Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, föstudaginn 16. jauúar 135? Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu vi3 Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18302, 18 303, 18 804. (skrifstofur, ritstjórnin og bla5amenn> Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Snni eftir kl. 18: 13948 Kauplækkunin fyrirhugaða í RÆÐIJ þeirri, sem Emll Jónsson forssetisráðherra hétt I útvarpið á gamlárs- kvöid, skýrði hann frá því, að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir 5—6% kauplækkun. Hann boðaði þá, að frum- varp um þetta efni yrði strax lagt fram á Alþingi, er það kæmi saman eftir áramótin. Þetta frumvarp hefur þó ekki veriö lagt fram enn og mun mestu valda um það samningaþóf milli stjórnar- flokkanna. Sjálfstæðisflokk urínn vildi heldur í fyrstu að farin yrði sú leið að lækka grunnkaupið beint, enda tal- iö það getað skapað heppi- legt fordæmi síðar meir. Al- þýðuflokkurinn mun hins vegar hafa heldur hallazt að því að færa niður visitöluna, eins og ráðherrar Framsókn arflokksins lögðu til á sín- um tíma í ríkisstjórnínni. Við nánari athugun mun Sjálf- stæðisflokkurinn hafa fall- izt á þetta vegna þeirrar for- sendu, að ef grunnkaupið væri lækkað um 6%, minnti það of mikið á það, að verið væri að taka til baka þá grunnkaupshækkun, sem flokkurinn knúði fram síð- astl. sumar, ásamt stjórnar- andstæðingunum í Alþýðu- flokknum og Alþýðubanda- laginu. Niðurstaðan mun því verða sú, að lagt verður fram innan tíðar frumvarp frá stjórnarflokkunum um 10 stiga lækkun vísitölunnar. Sennilega væri búið að leggja það fram, ef stjórnin vildi ekki freista áður að ná sam- komulagi um sjómannasamn ingana. Ýmis sjómannafélög hafa nefnilega sett fram þá kröfu, að sú launalækkun, sem hér væri fyrirhuguð, væri ekki látin ná til sjó- manna. Ef á það væri fallizt, myndu vitanlega aðrir gera kröfu um hið sama og um- rædd lagasetning brátt reyn ast markleysa. Eins og áður er sagt, mun svo verða nokkur kauplækk- un vegna hinna auknu niður greiðslna, er ákveðnar voru um áramótin. Alls mun út- borgað kaup launþega lækka við umræddar ráðstafanir um 13—14%, en raunveruleg kauplækkun verða 9—10%, þegar tillit er tekiö til verð- lækkunarinnar vegna nýju niðurgreiðslnanna. ÞAÐ, sem hér er raun- verulega að gerast, er það, að flokkar þeir, sem stóðu að grunnkaupshækkununum á síðastl. sumri, ásamt Moskvu deild Sósíalistaflokksins, eru að taka þær aftur af laun- þegum, og verður því út af fyrir sig ekki hallmælt, fyrst það er nauðsynlegt til að tryggja rekstur atvinnuveg- anna. Þó er hér þó tekið öllu meira en það, sem grunn- kaupshækkanirnar námu, en þær voru yfirleitt frá 6—9%. Þetta er þó ekki nema hið vanalega, því að verðbólgu- hítin hefur oftast étið kaup- hækkanirnar upp og meira tu. Þá er það einnig að at- huga, að grunnkaupshækk- unin í sumar hefur þegar or- sakað hækkun á verðlagi og þjónustu, sem erfitt mun reynast að kippa aftur til baka. Þannig hefur verzlun- arálagning verið hækkuð vegna hennar, verðlag í veit- ingahúsum, ýmis konar far- gjöld ö.s.frv. Hætt er við að núv. ríkisstjórn geri litlar eða engar raunhæfar ráðstaf anir til þess að lækka þetta aftur til samræmis við kaup- lækkunina, enda i ýmsum