Tíminn - 30.12.1958, Side 5

Tíminn - 30.12.1958, Side 5
r í MI N N, þrið.jndaginn 30. desember 1958. 5 Föstttdagmn 8. ágúst síSastlið- inn andaðist að heimili sinu, Bjargi í Miði'irði, bændaöldung- urinn Karl Ásgeir Sigurgeirsson tæpra 05 ára. Hafði hann þá átt heinva á Bjargi í 68 ár og fjórum mánuðum Ivetur, og fiest árin verið þar húsbóndi. Éiinstök atvik geta brennt sig svo fast í meðvilund manna — og þó einkum barna —, að þau standi ljóslifandi fyrir augum þeirra eftir marga áratugi, þó að flest af því, sem fyrir okkitr ber, hyijist smámsaman móðu og xiiisstri áranna, sém koma og hverfa. Það var á útmánuðum 1894. Sól skein yfir dalinn og. mild.um sunnanþey andáði af lieiðum ofan. Snjór var enn i laut um og svell á mýrum. en að öðru leyti var jörð komin undan vetr- árgaddinum. Fjórir menn- gengu í hlað, þar sem foreidrar mínir bjuggu. Þrír þeirra eru mér fyrir löngu liðnir úr minni. Eg man hvorki hverjir þeir voru né- held- ur hvernig þeir litíi út. Áðeins élnn þeirra stendur mér enn Ijós- lifandi fyrir hugarsjónum eftir sex og hálfan áratug. Það var Karl á Bjargi. Eg hafði áður séð Sigurgeir, föð ur Karls. Hann var manna mestur á velli og vörpulegastur og á allan 'hátt aðsópsmeiri. Samt orkaði Karl miklu meira á hug minn og á allt annan hált. Hvað var það, sem greypti mynd hans svo fast í hug minn, að hún stendur þar ómáð enn í dag? Karl var bara innansveitarbóndi, senni- lega ekki í hreppsnefndinni, hvað þá heldur að hann skipaði nokk- urn þann sess í þjóðfélaginu, sem menn litu sórstaklega upp til. Ekki stóð heldur ■af honum sá gust ur, sem stóð þá og stendur jafnvel enn af sumum þeim mönnum, er vilja láta á sér bera, vita hverjir þeir eru og nota hvert tækifæri til að minna aðra á það. Karl var þá á bezta aldri, rúm- lega þrítugur, meðalmaður á hæð og svaraði sér vel, rómurinn hvorttveggja í senn, hlýr og karl- jnaúnlegur. Fas hans allt var svo frjálsmannlegt og framkoman svo prúðmannleg, að af bar. Svipurinn og yfirbragðið bjó yfir svo mikillli birtu og heiðríkju, að mér —barn- inu — fannst »hann vera holdi klædd ímynd vorsins, sem var að koma. Eg heimsótti Karl síðast réttum tveimur árum áðnr en hann dó. Það var vitanlega ekki mikið eftir af þeim Karli, sem ég kynntist fyrst. Tvcnnt var þó óbreytt. Gamla, hlýja glampanum hrá fyr- ir í angunum, þegar sonarbörnin komu að hnjám hans eða þegar við rifjuðum upp glaðar minning- ar frá fyrri árum. Hitt var láfs- skoðunin og trúin á sigur góðra mála. Þar hafði ellin engu hagg- að. Karl var Þingeyingur að ætt og uppruna, þótt hann ætti heima í Húnavatnssýslu mestan hluta langrar ævi. Hann var fæddur í Svartárkoti í Bárðardal 1. októher 1863. Foreldrar hans voru hjónin Sigurgeir Pálsson og Vigdís Hall- dórsdóttir. Var Karl sjöundfl barn ið í röðinni af ellefu börnum þeirra hjóna. Faðir Sigurgeirs var Pá!i, síð- ast bóndi á Sveinsströnd, Jóakims éon bónda á Mýlaugsstöðum. Ket- ilssonar bónda á Sigurða-stöðum, Tómassonar bónda á Birningsstöð- lim, Bjarnasonar bónda á Veisu í Fnjóskadai, Þorlákssonar bónda í Leyningi, Sigurðssonar. Páli Jód kimsson, afi Karls, var elztur 11 systkina. Meðal þeirra vo:u a) Hálfdán í Brenniási, faðir Jakobs aðalstofnanda Kaupfélags Þingey- inga, b) Jón á Þverá, fáðir Bene- dikts á Auðnum og Snorra föður Áskels söngkennara og c) Jóakim í Árbót, en þrjú af börnum. Jóa- kims fluttust til ísafjarðar, þau Aðalbjörn