Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 8
T í MIN N, föstudaginn 16 janúar 1059, Minningarorð: Séra Jón Brandsson, prófastur Aukin framleiðsla f'Tamlialo <u o uftuj. haldsmenn hafá síðan afnumið þjóðnýtingu þeirra að mestu. Canada-Iceland Foundation i Framhaid ar 4. r,fðu' í dag fer fram útför s6ra Jóns Brandssonar frá Kollafjarðarnesi, fyrrum' prófests í Strandaprófasts- dæmi og prests í Tröllatungu- prestakalli. Séra Jón var fæddur 24. marz 1875 og því langt kominn á 84. aldursár. Foreldrar hans voru ■séra Brandur Tómasson prestur að Prestsbakka í Hrútafirði, síðar að Ásum f Skaftártungu og síðari konu hans Valgerðar Jónsdóttur frá Skriðnesenni í Bitrufirðí. Séra Brandur var talinn valmenni og ágætur prestur, en féll í valinn snemma. Stóð þá frú Valgerður uppl með börn þeirra ung og flutt ist þá vestur til átthaga sinna og skyldfólks á Ströndum norður. Stuttu eftir að frú Valgerður flutti norður, hóf Jón sonur hennar nám hjá séra Arnóri Árnasyni á Felli í Kollafirði var hann þar sam- tíma Ara Amalds síðar sýslu- manni, fór Jón síðan til náms í Menntaskólann og lauk þaðan stödentsprófi. Hann brautskráðist sem guðfræðingur árið 1903 og vaT vígður til Ti'öllatungupresta- kalls 1904. Á námsbraut sinní varð séra Jón að spila að mestu upp á eigin spýtur, nema það sem móðir hans gat miðlað honum af eftir launum sínum, en þar var ekki af miklu að taka. En hin hiklausa barátta og viljafesta til að ná settu marki, gerði honum leiðina faera. Fjögur fyrstu prestskaparár sín átti sérá Jón heima á Broddanesi en árið 1908 fluttist ihann að Kolla íjarðarnesi og bjó þar síðan, þar til hann lét af prestskap og flutti til Reykjavíkur árið 1954. Um það leyti sean séra Jón flutti að Kolla fjarðamesi var búið að gera þá jörð að prestsetri. Áður höfðu kirkjur í Tröflatunguprestakalli verið tvær. Önnur að Felli , Kolla firði, hin að Tröllatungu. Séra Jón bei'tti sér mjög fyrir samein ingu kirknanna, og enda þótt það kæmi nokkuð við eldra fólk, fyrst í stað, sem ekki vildi missa kirkju sína, og staðið hafði um aldaraðir og orðin var helgidómur kynslóð- anma þá mun af flestum viður- kennt í dag að 'hér hafi veríð vel ráðið. Kirkjan á Kollafjarðaxnesi sómir sér vel. Hún stendur nær miðsvæðis í hinu gamla Trölla- tuiiguprestakalli í staðarlegu og fögru umhverfi. Árið 1908 giftist séra Jón Guðnýju Magnúsdóttur Érá Miðhúsum í Hrútafirði Jóns sonar frá Skálholtsvfk. Þau áttu saman 9 böm og eru 8 þeirra á lífl, auk þess ólu þau upp eina fósturdóttur, Vigdísi Runólfsdótt wr. Bðm þeirra frú Guðnýjar og séra Jóns eru: Ragnheiður, bú- sett í Reykjavík, Hjálmar búsett nr á Akranesi, Brandur skólastj. í Eeykjavík, Magnús söngkenn- iarl á Akranesi. Matthías íþrótta kennari á Akranesi, Valgerður bú sett í Kópavogskaupstað. Guð- ibjih-g húsfreyja að Síór-Holti £ Dalasýslu og Sigurður bóndi að FeLii í Kollafirði. Séra Jón var skipaður prófastur í Strandaprófastdæmi 1921. Hon- um. voru og falin mörg trúnaðar- störf fyrir hérað sitt, meðal ann arra sæti i sýslunefnd og fast- eignamatsnefnd. Búskap