Tíminn - 21.01.1959, Blaðsíða 7
TI MIN N, miðvikudaginn 21. janiiar 1959.
7
Guðrún Á. Símonar ber hróður tón-
menningar þjóðar sinnar viða um lönd
Hefir hloti'S mjög lofsamlega dóma á söng-
ferðalagi um Bandaríkin og Kanada
Guðrún Á. Símonar óperu
söngkona hefir undanfarna
þrjá mánuöi verið á söng-
ferðaiagi um Kanada og
Bandaríkin. Fyrstu fvo mán-
uðina hélt hún sjö fónleika
í sex borgum, Þar af þrjá
vesfur á Kyrrahafsströnd,
ennfremur kom hún fram í
sjónvarpi í Winnipeg, og þar
söng hún einnig inn á segul-
band fyrir útvarpið. Hefir
hún hvarvetna hlotið hinar
bezíu móttökur og mikið iof
fyrir söng sinn.
Mófíökunefnd
Síðastliðið sumar kusu stjórnir
Þjóðræknisfélags íslcndinga í Vest
urhermi og The Canada-Iceland
Founda-tion í Winnipeg móttöku-
neínd til þess að annast það, er
íramkvæina þurfti, áður en Guð-
i’ún kæmi þangað. í nefndina völd
ust úrvalsmenn, þau dr. Richard
■Beek, forseti fyrr nefnds félags;
Walter J. Lindal dómari, for-seti
þess síðarnefnda, frá Hólmfríður
F. Daníelson og Grettir L. Jó-
íhannsson ræðismaður. Formaður
imóttökunefndarinnar var kjörinn
Waiter J. Lindal. Greiddi nefndin
götu Guðrúnar á allan hátt.
Fréttir berast
Guðrún Á. Símonar fór héðan
5. okt. s.l. til New York, og 11.
B.m. kom hún til Winnipeg. Söng-
iör hennar um Kanada er lokið að
þessu sinni. Fór hún frá Winnipeg
2. cles, til New York, þar sem hún
dvelst Jiú.
Að vestan hafa nú borizt frekari
fregnir af söngkonunni, en áður
voru hingað komnar. í fréttabréfi
frá Winnipeg segir m.a.: „Er
skemmst af því að segja, að Guð-
rún tiefur þegar getið sér mikinn
orðslír hér i Vesturheimi, enda
unnið hvern sigurinn á fætur öðr-
um, svo sem í öllum þeim þjóð-
löndiim í Evrópu, þar sem hún
hafði sungið opinberlega, áður en
hún kom hingað vestur. Fer það
að vonum, að undanfarna mánuði
Oheíur mikið verið ritað um hana
í íslenzk og kanadisk blöð og tírna
rit. Er það sannmæli íslendinga og
ótal margra fleiri hér í borginni,
að hún sé hinn glæsilegasti full-
trúi Islands'*.
Fyrstu tónleikarnir
í Manitoba
Fyrstu tónleikana vestan hafs
hélt Guðrún í „Community Ilall"
í Ár-borg 23. okt. á vegum þjóð-
ræknisdeildarinnar Esju, og þá
næstu í Lútersku kirkjunni á
Gimli daginn eftir, og annaðist
deildin Gimli undirbúning þeirra.
Lögberg birtir m.a. þetta: ,,Þær
fréítir hafa Lögtoergi borizt norð-
an úr Nýja íslandi, að ungfrú
Guðrún Á .Símonar hafi stónhrifið
áheyrendur sína á samkornunum á
Gimli og í Árborg með voldugri
og fagurri rödd sinni.“ Og í Heims-
ikringlu stendur: „Af samkomum
ungfrú Símonar í Nýja íslandi
höi'um vér þessar fréttir: Húsfyll-
ir áheyrenda í Ártoorg og hrifning
mikiL Á Gimli, aðsókn ekki eins
góð, en stundin ógleymanleg við-
stöddnin."
Slíkt orð fór af tónleikunum, að
margir af þeim, er ekki áttu þess
kost að sækja þá á Gimli sökum
óhagstæðs veðurs, fóru til Winni-
peg til þess að vera viðstaddir
aðallónleikana þar.
