Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 5
SrMI N' N, föstudaginn 16. jaiiúar 1959. 5 Guðmundur G. Hagalín: Um Hrafnhettu 1. Ekki hálfþrítugur skrifa’öi Guð- inundur Daníelsson Bræðurna í Grashaga og fimm árum síðar Á bökkum Bolafljóts. Þessar skáld- sögur vitnuðu báðar um svo ríka stíl- og skóldgáfu, samfara óvenju legu andlegu fjöri og frumræn- . um þrótti, að flestum bókmennta snönnum, sem ekki voru haldnir austrænni blindu, virtist ljóst, að mikils mætti af höfundmum vænta, ef honum tækist að fella alla þessa kosti í farveg listræns aga. Slíkir menn munu við lest- ur Blindingsleiks hafa talið, að skáldinu hafi tekizt þetta, og svo er þá komin frá hendi Guðmund- ar Daníelssonar ný skáldsaga, Hrafnhetta, sem raunar á sér ekki þá víðtæku táknrænu við- aniðun, sem eykur mjög á áhrifa- vald Musteris óttans og Blindings leiks, en hins vegar er þó gædd miklum og mjög auðsæjum kost- um. Máishöfðun út af dauða Appol- onfu Schwartzkopf vakti að von- um ærna atbygli í hinu fámenna ®g fréttasnauða íslenzka þjóðfé- Jagi öndverðrar 13. a.dar. Ástir og morðgnmur 'hafá avallt komið miklu róti á hugi manna, og þarna voru aliar aðstæður þannig, að í fásinninu hér úti á íslandi hlutu þær að spenna hátt boga eftirvæntingar og æsifíknar, ráðs- kona og viðhald æðsta manns Jandsins voru sakborningar — og sjálfur var hann jafnvel halclinn meðsekur. Og allt fram á fyrstu tugi þessarar aldar lifðu sagnir um þetta sakamál í hugimi fróðra alþýðumanna, þar á meðal ýms- ar, sem ekki komu fram í vitna- leiðslum, að því er málsskjöl sýni, og í meira en öld þótti reimt eft'ir þá atkvæðakonu, sem Guð- mundur Daníelsson hefir nú valið uafnið Hrafnhetta. Enn mundi hið forna sakamál eiga sér að- dráttarafl, og svo mikil reisn og glæsileiki sem er yfir skáldsög- unni Hrafnhettu, þykir mér ekki ólíklegt, að með henni muni skáld auka mjög vinsældir sínar hjá folenzkri alþýðu. 2. Þó að manneðlið muni sjálfiv 6ér líkt á öllum öldum og vitað sé, að skáid, sem fjallað hafa um Íöngu liðna fortíð, og enn fremur ýmsir listrænir sagnaritarar allra tíma, hafi sjálfrátt og ósjálfrátt éneira og minna notað samtíðar- snenn sem fyrirmynd að persónu- ‘lýsingum sinum, verður skáld, sem notar söguefni frá liðnum öldum að bregða yfir skáldverk sitt blæ þeirrar aldar, sem um ©r vélt Sögusviðið, búningar fólksins, athafnir þess, framkoma, Ihugsunarháttur og málfar — allt þetta þarf skáldið að móta í sam ræmi við fáanlega vitneskju um hina 'liðnu öld og bregða yfir það samfelldum blæ. Ég er ekki sérfróður um aldar- hátt og aðstæðm- á fyrri hluta 18. aldar — sízt í Kaupinhöfn, en mér virðist auðsætt, að sá frá- bæri hæfileiki Guðmundar Daní- eíssonar, sem strax var mjög á- hrifaríkúr í fyrslu skáldsögu hans, að töfra þannig fram sögusviðið, áð lesandinn ekki aðc:ns sjái það, Jieldur 6vo sem finiii. ilm pess og andblæ í vil'um scr, njoa sin ekki til fulls i þeim liluta 'sög- wnnar, sem gerist í borginni við Éyrarsund, og skulu þó sumir kaflarnir undan teknir — svo eem sá, er gerist á Gamlatorgi og í Nýkirkjugarði. Guðmundur fer mjög hóflega í að fyrna frá- sogn sína, varpar aðeins yfir hana nokkrum hátíðleik, þegar hontim þykir það vænlegt til áhrifa, og blandar hana stundum orðum, eem nú eru Iítt eða ekki notuð, Íslenzkum og érlendum, og þykii* inér honum