautpeningurinn fyrir Uru- guay og Argentínu, eða bifreiða- framleiðslan fyrir Detroit og olían fyrir Texas. Við verðum þess vegna með fyrirhyggju og alúð að vernda og varðveita þessi auð- æfi, þar sem franitíð þjóðarinnar er í veði. Herra forseti, það var orðið augljóst mál, að það vofði yfir sú inikla hætta, að fiskistofninn eydd ist og yrði uppurinn. Frá því 1 byrjun 20. aldarinnar hefir heil hersing eriendra togara, aðallega frá Bretlandi, skafið hafsbolninn á fiskimiðum okkar alveg upp að ströndum landsins með slíkri nærtækni, að algjör eyðilegging mátti vera fyrirsjáanleg. Það var því óhugsandi, að ,við gætum horft á þetta aðgerðarlausir. Frá því ár- ið 1949 höfúm við beitt allri okk- ar viðleitni að því, alls staðar á viðeigandi alþjóðlegum vettvangi, þar. á meðal innan Sameinuðu þjóðanna, að fá komið á hagkvæm um reglum til skynsamlegra tak- markana á nýtingu fiskimiða. En Sameinuðu þjóðimar hafa farið sér hægt i þessu efni. Eftir að Bretland mótmælti gruninlínum Norðmanna. og eftir að aðgjörðir Norðmanna höfðu hlotið staðfest- ingu Hins Alþjóðlega Dóm.stóls árið 1951, þegar Bretar töpuðu málinu fyrir Dómstólnum, þá fór- um við að dæmi Norðmanna árið 1952. Þetta líkaði eigi öllum þjóð- um alls kostar í upphafi, en að- eins ein, Bretland, sem við höfum alla tíð átt hina vingjarnlegustu sanibúð við og stóðum með og studdum í heimsstyrjöldinni — að eins þeir gripu til þess að beita gagnráðstöfunum íil að reyua að knýja fram vilja sinn gegn þjóð vorri. Ráðamenn i Hull og Grimsr by skelltu þá á banni gegn löndí- un á íslenzkum fiski um allt iBret- land. Það hlýtur að hafa verið markmið þeirra, mér þykir leitt að verða ségja það — að svelta okkur til hlýðni við sig. En þessir menn þekkja litið til sjálfstæðis og þolgæðis islenzku þjóðarinnar. En margir hlutir fara á annan veg en ætlað er i þessum heimi. Bann Breta snérist okkur til góðs, þar sem við fundum og jukum nýja markaði með öðrum þjóðum, 6em reyndust okkur vinsamlegar, og Bretar neyddust til þess að falla frá löndunarbanninu eftir þýðing- arlausar tilraunir í 4 ár. Eftir að það kom í ljós, að :ráð- stefnan í Genl gat ekki náð sam- komulagi um viðáttu landhelgi né um fiskveiðilögsögu, vorum við að nýju neyddrr til að færa út fiskveiðilögsöguna. Við höfðum tilkynnt það fyrir löngu, að það væri ætlun okkar að færa út fisk- veiðitakmörkin upp að 12 mflum. Þetta gjörðum við að nýju heyr- umkunnugt í Genf, en samt sem áður biðum við með að -fram- kvæma þessa ákvörðun fram til 1. september, svo að okkur gæfist tækifæri til að skýra fyrir öðrum þjóðum hverja nauðsyn bar til þess að grípa til þessara ráðstaf- ana, og þess vegna áttum við tnikl- ar og langar viðræður við ýmsar aðrar þjóðir um þet'ta efni, en ekkert samkomulag virtist hugsan- legt. Nokkrar þjóffir hafa mótmælt þessum aðgjörðum. okkar. Okkur er sagt það, að 12 mílna takmörk- in eigi sér ekki stoS í alþjóðaréttr. Við því viljum við þá svara, að það gilda engin alþjóðalög um víð- áttu landhelgi né um réttindi strandríkis. Það er nú almennt viðurkennt, að 3ja mílna reglan er dauður bókstafur í skjaia: safni alþjóðaréttarins. Samkvæmt skýrslu þjóðréttarsérfræðinga eru nú þegar meira en 30 þjóðir, sent hafa ákveðið landhelgi sína frá 3 til 12 milum. Hin alþjóðlega laga- nefnd Sameinuðu þjóðanna sagði svo í skýrslu sinni frá 25. oótkber 1956 „Alþjóðalög leyfa ekki út- færslu landhelgi út fyrir 12 míl- ur.“ Á ráðstefminni í Genf óx þeirri stefnu stöðugt fylgi að ákveða 12 mílna fiskveiðilögsögu. Ég verð að leyfa mér að ‘leggjá áherzlu á það hér, að ísland hefir aðeins fært út fiskveiðilögsöguna, en ekki landhelgj, en það er mál, sem hefir mrklu víðtækari^ þýð- ingu og frekari aíleiðingar. Á ráð- stefnunni í Génf höfðu 36 þjóðir greitt' atkvæði með tillögu frá Kanada þess efnis, að sérhver þjóð skuli hafa einhliða fiskveiðirétt- indi innan 12 mílna. Og 45 þjóðir greiddu atkvæðj með tillögu, sem Bandaríkin báru fram um 6 mílná landhelgi pg 6 nrilna fiskveiðilög- sögu til viðbótax. Enda þótt það hafi verið óað- gengilegar takmarkanir á rétt'l strandríkis samkvæmt tillögú Bandaríkjanna, bá var það sarnt (Fraiuh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.