hóf hann við lítil efni og munu námsskuld ir fcafa skapað faonum nokkra örðugleika í upphafi. Eftir að börn in komust til þroska réttist hagur þeirra hjóna. Börnin voru öll vel gefln og mannvænleg og fjölslcyld an öll samhent um allt það er verða mátti til gagns heimilinu. Sjálfur gekk prófastur að störf- um með fólki sínu, og hans háttur var sá að meta menn eftir því favernig þeir unnu en ekki hvað þeir unnu. Þó oft væri annasamt á hinu stóra og margmenna heimili pró- fastshjónanna, þá var þó aldrei svo að ekki ynnist tími til að ,,taka lagið“. Hjónin höfðu bæði jyidi af söng og ágætar raddir, þessa gáfu erfðu foörnin í ríkum mæli, munu það ótaldar yndis- stundir, þegar fojartar raddir barn anna samstilltu hinum fögru þjálf ttðu rödum foreldranna. Ung tömdu þörnin sér að leika á hljóð fairi t. d. var Magnús farinn að leika á orgelið við messugjörð í Kollafjarðai'neskirkju 12 ára gam all. Yfir öllum prestsverkum séra Jóns var virðúlegur helgiblær, sérstaklega allri þjónustu hans fyrir altari þar naut sín svo vel hans fagra rödd. Sérstaklega var og á orði haft hversu vel honum sagðist við ýms tækifæri, og það engu síður þótt almenningi virt ist í fljótu foragði að fátt yrði sagt. Vel mundi hann æsku sina og þá örðugleika sem þá var við að stríða, taldi hann það jafnan hverjum manni til kosta að hafa í heiðri hinar fornu dyggðir spaf semi og hóflæti í kröfum. Nónustu kynni mín af Jóni Brandssyni hóf ust þegar hann þjónaði Staðar- prestakalli í Steingrímsfirði, en það gjörði hann tvívegis er þar var prestlaust. Kom hann þá oft tii messugjörða að Kaldrananesi og dvaldi á heimili minu, tók börn til fermingar og vann fleiri prests- verk — meðal annarra, fermdi hann foáða syni mína og skú'ði alla þrá syni eldri sonar míns. Verður mér og minni fjölskyldu því jafn an hugljúft að minnast verka faans. Eftir því sem kynni mín og séra Jóns uxu, þá fann ég glöggt hve ríkt það var í eðli hans að vilja rétta hlut þess seni lítilla kosta átti völ, og liirti hann þá litt um þó að hann yrði að fói'Aa eiginhagsmunum til að geta gjört hlut skjólstæðingsins foetri, og fór það jafnan svo að flest mál sótti hann til sigurs. Eftir að foann lét af prestsskap og flutti híngað til Reykjavíkur gerði hann sér mjög far um að leita uppi það fólk sem var einmana og um komulítið, og þá sérstaklega það fólk sem hann hafði áður haft einhver kynni af. Gekk hann til þessa fólks og dvaldi hjá því stutta stund, ræddi við það um þau hugð arefni sem. hann íann að því stóðu næst. Er það oft svo, að ekki þarf neana mokkur orð af góðum hug sögð, til þess að foregða birtu inn í myrka tilveru þeirra sem foágt eiga og settir foafa verið til liliðar í önn og umsvifum iífsins. En þetta göfuga starf gat hann þvl miður ekki innt af höndum svo lengi sem ihugur hans kaus og aðr ir hefðu óskað. Nú um árafoil •þjáðist hann af sjúkdómi svo hann mátti þess vegna dvelja lang- dvölum á sjúkrahúsi. En þrátt fyr ir þessa sjúkdómaraun var hann ávallt glaður og reifur, fylgdist vel með öllu því sem við foar í önn foins daglega