Tíminn - 21.01.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1959, Blaðsíða 6
6 T F M I \ N, miðvikudagiiin 21. janúar 1959. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lándargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 804. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn» Augtýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948 Sjálfsagt jafnréttismál I SAMNINGUM þeim, sem ríkisstjórnin hefur nýlega gert við útvegsmenn, er það nýmæli tekið upp, að fisk- verð til útvegsins skuli hækka i samræmi við vísi- tölu, líkt og hjá launþeg- um. Þá er það nýmæli einn- ig í samningunum að fisk- verð til útvegsins skuli einn- ig hækka, ef hækkanir verða á grunnkaupi, eftir svipuðu vísitölufyrirkomulagi. Hingað til hefur það fyr- irkomulag gilt, að samið hef ur verið um fast fiskverð fyrir eitt ár. Útvegs- menn og sjómenn hafa því orðið að bíða lengur eftir uppbótum á kjörum sínum til samræmis við breytt verð lag og kaupgjöld en aðrar stéttir, að einni stétt undan skilinni, er síðar verður vik ið að. í raun og veru er það sanngjarnt, að útvegsmenn og sjómenn sitji hér við sama borð og aörar stéttir. Þessi iagfæring er því eðlileg og hefði mátt koma fyrr. EINS og áður segir, hefur ein stétt önnur en útvegs- menn og sjómenn haft samn inga um kjör sín bundin til eins árs, án allra vistölubóta á þeim tíma. Þessi stétt er bændastéttin. Þetta hefur eðlilega vakið nokkra óá- nægju meðal bændastéttar innar. Hún hefur talið rétt, aö þar sem kaup bænda í verðlagsgrundvellinum sé miðað við kaup tiltekinna vinnustétta, sem njóta vísi- töluuppbóta, þá eigi þær einnig að ná til hennar. Gegn þessu hafa hinsvegar verið færð þau rök, að sjó- menn og útvegsmenn nytu ekki vísitölubóta og eðli- legt væri, aö bændur sætu við sama borð og þeir. Með áðurnefndum samn- ingum ríkisstjórnarinnar og útvegsmanna, hafa útvegs- menn og sjómenn fengið tryggðar vísitölu- og grunn- kaupsbætur í samræmi við aðrar stéttir. Eftir það er bændastéttin eina stéttin, er ekki nýtur slíkra upp- bóta. Það er vitanlega hreint ranglæti, ef hún verður þannig höfö ein útundan. Þess vegna er það sjálfsagt jafnréttismál, að henni verði nú tryggð sama að- staða í þessum efnum og- útvegsmenn og sjómenn hafa fengið. ÞÆR raddir munu heyr- ast, að það muni ekki verða til þess að draga úr hraða verðbólguskriðunnar, þegar útvegsmenn, sjómenn og- bændur fá vísitölubætur jafnfljótt og aðrar stéttir. Út af fyrir sig er þetta rétt. Hitt er hins vegar rangt að ætla að stöðva verðbólguna eða draga úr vexti hennar með því aö setja einmitt þess ar stéttir — sjálfar fram- leiðslustéttirnar, — skör neð ar en aðrar. Við það, að þær fá vísitöluuppbætur jafn- fljótt og launþegar, vinnst lika annað. Menn standa þá strax frammi fyrir þeim vanda, er kauphækkanirnar skapa. Ef til vill hefði verið farið vægilegar í þær sakir á undanförnum árum, ef verð hækkanir hefðu fylgt strax í kjölfar þeirra en ekki kom- ið eftir á. Það er svo annað' mál, að vísitölukerfið er þannig, að engin heilbrigö lausn fæst á efnahagsmálunum, ef það helzt til frambúðar. Allar aðrar þjóðir sem hafa tekið slíkt fyrirkomulag upp, hafa horf ið frá því fyrr eða