Tíminn - 13.01.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1959, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudagiim 13. jatíúav 1959. 9 er boðið til Creekdown. — í>á ferðu sem sagt méð þeim núna, sagði hún. — Já, þegar þið eruð lðgð af stað. — Eg vil gjarnan tala viö Sörii i einrúmi, sagði Júlla frænka. — Eg ætla að sýna henni gjöfina sem ég fékk frá prestshjónunum. Við Júlía gengum inn í stóf una þar sem allar gjafirnar voru. En ég vissi aö það var ekki vegna þeirra sein Júlia frænka hafði kallaö mig á eintal. — Líður þér vel Sara, ságði hún. — Já, svaraði ég. — Mér sýnist þú vera þreytuleg á svip. — Svona frænka. Það éf ó- þarfi að hafa áhyggjur af mér á brúðkaupsdegi þínum. Brúðkaupsferðina má ekki eyðilegga mín vegna. — Eg vildi óska að Diana og Jervis hefðu farið meö okk ur. — Hvers vegna gerðu þau það ekki? Hefur þú nokkl’a hugmynd um það? — Nei. Diana hefur ekki sagt niér neitt. Eg liélfc að hún væri hrifin af honum. Þau hafa verið mikið saman upp á síökastið og henni hefur fundizt félagsskapur hans skemmtilegur eöa það hélt ég að minnsta kosti. Eg var viss um að allt væri í lagi milli þeirra. — Er einhver annar í spil inu? spurði ég kvíðafull. — Eg veit það ekki. Hún minntist ekki einu orði á það við mig að hana langaöi til þess að fara til Creekdown, og ég býst varla við því að hún hafi boðið sér sjálf þang að. En hvers vegna skyldi hún ekki vera hjá okkur? Það er ekkert eðlilegra. — Eg vildi helzt af öllu að hún og Jervis hefðu farið með okkur. Júlía frænka var hrædd og 37 ég þekkti hana svo vel að ég gat lesið hugsanir hennar. Hún hafðl áreiðanlega heyrt fólk segja á æskuárum okkar Díönu: Sara er sæt, en . . . Og hún hafði áreiðanlega heyrt meira en ég. Hún hafði verið hrædd frá upphafi, végna þe'ss að hún hafði fylgzt með þessu ÖIlu frá byrj- un. Einu sinni-hélt hún að Dí- ana mundi komasfc upp á milli okkar Josslyns. Hún sagði ekk erfc um þetta en ég skildi hana. Hún leit hlýlega á mig: — Gættu þín vel á meöan ég ér að heiman. Það var allt og sumt sem hún hafði að segja. Díana var í mjög góðu skapi þegar við. héldum áleiðis til Creekdown. Hún sat í fram sætinu hjá Jósslyn. — Eg verð bíiveík ef ég sit í aftur sætinu útskýrði hún. Eg hlu'staði á hana tala. Hún talaði um það þegar þau Josslyn voru í Ástralíu og ég hugsaði um bréfin sem hún hafði skrifað mér áður en ég kynntist Josslyn. Nokkrár setningar dönsuðu fyrir aug- um minum. — Hvernig gat ég haldið að ég væri hrifin af Jervis! Þetta er allt annað . . ., Eg var viss um að Díana gæti verið jafn trygglynd og ég þrátt fyrir aö hún væri dálítið yfirborðs- kennd á köflum.' Við vorum þannig gérðar að þegar viö yrðum ástfangnar þá yrði það ekki nema einu sinni. Hún gat ekki elskað Jervis vegna þess að það væri bezta lausnin á vandamáli. Þegar hún sat við hlið Joss lyns virtist hún vera í essinu sinu. Hún var glaðlegri en húii hafði lengi verið. Eg vissi að henni þótti vænt um mig en hvaö var það borið saman við ást þá sem hún hafði á Josslyn? Þegar ég fylgdi Díönu upp á herbergið henriar, sagði ég: — Þá er þetta sem sagt búið nrilli þín og Jervis? | — Búið? sagði hún. — Það var aldrei neitt á milli okkar. — Hann elskar þig. Hún þagöi og ég hélt áfram: — Eg hugsaði . . . ég vonaði . . mér féll svo vel viö hann að .. — Þaö varö að vera ég sem elskaði hann, Sara. — Auövitað, en---------- — Hann kemur aftur hugsa ég. Hann fór aöeins í verzl unarerindum. — Það hefði verið svo gam an ef þið hefðuð getað farið með Jóa og Júlíu frænku. | — Gaman fyrir hvern? Fyr ir okkur