til fellum illmögulegt. Launþeg ar verða þvi af þessum ástæð' um mun verr settir vegna þess að grunnkaupshækkan irnar áttu sér stað á síðastl. sumri. Hún er nú tekin af þeim aftur og meira til, og auk þess munu haldast á- fram ýrnsar verðhækkanir er orðið hafa vegna hennar, og erfitt er eða útilokað að fella niður aftur. ÞEGAR þetta er athug- að, kemur það vissulega í ljós, að þeir svokallaðir verkalýðsforingjar sem stóðu fyrir grunnkaupshækkunun um á síðastl. sumri, eins og Guðjón Sigurðsson, Guðni Árnason, Jón Sigurðsson, Eggert Þorsteinsson, Óskar Hallgrímsson og Snorri Jóns son, hafa unnið launþegun- um illt og óþarft verk. Þess- ir menn flestir reyna nú að vísu að bæta fyrir ráð sitt með því að hjálpa til að taka þessa grunnkaupshækkun af launþegunum aftur, en hag- ur launþega verður samt af þessum ástæðum verri eftir en áður, eins og sagt er hér að framan. Bezt hefði laun- þegunum verið að þessi grunnkaupshækkun hefði aldrei átt sér stað. Þeim mun verra er verk þessara manna, þegar þess er gætt, að þeir vissu vel hvað þeir voru hér að gera, þ.e. þeir vissu, að þeir stóðu fyrir kauphækkunum, sem vitanlegt var, að atvinnuveg irnir gátu ekki risið undir og yrði því að taka aftur af launþegum með einum eða öðrum hætti. Þeir vissu því, að þeir voru að gera laun- þegunum meira ógagn en gagn með þessu háttalagi sínu. Þessi vitneskja réð þó ekki gerðum þeirra, heldur pólitískt ofstæki, þar sem ætla mátti að kaupskrúfan myndi valda þáv. ríkisstjórn erfiðleikum. Það má segja, að þessi verknaður hefni sín nú ræki lega, þegar þessir menn, margir hverjir, verða nú að standa að því að fella niður þá kauphækkun, er þeir börðust mest fyrir síðastl. sumar og hældust þá mest yfir. En fyrir launþegana á þetta að vera- lærdómsrík aðvörun um að vara sig í framtíðinni á falsspámönn- um. Kosningar fara í hönd í Bretlandi, viðbúnaður flokkanna þegar hafinn í maí 1960 eiga næstu venjulegar kosningar að fara fram í Bretlandi. Ekki er þó talið óliklegt að Mac- millan forsœtisráðherra rjúfi þing og stofni til kosn- inga fyrr, og gætu þær jafn- vel farið fram þegar í vor. Flokkarnir eru þegar teknir að búast til bardagans. Eft- irfarandi grein um kosninga viðbúnað brezka verka- mannaflokksins er eftir Denis Heatey sem er þing- maður flokksins og náinn samstarfsmaður Gaitskells, formanns hans. Kosningar eru ekki jafn tíðar í Stóra-Bretlandi og í Bandaríkjun- um, en kosningarnar varpa skugga sínum jafn langt fram fyrir sig í báðum, löndunum. Ganga má að því visu að Macmillan forsætis- ráðherra muni ef.na til kosninga áður en tólf mánuðLr eru liðnir, og þessar væntanlegu kosningar ráða nú mestu um framkomu bæði stjórnar og stjórnarandstæð inga. ( Lítill áhugi á s*jórnmálum Macmillan hefir sagt að hann muni ekki efna til kosninga í vet ur, en honum er frjálst að gera það þegar eftir lok febrúar. Eins og stendur er maímánuður n.k. álitinn líklegasti tíininn, en Mac- millan hefir rétt til að draga kosn ingar fram til maí 1960, og ótrú legt er að hann stefni núverandi aðstöðu sinni í voða í von, ef sigurhorfur flokksins vcrða ekki mun betri en þær eru eins og stendur. Samkvæmt sjðustu skoð anakönnunum hefir íhaldsflokkur- inn enn ofurlítinn meirihluta, en við