Tíminn - 23.01.1959, Síða 9

Tíminn - 23.01.1959, Síða 9
TÍMIíNN, fostudagiim 33. jam'iar 1959. VEÐMÁL OG VALT GENGI Smá&ácja eftlr ^Snvin Sk aiv hann hafði náð sambandi viö Georg V., spurðist hann fyrir ur hr. Smith, herra Bert Smith. Eftir góöa stund kom stúlkan meö þær upplýsing- ar, að hr. Smith væri ekki lengúr á hótelinu. Áður en stúlkan gat skellt á .flýtti Barber sér aö spyrja, hvort búizt væri viö hr. Smith fljót- lega aftur, eða hvort hann hefðí skilið eftir noklturt ann að heimilisfang. Eftir enn eina langa bið svaraöi stúlk- an, að ekki væri búizt við hon um á hótelið aftur, og hann hefði ekki gefið upp neitt nýtt heimilisfang. Barber skellti á. Hann var ekki undrandi vegna Bert Smiths. Þetta var maður, sem á dularfullan hátt fluttist af einu hótelinu á annaö; og hann gat vel verið búínn aö ganga undir tíu nýjum nöfn- um, frá því að Barber haföi tal af honum síðast. Barber reyndi nú allt livaö hann gat til að hugsa ekki frekar um Jimmy Richard- son, konu hans og börh; sízt þessa konu hans, sem var köll uð Augnayndið, mestmegnis í góðlátlegu gríni. Barber varö þungur á brún og reikaði út aö glugganum. Vetrarregnið flæddi um þröngt Parísarstrætiö, líkt því sem regn í stórborgum getur ömurlegast oröiö, litlaust og til þess fallið aö afmá allan svip af þeim húsum sem viö augum blöstu andspænis hand an við götuna; ógernmgur var aö ímynda sér, hvernig þau hefðu litiö út, þegar þau voru nýreist. Þarna var flutninga- verkamaður af afferma vín- kassa af vörubíl, eymdarlegur á svipinn í öllu votviðrinu; og sjálft hljóðiö I flöskunum varð óvenjulega ömurlegt í rigningunni, þessari linnu- laiisu dembu, sem helltist úr gráum skýjunum. Þetta var ekki sem ákjósanlegastur dag ur til að þurfa að sakna eigin manns eða vinar. Það var ekki dagur til aö sigrast á ein manakennd eða til aö gera sig ánægðan með eina fimmtán þúsund franlia í vasanum og þröngt hótelherbergi, þar sem lokað var fyrir hitann milli klukkan tíu á morgnana og sex á kvöidin. Og þaö var ekki dagur til að sætta sig við sígarettuleysi og matarskort. Ekki dagur til að horfast í augu viö sjálfan sig eins og maöur raunverulega var; sama hvað maöur reyndi að afsaka sig. Maöur hlaut aö komast fyrr eöa síðar aö þeirri niöurstööu, aö sjálfur væri maður ábyrgur fyrir þessu öllu. Barber hristi af sér sleniö erin einu sinni. Þaö þýddi ekki að hanga hér inni í herberg- inu allan daginn. Ef hann átti að geta komið nokkru góöu til leiöar, varö hann að hafa upp á Bert Smith. Hann leit á úrið sitt. Þaö var næst- um hálf þrjú. Hann reyndi að rifja upp alla þá staði þar sem liann hafði hitt Bert Smith klukkan hálf þrjú aö degi til: listamanna-veitingahúsiö h j á Rond-Point, þar sem kvik- myndafólk, franskir dag- blaöaeigendur og ríkir ferða- menn áttu; litla veitingastaö- inn við Boulevard Latour- Maubourg á Vinstri bakkan- um; veitingahúsin við Auteuil Longchamps og St. Cloud. Barber leit á dagblaðiö. Á Auteuil-leikvanginum voru veöreiöar í dag. Væri Smith ekki á veðreið- unum, en þó enn um kyrrt í Parísarborg, var sennilegt að hann hefði farið inn í ein- hverja listsýninguna í eftir- miödaginn. Bert Smith var listunnandi; aö minnsta kosti keypti hann listaverk og valdi þau af furðulegri kunnáttu- semi, að því er virtist. En þar eö hánn ieigði