þarna vel farnast. Um orðfæri persónanna hefir það aukið á vanda skáldsins, að Btaðreyndir leggja honum til sögu £ólk af þrem þjóðernum — og er í báðum hópunum, þeim innlenda og erlenda, fólk mismunandi Stétta. Guðmundur hefir fyrnt GUÐMUNDUR DANÍELSSON mál persóna sinna á tvennan hát't, með því að fyrna orðaskipan og láta sögufólkið nota ýmis orð — og þá einkum erlend — sem nú eru ekki á tungu íslendinga, en hann hefir fundið í prentuðu og rituðti máli frá 18. öld. Og yfir- 'leitt lætur hann allt sögufólkið tala mjög svipað mál. Persónu- leg sérkenni, þjóðerni og stétt koma því lítt fram í orðfæri þess, nema helzt séra Þorleifs Arason- ar, sem auðsjáanlega hefir orðið skáldinu mjög hugslæður. Og stundum vill fyrnskan falla af orðfærinu og nútíðin glettast í leikinn, en við allt hið löngu liðna og það, sem þess er, er vandgert, og þrátt fyrir veilurnar er yfirlcitt hæfilega framandleg- ur blær yfir sögunni til þess að minnsta kosti leikmenn í 18. ald- ar fræðum njóti hennar. Og hvað sem líður fyrnskubltenum, er sííll Guðmundar ' litríkur, þróttmilkiir eða mjúkur, eftir því sem hæfir, og skáldlegt flug í myndum og líkingum. 3. Aðalpersóna sögunnar, hin fagra og sérkennilega Hrafnhetta, verður eftirminnileg persóna. Þar hefir höfundur sýnf okkur konu þeirrar tegundar, sem löngum hef ir orðið valdur meinlegra örlaga, konu, sem skortir hneigð og þegn skap til þjónustu og fórnar í þágu hins gróandi lífs, en ér gædd stál- settum vilja til héiltækrar og of- stækisfullrar einbeitingar að því marki, sem fordild, ástríða og af- brýði háfa helgað og hiilir upp í sólheitri og svalalausri drauma- veröld. i Hrafnhetta er .glæsileg, og glæsi léiki h'ennar er gæddur. framand- legum og heillandi þokka. Hún verðnr . sér snemma vitandi um vald. sitt yfir karlmönnum, og sú vitund kveikir henni metnað fram i yfir það, sem st'étt hennar og.önn ur aðstaða getur annars gefið henni vonir um — nema ævin- týrið fljúgi upp í fang henni. Og einmiti þetía verður, þá er Fuhr- mann, ungur, sjálégúr og prúður fyticmaðúr, sem nýtur voldugra hylli og mundi eiga -sér mikla og glæsta íramtíð, fellur fyrir töfr- um hennar og ncitir henni eigin- orði. Líkamleg svölun og uppfyli- ing djarfra vona veita henni irai hríð sæla nautn alls síns kven- leika, og þcgar hún svo aÖt í eir.u — með þoim hrollvekjandi hætti, sem ckki aðeins skelfir,. heldur ef til .vill eiin frokar full- nægir djúpstæðum hvölum í eðli. slíkrar konu — er svipt valdimr yfir elskhuga sínum og hin há- reist'a borg framtíðarinnar riðar ti! falls, bregður hún við af öilti sínu mikla skapi, studdú oi'ur- magni ástríðna og særðu .stolti og hituðu af eldi afbrýðínnar, og svo berst hún þá án afláts fyrir aö vinna á ný ástinann sinn; srð-, an til að fá hann dæmdan til að uppfylla hið dýrmæta heit, sem hann hefir gefið henni. Það tekst — og tvo þriöju launa sinna skal hann gr.eiða lienni til iífsframíær- is, me'ðan hann uppfyllir ekki heit sitt. Samt scm áður þrjózk- asf hann, enda íslenzkur auð'mað'- ur arfleitt hann að öllum eigum sínum, og hún kemst að raun um, að festarmaður hennar hefir á- kveðið, að íslandshaf skuli nú verða sér sú virkisgröf, sem dugi til varnar. En Hrafnhettu tekst að ná konungsfundi, og sjálfur ein- valdsgramur Dana skerst í málið og skipar Hólmskanpmanni að flytja