síðar. Eins hlýtur þetta að verða hér. Meðan hins vegar er búið við þetta fyrirkomulag, má ekki beita þvi þannig, aö það mismuni stéttunum. Þar sem útvegsmenn og sjómenn hafa nú tryggt sér sömu vísi- tölubætur og launþegar, verða bændur einnig að fá þann rétt. Það er sjálfsagt jafnré.ttismál. Utanríkismálin og Mbi MBL. er orðið svo hrætt við stefnu flokks síns í kjör dæmamálinu og efnahags- málunum, að það reynir nú að leiöa athyglina að öllu öðru fremur en þessum mál- um. Nú seinast er það farið að birta greinar um utan- ríkismál og er það þó álíka heppilegt fyrir aðalritstjóra blaðsins og að nefna snöru i hengds manns húsi. Einkum fer það Mbl. þó illa að vera með svikabrigzl í þessu sambandi. Þegar ís- land gekk í Atlantshafs- bandalagið, var aðalritstjóri þess utanríkisráðherra. Hann lýsti því þá hátíðlega yfir, að hér skyldi aldrei verða her á friðartímum. Áð- ur en tvö ár voru liðin, hafði hann haft forgöngu um að rjúfa þetta loforð vegna versnandi ástands í alþjóða málum. Það var miklu meira frávik frá yfirlýstri stefnu en sú ákvörðun vinstri stjórn arinnar að fresta því að ís- lendingar tækju að sér gæzlu varnarstöðvanna, þegar á- stand versnaði skyndilega í alþjóðamálum haustið 1956 vegna atburðana i Egypta- landi og Ungverjalandi. Mbl. ætti því að sjá sóma sinn í því að sleppa öllum svikabrigzlum i þessum efn um. Ástand varnarmálanna var og slíkt, þegar aðal- ritstjóri Mbl. lét af stjórn utanríkismálanna, að það ætti ekki að gefa tilefni til þess, að það sé rifjað upp. Sama gildir og um mútu- brigzl blaðsins í sambandi við erlend lán. Eða er það ekki að verða eitt fyrsta verk Sálfstæðisflokksins eft ir að hann gerist stjórnar- fiokkur á ný að leita eftir Afríka stefnir hraðbyri til s framfara og vaxandi men HundraS og fimmtíu miiljónir manna hafa snúið baki við kúguninni og horfa nú mót bjartri framtíð. Ný heimsálfa tekur nú rétfmæt- an sess sinn í heiminum. Þetta er sögulegur viðburð- ur, sem jafnast á við sjálf- stæðisyfiriýsingu Bandaríkj- anna eða stofnun sjálf- stæðra ríkisstjórna í Asíu eftir síðari heimsstyrjöldina. — Þetta kom glöggt fram á ráðstefnu Afríkuþjóðanna, sem haldin var í Accra í byrjun desember s. I. Nú þegar eru níu sjálfstæð ríki í Afríku, og innan fárra ára niunu önnur bælast í íhópinn, þar á með al sumar fjölmennustu nýlendurn ar. Vestur-Afríka, fjórðungur álf unnar, er komin vel á veg til sjálf stæðis, en annars staðar er enn barátta framundan þótt sigur sé vís að lokuin. Trygging þess er hin siðferðilega og stjórnmálalega sameining Afiiku sem slaðfest var í Acera. Héðan frá mun hver sá hluti álfunnar er berst fyrir frelsi eiga sér bandamenn alll frá Kario til Höfðaborgar. ! Er fultrúum þingsins hafði ver- ið fagnað af Kvvame Nkrumah, forsætisráðherra <xhana kusu þeir Tom Mboya frá Kenya forseta þingsins. Það er gott dæmi um samstöðu þeirra með þjóð sem er undirokuð af harðsvíruðum hvítum landnemum og íhalds- stjórninni í London. í I Frelsi og jafnrétti, sameining Afríku j Hér á eftir verða raktar í stuttu máli samþýklctir þingsins, en þar áttu sæti fulltrúar 60 flokka, þjóð ernishreyfinga og verkalýðssam- taka í 25 löndum. Nýlendustjórninni verður að Ijúka