Sæmd skjaldarmerki
VVinnipegborgar úr guili
Móttökunefndin vildi gefa
mönnum kost á að kynnast Guð-
rúnu persónulega. Fór sú at-
höfn fram í samkomusal Lútersku
kirkjunnar i Winnipeg 28. okt.,
og kom þangað um t'vö hundruð
manns. Þar ávarpuðu Guðrúnu
og kynntu hana þeir séra Valdi-
mar Eylands, Walter J. Lindal
dómari og séra Philip M. Péturs-
son. Ennfremur ávarpaði Guð-
rúnu Páll Goodman, '•áðunautur
í skrifstofu borgarstjóranar, og
sæmdi hana fyrir hönd borgnr-
sl.jóra heiðursmerki• úr gulli. Var
það skjaldarmerki borgarinnar í
formi fagurgerðrar nælu.
Tónleikar í Winnipeg
Celebritv Concerts (Canada)
Ltd., Þjóðræknisfélagið og The
Canda-Icelaml Foundation stóðu
að tónleikum þcim, sem Guðrún
hélt í Playhouse leikhúsinu í
Winnipeg miðvikudaginn 5. nóv.,
Þar var fjölmenni, og m. a. voru
viðstaddir margir þekktustu
söngvarar borgarinnar og fleiri
tónlist'armerin. Söngskráin var
prýðilega samsett, íslenzk og er-
lend úrvalslög, svo sem á öllum
tónleikunum i þessari miklu söng-
för Guðrúnar og árangursríku.
Heiðursborgari Wirtnipeg- j
borgar
Borgarstjóri Winnipegborgar,
Stephen Jobe, ávarpaði Gúðrúnu
að tónleikunum loknum, þakkaði
henni fyrir komuna og lýsti því
yfir, að hún hefði verið kjörin
heiðursborgari AVinnipegborgar,
og síðan afhenti hann henni heið
ursskjalið innrammað. Vakt'i þetta
geysifögnuð allra viðstadclra, enda
er Guðrún fyrsti íslendingurinn,
sem slíkum metorðum er sæmd í|
Winnipeg, en í Kanada eins og!
öðrum brezkum samveldislöndum
er slíkur heiðursvottur fátíður.'
Dagblöð borgarinnar skýrðu frá
þessari fyrirsögn: „Soprano hono-
ured“ (sópransöngkona heiðruð).
Ummæli Lögbergs
„Áheyrendur ungfrú Símonar
létu óspart fögnuð sinn i ljós yfir
hinum hrífandi söng hennar í Play
house leikhúsinu á miðvikudags-
kvöldið, með því að krefjast með
dynjandi iófataki, að hún kæmi
fram aftur og aftur, og söng hún
sex aukalög, öll íslenzk. Flestir,
sem þarna voru, hefðu gjarnan
viljað hlýða á fleiri ísh nzk ton-
verk, ekki einungis vegna þess, að'
þau finna jafnan dýpstan hljóm-
grunn í hjörtum íslendinga, held-
ur og vegna þess, að söngkona eins
og ungfrú Símonar, gædcl óvenju
fagurri og þjálfaðri rödd, sem
kann að túlka söngvana af næmri
innlifan og smekkvísi, gæti þann
ig borið hróður tónmenningar
þjóð'ar sinnar víða um lönd. Og
sennilega á ungfrú Símonar eftir
•a'ð fara víða og geta sér og þjóð
sinni mikinn orðstír með söng sin
um. Til Winnipeg hafa komið
f.jöldi víðfrægra - söngkvenna, en
þær eru ekki margar, sem hlotið
hafa eins ágæta dóma frá hljóm-
listargagnrýnendum dagblaða
borgarinnar eins og ungfrú Sím-
onar“.
Söngdómar
Birtast hér nokkur ummæli
helztu dagblaðanna í Winnipeg:
„Winnipeg Free Press" birtir
söngdóm með þessari fyrirsögn:
„Guðrún Símonar: Bezta söngkona
hér á þessu söngári".
„Söngrödd ungfrú Símonar er
frábær, óþvinguð og jöfn að gæð-
um á öllu tónsviðinu. Söngur
hennar er fagur, hreinn og leik-
| andi léttur. Eg get i rauninni
, ekkert að honum fundið".
