Tíminn - 20.01.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.01.1959, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 20. janúar 1959. 9 HKi» lluwcjl mitt breytttst eftir a‘ö ég hitti þig', fannst mér hún sífellt draga dár að mér. — Ó, Josslyn. Eg er svo ham ingjusöm. Eg er alveg rugluö. Hann kyssti mig og f aðmaði mig að sér. — Þú verður aö flýta þér að verða frísk aftur. Hvað gæti ég gert án þín? — Þetta er satt Josslyn, er það ekki? Mig er ekki að dreyma? Þetta er ekki mis- skilnineur einu sinni enn? — Eg hefði átt að segja þér fyrr hversu mjög ég elska þig'- — Þú hefðir átt að segja mér að þú hefðir elskað hina. konuna. — Að ég hélt að ég elskaði hana. Það var víst ungæðis- leg blinda. Nú fyrst skil ég hversu lítils virði sú ást var. Hann sat þarna lengl og liélt í hönd mér og við ráð- gerðum framtíðina — þessa dásamlegu framtíð sem beið okkar. 43 Eg náði mér brátt eftir þetta. Josslyn kom daglega að heimsækia mig, Díana, Jói og Júlía frænka komu einnig oft. Brátt fékk ég leyfi til þess að hafa bö’rnin hjá mér og mér fannst ég vera hamingju samasta manneskjan i víðri veröld. Síðustu vikuna sem ég var á sjúkrahúsinu kom Díana að heimsækja mig. Hún kom ekki ein. Jervis var með henni. — Hann var að koma meö flugvél, sagði hún. — Eg skrif aði honum eftir að ég sá tví burana þíha og hann kom um hæl. — Eg var svo glöð, sagði ég. Jervis kyssti mig á kinnina. 1 — Það er eins gott að hinn af brýðissami eiginmaður sá jþetta ekki, sagði hann glað lega. Sara.-------- mér hefur alltaf fundist þú standa mín megin í öl|um málum. ‘Síöar sagði Díana viö mig: — Sara, mér finnst ég hafa þroskazt mikið þessa síðustu mánuðiha. Það tók mig dálít inn tíma að verða það. Eg elskaði Jervis allt frá byrjun, en hann var of ákafur. Þaö var þess vegna sem ég gerði mér í hugarlund að ég elskaði Josslyn. Alveg eins og spilltur krakki, sem lagnar í þaö sem hann gétur ekki fengiö. Eg hefi víst alltaf verið þannig gerð. Éf þú hafíjir eitthvað, þá langaði mig í það. Manstu eftir því? Jæja, nú vil ég líka hafa það sem þú hefur. Eg vil eiga mann sem elskar mig jafn mikið og Josslyn elskar þig. Eg hefi aldrei séð mann þjást eins mikiö. Eg gleymi 1 aldrei þeirri örvæntingu sem stóð skiúfuð í andliti hans. Svo eru það börnin. Eg vil líka eignast börn Sara. Eg er orðin fullorðin nú og þú hef ur hjálpaö mér til þess að verða það, Sara. --------Síðan rann upp sá dagur þegar Josslyn sótti mig til þess að fara með mig og börnin til Creekdown Manor. Þetta er annað hús, hugsaði ég á liðinni. Það geymir eng in leyndarmál lengur. Það er heimili okkar og ég vissi að við áttum mörg hamingjurík ár framundan. Alan og Elfrida sem höfðu beðið okkar tóku á móti okk ur með miklum fagnaðarlát um. Þegar við komum upp í barnaherbergið sá ég að það var komin önnur mynd yfir arininn. Myndin var af Creek down Manor. Hvers vegna höfðu þau gert þetta? Það skipti engu máli héðan af. Myndin sem ég hafði óttazt og hataö var mér nú bara málverk af fall egri konu. , Börnin skýrðu málið. — Við vildum ekki hafa hana lengur, sagði Alan. — Þegar við horfðum á hana þá hugsuðum við að það væri henni að kenna að þú dattzt af stólnum. Þess heldur var þetta ekki kona, heldur ó- merkilegt málverk af konu. Við viljum heldur hafa þessa. Josslyn stóð við hlið mér og ég fann að hann tók i hönd mér. Til þess að fullkomna ham ingju mína, gekk Elfrida að arninum og teygði sig á tá: Hún er ekki rétt, sagði hún og sneri sér að Josslyn. Á þessu augnabliki skildist mér að börnin höfðu fengið tiltrú á Josslyn á meðan ég var í burtu. Næstu orð Elfridu fullviss uðu mig um þetta: — Skökk mynd, sagði hún — Josslyn verður að hálpa! . ENDIR. Bækur ogr höfundar (FraTn'hald ar 4. síðui ekki orðið það stórt og átakamikið, að ekki sé nauðsyu fullrar skyn- semi í umsögnum og föðurlegrar yfirsýnar. Ýmsír munu æskja, að leikdóm- ar séu þannig skrifaðir, að farið sé í gallana og skorið fyrir þá miskunnarlaust. Þetta er sjónar- mið þeirra, sem vilja hasar. Þeir eiga að horfa á knattspyrnu, því þótt ýmislegt' megi að íslenzku leikhúsi finna, þá er það á réttri leið, það sýna snj-allar unda-ntekn- ingar, og_ iist á ekki að berja til biskups. f leikgagm-ýni sinni dreg- ur Ásgeir ekki af sér, þegar hon- um finnst emhvers um vert, enda eru það góðu