Tíminn - 23.01.1959, Síða 6

Tíminn - 23.01.1959, Síða 6
6 TÍMINN, föstudagiun 23 janúar 1959. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn» Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 OíaníátiS mikla ÞEGAR efnahagslöggjöf in var sett á síðastl. vori, var það tekið skýrt fram af ríkisstórninni og sérfræðing- um hennar, að löggjöfin fengi því aðeins staðizt og náð tilætluðum árangri, að ekki yrði grunnkaupshækk- anir umfram þau 5%, er lög in gerðu ráð fyrir og komu í stað 9 vísitölustiga, er felld voru niöur. Ef hækkanir yrðu á grunnkaupinu umfram þetta, myndi slíkt hafa það óhjákvæmilega í för með sér, að gera yrði nýjar ráðstafan ir í efnahagsmálunum um næstu áramót. Reynslan hefur nú stað- fest fullkomlega, að hér var farið með rétt mál. Bezt og gleggst hefur þetta verið staðfest af sérfræðingum Sjálfstæðisflokksins, er kom ust aö þeirri niðurstöðu, að hægt væri að tryggja áfram blómlegan atvinnurekstur, án nýrra skattaálaga, ef grunnkaupið yrði lækkað um 6% eða ógiidar þær hækk- anir, sem urðu umfram það, er efnahagslögin gerðu ráð fyrir. ÞAÐ hefði mátt ætla, að framangreindar aðvaranir ríkisstjórnarinnar og sér- fræðinga hennar, yrðu til þess, að gert yrði hlé á kaup- kröfum að sinni og þannig stutt aö því að treysta stöðv- un og jafnvægi í efnahags- lifinu. Þess var hins vegar síður en svo að fagna. Af hálfu forustumanna Sjálf- stæðisflokksins var nú haf- inn stórfelldari áróður fyrir kauphækkunarkröfum en nokkru sinni fyrr. í blöðum flokksins, einkum þó Morg- unblaðinu, var lagt allt kapp á að auglýsa sem rækilegast allar verðhækkanir, sem fylgdu efnahagslöggjöfinni, og reynt þannig að magna óánægju launþega. Flugu- menn og erindrekar flokks- ins í verkalýðsfélögunum fylgdu síðan á eftir og hvöttu til þess, að samningum yrði sagt upp og kaupkröfur born ar fram. í þessa slóð fylgdu svo stjórnarandstæöingar i Aiþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Þjóðviljinn tók alveg' undir áróður Mbl. og Alþýðublaðið ávítaði stjórn Dagsbrúnar fyrir seinlæti í kröfugerðinni. Afleiðing þessarar iðju var sú, að mörg félög fóru af stað og hófu verkföll. Eftir nokk- urt þóf létu svo atvinnurek- endur undan. Útkoman var sú, að knúin var fram 6—9% gruimkaupshækkun umfram þaö, er efnahagslögin gerðu ráö fyrir. ÞEGAR sérfræðingar rík- isstórnarinnar tóku að at- huga efnahagsmálin á síðast liðnu hausti, kom það að sjálf sögðu í Ijós, sem sagt hafði verið fyrir, að nýrra ráð- stafana væri þörf, þar sem meiri grunnkaupshækkanir höfðu átt sér stað en gert hafði verið ráð fyrir. Af hálfu Framsóknarflokksins voru þá strax lagðar fram tillögur í ríkisstjórninni um að mæta þessum vanda og snerust þær m.a. um það, að launþegar tækju á sig nokkra niðurfærslu á vísi- tölunni. Samstarfsflokkarn- ir kusu hins vegar að skjóta málinu til Alþýðusambands- þings. Þegar þangað kom, stóðu Sjálfstæðismenn og stjórnarandstæðingar úr Al- þýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu saman eins og ein blökk og mörkuðu stefn una: Engin eftirgjöf á grunn kaupi og vísitölu kemur til greina. Það fékkst ekki einu sinni samþykkt, að hækkun vísitölunnar yrði frestað um stutta stund, meðan verið væri að athuga, hvort sam- komulag gæti náðst um raun hæfar ráðstafanir. Þetta leiddi til þess, að rikisstjórninni varð nauðug- úr einn kostur að segja af sér, þar