Tíminn - 10.01.1959, Síða 7
IÍMI.NN, laugardaginn 10. janúar 1959.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON:
Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára
Þegar liSnir eru þrír ald-
arfjórðungar síðan merki
Góðtemplarareglunnar var
fyrst hafið á loft hér á landi
er ástæða ti! að hlöðin birti
eitfhvað í tilefni þess af-
mælis. h'ér verður hvorki
rakin saga Reglunnar né rit-
uð skýrsla um ástand henn-
ar og hag, en aðeins reynt
að gera lauslega grein fyrir
sögulegri þýðingu hennar og
framtíðarverkefnum.
Góðtemplarareglan
nemur land
Sjötíu og fimm ár eru liðin
síðan fyrsta stúka Góðtemplara-
reglunnar var stofnuð hór á
landi. Norskur skósmiður, sem
dvaldist á Akureyri nokkur ár,
Ole Lied að nafni, gekkst fyrir
félagsstofnuninni. Tóíf menn
S'tofnuðu stúkuna ísafold á A'k-
ureyri 10. janúar 1887. Þriðjung-
fur stofnendanna voru útlending-
ar, — Norðmenn — og þrír
þeirra höfðu skamma dvöl hér á
landi.
Einn af stolnendum þessarar
fyrstu stúku var Ásgeir Sigurðs-
soh, síðar kaupmaður og ræðis-
maður, kenndur við verzlun sína
Edinborg í Reykjavík. Hann var
þá kornungur maður, fæddur
1864, en hafði dvaiizt í Skotlandi
og verið þar í barnastúku. Hann
varð strax umboðsmaður hátcmpl
ars og' þar með fulltrúi alþjóða-
hreyfingarinnar í félagsskap
tempiara hér á landi. Ásgeir Sig-
urðsson stofnaði strax á sama
ári aðrar stúkur við Eyjafjörð.
Hann fór líka til Eyjafjarðar vor-
ið 1884, 'en þar átti þá heima
faðir hans Sigurður Andrésson.
Þeir feðgar gróðursettu Regluna
á Vestfjörðum.
Sumarið 1885 scndi stúkan ísa-
fold Björn Pálsson ijósmyndara
til Reykjavíkur. Hann stofnaði
þar fyrstu stúkuna syðra, Verð-
andi í RÆykjavík.
Þar með hafði Góðtemplara-
reglan náð fótfestu í þremur
landsfjóröungum og breiddist til-
íölulega ösrt út.
Þjóðin tók þessum félagsskap
faghandi. Hann reyndist vera
mjög vel tímabær.
Nýir fímar
Hér verður ekki rakin saga Góð
templarareglunnar á íslandi, en
stofnun hennar og landnám er
svo mierkur atburður að hans
mun jafnan minnzt í sögu þjóð-
arinnar. Því er rétt að gera sér
grein fvrir áhrifum og þýðingu
hennar í aðalatriðum.
FélagsSkapur eins og þessar
stúkur var fullkomin nýjung í
menningarlífi landsmanna. Strax
27. janúar 1884 gengu tvær kon-
ur í stúkuna ísafoid. Það er
merkisatburður í sögu kvenrétt-
indanna á íslandi. Þarna var
kominn félagsskapur, sem í verki
viðurkenndi jafnréíti kven'na.
Þarna var frjáls og opinn vett-
vangur, þar sem íslenzka konan
gat gengið til starfa í þjónustu
Hús Friðbjarnar Steinssonar á Akureyri. A kvistinum í húsi þessu var
st. ísafold nr. 1, stofnuð 10. janúar 1884, og þar með Góðtemplarareglan
á íslandi
við menningarmál og hundruð
kvenna notuðu sér það.
Góðtemplarareglan átti sér 30
ára sögu að baki, þegar þetta var.
Að formi til byggði hún að öðr-
um þræði á fornum arfi frá regl-
um miðaldanna,. en var að öðr-
um þræði mótuð og sldrð af rót-
tækustu frelsishugsjónum og lýð-
ræðiskröfum aldarinnar. Hún er
stofnuð í Bandaríkjunum, sem þá
og lengi síðan voru draumaland
og fyrirmynd róttækra manna og
uppreisnargjarnra. Ilún er byggð
á öruggri trú á guðlega vernd
og þann mátt, sem ekki er af
þessum heirni en kom.ið getur
mönnum til hjálpar og frelsunar,
en bindur sig ekki að öðru leyti
við neinar trúarskoðanir, en við-
urkennir í verki fullt trúfrelsi og
jafnrctti allra manna hvað sem
líður þjóðerni, stétt eða trú.