' „The Winnipog Tribune": „Ung
frú Símonar hefir einhverja beztu
söngrödd, sem heyrzt hefir i mörg
söngár. Hún syngur í hreinum
:,p
:
í : .. ..
GUÐRUN A. SIMONAR
belcanto stíl, sem ekki er að undra
því að hún stundaði nám hjá Car-
men Melis í- Milano eins og Ren-
ata Tebaldi".
Kirkjutónleikar
í Winnipeg
I bréfi frá Winnipeg er eft'ir-
farandi frásögn um kirkjutónleik
ana þar:
„Næsta sunnudag, 9. nóv.,
söng Guðrún Á. Símonar íslenzk
lög við kvöldmessu í Fyrstu lút-
ersku kirkjunni hér i Winnipeg,
aðallega fyrir aldrað, íslenzkt
fólk, sem fer aðeins í kirkju, en
hafði ekki ráð á að sækja konsert
hennar í Playhouse leikhúsinu.
Hlýnaði mörgum kirkjugesta um
hjartarætur við að heyra og sjá
þessa glæsilegu og gáfúðu söng-
konu syngja íslenzku lögin á bann
hátt, sem gerir söng að list. Kirkju
sókn var mikil, og ávarpaði séra
Valdimar Eylands söngkoiuma og
bað henni og íslenzkri menningu
altrar blessunar".
Syngur í sjónvarp
og útvarp
Hinn 12. nóv. kom Guðrún
fram í sjónvarpi CEC í Winni-
peg í þættinum „The Music
Room“, og söng hún þar létt klass
ísk lög, enn freniur íslenzk lög.
Þátturinn s'tóð yfir í 15 mínútur
enda brestur Guðrúnu ekki æf-
ingu að koma fram í sjónvarpi.
í Winnipeg fór og fram upp-
taka á segulband á söng Guðrún-
ar fyrir kandíska útvarpið, Can-
adian Broadcasting Corporation.
Varir sá dagskrárliður liálfa
klukkustund, sem bráðlega verður
útvarpað frá strönd til strandar,
eða um allt Kanada, í sérstökum
þætti úrvals listamanna. Útvarpið
hefir látið semja. kynningu á
náms- og söngferli Guðrúnar, enn
fremur textum laga þeirra, sem
hún syngur, og verðui' þelta lesið
í út'varpið. Syngur hún sígild þýzk
ítölsk, spöns'k og frönsk ]ög, sera
hún flylur á frummálunum, auk
íslenzkra.
Er Guðrún fyrsti íslendingurinn
sem syngur i kanadíska útvarpið
frá hafi til hafs, einnig í sjónvarp
ið í Winnipeg.
Undirleikari
j Á öllum þeim tónleikum, sem
’ getið hefir verið hér að framan,
svo og í sjónvarpi og útvarpi að-
! stoðaði Guðrúnu íslenzki píanó-
snillingurinn ungfrú Snjólaug Sig-
urðsson, sem lokið er miklu lofs-
orði á fyrir frábæran undirleik.
Á Kyrrahafsstrcndimai
1 Þessu næst lagði Guðrún leið
sína vestur á Kyrrahafsströnd en
ákveðnar óskir hafði móttöku-
nefndin fengið þaðan um, að söng
konan kæmi þang'að.
Fyrstu tónleikar hennar þar
voru í Vancouver í British Colum-
bia. Söng hún í ..Manhattan Hall“
17. nóv., og annaðist þjóðræknis-
deildin Ströndin undirbúning tón
leikanna.
Þaðan brá hún. sér suður yfir
landamærin, og hélt tónleika í
tveim borgum í Washingtonfylki
í Bandaríkjunum, hinn fvrri í
Bellingliam 18. nóv.,- í „Crystal
Ballroom" í Hotel Leopold. á veg
um kvenfélagsins Freyju, og
þann seinni i Seattlc 21. nóv., í
íslendingakirkjunni á vegum
þjóðræknisdeildarinnar Vestra.
Söngdómur „The Province"
í Vancouver
„Ungfrú Símonar söng með
’ninni blæfögru og tónvíðu rödd
sinni á mjög áhrifaríkan hátt ís-
lenzk lög, ítalskar óperuaríur og
sígild lög frá síðastliðnum þrjú
íundruð árum.