sem hún var byggð á vinsamlegu samstarfi við verkalýðsstéttirnar. EFTIR að kunnugt varð um fall ríkisstjórnarinnar, urðu hins vegar skjót og mikil veðrabrigði í lofti. Á þingi Alþýðuflokksins skiptu „verkalýðsforingjar“ flokks- ins um skoðun á svipstundu. Eggert, Óskar, Garðar og Jón er höfðu beitt sér eindregið fyrir kauphækkunum á s. 1. sumri og hafnað höfðu sér- hverjum fresti og eftirgjöf á Alþýðusambandsþingi, öðl- uðust nú allt í einu þann skilning, að þeir höfðu sagt ósatt og átu allt ofan í sig, er þeir höfðu verið að segja í kaupgjaldsmálunum sein- ustu mánuðina. Alveg sama kraftaverkið gerðist hjá Sjálfstæðisflokknum. Sér- fræðingar flokksins komust ao þeirri niðurstöðu, að' 6% grunnkaupslækkun væri nauðsynleg, eða m.ö.o. allt hefði verið ósatt, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði sagt um þessi mál, þegar hann var að beita sér fyrir kaup- hækkununum s. 1. sumar. í Mbl. staðfesti Bjarni Bene- diktsson ofaníátið og sagði, að hér eftir yrði að segja sannleikann! í framhaldi af þessu hafa stjórnarflokkarnir nýju, — Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, — nú lagt fram frumvarp um 5—6% kauplækkun, jafnframt því, sem kaupmátturinn er skert ur með auknum niðurgreiösl um. FORINGJAR Sjálfstæöis flokksins og fylgifiskar þeirra frá síðastl. sumri, verða nú að sætta sig við þaö ömurlega hlutskipti að ómerkja og éta ofan í sig allan kauphækkunaráróður- inn, sem þeir héldu uppi þá. Þeir verða nú að játa, að þeir hafi þá sagt ósatt um þessi mál vitandi vits, því að þeir hafi viljað gera þáv. stjórn erfitt fyrir. Ef til vill ERLENT YFIRLIT: Söguleg samvinnuslit á Ítalíu Nenni rýfur endanlega samvinnu fiokks síns við kommúnista UM scinustu helgi lauk í Napoli á Ítalíu flokksþingi, sem þykir líklegt til þess að geta haft mikil áhrif á ítöisk stjórnmál í fram- tíðinni. Hér var um að ræða flokks þing Sósialistaflokks Ítalíu, sem er skipaður vinstrisinnuðum jafn- aðarmönnum. Foringi hans er Pietro Nenni, sem talinn er mesti mælskugarpur og snjallasti áróð- ursmaður allra núlifandi ítalskra stjórnmálamanna. Á þessu flokksþingi ílalska Sósialistafiokksins var tekin sú örlagarika ákvörðun að slíta sam- starfi við Kommúnistaflokk Ítalíu á sviði landsmálanna. Hins vegar verður samvinnu við kommúnista haldið áfram innan verkalýðsfé- laganna og samvinnufélaganna, en flokkarnir standa að kaupfélags- hreyfingu og fleiri samvinnufélags skap í ýmsum borgum og bæjum Ííalíu. • Náin samvinna hefur verið milli þessara flokka siðan í striðslok. Árið 1947 leiddi thún til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins og gekk þá allstórt brot úr honum og mynd aði flokk Sósíaldemókrata undir forustu Saragats. >Sá flokkur hef- ur þó ekki náð verulegu fylgi. i Árið 1948 var Sósíalistaflokkn- um vikið úr Alþjóðasambandi jafn aðarmanna vegna samstarfsins við kommúnista, en flokkur Saragats tekinn í það í staðinn. FYRIR nokkrum miserum byrj- aði Nenni að vinna að þvi að Sósíalistafiokkurinn sliti hinu nána samstarfi við kommúnista. Á næst seinasta flokksþingi fékk harrn það raunar samþykkt, en andstæðingar hans, er vildu halda samstarfinu áfram, urðu. hins vegar í meiri- hluta í miðstjórn flokksins. Þegar kosið var til hins nýlokna flokks- þings, var háð hörð kosningabar- átta um þetta atrið'i í svo til öll- um flokksfélögunum. Niðurstaðan varð