Bræðralag allra manna er grund-
vallarhugsjón Góðtemplara. HStt
var svo í samræmi við lýðræðis-
skipulag aldarinnar, enda nauð-
syn, þar sem mikið var starfað,
að Reglan átti sér fullkomin fund
arsköp og félagsreglur, sem voru
mikil nýjung.
■ j
í fyilingu íímans
Saga bindindismála c-r ekki löng
m.eðal vestrænna þjóðta. Hér á
lándi má segja að aðdragandi
hennar hefjist á 18. öld með bar-
áttu Jóns biskups Árnasonar gegn
ofdrykkju og innflutningi brenni
víns.
Snemma á nítjándu öid voru
mynduð öflug og áhrifamikil bind
indissa.mtök í Bandaríkjum Am-
eiúku. Það var fyrsti þáttur-mik-
illar sóknar gegn áfenginu. Það-
an bárust áróðursrit til Norður-
álfu. Þessi bindindíshreyfing
mun að nokkru leyti hafa átt
rætur að rekja til Benjamíns
Franklíns. Hann var að sönnu
mi'kils metinn meðan hann lifði
cg gegndi lengi sendiherrastöðu
fyrir Ba'ndairíkin í F-rakklandií.
Hann var alla tíð bindindismiað-
ur og þótti aldrei lclegur mál-
svari þjóðar sinnar, þó að hann
sæti ekki að sumbli með hirðinni
frönsku. En svo mikils sem Benja-
mín Franklín var virtur og met-
inn meðan hann lifði, þykir ýmis-
legt benda til þess, að áhrif hans
hafi verið mest eftir að hann var
fallinn frá: Bindindisfélögin am-
erisku eru eitt af þvi, sem spratt
upp í anda Benjamíns Franklíns.
Bindindi Fjölnismanna, sem að
vísu hófst úti í Danmörku, var
runnið frá áhrifum amerísku
bindindisfélaganna. Ahrif Fjölnis
manna náðu um allt ísland og
síðar voru öðruhvoru stofnuð
bindindisfélög víðs vcgar um ís-
land. Flest urðu þau skammlíf
FRiÐBJÖRM STEINSSON,
bóksali á Akureyri
Skipulag þeirra og form var
laust í reipum. Þjóðin var ekki
félagsvön. En hún -var að vakna.
Og þessi vaknandi þjóð þreifaði
fyrir sér.
i samræmi við hugsjónir
og gæfu þjóSarinnar
Þjóðfrelsisbarátta íslendinga
var orðin býsna víðtæk þegar Góð-
templ 'raveg’jt.n nam land á í's-
landi. Jón Sigurðsson hafði fýri-r
fáum árum runnið skeið sitt á
enda. Undir forustu hans var los-
að um ýmsa hnúta. Verzlunin var
Núverandi framkvaemda-
nefnd: Fremri röð, frá
vinstri: Jens E. Nielsson,
Ólafur Þ. Kristjánsson,
Ragnhildur Þorvarðard.,
Benedikt S. Bjarkiind,
Gissur Pálsson, Jóhann
Ögm. Oddsson, — Aftari
röð frá vinstri: Haraldur
S. Norðdal, Gísli Sigur-
geirsson, séra Arelíus
Níelsson, [ndriði Indriða
son, séra Kristinn Stef-
ánsson, Jón Hafliðason.
frjáls. Fjárveitingarvaldið var
komið í hendur Alþingis' og lög-
gjafarvaldið að mestu. Þjóðin
hafði eignazt ýmsa góða skóla í
verklegum og andlegum efnum,
þó að flestir væru ennþá ekki
nema vísirinn einn. Nýir atvinnu
hættir ruddu sér til rúms. Inn-
lend, frjáls og almenn félagssam-
tök voru að myndast um verzlun-
ina.