skipstjóri, Jóakim snikkari og Helga. Eru nokkrir afkomendur þeirra á ísafirði og í Hnífsdal. Vigdís móðir Kai-ls og fyrsta kona Sigurgeirs var dóttir Hall- dórs bónda á Bjarnaslöðum í Bárð ardal, Þorgrímssonar, Marteinsson ar, Sigmundssonar, Halldórssonar. Meöal bræðra Vigdísar voru Jón hreppstjóri á Bjarnastöðum, faðir Halldórs heitins bankagjaldkera og Valgerðar biskupsfrúar í Lauf- Dánarminning: Asgeir Sigurgeirsson Bjargi í Miðfirði ási og Marteinn á Bjarnastöðum, faðir' Kristbjargar húsfreyju á Yztafelli. Foreldrar Karls hófu fyrsf bú sk.ap á Grímsstöðum í Mý.vatns- sveit, en fjuttu þaðan vorið 1854 að Svaj-tárköti. Þar bjuggu þau í 17 ár og þar fæddust. flest börn þeirra hióna. Þó að Svartárkot til- hoyrði Bárðardal, er það ekki í dalnum, heldur frammi á miðju heíðarlandinu, sem liggur fram af Bárðardal og Mývatnssveit. Hef ir stundum hlotið að vera ein- ívffi.nalegt að búa þarna langí írá óðrum ma.nnabyggðum, en regin öræfi á þrjá vegu. Vetrarharðindi voru oft mikil, en þarna var góð sumarbeit, nógar útheysslægjur og silungsveiðiu í Svartárvatni var drjúg búbót barnmörgu heim- ili. Vorið 1871 fékk Sigurgeir nokk- urn hluta Þingeyra til ábúðar og flutti þangað vestur. Það var érf- iður og langur flut.ningur frá Svartárkoti að Þingeyrum á þeim árum. Engir vegir og allar ár ó- brúaðar, en hestarnir einu farar- tækin. Yngstu bræðurnir, Karl og Arinbjörn, síðar útfarastjóri í Winnepeg, voru reiddir í kláfum. Það sparaði hest og þegar búið var að búa nógu vel upp á klár- inn og súrra allt fast, var allt í lagi og engin hætta á ferðum, jafnvel þótt árnar væru nokkuð djúpar. Ásgeir Einarsson alþingismaður bjó sjálfur á Þingeyrum á móti Sigurgeiri. Tók hann þegar hinu mesta ástfóstri við Karl litla, sem hann kaliaði ávallt nafna sinn. Varð Karl honum mjög fylgispak- ur og sagð'ist hafa lært margt nyt- samlegt af kynnum sínum við hann. Ekki vildi gamli maðurinn þó láta nafna sinn fylgja sér, þeg- ar hann ætlaði að láta eitt yfir sig og kirkjuna sína ganga í land- skjálftanum 1873. Vorið 1873 fékk Sigurgeir Víði- dalstungu lil ábúðar og flutti þangað. Bjó hann þar í 7 ár eða til vors 1880. Þá flutti hann vestur í Miðfjörð. Bjó hann fyrst á Rófu (Uppsölum), þá nokkur á á Skára stöðum. Tvö eða þrjú ár var hann á Bjargi, en síðast í Dæli og það- an fór hann til Ameriku aldamóta árið. Vigdís kona hans dó á S'kára-; stöðum 5. janúar 1886. Þremur ár- um síðar kvæntist Sigurgeir i ann að sinn, en þá konu missti hann cftir þriggja ára sambúð. Þriðju konunni kvæntist hann sumarið 1893. \7ar á þeim 40 ára aldurs- munur. Þegar Sigurgeir fluttist til Am- eríku, voru 5 börn hans komin veslur. Sigurgeir .andaðist vestra 16. mai 1925 rúmlega hálfníræður. Sigurgeir var hið mesta hraust- menni og margt stórvel gefið. Hann var full sex fet á h;eð og að því. skapi þrekinn. Söngmaður var hann mikill og jafnan for- •sangvari i þeim kirkjunj, sem hann .