lífs og virtist flestum sem til hans komu ólíkt því að þeir sætu þar við sjiíkrafoeð Það hefur verið fojart yfir ævi séra Jóns Brandssonar, og hefur margt þar til foorið, mun hlutur konu hans frú Guðnýjar verða þar stór. Móðurhlutverkið rækti hún svo sem bezt má verða, og munu börn þeixra hjóna kunna að meta sinn móðurarf. — Ef ef til vill hefur þó mest á mannkosti hcnnar reynt nú hin síðustu ár, þegar hún var hinum sjúka manni Ijósengill hins líðandi dags. Síðan þau hjón fluttu til Reykja víkur hafa þau dvalið á heimili dóttur sinnar frú Ragnheiðar en hún er gift Skeggja Samúelssyni járnsm. frá Miðdalsgröf í Stranda- sýslu. Hafa þau hjón véitt hlýtt skjól þessum aldurhnignu ást- vinum sínum. Þótt séra Jón Brandsson væri nokkur málafylgjumaður og léti lítt hlut sinn aflaði hann sér vin sælda og virðingar almennings, svo sem bezt má að þvi sjá, að þegar hann hafði náð hámarks- aldri opinfoerra emfoættismanna, varð foann við eíndreginni áskor un safnaðar síns um það að þjóna svo lengi sem starfsorka hans leyfði. Hér er því góður maður geng- inn, maður sem fór út meðal fólks ins, mat sjálfur og vildi kenna öðr um að meta meira mannkosti enn „stétt og stand“. Spor hans lágu oft til minnstu bræðranna. Hann mun því eiga heimvon góða eftir því fyrirheiti, sem sá gaf, er hann var vígður til að þjóna. Matthías Helgason. ^ Tíðavangi Framh. af 7. síðu. jöfnun launa, í því að hafa hemil á dýrtíð, og í því að gera sitt til að lialda upp stöðugri at- vinnu, en nokkur önnur ríkis- stjórn, sem á undan henni hefur setið í þessu laudi. Að sjálf- sögðu nýtur svo Sjálfslæðisflokk urinn óskoraðs tnausts Brynjólfs- Einars-klíkunnar í Sósíalista- flokknum til hvers konar skað- semdarverka í sambandi við kjör dæmamálið, því hennar eirwsta lífsvon er við það tengd, að lialda uppi sem mestri ringul- reið, öryggisleysi og eymtl. Hlutfallskosningar eins og þær, sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða nánar sagt foringjaklíka lrans, berst nú fyrir, hefur hvergi gefizt vel, alls staðar illa. Þær eru af honum fram bornar ein- göngu til þess áð efla og auka Reykjavíkurvald ílwldsins og til þess að lama hina dreifðu byggð og gera hlut hennar minni. Hlut- faliskosningar eru æskilegur jarðvegur fyrir aukna flokkasMp an, flokkadrætti og festuleysi í stjórnmálum og er því fuilkom- in ástæða fyrir okkur fslendinga að bægja slíku skipulagi frá dyr- um, og það mun þjóðin áreiðan- lega gem.“ Athugasemd (Framhald af 7. síðu). minn stað, sbr. og fordæmi það, sem áður er nefnt. En ekki bar mér að hlutast til um eftirmann, og ekki var það Framsóknarflokks- ins að sjá um slíkt, þar sem ég víu' stjórnskipaður án tilnefningar. Ég býst við, að samkvæmt almennum reglum hefði formaður nefndar- innar átt að eiga að því frum- kvæði, að nefndin væri fullskipuð. Annars hélt nefndni fundi efitr að ég fór þaðan, svo að sýnilegt er, að brottför mín hefur eigi staðið í vegi fyrir nefndarstörfum . Iíver, sem vill, má lá mér af- sögn mína, en ég foefi folátt áfram ekki geð í mér að sitja árum .sam- an aðgerðalaus í nefndum. Og ég held að það sé fremur ámælisvert að hanga í nefnd um 12 ára skeið án þess að nokkur árangur þar af sé sýnilegur. 