sýningarnar, sem lyfta allri leikmennt okkar upp hverju sinni. Þær sýningar hafa þau uppeldisáhrif, að viðmiðunin sýnir næstum hverjum sem er, hversu mjög ýmsu er ábótavant í lélegri sýningum, sem því miður skjóta æði oft upp kollinum. Frá sjóiiarmiði gagm-ýnandans skipta lélegar sýningar ekki liöfuðmáli; ]>ær eru slysni á þiúunarferli, sem hlýtur að markast' af góðum sýn- ingum. Og þær sýningar, sem skara ffam úr, auðvelda öllum viðkomandi aðilum oð skilgreina frumbýlingsháttinn, ieikmennsk- una og hofmóð varnarstöðunnar innan leikhússins. Af leikdómum Ásgeirs Hjartar- sonar verður séð, að hér hefur bor- ið miklu meira á góðum leik ein- staklinga en góðum sýningum í heild. Þelta er kannski mestur galli á íslenzku leikhúsi fyrir utan þá arfgengu leikhúsframsögn og. næstum syngjandi talanda, seml virðist svo.sjálfsagðlir um leið og komið er á sviðið. Leikstjórnin á mikla'SÖk á skorti á góðum heild- arsvip. Tii að ná góðri sýningu verður leikstjórn að vera í senn frumleg o| ströng, þannig að fyrir- mælum sé hlýtt hver sem á í hlut. Að líkindum er hhökralaus leik- sýning það, sem állra verknaða minnst gerist af sjálfu sér. Hér er töluvert af afbragðs leikurum og fjölmargir aðrir geta staðið sig mjög sæmilega, séju þeir agaðir nóg af færum leikstjóra. Engu að síður eru þess dæmi, að sýningar hafa beinlínis fallið' vegna slæmr- ar leikstjórnar. Þrátt fyrir þetta hefur láðst að gefa leikstjórninni þann gaum, sem þyrfti, og þess vegna hefur dregizt úr hömlu að veita þeirri hlið málsins það að- liald, sem henni er nauðsynlegt. Höfundur segir í- eftirmála við greinasafnið, að það muni „mál manna að þessi tíu ár séu sá þátt- ur í sögu íslenzkrar leiklistar sem atburðaríkastur er óg gróskumest- ur.“ Ég get því miður ekki verið sanuriálá höfundi um gróskuna. Þótt þetta timabil sé það merkasta í íslenzkri leiklist: til þessa, þá held ég að ballið sé nú fyrst að byrja íyrir alvoru. Með fulki virð- ingu fyrir því fólki, sem hefur troðið hrautina og réttlætt öðru fremur þá viðhöfn og reisn, sem hér er höfð um ytri búnað þess- arar listar, vil ég leyfa mér að halda því fram, að margt af hinu nýrra fólki í íslenzku leikhúsi sé á góðri leið með að valda straum- hvörfum. En það breytir ekki þeirra staðreynd, að mikill og nauðsynlegur fróðleikúr ‘ er skráð- ur í bók Ásgeirs Hjartarsonar. I.G.Þ. utniuiutntuttiniutiiiiiutiiiiiuitur. Kennsla í þýzku, ensku, fi'önsUu, sænsku, dönsku og bókfærslu. Tilsögn fyrir skólafólk. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5 — Sími 15996 (aðeins milli kl. 6 og 8 síðd.) nninuiiuiiuinnttununitnnttmua AFGREIÐSLUFOLK Loftleiðir óska aí ráía til sín afgreíðslu fólk frá vori komanda, til starfa viÖ farþega afgreiðsíu, heima og erlendis. Lágmarks- aldur umsækjenda skal vera 19 ár. Staðgóð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Umsókn areyliublöíi fást í afgreiðslu LoftleiÖa, Lækjargötu 2. — Umsóknir berist félagmu fyrir 15. febrúar 1959. Loftleiðlr h.f, Námskeið í föndri Starfsemin hefst að nýju 26. janúar. Innritun á námskeiðin í föndri verður að Fríkirkjuvegi 11 (bakhúsi) í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10. Innritunar- og námskeiðsgjald er kr. 20.oo. — Ungu fólki á aldrinum 12—25 ára heimil Þátttaka meðan húsrúm Ieyfir. Tómstundaheimili Ungtemplara. iitiiitntuuœuniiiutuut Skrifstofa Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur, er flutt á Hverfisgötu 116, 2, hæð. Bækur - Frímerki. I Tilboð óskast Kaupi íslenzkar bækur og göm ul tímarit. Útvega ýmsar upp- seldar bækur. Kaupi einnig notuð íslenzk frímerki. Hringið eða skrifið Baldvin Sigvaldason Þórsgötu 15 (búðin). Sími 12131. Söknm forfalla vantar stúlku til eldhús- starfa. Brynjólfur Gíslason, Tryggvaskála. tnnnuututttnnunuunnunuuuun: * Askriftarsími TÍMANS er 1-23-23 inuuuuuuuuuuuununtuuuuun:; í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, miðvikudaginn 21. þ.m. ki. 1—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer i tilboði. Sölunefnd varnariiðseigna. tntntututuutttttuutttttttttttnttunttuuutntutuuuutuuttuutttttttutuu Jörðin Svanavatn við Svanavatn við Stokkseyri er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Ásmundur Siggeirsson, Svanavatni. Sími um Stokkseyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.