áttj sókn ao. Vigdís var tal- in hin mesta gæðakona af öilinn, er hana þekktu. Karl ólst upp hjá foreldrum sín um og var hjá þeim, meðan bæði lifðu. cn hjá föður sinum eflir það. Var hann lengsl' í föðurgarði þeirra systkina. Honuni svipaði um sumt til íöður síns, en mun þó hafa lí'kst meira í móðurætt. Var mikið og glöggt ættarraót með honum og Halldóri heitnum banka gjaldkera og sonum hans. Sama meðfædda prúðmerrnskan í fram- komu og fasi og sama vorgleðin í vinahópi. Fyrir og um 1890 bjó á Bjargi kona, er Ólöf hét, Jónsdóttir frá Hindisvík, Sigurðssonaa' bónda að Stöpum, Jónssonar, Þórðai'-sonar. Bróðir Ólafar var Sigurður bóxidi í Hindisvík, afi þeirra Norðlands- btæðra. Fyrri maður Ólafar hafði verið Jóhannes Guðmundsson, bóndi og gullsmiðixr á Auðunax'- stöðum í Víðidal, dáinn 1879. F.að- ir Jóhannesar á Auðunarstöðum var Guðmundur bóndi á Refsteins stöðum, sonur Jóns bónda og smiðs á Auðunarstöðum, Jónsson- ar bónda að Hvainmi í Vatnsdal, Pálssonar. Móðir Jóhannesar og fyrri kona Guðmundar á Refsteins stöðum var Ingibjörg Jóhannes- dóttir prests í Vesturhópshólum, Ólafssonar. Móðir Guðmundar og kona Jóns smiðs var Ingibjörg Magnúsd. sýslum. í Húnav.sýslu Gíslasonar biskups á Hólum, Magnússonar. Eftir lát fyrra manns síns gift- ist Ólöf í annað sinn. Var seinni nxaður hennar Sigfús Bergmann Guðmundsson síðar bóndi á Upp- sölum. Þau skildu. Ólöf átti þrjár dælur með fyrra manni sínum, Hét sú elzta Margrét, önnur Ingi- björg og þriðja Elínborg, er síðar fór til Ámeríku og giftist þar. Vorið 1889 réðist Ólöf í að láta rífa gamla bæinn á Bjargi og byggja nýjan bæ. Naut hún þar mikillar og góðrar aðstoðar bróð- ur síns, Sigurðar bónda í Hindis- vík. Stóð hann fyrir byggingunni. Þangað réðst Karl Sigurge.irsson í byggingarvinnu um voriö. Vorið eftir fiutti Karl að Biargi og gerðist fyrirvmna hjá Ólöfu húsfreyju. Harui kvæntist Mar- gréti, elztu heimasætunni 25. okt. þá unt haustið en missti hana eftir 10 mánaða sambúð. Hún dó af barnsíörum og barnið fæddist and vana. Þá um vorið (1891) haíði hann byrjað að búa á móti tengda móður sinni. Sumarið 1892 trú- lofaðist Iíarl Ingibjörgu, systur fyrri konu sinnar. Ingibjörg var á kvennaskólanum á Ytri-Ey vetui'- inn 1892—93. Sótti Karl hana norður í mai'zlok og skall hurð nærri hælum, að sú för yrði hans síðasta. Skammt fyrir framaai tún ið á Urriðaá, sem er næsti bær fyr ir utan Bjarg, er á, sem bærinn dregur nafn af. Venjulega er þetta ekki annað en lækjarspræna, en í miklum leysingum getur hún orðið hinn mesti háskagripur. Þeg ar Karl lagði af stað að heiman, var asaleysing. Vinnumaðux' Kai'ls fylgdi honum á leið. Þegar þeir konni að Urriðaá, valt hún fram kolmórauð og vatnsmikil. Þe®ar hún .er í vexti, er hún straumhörð og veltir fram grjóti. Hefir hún einu sinni orðið manni að bana, svo menn viti. Ekki vildi Karl láta ána hefta för sína. Kvaddi hann vinnumann sinn og reið út í ána. Þegar hann var kominn út í hana miðja, hnaut hesturinn um stór- an stein. Skipti þa'ð engum togum, að Karl hrökk af baki o.g varð við- skila við hestinn. Barst hann nú varnarlaus fyrir straumnum. 50— 60 metrum neðan við vaðiö Bjargs megin gengiu' nef fram í ána. Karl barst að nefninu. Svipunni hafði hann aldr.ei sleppt og með aðstoð hennar og eigin harðfengi tókst honum að ná þar handfeslu og sleppa úr greipum árinnar og dauðans. Geta má nærri, að ekki hafi haufl verið vel ti) reika eftir slík3 kolldýfu. Skinn var sorfið af hnúum og nokkurt vatn hafði hami drukkið. Varð hann að snúa heim við svo búið. Morguninn eft- ir var runnið úr ánni. Lagði þá Karl af stað aftur og gekk ferðin jlysalaust eftir þetta. Kom KaiT heim úr þeirri för með Ingibjörgu xem eiginkonu sína. Voru þau vígð saman á Ytri-Ey 30. marz 1893. Hjónaband þeirra Karls og Ingi bjargar var hið farsælasta. Veit ég ekki til, að þar hlypi snokkru sinni snurða á þráðinn. Ingiþjörg