Þetta var sá jarðvegur, sem
gerði þjóðina móttækilega fyrir
Góðtemplarar.egluna. Gildi hins
einstaka manns, þýðing hans og
ábyrgð, var viðurkennd undirstaða
þjóðfrelsis og velmegunar. Jón
Sigurðsson þreyttist aldrei á því
að brýna fyrir mönnum að efna-
legt sjálfstæði væri skilyrði þjóð
frelsis og sjálfstæðis og einhver
versíi þröskuldur efnalegs sjálf-
stæðis taldi hann og fleiri að
væru brennivínskaup og drykkju-
skapur. Bindindisstarfsemin fóll
því inn i sjálfstæðisbaráttuna sem
j þýði.ngarmikill þáttur hennar,
i auic þess semi jafnrétti og aðrar
1 lífshugsjónir Reglunnar voru
sem hressandi svölun vaknandi
alþýðu, sem þyrsti eftir að bæta
íand sitt og þjöðfólag.
Þetta er skýring þess'. hve út-
breiðsla og stárfsemi Góðtempl
arareglunnar var mikil og glæsi-
leg, strax.á fyrstu árunum.
Sóknin mikla
Baráttan við áfcngið var háð
ai' meiri festu og með meiri ár-
angri en nokkru sinni eftir að
>amtök templara tóku að eflast.
Snjallir baráttumenn ávörpuðu
þjóðina á þann hátt, að menn
tu að taka eftir því og muna.
Björn Jónss'on, síðar ráðherra,
ritaði grein sína um mannskað-
ann railda í lærða skólanum, þar
sem hann benti á, svo að ek'ki
varð hrakið að af h.u.b. 300 stúd-
entum síðustu 35 árin áður en
Góðtemplarareglan nam land í
Reykjavík, 1851—1885, hefðu 110
—130 or'b\l3 ofdrykkjumenn, en
þar flokkaði hann ,,þá eina, sem
alkunnugt er, eða hefir verið um,
þeir lifa varla nokkurt misseri
svo, að þeir drekki ekki þrásinn-
is frá sér ráð og rænu eða þá
lendi í sjónlausu drykkjudrabbi
tímum og dögum saman. hér um
bil hvenær sem færi býðst.“ A£
þessum, ofdrykkjumannahópi
tepptust 27 frá að ná fyrirhug-
aðri stöðu, 10 misstu embætti og
2 urðu vitskertir. Þriðjungur af
hópnum var dáinn þegar greinin
birtist 1892, allt ungir menn.
Enginn þorði að mæla móti
þessari skýrslu opinbevrlega og
vantaði þó hvorki vilja né löng-
un.
Guðmundur Björnsson, land-
læknir síðar, flutti fyrirlestur,
sem síðan var prentaður, þar
sem hann svipti sundur blekking
um áfengisnautnárinnar af frá-
bærum skarpleika og með skír-
skotun til læknavísindanna.
Slíkir menn voru ómetanlegir
til forustu og vakningar, en það
var lika mikið lið og áhugasamt
sem að baki þeim stóð. Bindindis-
semi varð líka meiri með þjóð-
inni en noklcru sinni fyrr.
Ný menning —
nýtt þjóSfélag
Þó að saga Reglimnar kringum
aldamótin sé bæði merkileg og
glæsileg segir hún þó ekki allt
um áhrif hennar í þjóðlífinu þá
ná langt út fvrir íélagsskap templ
ara. Það hefir oft verið sagt og
má heita alkunnugt að templara-
húsið í Reykjavík var um skeið
helzta samkomuhús höfuðstaðar-
ins.
Það er vitanlegt, að innan Regl-
unnar hófst leiklistarlíf til þroska
í Reykjavík, og þar liggja rætur.n
ar að Leikfélagi Reykjavíkur.