hana út til íslands. Svo stígur hún þá á land, kona sigrihrósandi, heitkona æðsta vald hafa með þjóðinni þeirra, sem á íslandi eru — hefir í sínum hvítu og fögru höndum dómsúrskui-ð fyrir eignarrétti 'sínum á þessum virta og ötula valdamanni. Og þó að enn sé hann samur, raunar kurteis og IjúfUr, en óhagganlega bundinn þeirri meinloku sinni, að aldrei megi hann stíga yfir líkama hins deydda Jakobs upp í hjóna- rúm sitt og Hrafnhettu, þá er og Hrafnhetta söm við sig. Hvers hefir hún vænzt — og hvers væntir hún nú? Hefir lifað og lifir enn svo í kolum trúarinnar á töfra holds hennar, að hún trúi því, að takist henni að þvinga festarmann sinn til að ganga með sér að guðsaltari og síðan í hjóna rúmið, þá muni hinn raunveru- Iegi sigur ástarinnar falla henni. í skaut? Víst svo, víst svo, — j því að án þess sjálfsstrausts, án þess metnaðar, sem sú trú veitir henni, er slíkri konu lífið einskis virði, — hún er alls ekkert nema í krafti fegurðar sinnar og þess vitazgjafa unaðar, sem hold henn ar hefir reynzt hverjum þeim karlmanni, sem í hvílu hennar hefir stigið — og flestum virzt, sem hana hafa augum litið. Og þrátt fyrir Brokeyjarauðinn, sem 'gerir festarmanni hennar það auðvelt og létt, svo lítt sem sjálf-. ur peningurinn er honum dýrmæt- ur, að þráast við, er hún viss í sfnni sök. Hún á sér töfragrip,! sem mun að. lokum ljúka. upp fyrir henni Sesam hins mikla draums. Einvaldskóngur Dana- ! veldis hefir fleygt til hennar klút,: rauðum klút úr silki — með gulí. inni kórónu, og þennan dýrgrip geymir hún. Það er hvort tveggja, j að slíkum gjöfum fylgja ævaforn-j ir töfrar — sendu mér þetta, ef þér liggur-lífið á — töfrar, sem' flogiö hafa á klæði æ.vintýrisins inn í hug hvers barns, sem staðið. hefir og hlýtt á sö'gur ömnui eða: móður — og að Hrafnhetta veit, að hinn danski einvaldi þarf ekki annað en skipa, þá er því hlýtt,! enda treystir- hún því fyllilega, j að bréf, sem klúturinn fylgi, sent msð haustskipinu' til konungs, muni leiða af sér annað með vori og sól, og það færi henni upp- fylling hennar mikla draums ... En henni veitir heldur ekki af. þessari 'vissu. íslandsvistin verð- ur henni Jerið tómleg og þrúg- andi. Þetta er stórt land og strjál bý'lt, bert og þögult; — á stað- inn koma ekki tignir -gestir, sem gefi tækifæri til 'að sannfærast' um þokka og tÖfra, — þar eru engar veizlur haldnar, ■— og loks reynist hér ekkreimi sinni mögu- legt að heyja stríð, sem stæli og létti fargi biðarinnar af sálinni. Gegíi þeirri válegu hættu, sem þvlfylgir, að maddama Hólm hafi sfett sér að murka smátt og smátt lífið úr jómfrúnni mcð eitur- skömmtum', vcrður ekki stritt', og henni aðeins varizt með svo við- sjázverðum aðgerðum, að þær draga úr henni sjálfri dáð og mátt. Síðan er þá ekki annað en þrauka, unz hin mikla sól gleð- innar rennur yfir hrellda sál hennar ■— eins og vorsólin- yfir hið nakta og hretum hrjáða land. En $vo — þegar enn er myrkur vetur á . sjálfri þeirri stund, er 'sól vorsins -skyldi renna upp, þá hrynur hillingaborg draumsins, máist út eins og þegar ósýnilegir andar geimsins hleypa þokutjaldi fyrir ævirrtýrasvið sólarlagsins . Svo hverfur þá Hrafnhetta af sj'álfsdáðum af lífsins fyrirheita- rika en svikula leikvangi. Þeim, er þetta rilar, þykja með mestum snillibrag kaflarnir, sem fjaila urn -Hrafnhettu