og Ijúka sem fyrst. ,,Við erum engra óvinir, en við munum ekki þola iblutun í frelsisbai'áttu okkar", sagði Mboya. „Við þurf- jim að vinna heimsálfu okkai-. Við þurfum að vinna okkur frelsi og mannlegan virðulei'k“, sagði Nkr- umah. Suður-Afríka, höfuðvígi þræla- haldsins má í framtíðinni búast við andstöðu allra Afríkuþjóða. Stjórnmála- og viðskiptatengsl, að flutningur verkafólks, —allt þetta verður stö'ðvað þangað til jafn- rétti er komið á. Engin kynþáttastefna verður rekin í hefndai’skyni. Evrópu- og Asíumenn verða velkomnir til að setjast að í Afríku og taka þátt í framförunum. En með almenn- um atkvæðisrétti hljóta völdin að færast í hendur afríkanskra rík- isstjórna. i Frelsisbaráttan mun fara frið- samlega fram jafn lengi og það er unnt. Öllum ráðum verður beitt til h'iðsamlegrar haráttu. En grípi heimsvaldasinnar til ofbeld is verður þeim svarað með ofbeldi. Að kröfu Alsírbúa samþykkti þing ið að styðja þá sem af ofbeldis- mönnum eru knúðir til að gjalda líku líkt. Hin frjálsa Afríka mun ekki mol ast sundur í ■einstök smáríki. Nkrumah fordæmdi gerræðislega stórum, nýjum lánum erlend is? Hvert verður endurgjald ið fyrir þau? Þannig mætti spyrja, ef menn vildu ræða þessi mál á sama hátt og Mbl. Þótt Mbl. þyki vont að ræða um kjördæmamálið og efnahagsmálin, mun það ekki bæta hlut flokks sins með umræöum um utanrík- ismálin. Andsta'ðö nýlendu gctnr aðeins oroið Tom Mboya SKiptingu álfunnar með landa- mæragæzlu, kynflokkaríki o-g kyn- þáttalögum. Sameining Ghana og G'uinea er spor i rétta átt. Full- trúarnir samþykktu áætlun þar sem gert er ráð fyrir fimm ríkja samböndum er saman myndi sam banísríki Afríku. Um gervalla álfuna verða engar viðskiptahöml ur, vegabréfaeftirlit eða herir ein stakr ríkja. Sérhver Afríkubúi verður afríkanskur meðborgari, sérhver hermaður í afríkanskri hesveit. Efnahags- og menntamál verða skipulögð í sameiningu. Á alþjóðavettvangi mun írjáls Afrika beita sér fyrir friði. Hún mun hvorugum aðila fylgja í kalda stríðinu. Á afríkanskri grund verða alls engar erlendar her- stöðvar. Framhaldandi sjálfstæðisbar- átta verður skipulögð af sérstöku ráði er sett verður á stofn í Aecra. Fleiri þing verða haldin og frelsis sjóður stofnaður. Björi framtíS Umheimurinn hefur ástæðu til að vera þakklátur fyrir þessar forsjálu áætianir og óska þess að þær megi heppnast. Voldug og víðfem álfa getur unniz fyrir i'relsi og heilbrigði. Skiptist hún niður í ,,sjálfstæð“ ríki er hvert um sig væri jaín dranvblátt og hrætt um ,,virðingu“ sína og Frakkland de Gaulle eða Bret- land Macmillans gæti saga Afríku or'ðið endurlekning á blóðugri sögu Evrópu — aðeins í miklu stærri stíl á kjarnorkuöld. Og hætti hinar nýju þjóðir á það að snúast til fylgis við eitthvert stór veldanna gæti framtíðin orðið jafnöfugsnúin og ástandið í Mið- austurlöndum sýnir. Nú er áslæða til að vona að þessar hættur megi forðast. Ef svo vel tekst til getur framþróun Afríku orðið stórkostleg. Á dög um einnar kynslóðar gæti þessi vanþróaða álfa sem nú er mjög þurfi fyrir utanaðkomandi hjálp orðið auðlind fyrir allan hnötlinn. Þvi að nýlenduveldin hafa varla snert við auðæfum Afríku. Á stöku stað hefur ránvrkja