íþróttahreyfingin nærðist af
starfi templara. Glímufélagið Ár-
miann var t.d. angi, sem óx frá
einni stúkunni í Reykjavík.
iFramh. á 8. síðu
Á víðavangi
Fall vinstri stjórnarinnar
Forystugrein Ilags 7. þ. m.
fjallar um seinustu atburðí ;t
sviði stjórnniálmma. í uppliaft
segir svo:
„Þáttaskil hafa orðið í stjórn
málum landsins, ný stjórn tekin
við völdum og framundan hal-
röm átök í tvennum alþingi -
kosningum í sumar vegna
þeirra breýtinga á kjördæivi::-
! skipun laudsins, sem hin nýja
j stjórn Emils Jónssonar fo -
j sætisráðherra hefur boðað. Or-
svikirnar til stjórnarslitanna og
fráfarar vinstri stjórnarinnar
má fyrst og' freiiist rekja til
tveggja andstöðuflokka 'ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar, þar sei
voru íhaldssinwiðir Alþýðu-
flolcksmenn og Moskvukoinmún
istar. Þessir flokkar báðir sveigð
ust æ meira til andstöðu viffi
ríkisstjórnma og til samstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn Uiii aö
koma henni frá völdum.“
Dag'ur rekur síðan, að smiðs-
hög'gið ivrfi verið reki'ð á verk-
ið, er Alþýðusambandið hafnaði
að veita frest til að stöðva verð-
bólguna og Alþýðubandálagiffi
gérði hinar ómunhæfústu tillög
ur þingsins í efnahágsriialununi
að tillögum sínuni í ríkisstjórn-
inni. Við það varð stjórnin ó-
starfhæf og' ekki arinað fyrir
hana að gera en biðjast: lausn-
ar.
Olafi mistókst.
Dagur segir síðan:
„Eftir fall vinstri stjórnarinn
ar reyndi Ólafur Thors að íriýhda
stjórn með kommúriistuin, ' em
mistókst. 1 þeim tilmunum var
Sjálfstæðisflokkurinn neydduE
til að gefa út stefnu Síria í efna
hagsmálum og kom hún nlönn-
um undarlega fyrir sjónir. Meðal.
annars taldi liann nauðsynlegl,
að LÆKKA kaupið og þurftu.
sumir að lesa tvisvar, því a,ð síffi
an sá flokkur varð stjómarand-
stæðingur gekkst hann bæði
leynt og' ljóst fyrir kauphækkum
um, iét meira að segja flokks-
menn sína í hópi atvinnurekenda
bjóða kauphækkanir til aði'ögra
Iaunastéttunum.“
Samstarfi slitið_
Dagur ræðir síðan um stjórn-
arsamstarf Sjálfstæðisflokksins
og' Alþýðuflokksins. Hann segii
m.r.:
„Það vakti nokkra furðu og
enn fremur sársauka, að Alþýðu
flokkurinn skyldi á þann hátl
upphefja liið nána samstarf við
Framsóknarflokkinn, sem mynd
að var fyrir síðustu kosningar,
sérstaklega þar sem Framsókn-
armenn höfðu fylkt sér fastasl
uni frambjóðendur samstarfs-
flokksins eins og til dæniis héi
á Akureyri. Alþýðuflokkurinn
var svo illa kominn fyrir síðustu
kosning'ar, ,að það var öldungis
óvíst, að hann hefði komið
nokkrum manni á þing án hjálp
ar. Þessi fiokkur þykist nú þess
umkominn að stjórna Iandinu og
lætur sig ekki muna iim það að
boða breytta kjördæiraskipun til
að tryggja íhaldinu völd á kostn
a'ð Framsóknarflokksiris. Stéfna"
íhalds og krata er sú, að skérða
rétt hinna dreifðu byggða frá
því sem nú er og' þarf nokkur
brjóstheilindi til þessa tiltækis.
Má niikið vera ef landsfólkinu
líka þær fyrirætlanir hinnat
nýju ríkisstjórrnr og Sjálfstæðis
flokksins, að setja upp slíka ’ref-
skák einhverra reiknimeista a
pólitískra foringja í Reykjavík,
sem sumir hverjir eru berir að
því, að vita ekki einu sinni um
harðindi í heilum Inndshlútiiin,
samanber ummæli forsætisráð-
lierra.“
Kiördæmamáltð.
Að lokum segir Dagúr:
„Margir ókostir fylgja því að
skipta landinu í stór en fá kjör-
dæmi, svo sem nú er ætlað, og
vi'ðhafa hlutfnllskosningar. Sá
málflutningur, að með hlutfalls
kosningum í stónun kjördæriunri
náist hið æskilega jafnvægi og
(Framb á 8. siðuj