jafnan á hótel- um, þar sem ekki var ákjósan legt aö hlaða upp iistaverk- um, varýsennílegast, að hann keypti slik verk til aö selja þau aftur með hagnaði — eöa smygla þeifh út úr landinu, ef þau voru á annað borð svo verömæt, að ríkisstjórnin væri líkleg til aö taka í taum- ana og ekki kæra sig um að láta þau hverfa úr franskri eign. Barber hafði einnig rekizt á Smith í gufubaði Claridges síöla eftirmiödags; þennan litla þrekvaxna * mann með furöu vel lagaöa fætur, sitj- andi þar innvafinn í þykkt klæði, roöna æ þvi meir sem hann sat lengur í gufunni, brosa værðarlega út í loftið — sjálfsagt að þeirri tilhugsun, aö nú væri hann að losa sig viö eitthvað af þeirri fitu, er hann hefði safnað meö því að borða aö staðaldri á dýr- ustu veitingahúsum Evrópu. Um sexleytiö haföi Barber einnig séð hann nokkrum sinn uni í rakarastofunni á Georg V., þar sem hann lét raka sig; á eftir fór hann þá stundum upp á barinn á efri hæðinni, eöa á enska barinn í kjallar- anum á Relais Plaza við Plaza Athénée. Seint á kvöldin hafði hann séð hann á ýmsum næt- urklúbbum — L’Eléphant Blanc, Carrolls, La Rose Rouge .... Barber varö hugsaö meö ó- hugnaöi til siðustu fimmtán þúsundanna, sem hann átti í vasanum. Þetta hlaut að veröa langur, vætusamur, erf- iður og mjög kostnaðarsamur dagur. Hann setti á sig hatt- inn, fór i frakkann og gekk út. Ennþá var rigning, og liann hóaöi í leigubíl og lét bílstjórann fá nafn veitinga- hússins viö Rond-Point. Þetta haföi byrjað fyrir um þaö bil tveim mánuðum á áhorfendapöllunum á Auteuil leikvangi, skömmu fyrir sjöttu kappreiðarnar. Það var drungalegur dagur, áhorfend- urnir fáir, og Barber hafði ekki gengiö sem bezt i veðmál unum, en samt veöjað á einn gegn átján í sjöttu umferö- inni. Hann greiddi fimm þús- und fyrir miðann og gekk síö an upp á ofanveröa pallana, til að hafa sem bezt útsýni. Á pallinum var aöeins einn annar áhorfandi, skammt frá honum; lítill maöur og þétt- vaxinn með flókahatt dýrustu tegundar á höfði, og hélt á kíki og regnhlíf eins og Eng- lendinga. var siður. Hann brosti til Barbers og kinkaði kolli. Þegar Barber brosti á móti, fannst honum hann hafa séö þennan mann marg- oft áður, eða bróður hans, — ellegar tíu-tuttugu menn með hans útlit, á veitingahúsum, börum eöa á götunni; stund- um með hávöxnum stúlkum, sem vel gátu verið sýningar- stúlkur af lægri stigum eða hálfgildings g'leðikonur af betra taginu. Maðurinn meö regnhlífina þokaöi sig nú nær honum yfir hálfblauta bekkina. Hann var lágur til hnésins, bar ijósan' trefil, og andlit hans var mjög snyrtilegt en þó ofur venju-| legt; augun stór og fallega dökk og augnabrúnirnar dökk ar og mildar. Svipur hans var af því tagi, sem Barber vildi kalla móttækilegan og áhrifa ríkan í senn— ef maðurinn vildi það við hafa. Það var svipur, sem jöfnum höndum gat verið kaldhæðinn, viö- kvæmur, vonsvikinn og darf- ur; og maður með þannig svip gat verið Tyrki, Ungverji eöa Grikki; jafnvel frá Basra. Þess konar andlit gat að líta jafnt í Róm, París, Brussel eöa Tangier, — en alltaf á þeim stöðum þar sem dýrast var, — og alltaf að gera ein- i hver viöskipti. Og þannig svip gat maöur hugsaö sér, að lög- reglan veitti athygli á stund- um. — Gott kvöld, sagði maður- inn á ensku og greip hendinni í hattbarðið. — Hefur gæfan veriö