Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 9
SflMINN, miSvikudaginn 24. descmber 1958. 8 sínum, en þaö' var aö visu áöur en hún kynntist Josslyn. Bara aö Díana yröi ástfang inn af honum, hugsaöi ég. En vandamál leystust víst ekki svo auðveldlega. —• Jæja, sagöi hann, — þá er hezt að leggja af stað. — Já, sagði Díana. — Þér er vonandi sama Sara, þó þú far ir ein heim? — Auðvitaö. Við gengum sarnan út aö bílnum. — Black Beauty, Black Beauty, söng Elfrida. — Good . . . o! — Munurinn er bara sá, a'ð minn Black Beauty hefur fjög ur hjól í stað fjögurra fóta. Jervis og Díana stigu inn í bílinn og við stóðum á gang- stéttinni þegar þau óku af stað. Jervis sendi mér fingur- koss. Eg hugsað imargt á meðan ég gekk um bæjnn. Hánn er kátur og áðlaöandi, hugsaði ég, og hann eiskar Díönu. Ef húii elskar hann ekki, er hún í öllu fa!ii dálítið hrifin af honúm. í þokkabót hæföi hanh henni betur en Josslyn. Svo hló ég að sjálfri mér. Þaö var kjánalegt aö ímynda sér þetta. Þegar Díana kom til baka frá Exeter, kom hún upp í her bergið til mín til þess að spjalia, rétt eins .og í. gamla daga. Hún sagðist hafa keypt nýj an 'kjól og vildi gjarnan að ég segði álit mitte á honum. Hann var svartur og fleginn í bak- iö og hún leit dásamlega út í honum; Hú.n fékk mig einnig til að máta kjólinn. Hún var í ágætu skapi og talaöi mikið. — Þetta voru reifarakaup, finnst þér þaö ekki? sagði hún þegar ég stóö fyrir framan spegiiinn. , — Kjóllmn er fallegur, en háiin fer þér miklu betur en mér. — I-Ivernig getur þaö veriö? Við erum nákvæmlega eins í útliti. — Láttu ekki svona, Díana. Þú veizt vel að þú hefur þinn eiginn yndisþokka og föt fara þér betur en mér. Þú veizt hvað ég á við. Hún svaraöi ekki, en brosti ánægjulega. Það var ástæðu- laust að hún reyndi aö neita því sem hún vissi vel að var satt. — Hvað finnst þér um hann? — Hann er mjög skemmti- legur . . . aö minnsta kosti fannst börnunum það. — Já þaö er satt. Eg hlæ aldrei jafn mikið og þegar ég er með honum. — Eg held að þú sért hrif- in af honum. — Á vissan hátt, . . . alveg eins og manni fellur vel viö ýmsar aðrar ' manneskjur. Hann var til dæmis hrifinn af þér — á vissan hátt. — Það var gagnkvæmt. — Þaö var fallega gert af þér, Sara, að fara meö börn- in heim án þess að gera veð- ur út af því. — Vitleysa. Eins og þaö hafi verið eitthvað til að gera veð- ur út af. — Langar þig til þess að eiga svarta kjólinn . . . þenn- an með bláa hálsmálinu? Þaö er einn af uppáhaldskjólum mínum. Hann fer þér vel og ég þarf ekki lengur á honum aö halda þegar ég hefi fengið þennan nýja. Þú mátt eiga hann. — Þakka þér kærlega fyrir Díana . . . þú ert ágæt. — Good . . . o! Hún hló dá- lítiö skömmustulega — Eg er farin að láta eins og börnin. En þetta er víst smitandi. Mér féll vel við kjólinn sem hún gaf mér. Mér fannst hann breyta mér mikið. Það var kjóllinn sem Díana hafði veriö í daginn sem Josslyn kom til hádegisverðar og ég hafði verið í daginn sem hann kom til þess að segja að hann væri að fara til Creekdown Manor. Eg fór með kjólinn upp í her bergi mitt, og fór í hann. Eg setti líka á mig eyi'nalokkana sem Júlía frænka hafði gefið mér, og virti síðan spegilmynd