Ást söngkonunnar á hinum
hreinu og fögru íslenzku lögum,
>em hún hóf og endaði tónleika
TÍna á, var aiigljós í hverjum hár-
fínum blæ og fastmótaðri túlkun
ig i þeim undirtektum, sem hún
'kapaði".
Þakkarbréf
Með skýrslu formanns móttöku-
nefndarinnar, Walters J. Lindals
dómara, fylgja eftirfarandi ágrip
úr tveim brófum, sem honum hafa
borizt:
Stefán Eymundsson, formaður
þjóðræknisdeildarinnar í Van-
couver: „Eg þakka þér fyrir hið
góða verk þitt; fyrir hina ágætu
söngkonu, ungfrú Símonar. Að
hlusta á hina yndislegu og töfr-
andi rödd hennar fór frara úr von
um okkar. Þegar hinn indæli
söngur hljómaði, var eiris og að
vera í draumi. Aldrei fyrr hefi ég
heyrt þvílíkar undirtektir. Þegar
tónleikunum var lokið og ég lauk
síðustu ávarpsorðum mínum stóðu
allir upp og lófatakið dundi; svo
að undir tók í salmim.“
Séra G. P. Johnson, formaður
þjóðræknisdeildarinnar í Seattle:
„Allir, sem hlustuðu á hana
(ungfrú Símonar), dáðust að
henni. Söngur hennar var dásam
legur, og það var framúrskarandi
ánægjulegt að vera viðstaddur.
Ungfrú Guðrún Símonar var okk
ur ákaflega kærkominn gestur í
Seattle, og við erum þakklát yður,
dómari, og nefndinni fyrir austan
að undirbúa för hennar hingað".
Veður hamlar tónleikum
Af því er sagt er hcr að fram-
an, sést að Guðrún hefir skanima
viðdvöl átt á Kyrrahafsströndinni,
en það stafaði af því, að ákveðn
ir voru tónleikar í Mountain í
Norður-Dakota 20. nóv., og því
varð hún að hafa harðann á, enda
flaug hún bæði fram og til baka.
En þegar hún kom til Grand
Fork í bakaleið, hafði geisað
stórhríð í Norður-Dakota, svo að
vegir cilir voru ófærir til Moim-
tain, símalínur slitnar o'g síma-
sambandslaust þangað. Þess vegna
varð hún að hætta við tónleikana
þar, en bélt til Winnipeg.
Úr skýrslu formanns
móttökunefndar
„Þegar litið er á heimsókn Guð
rúnar Á. Símonar í heild, við-
lökurnar sem hún fékk, liina á-
gætu blaðadóma, álit músík gagn
rýnenda CBC í Winnipeg, og um-
sagnir, sem við og við berast út
um ágæti söngs ungfrú Símonar,
og hina dásamlegu rödd hennar,
og enn fremur hafandi það í huga,
hve langt orðst'ír þessarar lista-
konu hefir kornizt á svo skömmum
tíma, þá getur enginn vafi leikið
á því, að söngför hennar var hin
sigursælasta. En það má líta á
komu hennar til Kanada frá ann-
ari 'hlið. En ménn athuga grund-
vallartilgang Þjóðræknisíélags
Vestur-íslendinga og Canada- Ice-
land Foundation og íhuga stefnu-
skráratriði Canada Counsil, þá er
ekki 'hægt að mæla á móti þeirri
staðreynd, að ungfrú Guðrún Á.
Símonar hefir lagt mikið af mörk
um til styrktar þeim menningar-
1 tengslum milli Kanada og íslands,
' sem öllum hlutaðeigendum er svo
annt um að viðhalcla og efla enn
meii'."
A víðavangi
Hvers vegna þjóðstjórn?