var hin elskulegasta kona og hús- móðir, síglöð og sístarfandi, ráðs- vinn og ávalit jafn vakandi í um- hyggjunni fyrir velferð manns og barna, hjúa og gesta. Ingibjörg andaðist 9. októher 1937, 67 ára að aldri. Höfðu þau hjún þá verið gift í rúm 44 ár og eignast 9 börn. Einn óvin áttu þau Bjargshjón, er reyndist þeim þungur í skauti. Það var hvíti dauðinn. Af 9 börn- um þeirra hjóna dóu þrjú img, en helmingur þeirra, sem á legg kom ust, varð hvíta dauðanum að bráð og auk þess dóttursonur, sem jafnfi'amt var fóstursonur þeirra hjóna. Vigdís dó tvítug 1914, Jó- hannes 11 ára 1920 og Ólöf dó 1943, komin yfir fertugt. Dóttur- sonurinn, Karl Axelssoix dó sama ár rúmlega tvítugur, hinn mesti efnispiltur og eftirlæti afa síns. Þrjú börn þeirra Bjargshjóna eru enn á lífi. Margrét er þeirra elzt, fædd fyrst af ölhun börnunum. Ilún er tvígift og nú búsett í Reykjavík. Er hún um mai-gt lík föður sínum, enda unni hann henni mjög og var þó fjarri því, að hann gerði upp á milli barna sinna. Páll og Sigurgeir Karls- synir búa báðir á Bjargi. Börn þessara þriggja systkina munu vera 17 og auk þess á Margrét orðið nokkur barnabörn. Bjai'gsheimilið var orðlagt fyrir gestrisni og glaðværð. Flestir komu við á Bjargi, sem um sveit- ma fóru, þó að það væri nokkuð úr leið. Ingibjörg húsfreyja lék á harmónium og Karl var söngmað- ur góður, en bæði unnu þau .mjög söng og hljóðfæraslætti. Það var því ekiki undarlegt, þó að unga fólkið í sveitinni leitaði þangað, •þegar það vildi lyfta sér upp, enda mátti segja, að Bjarg væri ann- að heimili mai'gra ungmenna í sveitinni um langt skeið. Þó að Karl á Bjargi væri manna heimiliskærastur, atvikaðist' það svo, að framan af búskaparárum sínum var hann of-tar að' heiman heldur en margir aðrir bændur i sveitinni og þó .aldrei langdvöl- um. Bar margt til þess. Hvar sem menn voru á ferð eða hittust til skemmtunai' sér, þótti hin mesta nauðsyn að hafa Karl á Bjargi með, þar sem hann var jafan hrók ur alls fagnaðar, hvar esm hann kom. Þá var það veiðiskapurinn. Karl hafði vanist veiðum frá blautu hai'nsbeini. Faðir hans hafði stundað veiðina af kappi, meðan hann bjó í Svartárkoti. Þeg ar Karl var á Þingeyrum, kynntist hann einum slyngasta veiðimanni, scm þá var uppi í Húnaþingi, en það var Jón Ásgeirsson á Þingeyr- um. Var hann bæði skotfimur með aíbrigðum og laxveiðimaður mik- ill. Var Karl mjnnugur kynna sinna af Jóni, sem þá var á bezta aldrei og einn glæsile.gastur manna þar um slóðir. KaiT gerðist snemma grenjaskytta í Miðfirði. Hafði hann byrjað á því starfi, á meðan haim var enn i föðurgarði. Fór oft drjúgur hluti vorsins í grenjaleit og grenjavinnslu. — Venjuleiga leið skammt frá því að grenjavinnslu var lokið og þang- að lil laxveiði hófst í Miðfjarðará. Stunduðu þeir veiðarnar jafnan saman nágrannarnir Karl á Bjargi, Ásmundur á Brekkulæk, faðir Friðriks heitins Brekkans og þeirra sysíkina og Sigfús á Króks stöðum, faðir Jóns Bergmans skálds. Laxinn lögðu þeir inn á Borðey’í, Hann yar í háu verði, miðað Yið aðrar íslenzkar afuiði? og því til nokkurs að vinna. Þá var oft þörf á að láta „guðaveig- ar lifga sálaryl" eftir vökur og veiðivolk. Oft varð veiðikappi® yfirsterkara áhuganum fyrir öfiuai heyjanna og hefir slíkt hent áðus á landi hér. Búhagur Bjargshjóna var frem« ur þröngur öðru hvoru um og efi> ir aldamótin. Árferði misjafnt, heimilið þungt og gestanauil mikil. Svo 