sú, að Nenni bar hærri hlut og fékk stefnu sína staðfesta á flokksþinginu. Fylgismenn hans fengu einnig öruggan meirihluta í flokksstjórninni. Sósíalistaflokkurinn hefir nú 84 þingmenn í neðri deild ítalska þingsins og er því þriðji stærsti flokkurinn þar. Kristilegir demó- kratar hafa 273 þingm. og komm- únistar um 140. Flokkur Saragats hefur 22 þingmenn. í seinustu þing kosningum jók iSósíalistaflokkur- inn 'heldur fylgi sitt, en kommún- istar töpuðu nokkru. Auk áður- nefndra flokka, eru fjórir aðrir flokkar i þinginu. Nýfasistar 29 þingmenn, konungssinnar 23 þing- menn (þeir skrptast nú í 2 flokka), frjálslyndir 16 og lýðveldissinnar 7. Alls eru þingmenn 596. MJÖG er nú um það rætt, hvaða áhrif það muni hafa, að Nenni hefur nú slitið hinu nána sam- starfi, er flokkur hans hefur haft, við kommúnista um 15 ára skeið. Ætlun hans er að gera Sósíalista- flokkinn jafnt óháðan kommúnist um og hægri jafnaðarmönnum og safna um hann fylgi á þeim grund velli. Ekki þykir ósennilegt, að honum muni takast þetta. Þannig' er talið- líklegt, að 3—4 þingmenn úr flokki Saragats muni nú yfir- gefa hann og ganga i Sósíalista- er þeim ofaníátiö þægilegra, að vegna þessara vinnu- bragða hafa þeir náð aukn- um völdum um sinn. En hvað segja launþegarnir? Vegna kauphækkananna í sumar, hafa orðið ýmsar verðhækk anir, sem ekki munu nást aftur. Hlutur þeirra verður því stórum lakari eftir en áð ur, eins og þeir munu brátt reyna. Ætla þeir að láta for- ustumenn Sjálfstæðisflokks- ins sleppa með ofaníátið eitt? Nenni flokknn. Þá þykir og líklegt, að ýmsir af fylgismönnum kommún- ista gangi nú til liðs við Sósíalista flokkinn. Það þykir ckki heldur ótrúlegt, að Nenni geti náð ein- hverju fylgi frá kristilega ílokkn- um, ef svo færi, að hægri menn næðu yfhráðum í fiokknum. Þetta þykir hins vegar ekki líklegt, ef Fanfani verður forsætisráðherra áfram, en hann er forustumaður í vinstra armi kristilega flokksins og fylgjandi róttækri stjórnar- stefnu. ÞAÐ er hins vegar talið mjög vafasamt, að stjórn Fanfani eigi langt 1-íf fyrir höndum. Hún er samstjórn kristilega flokksins og flokks Saragats, sem ekki hafa þingmeirihluta, en tveir smáflokk- ar, lýðveldismenn og frjálslyndir, ;hafa hjálpað til að verja hana fal'li. Ef stjórnin fellur, þykir einna líkiegasí, að mynduð verði stjórn af einhverjum hægri manni kristilega flokksins með stuðningi konungssinna og nýfasista. Sú stjórn yrði mjög veik í Sessi. — Mar.gt þykir benda lil, að kosn- ingar geti orðið brátt á Ítalíu vegna þess, hve örðugt er að mynda þar trausta þingræðis- stjórn. Óvissa ríkir nú um afstöðu Nenn is til ríkisstjórnar Fanfanis. — Útilokað þykir, að hann muni í náinni framtíð veita henni bein- an stuðning. Hins vegar gæti hann hjálpað henni mikið með því ■að láta flokk sinn sitja hjá við þýðingarmiklar atkvæðagreiðslur. Ýmsir telja, að fyrir Nenni vaki að ná með tíð og tima samsíarfi við vinstri arm kristilega ilokks- íns. Bæði Fanfani og Gronchi, for seti Ítalíu, sem er úr vinstra armi kristilega fiokksins, eru og 'taldir þessu hlvnntir. í mörgum veiga- núklum inannlandsmálum er ekki svo mjög langt bil milli Sósíal- istaflokksins og vinstra arms kristilega flokksins. I utar.ríkis- málunum hallast Nenni að -hlut- leysisstefnu, enda ein ástæðáh fyr- ir samvinnuslitum hans við komtm únista sú, að þeir séu of háðir Moskvu