mína fyrir mér. Mér fannst að ég hefði fengið dálítið af yndisþokka Díönu aö láni með kjólnum. Júlía frænka og Jói ætluöu að skreppa til Plymouth og hlusta á óperuflokkinn sem þar var á ferð. Júlía elskaði tónlist. Hún var dálítið feimin vegna þess að hún mundi verða ein með Jóa frænda. Hún var óörugg vegna hinna nýju tilfinninga sem kviknað höfðu í brjósti hennar, eða það hélt ég að minnsta kosti. Hún gat alls ekki skilið að maður elskaöi hana og vildi giftast henni. Kannske hélt hún að Jói frændi væri eins og pabbi var, kurteis og tillits- samur .... þangað til hann mundi snúa aftur til síns fyrra lífs. Kannske var hún einnig hrædd viö aö láta tilfinning- ar sínar í ljósi. Þegar Jói frændi stakk upp á því að fara til Plymouth sagði hún: — Þá verður Sara að koma með. Sara hefur svo gaman aö óperum. Síðan lögðu þau bæði að mér að koma með og það var engu líkara en Jói frændi væri líka orðinn feiminn. Afleið- ingin var'ö sú að ákveðið var aö við færum öll þrjú. Alan kvefaðist þennan dag og varð aö fara í rúmið. Diana, sem hafði verið í Higher Markham allan dag- inn, kom inn í herbergið mitt þegar ég var að búast til ferð- ar. Eg var að fara í svarta kjólinn sem hún hafði gefið mér og var að. setja á mig eyrnalokkana í sömu andrá og hún kom inn. ■— Þi'ö verö'iö fjögur í kvöld, sagöi hún. — Jæja. Eg hafði ékki Jiug- mynd um það, — Jervis ekur bílnum svo hann verð'ur einnig i óper- unni. Eg leit á hana— Viltu fara í minn stað? .— Ja . . . auðvitað langar mig. Hefur þú mikið á móti því? Eg hikaði. Þvi meira sem ég umgekkst Jervis, því betra hugsaði ég. Eg var viss um að hún var hrifin af honum. Eg var einnig viss um að laann íiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii! 8 H « LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Skemmtikvöld í Iðnó annan jóladag kl. 9 e.h. til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð félagsins. •— Skemmtiatriði (hefjast kL 10 stundvíslega): Gamanþáttur: Árni Tryggvason Tvísöngur: Guðbjörg Þorbjarnardóttii’ og Brynjólfur Jóhannesson Gamanþáttur: Emilía Jónasdóttir Tvísöngur- Knútur Magnússon og Steindór Hjörleifsson Gamanþáttur: Karl Guðmundsson Hljómleikar: Hljómsveit leikara Dans Aðgöngumiðasala í Iðnó á annan jóladag kl. 11- 2 og eftir kl. 6. — Klæðnaður dökk föt eða smoking. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiianmH Hvítur OMO-þvottur þolir allan samanburð Hérna kemur hann á splunkunýju reið- hjóli. En það er skyrtan, þvegin úr OMO, sem þú tekur eftir. Tilsýndar eru öll hvft föt sæmilega hvít, — en þegar nær er komið, sést bezt, hvort þau eru þvegin úr OMO. Þessi skyrta er eins hrein og hreint getur verið, eins hvít og til var ætlazt Allt, sem þvegið er úr OMO, hefir alveg sérstakan, fallegan blæ Ef þú not- ar hlátt OMO, ertu handviss urn, að hvíti þvotturinn er mjallahvítur, tandurhreinn. Mislit föt koma úr freyðandi þvælinu björt og skær á litinn, eins og ný. Til þess að geta státað af þvottinum, láttu ekki bregð- ast að hafa OMO við höndina. Blátt OMO skilar y$ur hvítasta þvotti í heimi — einnig bezt íyrir mislitan. X-OMO 3P./EN-6460-50 .........******* ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.