yöur hliðholl í dag? — Þaö var útlendur hreimur í máli hans, en erfitt að dæma eftir honum, hvaðan maöur- inn væri. Það var líkast því, sem hann hefði í bernsku geng ið á skóla í mörgum löndum og haft barnfóstru af ýmsum þjóöernum . — Ekki alveg frá því, anzaði Barber meö nokkurri gætni. — Hverjum hafið þér mesta trú á í þessari umferð? Maður inn benti með regnhlífinni þangaö sem hestarnir höfðu safnazt saman fyrir endanum á hlaupabrautinni. — Númer þrjú, sagði Bar- ber. — Númer þrjú. Maöurinn yppti öxlum, á þann hátt sem hann kenndi í brjósti um Bar- ber, en leyfði sér ekki, upp- eldis síns vegna, að hafa orð á slíku— Hvernig gengur ann ars til í kvikmyndaheiminum í dag? spurði maðurinn. — Kvikmyndahópurinn fór heim fyrir mánuði, svaraöi Bar'oer og varð dálítið undr- andi á því, að maðurinn skyldi hafa hugmynd um þess konar hluti. Bandarískt kvik- myndafélag hafði veriö að láta gera mynd um stríðiö, og Barber hafði verið svo ham- ingjusamur að fá fjögurra mánaða vel launaða atvinnu viö tökuna sem tæknilegur ráögjafi varðandi fallhlífar- hermennsku og útskýringu á mismuni P-47 og B-25 fyrir st j órnandanum. — Og ljóshærða stjarnan? spurði maðurinn um leiö og hann tók kíkinn frá augunum. — Þessi með fallegu þjóhnapp ana? — Líka farin heim. Maðurinn lyfti brúnum og hristi höfuðið dapurlega, eins og hann vildi gefa í skyn hve leitt sér þætti, að hinn nýi kunningi hans og aðrir í- búar Parísarborgar skyldu hafa orðiö aö sjá á bak jafn yndislegum þjóhnöppum. 9 LV.W.V.V.V.W.V.V.V.W.V\\W.V.W,V,V,V.V.'í^ .... . Aðventkirkjan Biblíulestur á hverju föstudags kvöldi, kl. 20,30.’ Spurningum, semi inn, kimna að koma, evarað. Allir velkomnir. 0. J. Olsen VV.V/.V.V.W.V.VV.V.V.V.V.V.V.WJ V örubílst jórafélagið ÞRÓTTUR Aðalfundur Vörubílastjórafélagsins Þróttar verður haldinn i húsi félagsins sunnudaginn 25. þ. m. kl. 2 síðd. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. tttmttmttm TIL LEIGU frá 1. febrúar, 2 herbergi og aðgangur að eld- húsi. Húsgögn gætu fylgt. — Upplýsingar í sima 10162. Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Ingólfur verður haldinn n.k, sunnudag, 25 jan. n.k. kl. 4 síðdegis í Gróf inni 1. — Venjuleg aðalfundarstörf. Jörðin Dufþaksholt í Hvolshreppi, Rangárvallasýslu, er Iaus til ábúðar í næstu fardögum. — Jörðin, sem er skammt frá Hvolsvelli, liggur við þjóðbraut. hefir mikil rækt- unarskilyrði, er vel hýst og hús Þar raflýst. Upplýsingar gefa ábúandi jarðarinnar, Björgvin Guðjónsson, sími 25, Hvolsvelli, og Ragnheiður Jónsdóttir, Hringbraut 28, Reykjavík, sími 12019. V.V.VVVVVVVVVVVVVV/.VVV.VV.VWAW.VVVVV.V/.VAV Öllum þeim, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum, færi ég beztu þakkir og árna þeim allra heilla á § hinu nýbyrjaða ári. Guðfinna Þórðardóttir, Hvoli, Borgarfirði eystra. .V.VVVVVVVVVVVVVVVV'.VVVVVVVVVVVV.V.V.VVVVVVVVVV^ j.VVVVVV-.VV-.VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.VVVVV"J I; Xnnilegar þakkir til ættingja og vina, nær og fjær, I; sem glöddu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar I; 9. janúar s.l., með heimsóknum, gjöfum og góðum kveðjum. I' ■; Kristjana Jóhannsdóttir, •I Guðmundur Jónsson, Skiphyl. VVVVV.VVV.VVVV.VV.VV.VVVVVVVVV.V.V.VVVVVVV.VVV.V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.