á Bessa- Bcekur ocj höfunbor* Skrudda Ragnars Ásgeirssonar Ut er komið fyrir nokkru II. ihefti af Skruddu Ragnars Ásgeirs- sonar. Fyrra heftið átti svo mikl- um vinsældum að fagna, að það seldist upp á skömmum tíma, og má búast við, ða svo verði einnig með þetta hefti, þvf Ragnar er með afbrigðum vinsæll rithöfund ur. En' það verður að segjast eins og er, að ólíkar bækur eru þetta á marga lund. Fátt er sameigin- legt með þeim annað en það, að hinn snjalli höfundur hefur tekið heftin bæði saman, og sýnir þetta vel, hversu honum er margt til lista lagt. I. hefti flytur bráð- skemmtilegan alþýðnfróðlcik, sem skráður er af vörum fólksins um land allt. En þetia nýja hefti er saga eins manns, sr. Páls, sem kallaður var skáldi, og var lang- afi höf. Hefur höf, augsjáanlega lagt gríðarlega mikía vinnu í bók þessa og aflað sér svo mikilla og víðtækra heimilda að furðu gegn ir, þar sem svo langt er um liðið, síðan sagan gerðist. Sagan er því gagnmqrkt heimildarrit um ævi séra Páls og aldarfar, þegai' hann var uppi. í fljótu hragði mætti ætla, að hér sé ékki um venjulegt skemmti rit að ræða, heldur einungis þurt fræðirit. En svo er ekki. Höf. hef ur 'haft 'lag á því, að gera söguna 'bráðskemmtilega, m. a. með því að dreifa kveðskap sr. Páls innan um al'la söguna. Sagan hefði órðið þurrari, ef ævisagan hefði verið skráð sér, og kveðskapurinn á eft ir, eins og oftast er gjört. En í bókinni, sem' er 267 bls. eru á sjöunda hundrað vísur og erinflÞ og er flest eftir séra Pál. Ef kveg’ skapur þessi er borinn saman viö’ annan samtímakveðskap, verður að álíta, að séra Páll hafi veriö’ hreinn snillingur í íþrótt sinni, og vafalaust kraftaskáld. Ekki máttí seinna vera, að safna þessu samar. og birta. Ekki veit ég hvort það ei missýning hjá mér, en ég fæ ekkL betur séð, en að þeir Bjarni Thor arensen og séra Páll hafi veri’ö’ eitthvað andlega skyldir í skáld skap sínum. Gæti það ekki hugs: azt, að Bjarni hafi orðið fyrir sterl:. um áhrifum frá séra Páli, er þeir voru ungir saman að HlíðarendaV En Páll var 6 árum eldri og vitanlega þroskaðri og talandí skáld. Þá er og’ í bókinni sagt frá börr.. um séra Páls, og er það langjnerki legast, sem þarna er skráð um Guö’ rúnu yngri dóttur hans, sem senn lega hefur verið síðasta krafta' skáld á íslandi, sem sögur fart. af. En þó er ekki fyrir það aö’ synja, að hugsanlegt sé, að kraftr skáld hafi verið til síðan og éru. kannske til enn, þó lítið láti yfir sér, og nái ekki kyngimagni Guc rúnar Pálsdóttur. — Viða kemsí: höf. verulega skemmtilega aö orði í bókinni, og mætti einkuiij. benda á ummæli 'hans um jóií. Sigurðsson forseta á bls. 201. Béí; ur var ekki hægt að segja það sem segja þurfti, undir þessur.. kringumstæðum. Þökk sé höf. fyrir bókina. Benjainín Sigvaldason. stöðum, þar sem hver dagur ber í skauti sér ugg þess, sem koma skal. Mjög eðlilega lætur skáldið tilviijunina sá fræi gfunsemd- anna í hug Hrafnhettu og um leið vekja í brjósti maddömu Hólm hugmyndina um háskalegt píningartæki, og með ágætum er lýsing hans á því, hvernig grun- urinn nær smátt og smátt vax- andi og aídrifarikum tökum á Hrafnhettu. Hlutverk hænuunar í harmleiknum — hvort mundi á margra færi að lýsa þvi svo sem þarna er gert, þar scm hvoi'líi verður við það neitf hlálegt né andkannalegt? Og ekki mundi skáldihu takast betur annars stað ari í sögunni að láta lesandann. fá lifandi tilfinningu fyrir töfrum Hrafnhettu, en þar sem þeir spegl ast í samfundum hennar hér á íslandi við Þorleif Arason, fóg- etann og hinn unga landa heunar, trésmiðinn. Frásögnin af honum, þá er hann tekur mál af Hrafn- hettu á Iíkbörunum, mundi vart líða lesandanum lir minni.... 