'Skal þó viðurkennt, að erfitt er að áfeilast þá, er þar sitja I umboöi flokka sinna. Ég held að nefndarmenn ættu nú að gera eitt af tvennu, að segja af sér eða að fara eitthvað að starfa. Hlutieysi MiS-Evrópu og Miðausturlönd í utanríkismálum, leggur verka- roannaflokkurinn til að reynt verði að draga úr spennu á þfem- ur helztu viðsjársv'æðunum. Lagt er til að í Mið-Evrópu verði komið upp hlullausu belti er nái yfir allt Þýzkaland, Pól- land, Tékkóslóvakíu og Ungverja land. Á þessu svæði skal dregið úr vígbúnaði, banna kjarnorku- vopn og flvtja allar erlendar her- sveitir á brott, en stórveldin skulu ábyrgjast frelsi og öryggi ríkjanna. Verkamannaflokkurinn vill að haldinn verði viðræðufundur stór veldanna til að fjalla um mál Miðausturlanda, koma þar á hlut- leysi og draga þau út úr kalda stríðinu. Sameinuðu þjóðirnar skuli ábyrgjast landamæri allra ríkja þar um slóðir, þar á meðal ísrael. Setja ber á laggirnar efnahagsráð Miðausturlanda sem skal berjast gegn fátæktinni og tryggi réttlátari skiptingu olíu- gróðans. Verkamannaflokkurinn vill vinna að samkomulagi ísraels og Arabaríkjanna, sem hafi í för _með sér að Arabar viðurkenni ísrael og lausn flóttamannavanda- málsins. Olíuinnflutning frá Miðaustur- löndum til Stóra-Bretlands á að- eins að tryggja á viðskiptagrund velli en ekki með pólitískri kúg- un eða hótunum, og verkamanna- flokkurinn vill binda endi á allar tilraunir Breta til að halda uppi spilltum ríkisstjórnum í þessum löndum gegn vilja þjóðanna s'jálfra. SameinuSu þjcðirnar stjórni Formósu Verkamannaflokkurinn telur að nauðsynlegt sé að stjórn komm únista í Kína fái sæti í Samein- uðu þjóðunum. Flokkurinn telur að stjórn Formósu beri að láta strandeyjarnar Quemoy og Matsu af hendi við stjórn Kína. For- mósa á sjálf að lúta stjórn Sam- einuðu þjóðanna þar til íbúarnir sjálfir geta tekið ákvöfðun um framtíð sína án nokkurrar íhlut unar annarra. Verkamannaflokkurinn vill að alls' staðar þar sem unnt er verði örvuð þróun nýlendna til sjálf- stæðra ríkja þar sem allir. eru jafnir að lögum. Þess vegna get- ur verkamannaflokkurinn ekki fylgt því að brezka stjórnin fái ríkisstjórnum í Mið- og Austur Afríku öll völd þar í hendur fyrr en þessar stjórnir hafa veltt þjóð unum full lýðræðisleg réttindi. Hið fyrsta sem stjörn verka- mannaflokksins mundi.gera til að vinna að afvopnun í öllum heimá er að leggja iður allar kjarnorku- tilraunir Breta án tillits til þess, hvað önnur stórveldi gora. Kennsla í þýzku, ensku, frönsku, sænsku, dönsku og bókfærslu. Tilsögn fyrii' skólafólk. Harry Vilhelmsson Kjarlansgötu 5 — Sími 15996 (aðeins milli kl. 6 og 8 síðd.) Bréfaskriftir og þýðingar. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5. — Sími 15996. (Aðeins kl. 6—8 síðdegis.) Acadia háskólans, Wolfville, N.S. Hon. J. T. Thorson, forseti fjár- munaréttarins í Kanada, Ot'tawa. Dr. T. Thorvaldson, Saskatoon. Fred R. Emerson, Q.C., St. Johns, Nfld. E, Embættismenn fulltrúaráðs: . Forseti: W. J. Lindal dómari 788 Wolseiey Avenue, Wmnipeg. Varaforseti: D.r. P. H. T. Thor- lakson, M.D., LLD., yfirlæknir, Winnipeg Clinic. Ritari: Stefan Hansen, F.S.A., deildarstjóri, Great-West Life, Winnipeg. Féhirðir: Grettir Eggertsson, BjSc., E.E., rafmagnsverkfræðmg- ur, 78 Ash. St, Winnipeg. Bréfritari: Kristján Thorstein- son, fulltrúi, Manitoba Co-opéra- tives, Brandon, Manitoba. F. Framkvæmdaráð er skipað emfoættismönmim og eftirtöldum meðlimum filltrúaráðs: I. Gilbert Amason, Ph.D., skóla- stjóri,, Winnipeg. Aimi Eggerton, lögfræðingur, Winnipeg. ’ Grettir L. Johannson, ræðismaður íslands og Danmerkur, Wmnipcg. Dr. Gestur Kristjánssön, M.D., læknir, Winnipeg. . Séra P. M. Pétursson, varafor- seti Þjöðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Wmnipeg. ísIand-Kanada-ráð. Á íslandi foefir verið gengizt fyrir félagsstofnun, sem nefhist ísiand-Kanada-ráð. Starfar það á svipuðum grundvelli og Canada- Iceland Foundation. EftirtaMir menn eiga þar sæti: Haligrímur F. Hallgrímsson, ræðismaður Kanada á íslandi. Vilhjálmur Þór, foankastjóri. Próf. Þorkell Jóhannesson, rekt- or Háskóla íslands. Ásmundur Guðmundsson, bisk- up íslands. Gylfi Þ. Gisl-ason, menntamála- ráðherra. Guðmundur í. Guðmundsson, 'ut- anríkisráðherra. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri Reykjavikur. Bjarni Benediktsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Sigurður Nordal, 'fyrrum amb- assador íslands í Kaupma'nnahöfn. Sigurður Sigurðsson, bdrkl'aj-fir- læknir. Guðmundur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjórt Eimskipafélags :ís- lands. Þrír hinir fyrst nefndu eru í stjórnarnefnd, en forsæti skipar HaHgrimur F. Hallgrímsson. Fýrst um sinn nron aðalverkefni ráðsins verða í því fólgið að láta: í • té stuðning og leiðbeiningar varð- andi umsóknir frá tslandi um námsstyrki þá, sem Canada Coun- cil hefir auglýst samkvxmt grein nr. 8 i reglugerð þeirrar stofnunar. Lokaorð. Nú hefir i megindráttum verið gerð grein fyrir stofnun Canada- Iceland Foundation og höfuð- markmiðum félagsins. Hugmynd ina að stofnun þess átti Walter J. Líndal dómari, sem skipar for- sæti innan samtakanna. Hann hef- ir að verulegu leyti haft veg og vanda af þyi að koma málum vor- um í núverandi horf. Um skipii- lagningar- og framkvæmdaatriði ýmiss konar, hefir dómarinn notið stuðnings og hollráða þeirra man-na, scm nú eru skráðir stofn- endtir félagsins. Inntöku nýrra meðlima lýkur eigi, fyrr en félag vort.hefir verið formlega skrásett og viðurkennt samkvæmt kanad- ískum lögum. Kverjum þeim er heimilt • að ganga í félagið, sem vill Ijá mál- efnum þess stuðning og gerast virkur þát'ttakandi í störfum þess. Vdferð samtaka okkar er algjör- lega undir því komin, hvérsu margir leggja hér hönd á plóginn og hversu samhuga menn verða í vcrki. Umsóknum nýrra félagsmanna verður veitt móttaka af féhirðl Canada-Iceland Foundation, Gretti Eggertson, 78 Ash Street, Winni- peg 9, Manitoba.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.