Ef komið heföi til kasta Fram
sóknarnianna með tilraun til
stjórnarmyndunar mi um áramót
in, er sennilegt að þeir hefðu
byrjað á að kanna inöguleika á
myndun þjóðstjórnar. Þegar litið
er til þeirra vandmeðförnu við-
fangsefna, sem þjóðin á nú við
að etja, landhclgisdeilunnar og
efnahagsmálanna, verður ekki
betur séð en að þctta viðhorf
Frainsóknannanna liafi veriö
eðlilegt og sjálfsagt. Til þéss
kom þó ekki, þar sem samning-
ar tókust nieð Alþýðunokknum
og Sjálfstæðisinöiinum um stjórn
armyndun. Þessir flokkar virða t
nefnilega líta svo á, að höfu'A-
viðfangsefni þjóðarinnar riú á
næstunni sé ]iað sem þeir kallá
„réttláta kjördæmaskipun."
Viðbrögð Bjarna
Þjóðstjórnartal Framsóknar-
manna hefur orðið aðalritstjóra
Mbl. tilefni nokkuð . sérstæðra
hugleiðinga. Þessi heiiabrot hans
birtast svo í Ieiðara Mbl. s. 1.
sunnudag, seni hann néfriir: Á
að heiðra skálkinn? í leiðara
þessurn segir aðalritstjórinn
in.a.:
,,í þessum orðuin er saigt eins
skýrt og verða má, að þeim mun
meiri skaða sem einhve.r fiokkut
gerir þjóðinni að dómi Framsókn
arflokksins, því ákafari sé Fram
sóknarflokkurinn eftir því, að fá
þann flokk í samstarf við sig.“
Og síðar:
„Geg'n skaðræðismönnum verð
ur ætíð að spyrna og vandiiin
vex en minnkar ekki með því a®
kveðja þá til hinna æðstu, yalda“.
Mikið sagt
Nú er það ef til vill full stór-
karlalega til orða tekið hjá aðal-
ritstjóranum að tala um Sjálf-
stæðismenn sem Iireina ,,skað-
ræðismenn.“ Fyrr getur nú ein-
hverra galla gætt hjá mönnúin
en svo sé komið. Hitt er hverju
orði sannara, að FramsóknaV
menn hafa aldrei talið íhaldit
scrlega æskilegan samstarfsað
ila. Ber þar margt til. En svo,er
með þetta mál sem önnur, at
ekki tjáir að líta á eina lilið þess
aðeins. Þegar fyrrveranfli ríkis
stjórn var mynduð og íhaldit
haft utangátta íminu flestii
Frainsóknarmenn hafa trúað þvf
að það niundi reyna að komr
fram sem nokkurn veginn heið
arlegur og ábyrgur stjórnarand-
stöðuflokkur. Til þess hafði
flokkurinn þó enga tilburði held-
ur, því miður, þvert á mp'ti.
Munu þar mestu hafa iim ráðit
hinir stórfengleg'u skapsmunil
aðalritstjórans, sem mótaði álla
andstöðu flokksins í sinni óheppi
leigu mynd. Þess vegna flæmdist
flokkurinn út ú þá braut í and-
stöðu sinni, að beita þeiin bar-
áttuaðferðum gegn löglega kos-
inni íLkisstjórn, sem ekki er vit-
að til að nokkur lýðræðisflokkur
um gjörvalla heimsbyggðina hafi
áður leyft sér að nota.
Fordæmi Erlends
í Tungunesi
Hi þess nú, m.a. að reyna að
stilla þessa vandræðamenn (svo
ekki sé nú notaður eins svartur
stimpill á þá og aðalritstjórinn
gerir), töldu Framsóknarmenit
rétt að koina þeim í ábýrga af-
stöðu, ef það mætti verða til þess
að þeir leituðust við að tenija
sér betri siði en tíðkaðir liafa
verið á íhaldsheimilinu um sinn.
Þegar aðalritstjórinn talar uin
að þetta sér igert í því áugnamiðí
að heiðra íhalds-„skálkinn þá- er
það býsna ónákvæmt orðaíag.
Menn deila að vísu um hvort
hörð refsing eða sæmilegt atlæti
sé heppilegri betrunaraðferð. Er
lendur í Turigunesi kaus þánn
kostinn, að hæla letingjánum fyr
ir dugnað og tókst þannig af,
gera liann að sæmilega nýtum
vinnumanni. Framsóknármenn
aðliyllast þetta sjiónarmið bónd-
ans í Tunguncsi. Þeir vita að
harðari refsing vcrður. ekki lögð
Eramhald á 8. ,síGu.