'komust synirnir á legg. Þeir voru bá'ðir efni í búmenn, 6- bældir og þrótj,miklir. Og ekki vae hætt við, að þeir væru beittir of« ríki eða dregið úr kappi þeirra og umbótaáhuga. Þeir voru studdii" með ráðurn og dáð. Báðir unn.'i þeir foreldrum sínum af alhug, Hlý bros þeirra og viðurkenning- arorð, þegar vel tókst, voru þeim ærin laun og hvataspori til frek- ari dáða. Þetta bar hinn glæsileg- asta árangur, sem orðið getur af: góðri samvinnu eldri kynslóöar og yngri. Bjarg var góð jörð á garnl, vísu. Karl lifði það að sjá þar rísY upp tvö nýtízkubýli sem hvort uia sig er margfalt verðmætara, hel i ur en jörðin var öll áður. Og gamli heimilisandinn ríkrl áfram á Bjargi. Fyrir nokkrum á;r um var ég að þakka syni Karls og tengdadóttur og dótturdóttur fyrij ágætar móttökur. „Þú mátt lík. þakka afa fyrir. Það er frá honunr; eins og okkur“, varð henni a T orði. Þannig var hugsunarháttui'- inn á heimilinu því. Karl var mikill gæfumaðœ? þrátt fyrir ýmsar raunir, sera mættu honum eins og flestum öðr um á langri leið. I-Iann nauú hvers manns hylli, sem honun.v kynntist frá upphafi til síðastrj dags. Hann eignaðist eiginkonu'p sem unni honum, virti hann o.; var honum eins samhent og bezí; verður á kosið. Börnin, lengda- dóttirin, sem flutti inn á 10601101? ásamt öllum barnabörnunum, — allf þetta fólk kepptist hvað vi ■ annað um að gera honum elliár ■ in sem ánægjulegust. Árið 1920 brá Karl sér vestu. um haf að heimsækja föður sin.i og sex systkini, scm þar voru bú- sett. Dvaldist hann þar einn vet- ur. Varð sú för honum til mikil.» ar ánægju og upplyftingar. Karl var allra nianna óhneigff. astur fyrir að blanda sér í annar . sakir eða opinber mál uinframj það, sem nauðsyn krafði. Og þú var hann rnanna sjálfstæðastur . skoðunum. Hann hafði ekki frammi áróður gagnvart öðruu. en það þýddi heldur ekki að haf», í frammi áróður við hann. Skal aðeins eitt dæmi nefnt þessu ti'. sönnunar. Þegar átökin urðu pn, símamálið 1905, fer'ðaöist elnn ai' vinsælustu og áhrifamestu mönn- um héraðsins um sveilina og safv, aði undirskriftum gegn símaaum. Munu flestir eða allir bændu: hafa skrifað undir, nerna Karl Þangað þýddi ekki að koma í þain erindum og var þó einn af bezti vinum hans hór á ferð. Karl var mikill trúmaður aí: beztu gerð. Hann trúði á sigui góðra málefna I þessum heimi og öðrum. Skoðanir hans á hverji máli voru í fyllsta samræmi vic lífsskoðanir hans og lífsskoðanirE. ar voru í órófa tengslum vi@ innsta eðli hans sjálfs. Þess vegní, gat aldrei komið til árekstra. Slíkt innra jafnvægi er sennilega mesta hamingja, sem nokkrum mann', getur hlotnast. Það cr ekkert hryggðarefni. acl Karl er horfinn yfir landamæriu Sá er vegur okkar allra og þv fyrst og fromst þeirra, sem náii’ hafa jafn háum aldri og hann. Og þó er liann syrgður bæði aí vinum og vandamönnum. Mes'c mun hans þó saknað af yngst'u kyrj slóðinni á Bjargi, enda hafa ííj börn átt því láni að fagna að eigi. slíkan afa . Eg hefi verið svo lánssamur a»' kynnast miklum fjölda ágætiv manna og kvénna. Mörg iumdruffl þeirra eru horfin yfir landamærir. Eigi maður að fá að njóta þeirr ar náðar að „Vakna upp aftur ein hvern daginn með eilífð glað.. kringum sig“, þá man ég ekki efi ir neinum vandalausum manni. seni ég kvsi fremur að mæta íyrs um á hlaðinu í Ilimnaiíki, heldu en Karli á Bjargi. Bjiiiii K. Jéiis.soi ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.