síðustu aukakosningar hefir flokkurinn ekki megnað að auka fylgi sitt, — við einar þei'rra jókst fylgi verkamannaflokksins þvert á móli um 5% Öruggasta ályktunin sem hægt er að draga af aukakosningunum, sem reyndar hafa verið mjög ó- líkar sín í milli, er að brezka þjóðin hefir ekki eins og stendur sérlega mikinn áhuga á stjórnmál- um, og ýmis minni háttar alriði geta breytt afstöðu manna frá degi til dags. Við aukakosningar í einu iðnaöarhverfi Lundúna fyrir skemmstu sátu hvorki meira né minna en þrír fjórðu hlutar kjósenda heima. Önnur ályktun sem einnig má draga er sú að afstaða kjósenda markast fyrst og fremst af við- horfi þeirra til sljórnar íhalds- flokksins, en verkamannaflokkn- um hefir hingað til ekki tekizt að snúa mörgum á sitt band. Fylgi flokksins hefir haldizt svo stöð- ugt síðustu fjögur árin að furðu sætir, en fylgi stjórnarinnar hefir tekið miklum breytingum. Áróður verkamanna- flokksins Verkamannaflokkurinn byggir lika stefnu sina á þessu. Á næstu mánuðum mun flokkurinn beina öllum kröftum að þvj að gera stefnu sína kunna út um landið. P'lokkurinn hefir lagt fram ýtar- legri kosningastefnuskrá en nokkru sinni fyrr, og er hún byggð á þriggja ára starfi ýmissa 6érfræðinganefnda. En þessji stefnuskrá virðist hingað til ekki hafa haft nein teljandi áhrif á kjósendur, mörgum félögum flokksins hefir jafnvel virzt erfitt að komast til botns í hinni flóknu stefnu.skrá flokks síns. í byrjun desember gerði Verka mannaflokkurinn fyrsta átakið í áróðursheríerð sinni. Þá var gef- inn út útdráttur úr kosningastefnu skrá flokksins' undir nafninu Leið- arvísir til þeirrar íramtíðar sem Verkamannaflokkurinn býður þér. Þessi pési er sérlega vel gerður Líkur á aí kosniugabaráttan snúist meira um alvarleg pólitísk viðfangsefni en um langt skeií undanfariS í GAITSKELL að öllu levti og hefir hann hlotið góðar móttökur. Jafnvel Times kallaði hann fyrirmynd um lif- andi, álirifamikla blaðamennskit. I Á næstu mánuðum mun verka- mannaflokkurinn lsggja áherzlu á að dreifa þessum bæklingi sem allra víðast. Árangurinn hingað til sýnir að hann hefir jafnmikil áhrif til að glæða baráttuhug tryggra fylgismanna flokksins sem að snúa hinum ótryggu á mál fiokksins. Stefnuskráin og mótleikir íhaldsmanna í stefnuskránni er megináherzla lögð á útþenslu í efnahagsmálum og djarflega utanríkisstefnu. Jafn- vel þótt stefnuskráin í alþjóðamál um hafi hlotið fylgi ábyrgra blaða ems'. óg Times ög 'Econöm- 'ist og sé i algérri án,(Jslöðu 'við aðgerðale'ysisstéfnu st'jómarinhar er ekki vfð því að búast að hún hafi téljándi áftrif á kosriingárn- ar. Utánríkfsmái skipta venjuiega litlu við kosningar í Bretlandi, meginatriðið i utanríkis.stefnu verkamannaflokksins — liliagan um hlutlaust béiti með takmörk- uðum vigbúnaði í Mið-Evropu' — er alltof flókið til að hafa riokk- ’ur áhrif á m&nnirin á götuhni. Um stefm-na í innanrí'kismál iiin gildir annað. einkum þar sem hún er sétt. *ram með því að lýsa beinum áhrif’im hennar á kjör almenn'.ngs. Ríkisstjöriiin hefir freistað þess að svará þ'ess ari stefnu vei kamannaflókksins riieð því að leggja fram laga- frumvörp um endurba'tur á þéim sviðum sem vérkamannaflokkúr- n.r, lætur mest að sér kveða. Þannig hefir stjórnin