eða þau? Gerirðu þér það ljóst að þetta er brúð- kaupsferðin þeirra? — Júlía frænka varð fyrir Vonbrigðum. — Það var tími til þess kom inn að hún hætti aö hugsa fyr ir aðra og færi að hugsa fyr ir sjálfa sig. Þetta var líka fráleit hugmynd. Hefurðu nokkurn tíma heyrt talað um fjórar manneskjur á brúð- kaupsferð? — Ertu hrifin af Jervis, Dí ana? — Mér fellur vel við hann. Eg kem til með að sakna hans og ég hlakka til þess að sjá hann aftur. Mig langaði til þess aö spyrja hana einnar spurning ar, en ég gat ekki gert þetta.! Þetta var eitt af því sem mað ur veröur að reyna að gleyma vegna þess að maður þorir ekki aö horfast í augu við það .... nákvæmlega sama sagan og með myridina á loftinu. — Jæja, sagði ég — þú kem ur niður til okkar þegar þú ert tilbúin. Eg fór inn i herbergi mitt og horfði á sjálfa mig í spegl- inum. Eg reyndi að koma auga á muninn sem var á okkur. Eg gat séð hið fagra andlit hennar í samanburði við mitt, sem var þreytulegt. Eg var farin að líta út eins og ég væri eldri en Díana. Það var ekki að undra þó Júlía frænka hefði spurt mig á- hyggjufull eftir því hvernig mér liði. Mér var þungt um harta- rætur og ég var afbrýðissöm vegna systur minnar. Það var á meöan Diana dvaldist hjá okkur að ég upp götvaði dag nokkurn að ég átti von á barni. Eg minntist ekkert á þetta fyrr en ég var viss um að grun ur minn væri réttur. Eg fór til læknisins einn morguninn og hann úrskuröaði að grunur minn væri á rökum reistur ... Þegar ég var á heimleiðinni þennan morgun fannst mér sem einhver dökkur skuggi skyggði á hamingju mína. Að sjálfsögðu gladdist ég yfir því að grunur minn hafði reynzt réttur. Eg hafði lengi þráð að eignast barn. Á fyrstu vikum hjónabands okkar, þeg ar ég fann að Josslyn gaf mér ekki þá ást sem ég þráði, hafði ég oft hugsaö sem svo að ef ég eignaðist barn þá mundum við nálgast hvort annað meira. Nú var ég ekki lengur svo viss um að svo mundi fara. Fittings og rör Svart og galvaniseraS, nýkomið. SIGHVATUR EINARSSON & CO, Skipholti 15. Símar 24133 og 24137. Húsgagnasmiðir Tilboö óskast í smíði á ca. 200 stólum í sam- komuhús. — Upplýsingar í síma 15564 á venju- legum skrifstofutíma. Ný varahlutaverzlun ® SffOOf) Sími 32881 BUBIN ver'Sur opnuft á morgun í hinu nýja buðar- og verkstæðishúsnæði voru við Kringlu- | mýrarveg. Nýkomið úrval varahluia í RAFKERFI H Skodabíla (m.a. startarar og felutir í þá). Fjölbreytilegar varahlutabirgðir væotan- || legar síðar í janúar. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Alúðarþakkir tii hinna mörgu, sem hafa sýnt okkvr asrmi-á vináttu við andiát og útför Stefáns og Péturs Hólm Cuð blessí ykkur Öli. Ingibjörg og Pétur Hóhn, Hrafnborg Guðnwndsdóttír, Sólveig Pétursdóttir. ftVAV.V.V.V.W/AWAW.VVi%WWAflNWWVVWi' $ s Hjartanlega akka ég öllum þeim, sem á margvisr ;* legan hátt vottuðu mér vináttu og sýndu mér sóma. :« á sjötugsafmæli mínu 8. þ. m. Þakka veglegt sam- I; í sæti, sem mér var haldið, margar rausnarlegar gjafír I; :■ og síðast en ekki sízt allar hinar hlýju kveðjur og í; :■ árnaðaróskir, bæði í skeytum og munnlega. f '.....' .............................| , ...........„ .... ....................1 Barnið mitt, hugsaöi ég. .v.v.v.vr.v.VAVAV.v.v.v.VAW.VAW.v.v'.w.wJ I; Hamingjan fylgi ykkur öllum. Bernharð Stéfánsson Happdrætti Háskóla fslands Ðregið verður á fimntludag, 15. þ.m. Hæstf vlnn ingurs Háif milljón krónur. Nýju númerln eru á þrotum Frestií því ekki aí kaupa miSa og endurnýja, á morgun getur þa'S verift of seint. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.