4. Lýsingu skáldsins á Hrafnhettu og örlögum hennar hafa nú verið gerð nokkur skil. Við a’ðrar per- sónur sögunnar hefir skáldið að vonum lagt minní rækt; en þó gæðast þær allar lífi og sérkenn- um. Fuhrmann amtmanni er lýst í fullu samræmi við þann dóm, sem sagan hefir um hann fellt. Hann verður geðþekkur, en ekki sérlega tilkomumikiil í höndum skáldsins. Sumum miuidi ef til vill virðast með ólikindum, hve svo jafnvægur heiðursmaður fell- ur fljótt fyrir töirnm Hrafnhettu, en þar mundi skáldið getspakt um hið sanna. Þannig eða alls ekki hlaut hann að hafa komizt á, vald þessari konu. Ef hún hefði ekki gagntekið hanu svo strax, að hugur hans hefði orðið alelda og skynsemi og hneigð til íhugunar orðið að hörfa, hefði slí’kur mað- ur aldrei lotið töfrmn hennar. En þess mundu mýmörg dæmin, að galdur kvenlegrar fegurðar og ástriðumagns hefir unnið fræg- an skyndisigu'i* á karlmönnum með alvæpni góðs uppeldis, mikillar og traustrai* sjálfsvirðingar og fastra lífsáforma ... Þorleifur Aruson cr sá karlmaður i bókinni, sem vekur mestan áhuga lesana- ans. Hann er gáfaður og í raun inni þróttmikill og viljasterkui — en að öðrum þræði dreymiim og tilíinningaríkur sveimhugi drengur góður, en þó óprúttinn, ef því er að skipta og ofurseldur „freistarans spilverki“ annað veifið — yfir persónunni eitthvað dulrammt, stórbrotið, en þó. við- kvæmt, brolhætt, maður, seni getað hefði orðið mikilmenni. á valdi stórrar og göfugrar hug- sjónar. En trúlega hafa veigar Bakkusar, teygaðar í minningu Hrafnhettu, orðið honum fertug- um að aldurtila í Markarfljóti. 5. Að lokum: Guðmundur Daníelsson er mao ur ekki fimmtugur. Hann er gædd- ur mikilli starfsorku og eyðir ekki tírna sínum í götuslangur og sjoppuræður um verðleika sína og væntanleg afrek, og hann hefir að baki sér langt og erfítt stríð við óstýriláta hugkvæmni, marg- vísleg áhrif, sem andlegur næm- leiki hans hefir yfir hann steypt frá heimi anda og efnis — og það mikla fjör, sem hefir oft krafizt þeysingsspretta, þegar bet- ur hentaði hægar farið og á vald- ari kostum. Svo mundi hann þá enn eiga óskrifuð sín mestu skáldverk, þar sem. íhygli hans og innsý'n njóti sín í vaxandi mæli, samfara skyggni hans á víðerni forlíðar og samtíðar, næmleika hans, þrótti og hugmyndallugi, skáld- verlc, sem vegi þungt sem list- ræn smíð og einnig megi verða þung á metunum sem menning- arleg seglfesta þeirrar gömlu og þrautreyndu þjóðarskútu, sem lengst undir blökkum vaðmáls- voöum hefir margt ísasundið smogið og margan þraut'aboðann hálsað, hlotið réttu stóra og löng hafrek, án þess að kastast af kili eða oft ’lítt hlíf'uð og tíðum lang- svelt áhöfn yrði reikul um höf- uðstefnu, en nú hefir um hríð látið reka fyrir kastvindum, undir háseglum af silki, með málóða tunglspeþinga og vílmögu í lyft• Lngu, en á þiljum fríðan hóp og vasklegan, . en villlan um áttir og varbúinn til úrræða, ef í baksegi slægi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.