til þess, að unnt sú að framfylgja hlutleysisstefnu i sam- starfi við þá. Bæði Fanfar.i og Gronchi eru taldir hlynr.tir því, að ítalir taki upp óháðari utan- rikisstefnu en áður, þótt þeir vilji hakla áfram þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu að sinní. För sú, cr Fanfani lór til Kairó fyrir skömmu, var ekki sízt farin til að árétta það, að stjórn hans fylgdi sjálfstíéöari og óh.iðari stefnu en fyrrv. stjórnir. ÞAÐ er talinn talsverður hnekkir fyrir kommúnista, að flokkur Nennis hefir nú slitið samstarfi við þá, en hanu er sein- asti flokkurinn ves'tan járntjalds- ir.s. er haft hefir beina samvinnu við kommúnista. Sú ákvörðun Nennis. að rjúfa samstarfið við kommúnista, getur átt eftir að valda nokkrum ágrein tngi innan Alþjóðasambands jafn- aðarmanna. Forustumenn enska Verkamannaflokksins', eins og Bevan og Morgan Philips, eru taldir þess mjög fýsandi, að flokk ur Nennis vcrði nú aftur tekmn í sambandið. Flokkur Saragats mun hins vegar beita sér eindreg- ið gegn því, enda mjög óalgengt, að tveir flokkar frá sama Iandi séu í sambandinu. Eftir Bevan er hins vegar haft, að Saragat ver.ði þá að víkja, ef hann sætti s'ig ekki við slíkt. Annars hafa brezk- ir jafnaðarmenn mjög reynt að beita áhrifum sinum í þá átt að fá Nenni og Saragat til að sam- eina flokkana. en það hefir mistek- izt hingað til. Nenni segir að ekki gcti orðið um sameiningu að ræða á öðrum grundvelli en þeim, að flokkur Saragaís verði formlega lagður niður, og flokksmcnnirnir gangi svo í Sósialistaflokkinn. Við þetta hefir Saragat ékki viijáð sætta sig, og enn virðist hann hafa meirihluta flokks síns áð baki sér. Þ.Þ. Veðrahamur veldur ýmiskonar tjóni og vandræðum í Vestur-Evrópu NTB-Lundúnum, 21. jan. — Ofsarok geísaði um vestur- strönd Evrópu og á Norðursjó í dag. Varð verulegt tjón í strandhéruðunum og skip voru víða í hættu stödd. í Frakk- Iandi meiddust 30 manns af völdum veðurfarsins en miklar skemmdir hafa orðið á húsum. Skip, sem stödd voru á Norður- sjó og Ermarsundi, voru sum í hættu stödd, en mun þó öllum liafa tekizt að ná til hafnar slysa lítið. Snekkja með þrem mönnum iun borð strandaði s. 1. nótt við Le Havre og var unnið að því í dag að ná henni á flot. Reykháfar fuku. í Brussel var veðurofsinn svo mikill, að reykháfar fuku a£ hús- um og einnig þök. í Amíiterdam gekk sjór á land og stafaði af mik il hætta. Var mikill fjöldi manna iátinn byggja 25 m. háan sjóvarn- axgarð, þar sem hættan var mes't, Ofsarok var einnig í Rhone- dalnum. Þar fuku þök a£ 16 hús- um, en alls er talið að 30 manns hafi meiðzt í Frakklandi af völd- um veðurofsans. Einnig uröu miklar skemmdir á mannvirkjum i Pyreneafjöllunum. Þar er sagt, að íré, síma og raf- magnsstaurar liggi víða sem hrá- viður. í París eða nágrenni henn- ar hafa flóð úr Signu valdið mikl- um usla. Hafa alls 2200 heimili orðið fyrir skemmdum ai' þessum sökum. Er óftazt, að Signa muni enn hækka stórlega. Áin Ems i Þýzkalandi hefir vaxið nijög siðustu daga eðá um einn og hálían metra. í Svíþjóö er hins vegar mikil fannkyngi og stafa af því marg- vísleg vandræði. Samgöngur all ar eru mjög erfiðar og íiggja vt'ða alveg niðri. í Stokkhólmi unnu 3300 nianns að snjómokstri í dag. Kostaði snjómokstus'iiin bæjarsjóð StohMiólms um 300 þús. kr. sænskar bara þe*man eina dag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.