lagt frám miögu um ’.dfyr, Cíí viðbótar hinum föstu elinaur.um. Hún svarar tillögu verkamannaflokks- ins tim að bajariölögin taki við rekstri leiguhúsnæðis með bví að veita um 50 milijart: króna til niðurgreiðslna á endurnýjun úr- eíts húsnæðis. Ef þessi barátta flokkanna heldur áfram j svipuðum farvégi eru horfur á að næstu kosningar í Bretlandi muni snúast ineira um alvarleg póliíisk viðfangsefni en nokkrar kosningar aðrar síðan 1945. En báðir ílokkar vita að það sems mestu ir.áli skiptir til lengdar er það audrumsloft er ræður með fólkinu sjálfa, og það getur mótazt af viðburðum á sviði heimsmálanna sem hvorug- ur flokkurinn getur haft áhrif á. Aukin framleiðsla, þjóönýt- ing, hlutleysi og afvopnun — þatí eru helzlu atriðin úr kosnmgastefnu- skrá brezka verkamannaflokksins Hér að framan var nokk- uð drepið á kosningastefnu- skrá verkamannaflokksins og áhrif hennar, en steínu- skráin er verk þrettán nefnda er fjallað hafa um öll svið innan- og utanríkis- mála. Nokkur atriði úr þess- ari stefnuskrá verða rakin hér á eftir. Þá stefnu sem ný verkamanna- flokksstjórn mundi taka í innan landsmálum má draga saman á þessa leið: Án þess að skattabyrð- ir. verði þyngd skal undir eftir- liti ríkisvaldsins nýta til fulls auðlindir þjóðarinnar og auka framleiðslu og koma fram þjóð- félagslegum endurbótum. Hagnað- inum af hinni auknu framleiðslu skal skipt réttvíslega. Endurbætur í stefnuskránni segir að stjórn- arstefna íhaldsmanna hafi leitt lil þess að framleiðslan sé ófullnægj- andi og fjárfesting alltof lftil. Ef framleiðslan hefði aukizt jafnört síðustu þrjú á.rin og á dögum verkamannafiokksstjórnarinnar væru þjóðartekjurnar í dag á að gizka 85 milljörðum króna hærri, og fjármálaráðherrann hefði í ár um 24 milljörðum króna meira til ráðstöfunar með núgildandi skatla kerfi. Þessar tekjur sem stefna íhalds- manna hefir haft af ríkiskassan- um vill verkamannaflokkurinn nota til að kosta endurhótaáætlun sína. Þar er m.a. gert ráð fyrir lállsherjarlifeyrissjóði sem á að tiyggja öllum þeim er greitt hafa iðgjöld sín fastan lífevri tii við bótar við þau ellilaun sem þegar eru fyrir. Jaínframt er gert ráð fvrir auknu framlagi sjúkratrýgg- inga, byggingar sjúkrahúsa og skóla og mjög aukinna fjárveit- inga til kennslumála. Auk þessa vill verkamannaflokk urinn verja 1% af þjóðartekjum Stóra-Bretlands til hjálpar van- þróuðum löndum. „Tveir heimar, annar hvítur og auðugur, hinn lit aður á hörund og bláfálækur, geta ckki húið saman í friði og vin- áttu.“ Ríkiseftirlit Þýðingarmí'sUi eítirlitsaögerðir af hálfu rikisvalds'ins, en til þeirra er gripiið til að tryggja skynsamlega hagnýtingu auðlind- anna, eftirlit með byggingum iön- aðarins, gjaldeyriseftirlit og eftir lit með rekstri 600 stærstu iðnað- arfyrirtækja l3ndsins i einkaeign. Stjórnin mun gera þær ráð- stafanir sem nauðsynlegar eru til að allar greinar iðnaðarins upp- fylli skyldur sínar í þjóðfélaginu. Einnig kemivr þjóðnýting til greina. En einustu iðnaðargreinir sem Verkamannaflokkurinn telur sér skyll að þjóðnýta eru stáliðn- aðurinn og þungal'Iutningar. Stjórn Attlees þjóðnýtti báðar þessar greinir á sinni tíð, en í- (Frarah. á 8. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.