að vísu verið framin, en vegna skipu iagsleysis og forsjárleysis hefur meginið verið látið ósnert. Sigurinn vís Malvælaframlciðslan gelur marg faldazt. Geysimiklir frumskógar veldanna er vordaus og til ills biða þess að verða ruddir. -Eyði- mörkina er hægt aö brjóta a hak aftur eins og einstakif frutnherj- ar hafa sýnt fram á á stöku stað. Orkulindir eru iilvaldár fyrir 'hina nýju iðnbyltingu. Veldug ftjót og lössar geta knúið ótölulegar orku- stöðvar. Afríka er auðug áð úr- aníum o® öðru kjariiorkueldsneyti. Námusvæði eru mikil og verð- mæt. Olía heíur fundizt víða. Iðn aðarmiðstöðvar gætu risið og haldið uppi stöðugum efna'hag. En fyrst og fremst á Afríka fóLk. Enn :em komi er hafa aðeins iáar þús undir manna úr hafi milljónanna brotizt úr viðjum kynþáttakúgun- ar og fátæktar ii: að ná valdi yfir nútímatækní. Þjóðirnar eru angar og vaxandi en'þó ekki í slíkum mæii sem í Asiu þar sem fólksfjölgun er vandamál og gerir íramþróun efna hagsmálanna að kapphlaupi við tímann. Aðeins einn dreki er á vegi þessarar björlu framþróunar, —. blind og héimskuleg andstaða hvítra manna. Nýlenduveldin eiga allt að vinna með því að styrkja Afr’ku í þróun hcnnar til sjáif- stæöis. Sigur Airiku er óhjá'kvæmi legur. Þeir sem berjast gogn hon um uppskera verðskuldað hatur að launum, og ainir heimurinn verður sr.auðari íyrir vikið. (Lausl. þýtt úr Tribune.,* Úrslit i verðlauna- samkeppni Trygg- innar h/f. Fyr-ir áramótin efndi TryggingarmiðstöSin h.f. íil verðlaunasamkeppni og var slcilafrestur útrunninn 2. janúar síðast liðinn. Form þessarar verðlaunasam- keppni var þannig, að átta spurningar um ýmis atriði úr þjóðlífinu voru birtar í dagblöðum bæjar.ins og gátu þátttakendur gengið að þeim þar og svarað Verðlaumn voru: Þvottavé:, strauvél og hrærivél. Þátttaka í kepp.;:nní mun Iitifa vc-rið góð, en aðems 14,7% af lausnunum voru rétfar og veittust spurningarnar um tryggingar- vandamál þátttakendum erfiðastar. Síðast liðinn laugardag var dfeg ið úr réttum lausjium á skrifstoíu borgarlögmanns. Fyrstu verðlaun in, rafmagnseidavé), hreppti Krist- jana Kristjánsdóttir til heimilis að Leifsgötu 20 hér í bæ, en hún er a'ðeins níu ára gömul. Önnur verðlaun, strauvél, hlaut Hansína Ólafsdóttir, Kolsvík, BarðastraHda sýslu og þri'ðju verðlaun hreppti Anton Ólafsson iil heimilis ,að Kolbeinsstöðum á Seltjarnarnesi og var það hraerivél. Voru vinn- ir.garnir afhentir í gær. Eins og kunnugt er tryggja rnenn eignir sínar ýmis konar oft lítið eða ekkert, enda hafa margir farið flatt á sljku. En í seinni líð hafa augu manna opnazt fyrir þeirri nauðsvn sem er á því að tryggja eignir sínar eftir verðgildi þeirra. Til gamans má geta þess, . að Gallup könnunin, sem hér var framin á þessu atriði málsins fyrir nokkru, leiddi það í ljós, að 80— 90% af húseigendum tryggja ejgn ir sínar, en 70—80% a: þeim, sem tryggja, vanmeta e g"ir sínar og tryggja of lágt. Niðurstaðan er því sú, að aðeins lítill h.uti mánna tryggir eignir sínar nægilega vel. ; Það er því brýn naúðsýn á því, að vekja athygli ir.:.r,na á því a3 tiyggja allar þær --ignir, sem und ir þeirra höndtim iiu.na að vcra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.